Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Dregur að lokum loðnuvertíðarinnar BRÆLA var á loðnumiðunum í gær og engin veiði en nokkrir bátar tilkynntu afla frá deginum áður. Á þriðjudaginn var sæmileg veiði en þá fengu 24 bátar 8,600 lestir. Loðnuna íengu bátarnir undan Ingólfshöfða og sigldu þeir aðallega með aflann til Vestmannaeyja og Faxaflóa- hafna. Samkvæmt upplýsingum Andrésar Finnbogasonar hjá loðnunefnd er töluvert farið að bera á hrygndri loðnu í aflanum og sagði hann að margt benti til þess að nú drægi að lokum loðnuvertíðarinnar. Fituinnihald loðnunnar hefur lækkað mjög að undanförnu og var um helgina orðið 2,9% en var hæst 12,5% í byrjun vertíðar. Loðnuverðið hefur lækkað hlutfallslega og er nú rúmlega 5 krónur kflóið. Kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar HIÐ árlega kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar verður á skírdagskvöld kl. 20.30 í Dómkirkjunni.' Efni kvöldsins að þessu sinni verður „Kærleikur og mannleg samskipti". Hilmar Helgason formaður S.Á.Á. er aðalræðu- maður kvöldsins. Kristinn Bergþórsson syngur sálmalög eftir Sigfús Halldórs- son tónskáld með undirleik organista og Jónasar Dag- bjartssonar fiðluleikara. Lokaorð og bæn flytur séra Hjalti Guðmundsson, dóm- kirkjuprestur. Vítffl í-öíj m »Ö6ÍÓMK'(J teíW/ltó® Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun er orðinn um 466 þúsund lestir. Á þriðjudaginn tilkynntu 24 bátar afla, samtals 8,600 lestir. Þeir voru: Hrafn 600 lestir, Pétur Jónsson 450, Rauðsey 470, Eldborg 450, Grindvíkingur 570, Bára 70, ísleif- ur 200, ísleifur IV 100, Kap II 150, Ársæll 250, Óskar Halldórsson 170, Sæbjörg 450, Arney 240, Örn 550, Helga 250, Hilmir 510, Huginn 580, Gísli Árni 460, Eyjaver 270, Svanur 250, Fífill 520, Harpa 350, Þórður Jónasson 340,' Bergur II 400. í gær höfðu 14 bátar tilkynnt afla, samtals 3,150 lestir: Ólafur Magnússon 60, Helga II 290, Albert 330, Sigurbjörg 500, Arnarnes 130, Árni Sigurður 430, Gullberg 320, Súlan 300, Andvari 100, Þórshamar 120, Hákon 220, Húnaröst 140, Isafold 40 og Stapavík 170 lestir. ' Ljósm. Óskar Sæmundsson. Aðal loðnuveiðisvæðið hefur að undanförnu verið við Ingólfshöfðann. bessi mynd var tekin þar fyrir nokkrum dögum og sýnir nokkra báta moka loðnunni upp úr sjónum. BSRB hyggst greiða félög- um sínum 15 til 20 milljónir Féð tekið úr sjóðum bandalagsins, söfnun hleypt af stað STJÓRN BSRB samþykkti á fundi sínum hinn 21. marz, þar sem einnig voru boðaðir formenn aðildarfélaga bandalagsins á höfuðborgarsvæðinu, ályktun, þar sem mótmælt er harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar og borgarstjórnar Reykja- víkur að draga yfirvinnukaup í stað dagvinnu af þeim starfs- mönnum, sem þátt tóku í mót- mælaaðgerðum gegn kjaraskerð- ingu launafólks í byrjun marz- mánaðar. Telur stjórnin refsifrá- drátt launa ekki samrýmast nútíma sjónarmiðum varðandi samskipti launafólks og vinnuveitenda. Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB og vara- formaður þess, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi refsing, að taka yfirvinnukaup og draga það frá væri einsdæmi meðal siðaðra þjóðfélaga. „Sumar þjóðir nota her, aðrar geðveikrahæli og þriðja tegundin er peningar. Okkar ríkis- stjórn er af því tagi, en hugsunar- hátturinn og eðlið er nákvæmlega hið sama hjá þessum öllum — refsigleði." I ályktun stjórnar BSRB segir síðan: „Stjórn BSRB samþykkir, að þeir starfsmenn ríkis og bæjarfélaga, sem beittir verða refsifrádrætti launa, sem svarar yfirvinnukaupi vegna fjarveru í mótmælaskyni 1. og 2. marz s.l., skuli eiga kost á greiðslu úr Verkfallssjóði BSRB. Beinir stjórn þeim tilmælum til aðildarfélaga bandalagsins, að þau leggi viðbótarfé í Verkfallssjóð BSRB í þessu skyni. Það sem á vantar, að núverandi innstæða > Verkfallssjóði, væntanleg framlög bandalagsfélaganna og framlög Framhald á bls. 25. Kannað hvort tímabært er að stofna hjartauppskurð- deild við Landspitalann Heilbrigðismálaráðherra, Matt- hías Bjarnason, hefur skipað nefnd til að kanna, hvort tíma- bært sé að koma upp hjartaskurð- deild við Landspítalann og þá gera tillögur um uppbyggingu hennar. Islendingar hafa nú samning við hjartaskurðdeild Sæmileg færð um landið PfáSKí=?»-l«0-rF=)rsi VEÐUR var að ganga niður um land allt f gær. Vfða á fjallvegum um vestanvert landið hafði verið versta veður fram á miðjan dag í gær. Fór þá veður batnandi og greiddist þá fljótlega úr umferð. Var þá orðið ágætlega fært um Hellisheiði og brengsli, fært var um Suðurland og uppsveitir Árnessýslu allar götur austur á firði. Á Austurlandi var fært um Oddsskarð og stórum bflum og jeppum var fært um Fjarðarheiði, en ófært var til Borgarfjarðar eystri. Á Héraði voru flestir vegir færir jeppum og stórum bflum. Ef farið er vestur á bóginn frá Reykjavík þá er greiðfært fyrir Hvalfjörð og Borgarfjörð. Fjall- vegir á Snæfellsnesi voru mokaðir í gær og ennfremur var Holta- vörðuheiði mokuð um hádegisbil í gær. Var fært aflt norður á Hólmavík, en norðan hennar var ófært. Hins vegar var þungfært um Svínadal og Gilsfjörð vestur í Reykhólasveit, en ætlunin er að þar verði vegir ruddir í dag. Frá Patreksfirði um Keifaheiði var ófært, en verið var að moka Háifdan í gær. Fært var milli Þingeyrar og Flateyrar, heiðar ófærar og lokuöu snjoflóð veginum um Óshlíð í fyrrinótt, en þeim var rutt af í gær. Var því fært inn til Súðavíkur. Fært var um Húnavatnssýslur í gær. Slæmt veður var í Vatns- skarði i gærmorgun, en eftir að veðrið ^ekk niður varð þar öllum fært. I gær var rutt til Siglu- fjarðar, en þar var skafrenningur, svo að óvíst var hversu mikið moksturinn kæmi að gagni. Vonzkuveður var fram á miðjan dag á Öxnadalsheiði og var ekki hægt að hefja mokstur fyrr en síðdegis, eftir það varð þar fært og veður skaplegt. Fært var til Óiafsfjarðar, einnig austur um til Húsavíkur, fyrir Tjörnes og upp í Mývatnssveit. Fært var um Keldu- hverfi og stórum bilum var fært til Kópaskers og Raufarhafnar, en austan hennar var fært til Þórs- hafnar og stórum bílum fært til Vopnafjarðar. I dag er fyrirhugað að aðstoða bíla á leiðinni Reykjavík-Akur- eyri. Einnig verða vegir á Snæ- fellsnesi lagfærðir og einnig vegurinn um Suðurland austur til Hornafjarðar ef með þarf. Þegar skírdegi lýkur verður engin þjónusta á vegum fyrr en á annan í páskum. Þá verður aftur hafizt handa. Hins vegar verður síma- þjónusta Vegagerðarinnar opin fram að hádegi í dag og á laugardag og fram að hádegi á annan i páskum. Geta menn á þessum tímum leitaö sér upplýsinga um færð í síma 21000. Bronkton Hospital í London og sagði Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri, að þangað hefðu verið sendir 30—45 sjúklingar árlega að undanförnu, auk þess sem sérfræðingur frá deildinni, dr. Cleland, hefur komið hingað til lands árlega og skoðað sjúklinga. Páll sagði, að fyrir 4—5 árum hefði mikið værið rætt um hjarta- skurðdeild við Landspítalann, en við það sjúkrahús hefur verið byggð upp aðstaða til rannsókna á hjartasjúkdómum. Sagði Páll að í kjölfar þessara umræðna hefðu Seðlabankinn og sjóður Ásbjörns Ólafssonar gefið fé til tækjakaupa, en þegar til kom, var ekki talið tímabært að stofna til slíkrar deildar hér á landi. Síðan hefur þetta mál komið til umræðu aftur og aftur, síðast í haust og hefðiÁr. Cleland nú hvatt til þess að málið yrði kannað. Heilbrigðismálaráð- herra ákvað þá að setja nefnd i málið og er hún skipuð fi*® mönnum. Landlæknir, Ólafur Ólafsson, er formaður nefdarinn- ar, en auk hans sitja í henni tveir Framhald á bls. 25. við á MORGUNBLAÐIÐ er 96 síður í dag — þrjú blöð. Meðal annars efnis: Lífseig þjóðfélagsádeila og jarðvegurinn sem hún spratt úr — 150 ár frá fæðingu Ibsens eftir Aslaugu Ragnars bls. 16. Niðurstöður benda miklu fremur til framhaldslífs en hins. Freysteinn Jóhannsson ræðir við dr. Erlend Haraldsson bls. 33. Dálítið um bæjarbraginn kringum Hallærisplanið forðum daga. Björn Vignir tók saman. bls 36. í fremstu röð í aldarfjórðung. Sigtryggur Sigtryggsson ræðir Valbjörn Þorláksson bls. 40. Mannlífið er merkilegt í Lundúnarborg. Ágúst Ásgeirsson litur heimsborgina bls. 44 . Hið ómögulega gerðist. Matterhorn sigrað 1865 eftir Sighvat Blöndah bls. 52. _ „Við eigum kröfu til sómasamlegs lífs eins og aðrir". Ágúst Jonsson i heimsókn á Grímsstöðum á Fjöllum bls. 56. Ef fleiri bændur leggja niður búskap í Arnarfirði er hinum hæt • Jóhannes Tómasson spjallar við Bjarna Kristófersson í Fremri-Hvestu bls. 60. í Moskvu með kerfið á hælunum, eftir Magnús Fin’nsson bls. 65. Með Bernharði prinsi til Suðurskautsins eftir Elínu Pálmadóttur b s. 66. , , Mikill örn með ylblíða klóglófa. Gunnar Pálsson skrifar um irs stjórnskörunginn De Valera bls. 70. . , . Ég er alein, getið þið hjáipað mér? Herdís Þorgeirsdóttir skráði j5®* jg stríðssögu pólskrar stúlku sem nú er gift og búsett hér á Islandi 80. um Þá er í þessu páskablaði yfirlit yfir útvarp og sjónvarp ^ bænadagana, sem og kvikmyndirnar, listi yfir fermingarbörn (bla og fjórblöðungur í lit fyrir börnin og fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.