Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 Opnum verzlun okkar að nýju eftir breytingar þríðjudaginn 28. marz H^FFSriririe mll r 1 1 l mx J 1 Viö mælum, skipu- leggjum og teiknum, allt yöur aö kostnaöarlausu. Bjóöum eitt fjöl- breyttasta úrval inn- réttinga í eldhús, böö og herbergi, sem völ er á, og í alls 13 veröflokkum. Okkar þjónusta, yöar hagur. ■ u ! kalmar Innréttingar hf. SKEIFAN 8, REYKJAVÍK SÍMI 82645 Fyrirlest- ur um tónlist Norska tónskáldið Ketill Severud kom hingað tíl lands, sem gestur Norræna hússins og hélt smáfyrirlestur um viðhorf sín til tónsköpunar. Flutt voru þrjú verk eftir hann og útskýrði tónskáldið verkin lítillega áður en þau voru flutt. Blásarakvint- ett Tónlistarskólans í Reykjavík flutti fyrsta verkið sem er hefðbundið að gerð og mjög vel unnið. Kvintettinn er nokkuð erfiður í samspili en yfir flutn- ingnum var þó nokkur þokki. Tónskáldið lýsti verkin nokkuð en það skiptist i fjóra kafla. I vinnubrögðum sínum leggur Severud áherzlu á lagferlið og má segja að verk hans séu að miklu leyti unnin sem tvíradda lagferli (kontrapunktur). Annað tónverkið, sem flutt. var eftir Severud, var orgelverk, hljóðrit- un sem gerð var í Maríukirkj- unni í Bergen og flutt af Tor Grönn. Við gerð verksins lagði tonskáldið til grundvallar hug- myndirnar djöfullinn, Kristur og Guð. Stef djöfsa var rammað inn í „trítónus", tónbil sem á miðöldum var kallað „Djöfull í tónlist", en stef Krists var spegilmyndin af stefi djöfulsins og Guð var táknaður með fallegu sálmastefi. Verkið er áheyrilegt, sérlega þó niðurlag- ið. í tilkynningunni um tónleik- ana var lögð mikil áherzla á, að hér væri um að ræða fyrirlestur Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON frekar en tónleika og af fréttum mátti ráða, að þungamiðja fyrirlestursins væri umfjöllun Ketils um það, að hvorki hann né faðir hans, Haraldur Severud, hefði notað einn ein- asta norskan þjóðlagatón í sínum verkum. Fyrir undirrit- aðan, sem hlýtur að líða fyrir sitt þjóðlagafikt, var þetta eins og hólmgönguáskorun. í fyrir- lestrinum kemur það svo í ljós, að í vinnuaðferðum sínum byggja þeir tónmál sitt á evrópskri tónhefð og minntist Ketill meðal annars á tilviljanir um samþáttun í stefgerð og útfærslu við Béla Bartok. Þann- ig merkir þessi áðurnefnda staðhæfing ekki það, að hér sé um að ræða norska tónlist án áhrifa frá norski þjóðlagatón- list, heldur norsk nútímatónlist sem í tónferli pg vinnuaðferðum er alþjóðleg. í síðasta verkinu mátti og heyra ýmis tækni- brögð, eins og til dæmis notkun þrástefja (ostinato) og blæ- brigði, sem minntu mjög á tónmál Stravinskys. Síðasta verk tónleikanna var samið sérstaklega fyrir Kammersveit Reykjavíkur og flutt fyrir nokkru á tónleikum sveitarinn- ar. Verkið er skemmtilegt og í gerð þess má finna, að höfundur þess hefur gaman af því að „mússísera". Fyrirlesturinn var laus við allan hátíðleik, sem oft vill brenna við þegar fjalla á um ráðgátur allífsins, enda gat fyrirlesarinn 'þess, er hann minntist á atriði, sem vert væri að ræða um, að þeim gæti hann gert skil í næstu heimsóknum til Islands. Gamansöm og þægileg framkoraa Ketils Severuds, góð og vel flutt tónlist verður minningin sem býður hann ævinlega velkominn til íslands. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.