Morgunblaðið - 14.03.1978, Side 47

Morgunblaðið - 14.03.1978, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Hrydjuverkamennimir æptu: Palestína! Arafat! Lýsing á mestu hryðju- verkaárás í sögu ísraels Tel Aviv, 13. marz, AP. Gúmbátarnir tveir veltust í krappsævinu áður en pá bar hljóðlega aö ströndinni nokkur hundruð metra frá aðalbrautinni milli Haifa og Tel Aviv. Aöeins nokkrum mínútum síöar áttu eftir að eiga sér stað fjöldamorð á pjóðveginum, sem hvergi eiga sér hliöstæðu í sögu hryöjuverka. Níu karlmenn og tvær konur stigu á land, en í nokkurri fjarlægð stigu 63 ísraelskir ferðalangar upp í áætlunarbifreið í góöu skapi eftir skoöunarferð á hvíldardegi sínum s.l. laugardag. í Tel Aviv ræsti bílstjóri rútu númer 901 vélarnar eftir að tuttugu manns höföu sezt í sæti sín. Klukkan var rúmlega fjögur síðdegis samkvæmt ísraelskum tíma og í 65 kílómetra fjarlægð biðu hryðjuverkamennirnir. Sjóferð Þeirra hafði síður en svo verið ánægjuleg. Þeir höföu ætlað sér að lenda 37 mílum sunnar við Tel Aviv en óveður neyddi Þá til að sigla í fjörur nálægt litla sjávarÞorpinu Maagan Mikhael. Þar varð kona á vegi peirra, sem peir skutu niöur samstundis án pess að nokkur annar yrði peirra var. Því næst fengu peir far með leigubíl í gegnum fólkvanginn upp að aöalbrautinni. Leigubílstjórinn hélt að petta væru hermenn vegna kakiklæðnaöar peirra. Þegar fólkiö var fariö úr bílnum heyrði hinn 47 ára gamli bílstjóri skothríð, sem beint var aö rútunni númer 901. Skelfingu lostinn flúði hann bíl sinn, stakk sér í nálæga tjörn og synti burt í ofboöi. hægöi hann ferðina og fann um leið kúlnahríðina á bílnum. „Faöir minn dró móöur mína út úr bílnum. Sjálfur hljóp ég æpandi yfir mela um leiö og skothríðin dundi allt í kringum mig. Ég hrasaöi, datt, lokaði augunum og þeir hljóta aö hafa haldiö mig dauöan, því kúlnahríðin hætti" sagöi einn farþeganna. Hryöjuverkamennirnir fluttu nú fimmtán farþega úr rútu númer 901 yfir í hinn langferöabílinn. Bundu þeir fólk við sætin og æþtu á bílstjórann: „TKIL Tel Aviv!" Vítisferö hófst nú hjá hinum sjötíu skelfingu lostnu ísraelsmönnum. Eftir stóö rúta númer 901, eins og sundur- tætt tík. Og lögregluþjónn var keyrður niður Furðulostið lögregluliö geröi sér allt í einu Ijóst klukkan fimm síödegis að ekki var allt með felldu þegar rúta kom á ofsa hraöa eftir aöalbrautinni meö skothríö og sprengjukerti út um gluggana. Ungur maöur, sem reyndi aö feröast á þumalfingrinum va%ð þ%umu lostinn þegar bílstjóri nokkur stöövaöi bifreið sína til þess eins aö fá kúlu í höfuðið. Ökumaör annarrar fólksbif- reiöar leit viö og sá baksæti bílsins sundurtætt og foreldra sína ataða í blóöi. Lögreglujeppi æddi af staö rétt áöur en rútan kom til bæjarins Netanya 40 kílómetra frá Tel Aviv en var brátt stöövaður með skothríö frá hryðju- verkamönnunum sem brutu afturglugga rútunnar. Annar lögreglubíll reyndi að stöðva rútuna með því aö leggja bílnum þversum á veginum. En rútan 'k fram hjá á ofsahraða, og lögregluþjónn var keyrður niður. Yfirvöld geröu nú ráð fyrir því aö rútan brunaði inn í Tel Aviv á hverri stundu. Og sú tilhugsun að eiga von á hóp morðingja inn í stórborgina var vægast sagt hræðileg. Jeppar og lögreglulið tóku sér stööu á þjóðveginum þrjá kílómetra norður af Tel Aviv. Begin forsætisráöherra kallaði á sinn fund helztu ráðgjafana til að fylgjast meö framhaldinu. Fyrstu tveir lögreglujepparni% sem eltu rútuna komust skammt. Sá fyrri var sprengdur í loft upp og hinn, sem kom í kjölfarið á þeysingshraða, ók beint inn í flak fyrri jeppans. „Kúlnahríðin dundi rétt við eyrun á manni,r, sagði einn gíslanna. Klakkan 5.25 stöðvaði rútan rétt hjá félagsheimili, í námunda við lögreglulið- ið. Rútan varð að nema staðar vegna þvergirðingar lögreglu og jeppa á veginum. Þar hóf lögreglan skothríð á bíldekk rútunnar og þeirri skothríð var svarað harkalega af hryðjuverkamönn- unum. Eftir stóð rúta eins og sundurtætt tík í rútunni númer 901, sem nú var komin til Maagan Mikhael var einn farþeganna 45 ára gömul kona, Rina Nini á leiö til Haifa að heimsækja ættingja. Hún segir: „Hryðjuverka- mennirnir ruddust inn í bílinn og æþtu: Palestína! Arafat! Þeir miðuöu byssu að höfði bílstjórans og skipuðu honum að snúa aftur til Tel Aviv. Hann hlýddi og tók U-beygju. Hryðjuverkamennirnir æptu á farþegana og sögöu þeim að halda ró sinni. Sumir farþeganna höfðu þegar orðið fórnarlömb fyrstu kúlna- hríðarinnar, hinir voru skelfingu lostnir, of hræddir til að opna bæklingana, sem hryöjuverkamennirnir afhentu en í þeim stóö eitthvað um frelsun aþalestínu undan Zíonistum" sagði frú Nini. Á meðan á þessu stóð, var hin áætlunarbifreiöin komin til Givat jolga, 60 kílómetra frá Tel Aviv. Þegar bílstjóri þeirrar bifreiðar kom auga á rútua númer 901, þar sem hún stóð kyrrstæö, Einn hryðjuverkamannanna, aem náö- ust, fluttur særður i spítala. Einn hinna særðu fluttur á spítala. Slökkviliösmenn kæfa síðustu eldtungurnar í rútuflakinu. I rútuflakinu voru 25 manns að steikjast lifandi „Ég kastaði handtöskunni minni út um gluggann, svo aö það mundi vitnast að ég hefði veriö einn gíslanna", sagði Rina Nini, „Fólk reyndi að ýta börnum sínum út um gluggana. Einhver æpti að við skyldum stökkva út, sem ég og geröi.“ „Nokkrir hryðjuverkamannannanna lögöu á flótta og földu sig í runnum við veginn. Ég sá einn og skaut. Hann kastaði handsprengju á móti. Ég lá kylliflatur og sprengjan sprakk rétt hjá mér. Þegar hann stóð upp og gerði. tilraun til að kasta annarri skaut ég hann", sagði einn lögreglumannanna. Inn í rútunni var handsprengjum varpað í gríð og erg. einn farþeganna náði byssu fallins hryðjuverkamanns og skaut tvo hryðjuverkamenn áður en hann komst í skjól. Hann var skotinn í augaö og öxlina. Rútan sprakk í loft upp og allt fylltist af reyk, og óþef af brennandi líkum. Fólkið lá á víð og dreif á jörðinni, sumir alvarlega særöir og aðrir illa brenndir. Inn í eldhafi rútuflaksins voru 25 manns að brenna lifandi. Hryðjuverkamennirnir komu á land rétt hjá sjávarporpinu Maagan Mikhael. Önnur rútan sem peir náðu á vald sitt sprakk í loft upp rétt hjá Herzlia. Tuttugu mínútum síöar þagnaði skothríðin. Níu hryðjuverkamenn voru dánir, þótt israelsmenn óttuðust í fyrstu að þrír hefðu sloppið. Einn hinna dánu hryðjuverkamanna var kona. Á líki hennar var hálsmen, í það var grafiö nafnið DALAILAH. Svæðiö var flóölýst og við leit fannst lík eins arabanna í runna skammt frá. Tveir skæruliðar náðust og var þeim hent upp í iögreglubíl. Aðeins klukkustund og fjörutíu mín- útur voru liðnar frá því að gúmbátarnir komu aö landi. Þrjátíu og tveir ísraelsmenn höföu á þessum skamma tíma fallið í verstu hryðjuverkaárás, í sögu ísraels. Átta ára drengur, sem borinn var í burtu, heyrðist muldra lágri röddu: „Mennirnir með þykku yfirvaraskeggin skutu á okkur." Kona æpti: „Ekki skjóta á okkur, Við erum Gyöingar!" Begin frestaði viðræðum sinum við Jimmy Carter Bandaríkjaforseta. Fólk þusti út á stræti Tel Aviv og æpti á hefnd. Rina Nini, sem hér hefur verið vitnað í sagði að ósköpunum afstöðnum: „Fyrir tveimur tímum síöan var ég á leið til Haifa og átti von á ánægjulegu kvöldi meö ættingjum mínun og þar var þessi rúta, — útbrunnið flak.“ r Hermdarverk gegn Israel SVO virðist sem árás Palestínumanna á fólksflutningabifreiðina nálægt Tel Aviv um helgina þar sem meira en tuttugu ísraelsmenn létu lífiö sé afturhvarf til skipulagðra hryðjuverka af pví tagi sem tíðkuðust ekki alls fyrir löngu. Aöfarir þessar voru oft framkvæmdar af sjálfsmorðsdeildum og svöruöu ísraelsmenn oft fyrir sig vöflulaust. Eftirfarandi er yfirlit yfir nokkra helztu slíka viðburði: 27. nóvember, 1969. Fimmtán særö- ust, þar af elnn tveggja ára gamall drengur alvarlega, þegar handsprengja sprakk í farþegahópi á alþjóöaflugvell- inum í Aþenu. Tveir menn meö jórdönsk vegabréf voru teknir höndum og baráttu samtök Palestínumanna lýstu ábyrgöinni af atburöinum á hendur sér. 8. maí, 1972. Palestínskir flugræningj- ar hrifsa í sínar hendur flugvél „Sabena“-flugfélagsins á leiö frá Bríiss- el til Tel Aviv. ísraelsk hersveit leggur til atlögu viö ræningjana jafn skjótt og vélin lendir. Tveir flugræningjanna drepnir og einn farþegi lætur lífið. 30. maf, 1972. Augsýnilega í því skyni aö hefna ófaranna réðu Palestínumenn þriggja manna japanska sjálfsmorös- sveit úr hópi hins vinstri sinnaöa „Rauða-hers á mála. Flugu þeir til aþjóölega flugvallarins fyrir utan Tel Aviv, drógu handsprengjur og riffla upp úr farangri sínum og réöust á 250 manna hóp, drápu 27 og særöu 80. Frelsisher Palestínumanna gekkst viö verknaðinum. 5. september, 1972. Arabískir hryöju- verkamenn ráöast á ólympíuþorpið í Miinchen og taka gísla úr hópi ísraelsmanna. Kröföust þeir þess aö 200 palestínskir fangar í Israel yrðu látnlr lausir úr haldi. Endi var bundinn á atburö þennan í skotbardaga á flugvellinum 23 tímum síöar, þar sem ellefu ísraelsmenn, fjórir hryðjuverka- menn og einn iögreglumaöur lét lífiö. 11. aprfl, 1974. Þrír arabískir Inn- rásarmenn ráðst inn í íbúðarhús í Quirat Shemona noröarlega í Galíleu og drepa 18 íbúa, flesta konur og börn. Alþýöu- fylkingin fyrir frelsun Palestínu lýstl sig ábyrga. 15. maí, 1974 Þrír arabískir innrásar- menn hernema skóla í Maalot í N-ísrael. Tuttugu nemendur, fjórir aörir ístaels- menn og þrír hryöjuverkamenn létust er her ísraelsmanna gerði skyndiárás á skólann, en 85 gíslum var bjargað. 25. júní, 1975. Þrír rsraelskir, óbreyttir borgarar og einn hermaöur eru drepnir Framhald á hls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.