Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 7

Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 7 Aö vera einmana, einn og öllum vinum horfinn, er einhver sárasta raun, sem yfir mannlegt hjarta gengur. Aö ákvöröun Guös er maö- urinn samfélagsvera, fædd- ur inn í samfélag, ætlaöur til aö lifa í samfélagi. Svo er um sorg, aö lítt bærileg getur hún orðiö einum en léttbær, ef borin er af tveim. Og svo er um gleði, aö hennar getur enginn raunverulega notiö einn. Þaö er gerir hugleiöingar kristinna manna í dymbil- viku dapurlegastar er sú hugsun, aö einmana deyr hann, sem fegurst haföi lifaö og boöaö samfélagiö. Vfir iðandi mannhaf horfir hann í dauöanum, en deyr einmana, einn. Guöspjöll veita ekki einhlítt svar viö því, hvert raunverulegt andlátsorö hans hafi veriö. Guöspjöll Mattheusar og Markúsar segja bæöi, aö síöasta orö hans á krossi hafi veriö óp hins eirimana manns: „Guö minn, Guö minn, hví hefur þú yfirgefiö mig?“ Lúkasarguöspjall eitt segir síöasta orö hans hafa veriö: „Faöir, í þínar hendur fel ég anda minn.“ EINMANA hafa í meira eöa minna mæli veriö hinir stóru andar trúarbragö- anna. Mitt í fagnaöarlátum lýðsins stóö hinn mikli spámaöur Amos hrakinn í urö af því aö hann flutti lýðnum þann drottinsdóm, sem fólkiö vildi ekki heyra. Líkt var um annan hinna stórmiklu spámanna ísraels, Jeremía. Rit hans voru eyöilögð, sjálfum var honum varpaö í dyblissu, og píslarvættis- dauöinn batt enda á ein- mana líf. En síöari kynslóöir sáu, aö hann haföi veriö eitt af stórmennum þjóöarinn- ar. Hiö sama blasir viö utan Gyöingsdóms og kristinnar trúar. Á bak viö helgisagna- hjúpinn um persneska trú- spekinginn Zaraþústra má sjá mikinn mann, ýmist einmana á flótta eöa stríö- andi mann á árangurslitlum trúboösferöum. Meistarinn Búddha hlaut aö kveöja heimili sitt og halda ein- mana út í hiö mikla heimilis- leysi, og bros hans á hinum óteijandi líkneskjum af hon- um er blandið harmi ein- mana manns. Undir ævilok- in hvarf kínverski trú- spekingurinn Laotse sem einmana gamalmenni, og ævilok hans veit enginn. Svo hafa þeir, sem í fararbroddi fóru meö hin stærstu mál, flestir lifaö og dáiö einmana menn, þótt einhver hópur, oftast fá- mennur, stæöi meö þeim undir ævilokin. Viö minn- umst einnig þeirra í dymbil- viku, þegar þjáninga, kross- ferils og dauöa hans er minnzt, sem einmana gaf upp öndina á Golgatahæð- inni. Vinir hans höföu flúiö og tvístrazt, en varö hann aldrei einmana síöar á tveggja árþúsunda göngu um jöröina? Guöspjall greinír, aö upprisinn hafi hann sagt, aö hann myndi aldrei yfirgefa þá jörö, sem útskúfaöi honum, mennina, sem myrtu hann. Eftir aö bergmáliö af dauðastunum hans var hljóönaö og líkami hans tekinn af krossinum og lagöur í gröf, hélt hann áfram feröinni meöat mann- anna. Hverja samfylgd hef- ur hann hlotið þeirra, sem hann kvaddi til fylgdar viö sig? Hefur hann ekki oft oröiö einmana enn á þeirri ferö? EINMANA í sjálfri kirkju sinni, þar sem lofsöngvar bylgjuöust um kirkju- hvelfingarnar, sólin glitraöi á gullnum krossum en honum var neitaö um þaö eina, sem hann baö um, neitaö um samfylgd. EINMANA jafnvel þegar kirkja hans var langvoldug- asta og auöugasta ríkið á jöröu. EINMANA meöan kirkjuþing leiddu meö vald- boöi gullskrýddra preláta til lykta fáránlegar deilur um, hver háöu trúarstyrjaldir af meiri hörku og hatri en flestar styrjaldir aörar á jöröu. EINMANA enn meö- an sá tæpi þriöjungur mannkyns, sem telst á hann trúa, er í helgreipum heims- lundar og taumlausrar dýrkunar efnislegra verö- mæta, sem leiöa mennina burt frá vegum hans, burt frá samfylgd viö hann. Snertir þetta mál ekki mig og þig? Læsir sig ekki um líf og sál angistarópið á krossinum: „Guö minn, Guö, minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Lúkasarguö- spjall eitt segir, aö þetta hafi ekki veriö síöasta orö Krists á krossi, og hermir aö hróp hans hafi hátt og skýrt borizt yfir Golgata- hæöina meðan höfuö hans hneig andvana fram: „Faöir, í þínar hendur fel ég anda minn.“ — Loks EKKI EINMANA lengur. í faöm hins almáttka, alvitra, al- góöa hneigir hann höfuö og deyr. Þannig deyr hann og sýnir okkur, aö enginn er einmana, enginn er yfirgef- inn af Guöi. Þó finnst okkur stundum aö svo sé. Þú skalt ekki blygöast þín fyrir þaö. Slíka augnabliksraun varö jafnvel Kristur sjálfur aö þola á krossi, og raun hins einmana manns hefur margsinnis oröiö hlutskipti þeirra, sem hæst héldu kyndli sannleikans á loft, merkisberar hins mikla, hins mesta. í dymbilvikunni, hryggöarviku kristninnar leita dapurlegar spurnir á hugina, og ein sú dapurleg- asta vaknar, þegar viö hugsum um þaö, aö jafnvel hann, sem guöstraustiö, hiö glaða guösbarnatraust haföi fegurst allra lifaö og kennt, varö aö þola þá augnabliksraun í dauöa- kvölinni, aö finna sig fyrir- gefinn af Guöi. En Lúkasarguöspjall hermir aö hinsta orö hans á krossi hafi verið þaö, aö hann fól anda sinn fööurn- um himneska á vald. Enginn veit tölu þeirra íslenzkra manna, sem fundu öryggi og friö í aö lesa á dánarbeöi bæn séra Hallgríms. Minn Jesú, andlátsoröiö þitt í mínu hjarta ég geymi. Sé þfö og líka síöast mitt, er sofna ég burt úr heimi. ÍDYMBILVIKU Sjá messur á bls. 28 og 29 PASKABLOM — FERMINGARBLÓM OG SKREYTINGAR STYTTUR í úrvali til fermingargjafa Kort-gjafapappír- serviettur Frönsku KRISTALGLÖSIN komin ----OPIÐ------- Skírdag — laugardag — II. páskadag Blómabúðin Stigahlíð 45—47 MÍRA (Suðurver) Í LÍKAMSÞJÁLFUNARTÆKID | BullworkeR er einstakt fyrir tog- og þrýstibún- aöinn og einfalda æfingakerfiö sem því fylgir. Vilt Þú halda viö líkams- hreysti þinni? veröa vöövastæltur? Þá ættir þú að kynna þér nánar kosti Bullworkertækisins sem milljónir manna um allan heim dásama fyrir skjótan og ótvíræöan árangur með aðeins 5 mínútna æfingu á dag. Hvers viröi er heilsa Þín? útlit Þitt? ÖRUGGLEGA EINS FRÍMERKISI Taktu á þig rögg og póstsendu afklippinginn hér að neöan í dag og viö munum senda þér stóran litmyndabækling ásamt öðrum upplýs- ingum þér að kostnaöarlausu og án skuld- bindinga um hæl, eða tækiö ásamt litmynda- bæklingnum og æfingakerfinu ef þú vilt frekar panta strax PÓSTVERZLUNIN HEIMAVAL BOX 39, KÓPAVOGI ♦ SENDU AFKLIPPINGINN SEM BEIÐNI UM NANARI UPPLÝSINGAR ÁN SKULDBINDINGAR EÐA SEM PÖNTUN GEGN PÓSTKRÖFU MEÐ 14 DAGA SKILARETTI FRÁ MÓTTÖKU TÆKISINS. SENDIÐ MER: □ UPPLÝSINGAR 0 STK BULLWORKER NAFN HEIMILISFANG i i Tilboð óskast í múrverk aö innan og utan á 460 fm fokheldu íbúöarhúsnæöi á tveim hæöum í Reykjavík. Tilboö sendist Mbl. merkt: „Múrverk — 3520“ fyrir 1. apríl n.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.