Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 17

Morgunblaðið - 23.03.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 17 |ri árum. „í þjóðfélagi nútímans getur kona ekki verið hún sjálf. Þetta er algjört karlmannaþjóðfélag. Það lýtur lögiim, sem karlmenn setja, og atferli konunnar er dæmt í samræmi við afstöðu karlmannsins“. heimilinu, og í skjóli þeirrar sér- stöðu mátti líða henni hvers konar duttlunga og kenjar. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að halda áfram vangaveltum um Nóru og uppreisn hennar gegn viðteknum venjum og fölsku öryggi, en það er ekki ofmælt að leikritið hafi sett allt á annan endann þegar það var frumsýnt. Enn þann dag í dag er „Brúðuheimilið" á fjölunum vítt og breitt um heiminn. Ibsen fékk það svo sannarlega óþvegið þegar leikritið var sýnt fyrst. Hann var sakaður um að grafa undan þjóð- félagsskipulaginu, mæla með því að konur hlypust á brott frá afkvæmum sínum og ektamökum, vegna tauga- veiklunar og duttlunga, og miklar umræður fóru jafnvel fram um lagalega stöðu Nóru í málinu. í Þýzkalandi náði hneykslunin kannski hámarki. Þekkt leikkona, hvernig hefði getað farið fyrir Nóru. Harmar hennar eru ekki sízt í því fólgnir að hún telur sér bera skyldu til að axla hluta af ábyrgðinni vegna ófara, sem hún á enga sök á. Þrennt gerir Helene Alving til að reyna að útrýma sektartilfinningunni. Hún tekur að sér lausaleiksdóttur eigin- mannsins. Hún sendir einkason sinn í burtu til þess að hann þurfi ekki að alast upp á heimili, þar sem grundvöllurinn er hræsni og falin mein. Loks hefur hún losað sig við peningana, sem eiginmaðurinn lét eftir sig, — peningana, sem hún hafði sjálf látið glepjast af. Til að kóróna allt saman lætur hún pening- ana renna til byggingar heimilis fyrir fallnar konur. En Helene Alving er þrátt fyrir þessar friðþægingarfórnir ekki búin að grafa fortíðina, heldur koma afturgöngurnar fram á sjónarsviðið, dró skýr mörk milli sjálfs síns og sinna nánustu annars vegar og umheimsins hins vegar. Hann brýtur viðfangsefni sín til mergjar, gengur eins nærri persónum sínum og frekast má verða, lýkur upp leynd- asta hugskoti þeirra og stingur á kýlunum, en sjálfur stendur hann álengdar. Hann skilur persónur sínar ekki eftir á köldum klaka og hann dæmir þær ekki. Hann skilur fyrst við þær þegar þær hafa dæmt sig sjálfar og verða þá loks frjálsar úr fjötrum sjálfskaparvítisins. Apótek og eymdarlíf Fjárhagur Ibsen-fjölskyldunnar var svo bágur, að eftir fermingu kom frekari skólaganga piltsins ekki til það, sem var honum dýrmætast, — afdrep þar sem hann gat verið í friði með sjálfum sér og hugðarefnum sínum. Nú var hann eins og niður- setningur innan um fólk, sem hann átti enga samleið með, en komst ekki hjá að vera innan um allan sólar- hringinn — yfir seyðnum og mixtúrunum í eldhúsinu á daginn og nánst inni á hjónarúmsgafli um nætur. En hér sannaðist það eins og oft áður að eins dauði er annars brauð. Þegar Ibsen hafði verið í læri í þrjú ár var apótekarinn orðinn svo aðþrengdur fjárhagslega að hann varð að hætta rekstrinum. Nýi apótekarinn var vel efnum búinn og flutti fyrirtækið í sómasamlegt húsnæði, sem varð meðal annars til þess að Ibsen fékk nú sér herbergi. Eitthvert fé hefur hann líka fengið á.milli handanna því að um þessar i jarðvegurinn sem hún spratt úr Bergljót Ibsen í trúlofunarekrúóa árið 1886. Sama ár er myndin tvær tegundir samvizku. Annað er lögmál karlmannsins en hitt er hið andstæða lögmál konunnar. Þau skilja ekki hvort annað, en í daglegu lífinu er konan dæmd eftir lögum karlmannsins, rétt eins og hún væri karl en ekki kona.“ A þessari kenningu grundvallar Ibsen kven- frelsishugsjón sína á. I „Brúðuheim- ilinu" og öðrum verkum þar sem fjallað er um skyld efni, lætur hann ekki að því liggja að konan eigi að leggja út í samkeppni við karlmann- inn — hann heldur því fram að frumskilyrðið sé að hún geri sér grein fyrir mismunandi eðli og eiginleikum kynjanna, og að rétt til jafns við karlmanninn geti konan fyrst n ið þegar hún hafi lært að bera ábyrgð á sjálfri sér, gagnvart sjálfri sér og umhverfinu. Og það er einmitt þetta, sem sigur Nóru felst í. Hún öðlast skilning á því að fyrst og fremst er hún sjálfstæð vera, manneskja/ sem þrátt fyrir það, að hún er fædd í konulíki, getur ekki skorazt undan því að bera ábyrgð á sjálfri sér. Þessi ádeila fékk ekki sízt hljómgrunn af því að Nóra var dæmigerður fulltrúi kvenna og mæðra á þessum tíma, beint út úr mynd hins staðlaða og formfasta fjölskyldufyrirkomulags, brot úr hornsteini þjóðfélagsins. Hún var hluti af fallegri mynd, ómissandi húsgagn á faliega brúðu- sem fengin var til að leika hlutverk Nóru þar, neitaði að láta orða sig við þá svívirðu að móðir yfirgæfi börn sín, og krafðist þess að endinum yrði breytt. Það furðulega var að Ibsen félist á að skrifa annan endi „til notkunar í neyðartilfellum", og þar kemst Nóra aldrei út úr húsinu. Tilfinningarnar yfirbuga hana við dyr barnaherbergisins og hún fellur saman á þröskuldinum um leið og tjaldið fellur. Ibsen kallaði þetta síðar „villimannlega ofbeldisbeit- ingu“ og mæitist eindregið til að leikritið yrði sýnt í sinni upphaflegu mynd. En hafi „Brúðuheimilið" komið við einhver kaun og valdið hneykslun þá keyrði þó fyrst um þverbak þegar „Afturgöngur" komu út árið 1881, en leikritið er sannkallaður fjölskyldu- harmleikur. Ógæfan stafar fyrst og fremst af .því að fjölskyldufaðirinn, sem raunar er látinn þegar leikurinn hefst, hefur verið haldinn sjúkdómn- um óttalega, sem enginn dirfðist að nefna upphátt, sárasótt. Ibsen nefnir sjúkdóminn aldrei í leikritinu, en einbeitir sér að afleiðingunum, sem hann hefur haft á líf fjölskyldunnar. Ekkjan, Helene Alving, er raunar aðalpersónan, og hún á ýmislegt sameiginlegt með Nóru í „Brúðu- heimilinu". Helene Alving kemur ekki auga á sömu lausn og Nóra, og Ibsen virðist með henni vilja sýna af Sigurói Ibsen (t.h.) tekin. ein af annarri. Ovænt kemur sonur- inn, Ósvald, heim. Honum verður tíðrætt um „lífsgleðina" og bjarta framtíð, en í rauninni er hann helsjúkur og tærður af sjúkdómnum, sem hann hlaut í föðurarf. Hann gerir hosur sínar grænar fyrir laglegu stofustúlkunni, sem er hin altillegasta við hann, án þess að hafa hugmynd um að hún er hálfsystir hans. Þannig leiðir eitt af öðru og áður en varir er tilvera Helene Alving í molum, jafnt hið ytra sem innra. Kvennaheimilið brennur til grunna og geðveiki Ósvalds, sem er ein afleiðing sjúkdómsins, kemur upp á yfirborðið. I leikslok stendur hún andspænis lokaspurningunni, sem kannski er hámarkið. Á hún að reka smiðshöggið á þessa hryggðar- mynd með því að verða við bón Ósvalds og hjálpa honum að binda enda á líf sitt?-# Fátt eitt er haft eftir Henrik Ibsen sjáifum um bernsku- og uppvaxtar- árin. Hann ritaði að vísu bernsku- minningar sínar þegar hann var kominn á miðjan aldur, en þær mætti fremur kalla minningabrot. Hann bregður upp myndum úr umhverfinu, segir frá atvikum, sem festust í minni hans og höfðu áhrif á hann, en ber ekki við að setja þessi atriði í samhengi við sitt eigið líf eða skilgreina sjálfan sig í sambandi við þau. Þannig var Henrik Ibsen. Hann mála, heldur lá nú fyrir honum að sjá sér farborða sjálfur. Hann langaði til að verða læknir, og sjálfsagt með það í huga réð hann sig sem lærling til apótekara í Grimstad. Apótekarafjölskyldan, sem lærlingurinn átti fyrir höndum að deila súru og sætu með næstu þrjú árin, gæti eftir lýsingum að dæma verið beint út úr sögu eftir Dickens. Apótekarinn var skuldum vafinn, veikgeðja, drykkfelldur og lítt heimakær. Kona hans var heilsutæp og vanstillt og löðrungaði jafnt lærlinginn sem sín eigin börn þegar henni þótti við eiga. Til að drýgja tekjurnar annaðist apótekar- inn póstafgreiðslu, en lyfjafram- leiðslan fór fram í eldhúsi fjölskyld- unnar. Svo léleg voru kjör þessarar fjölskyldu að Henrik Ibsen svaf ásamt þremur drengjum í kytru, sem var inn af hjónaherberginu. Nokkuð áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að hann hefur ekki riðið feitum hesti heiman að, og eini farangurinn, sem hann hafði með sér til Grimstad var bókakassi. Fyrstu árin hjá apótekaranum hefur hann verið kauplaus, eins og títt var um lærlinga á þessum tíma, ef frá er talið fæði og húsnæði, sem hvort tveggja var í lágmarki. Ofan á alla þessa vesöld bætist svo að á þessum árum átti Henrik Ibsen bókstaflega ekki tuskurnar utan á sig, en um það eru til áreiðanlegar heimildir. Af þessu má ráða að Ibsen hefur farið úr öskunni í eldinn þegar hann sagði skilið við fjölskyldu sína og dapra bernsku. í Skien átti hann Ibsen i göngu á Drammensveien í Kristjaníu um aldamótin. mundir er hann farinn að lesa undir stúdentspróf og fær tilsögn við námið. Þá verða þau umskipti í lífi Ibsens um þetta sama leyti að hann eignast tvo vini auk nýja húsbónd- ans, en fram að þeim tíma virðist hann ekki hafa átt andlegt samneyti við nokkurn mann í Grimstad. Stjórnmál og listir Þessi ánægjulegu umskipti hafa það meðal annars í för með sér að Ibsen fer að velta fyrir sér þjóðfélgs- málum. Hann fyrirlítur góðborgar- ann „með tóma höfuðið og fullu pyngjuna", og hann verður eindreg- inn andstæðingur bæði andlegra og veraldlegra yfirvalda. Hann er byrjaður að yrkja um þetta leyti, og þjóðfélagsskoðunum sínum finnur hann fljótlega farveg í rituðu máli í stað þess að ræða þær á mannamót- um. Fyrst í stað setur hann saman vísur og ljóð, en í ársbyrjun 1849 byrjar hann að skrifa fyrsta leikrit- ið, Catilina. Hann lýkur því á skömmum tíma og um vorið flytzt hann til Kristjaníu. Þrátt fyrir vonbrigðin þegar ekkert leikhús fæst til að taka leikritið til sýningar, heldur hann ótrauður áfram á sömu braut og skrifar meðal annars einþáttung, sem leikhúsið í Kristjaníu tók til sýningar í septem- ber 1850. Leikritið fjallar um föðurhefnd heiðins víkings, og var sýnt þrisvar sinnum. Blaðadómar um leikþáttinn voru fremur vinsam- legir, og enda þótt verkið aflaði höfundinum að vísu ekki neinnar sérstakrar frægðar eða vinsælda, er ljóst að viðtökurnar hafa orðið honum mikil hvatning. í Kristjaníu komst Henrik Ibsen fljótlega í kynni við hreyfingu ungra og róttækra menntamanna, sem tóku mjög eindregna afstöðu með verkamönnum, sem um miðja síð- ustu öld voru að byrja að mynda með sér samtök. Um þessar mundir var atvinnuástand í Noregi með eindæm- um bágborið, eins og raunar víðar. Atvinnuleysi var almennt og laun þeirra verkamanna sem voru svo heppnir að hafa vinnu voru svo lág, að jafnvel þrældómur myrkranna á milli, nægði engan veginn til lífs- viðurværis. Það ólgaði og sauð í sundurleitum og óskipulögðum Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.