Morgunblaðið - 14.03.1978, Síða 46

Morgunblaðið - 14.03.1978, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Samstaða um stiórn á Ítalíu Róm, 13. marz. AP. Reuter. Forsætisráðherra Ítalíu, Giulio Andreotti, gekk í gær á fund forseta landsins, Giovanni Leone, og tilkynnti honum, að hann gæti mynd- að stjórn með stuðningi kommúnista, sósíalista, sósíaidemókrata og repú- blikana. Er þar með endi bundinn á einhverja lengstu stjórnarkreppu á Ítalíu frá því eftir stríð. Þrátt fyrir að kommúnistar hafi heitið Andreotti stuðningi sínum, gagnrýndu þeir í gær ráð- herraval Andreottis og mál- gagn komnúnista, L‘Unita, sagðii „Einu sinni enn hefur það sýnt sig, að Andreotti er ekki fær um að mynda stjórn með nýjum, dugmikl- um ráðherrum í stað hinna gömiu, sem þegar hafa sung- ið sitt síðasta*4. Hin nýja stjórn Andreottis er öll skipuð ráöherrum úr flokki krist'i- legra demókrata, og voru þeir allir í stjórninni er fór frá 16. janúar, utan tveir sem eru nýir. Einn ráðherra úr fyrri stjórn Italíu var rekinn, en sá hafði oft verið harðlefja gagnrýndur af kommúnistum. Þá færði Andreotti einnig tvo ráðherra til innan stjórnarinnar, en þeir höfðu einnig verið gagnrýndir af kommúnist- um, en Arnaldo Forlani fer sem fyrr með embætti utanríkisráð- herra. Þó svo allir ráðherrarnir séu kristilegir demókratar hafa allir flokkarnir fimm mótað stefnu stjórnarinnar í sameiningu. Nokkrir flokksmenn Kristilega demókrataflokksins hafa gagnrýnt stjórnarmyndunina, en talið er að Andreotti hafi myndað stjórnina til að draga athyglina frá kosning- um, sem verða á næsta ári. I síðustu kosningum í júní 1976 hlutu kristilegir demókratar 38% atkvæða, fjórum prósentum meira en kommúnistar. í dag sór stjórn Andreottis embættiseið, en gert er ráð fyrir að Andreotti biðji þingið um Framhald á bls. 31 Vegfarendur skýla sér bak við bifreið er Suður-Mólukkar skjóta úr stjórnarbyggingunni í Assen. Lafði Tweeds- muir látin London, 13. marz, Reuter. LAFÐI Tweedsmuir, fyrr- verandi formaður efnahags- bandalagsnefndar lávarða- deildar brezka þmgsins og sú, sem samdi við íslendinga í þorskastríðinu 1973, er iátin, 63 ára að aldri. Stjórnmálaferill hennar hófst árið 1946. Hún varð snemma fulltrúi í Evrópuráðinu og var ætíð hlynnt samstarfi Breta við Efna- hagsbandalagslöndin. Lafði Tweedsmuir átti stærstan þátt í samninguin Breta við Islendinga til að binda enda á þorskastríðið árið 1973. Áriö 1948 gekk laföin í hjóna- band með Tweedsmuir lávarði, syni rithöfundarins John Buchan. Lafði Tweedsmuir var þingmaður brezka Ihaldsflokksins frá árinu 1946. Hún neyddist til að hætta þátttöku sinni í Evrópuráði á s.l. ári vegna slæmrar heilsu. Hún lézt á heimili sínu í Aberdeenshire s.l. laugardag eftir langa legu. Lafði Prieilla Tweedsmuir var tvígift, fyrri maður hennar féll í Normandí árið 1944. Hún varð þingmaður í neðri deild brezka þingsins 31 árs göniul og hélt því sæti næstu tuttugu ár, þar til 1966. Það ár varð hún fyrst kvenna framkvæmdastjóri Cunard-skipa- útgerðarinnar. Hún sneri sér aftur að stjórnmáluni árið 1970, þegar hún var gerð að barónessu. Lafði Tweedsmuir var aðstoðar- ráðherra í Skotlandsmálaráðu- Sakharov atyrtur við mótmælagöngu Lafði Tweedsmuir. neytinu og utanríkisráðuneytinu. Hún var fulltrúi Breta hjá Sam- einuðu þjónunum 1960. Þá starfaði hún sem blaðafulltrúi, blaðamaður og kom oft fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún átti dvær dætur af fyrra hjónabandi og eina með síðari eiginmanni sínum. Moskva, 12. marz, Reuter NÓBELSHAFINN Andrei Sakharov fylkti í dag liði mótmælenda, sem flestir voru Gyðingar, til að and- mæla árás Palestínumanna í ísrael og stuðningi Kreml- verja við frelsisher Pal- estínumanna, PLO. Alls voru mótmælendurn- ir í hópnum um 37 talsins og kyrjuðu þeir „vei sé barna- morðingjunum“ og „vei sé morðingjaverndurum“ fyrir framan „Erlenda vinahúsið“ í Moskvu. Urðu þeir fyrir aðkasti vegfarenda, sem hrifsuðu af þeim mótmæla- spjöld, en augsýnilegt var að þeim var ókunnugt um til- efni mótmælagöngunnar þar eð ekki hafði verið greint frá árásinni á fólks- flutningabifreiðina i ísrael f sovézkum fjölmiðlum. í yfirlýsingu, sem erlendum fréttamönnum var látin í hendur þar sem mótmælagangan fór fram, komst dr. Sakharov svo að orði að þessi „hræðilegi glæpur" hefði verið unninn aðeins tveimur dögum eftir að leiðtogi PLO, Yasser Arafat, átti fund með hátt settum sovézkum ráðamönnum. „Vei sé skipuleggjendum, upphafs- mönnum og aðstandendum glæps- ins. Vei sé barnamorðingjunum.“ sagði í tilkynningunni. Þar sem vegfarendur gerðu hróp að mótmælendunum æpti kona í mótmælendahópnum: „Arafat er að drepa börn okkar. Þið gefið Arafat vopn“. „Af hverju farið þið þá ekki til Israels", hrópaði einhver til baka. „Af því þið leyfið okkur ekki að fara“, var svarið. Greinilegt var að mótmæla- gangan kom lögreglu í opna skjöldu og kom hún á vettvang nokkrum mínútum síðar. Enginn mun þó hafa verið tekinn höndum. Mótmælaspjöld þátttakenda voru brennd. Samið um laun og kjör í Svíþjóð Frá fréttaritara Mbl. í Stokkhólmi, 13. marz. ÞAÐ VAR kunngert s.l. sunnudag að þeir, sem harð- ast hafa deilt undanfarið um kaup og kjör í Svíjóð, At- vinnurekendasambandið, SAF, og launþegasamböndin tvö, Alþýðusambandið, LO, og Samband starfsmanna einkafyrirtækja, PTK, hefðu komizt að samkomulagi. Ljóst þykir að samkomulag- ið er engan veginn fullnægj- andi fyrir LO og PTK, sem segja að það tryggi ekki óbreyttan kaupmátt og kref jast launþegasamböndin þess, að ríkisstjórnin grípi til verðstöðvana og sölu- skattslækkana til að koma í Þetta gerðist 1977 Tilraun til að ráða af dögum Sanjay Gandhi, son Indíru Gandhi, for- saetisráðherra Indlands, fer út um þúfur. 1976 Forseti Egypta- lands, Anwar Sadat, biður egypzka þingið að fresta því að samþykkja samn- ing við Sovétríkin. 1974 Eftir margra ára deilur samþykkir stjórn Quebecs að lýsa frönsku opinbera tungumálið í fylkinu. 1968 — Varaforsætisráð- herra Tékkóslóvakíu, Vladimir Janko, fremur sjálfsmorð eftir að í ljós kom að hann var tengdur hershöfðingja sem flúði til Bandaríkjanna. 1965 — Ríkisstjórn ísra- els ákveður formlega að taka upp fullt stjórnmála- samband við Vest- ur-Þýzkaland. 1945 — Bandarískir her- menn ná Kyrrahafseyj- unni Iwo Jima á sitt vald eftir haröa bardaga við Japani. 1915 — Áhöfn þýzka beitiskipsins „Dresden" gefst upp fyrir brezkum veg fyrir aukna verðhækk- un. Samkomulagið, sem fellur úr gildi í október 1979, felur í sér 5 prósent launahækkun fyrir með- limi LO auk sérstakrar láglauna- uppbótar, en PTK fær launahækk- un sem nemur 4,2 prósentum. Auk þess náðist samkomulag um að ef verðhækkanir fara upp fyrir 7,25 prósent markið á árinu 1978 en 5 prósent 1979, hafi launþegasam- böndin rétt til að kerfjast nýrra Framhald á bls. 31 Veður víða um heim Amsterdam 9 skýjað Apena 13 heióskírt Berlín 10 rigning Briissel 10 sólskin Chicago 6 rigning Frankfurt 14 skýjaö Genf 12 skýjaó Helsinki 0 skýjaö Jóh.b. 21 sólskin Kaupmannah. 6 skýjaö Lissabon 16 sólskin London 12 sólskin Los Angeles 19 heióakírt Madrid 14 sólskin Malaga 16 lóttskýjaó Miami 25 skýjað Moskva 3 heiðskírt New York 13 heióskírt Ósló 3 rigning Palma 16 lóttskýjað París 13 sólskin Róm 16 sólskin Stokkhólm. 5 skýjaó Tel Aviv 15 skýjaó Tokýó 9 heiðskírt Vancouver 9 skýjaö Vínarborg 10 sólskin her í heimsstyrjöldinni fyrri. 1912 — Forseti Banda- ríkjanna, Taft, bannar vopnaflutninga frá Bandaríkjunum til Mexi- co. 1647 — Frakkland og Svíþjóð skrifa ásamt kjör- furstanum af Bæjaralandi undir friðarsamninginn við Ulrn. í dag eiga almælii Karl Phillipp Emanuel Bach, þýzkt tónskáld (1714 — 1788), Maxim Gorki, rúss- neskur rithöfundur (1868 — 1936), Albert Einstein, þýzk-ættaður vísindamað- ur (1879 — 1955), Johann Strauss, austurrískt tón- skáld (1825 - 1899), Rita Tushingham, bre/.k leik- kona (1942 — ...) og Albert Grimaldi, erfingi Monaco (1958 — ...). Ilugleiðing dagsinsi „Óréttlát lög eru verri en versta harðstjórn." Ed- mund Burke, írskur stjórnmálamaður (1729 — 1897). ■ Námumenn neita að mæta til vinnu AP. kolanámumcnn New York, 13. marz. BANDAlíISKIR komu ekki til vinnu sinnar í dag, þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hefði skipað þeim að mæta samkvæmt ákvæðum Taft- Hartley-laganna. Liigregla sagði að kyrt hefði verið á flestum námusvæðunum. en verkfallið hefur nú staðið í þrjá mánuði. „Við áttum von á þessu," sagði einn kolanámueigendanna, f„eng- inn mætti til vinnu." Á sunnudag var námuverkamönnum tilkynnt, að þeim bæri að koma til vinnu daginn eftir, en aðeins örfáir mættu og gat kolávinnslan því ekki hafizt. Lögregluyfirvöldum kemur þó yfirleitt saman um, að allt hafi verið með ró og spekt, og ekki er vitað til þess, að neins staðar hafi orðið átök. Samningaviðræður um lausn vinnudeilunnar héldu áfram um helgina og tóku sáttasemjarar frá ríkinu þátt í þeim. Eitthvað miðaði í samkomulagsátt i helgarviðræð- unum, en talið er að enn beri mikið á milli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.