Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978
— Ibsen
Framhald af bls. 17.
öreigalýðnum, og þegar tekið var til
við stofnun verkalýðsfélaga var
jarðvegurinn svo rækilega plægður,
að á þremur árum voru félögin orðin
273 talsins með 20 þúsund meðlimi
samtals. Marcus Thrane ritstjóri í
Drammen var upphafsmaður hreyf-
ingarinnar, en þegar hann var
rekinn frá blaði sínu vegna skoðana
sinna og skrifa, sem ekki fundu náð
fyrir augum lesendanna, hóf hann
útgáfu vikublaðs.
Hugmyndir Thranes og verkalýðs-
hreyfingarinnar áttu greiðan aðgang
að Henrik Ibsen, sem hafði af eigin
raun kynnzt örbirgð og óréttlæti,
auk þess sem hann þekkti kjör þeirra
sem betur máttu sín. Enda þótt hann
gerðist ekki félagi í hreyfingu
Thranes, frekar en öðrum formleg-
um samtökum, var hann einlægur
stuðningsmaður hennar, ásamt
skáldinu Vinje. Þegar hreyfingin
stofnaði „sunnudagaskóla" fyrir
verkamenn haustið 1850 gerðust þeir
Ibsen og Vinje báðir kennarar þar,
jafnframt því sem báðír skrifuðu
reglulega í verkalýðsblaðið.
Um áramótin 1850—51 hófu Ibsen
og Vinje, ásamt þriðja manni, útgáfu
síns eigin blaðs, sem í fyrstu var
einfaldlega nefnt „Maðurinn" en
hlaut síðan heitið „Andhrímnir".
Auk stjórnmálagreina til stuðnings
verkalýðshreyfingunni birtust þar
ljóð og greinar um menningarmál,
en blaðið kom út vikulega fram á
haust 1851.
Um sumarið var stjórnmála-
ástandið orðið vægast sagt uggvæn-
legt. Hvorki leiðtogar hinnar ungu
verkalýðshreyfingar eða óbreyttir
félagar kunnu sér hóf eða takmörk
í hita baráttunnar. Þeir viðurkenndu
ekki löglegar baráttuaðferðir og á
fundum hreyfingarinnar voru miklar
ráðagerðir um ofbeldisaðgerðir og
útvegun vopna. Hatur, taumlausar
tilfinningar og skilyrðislausar kröf-
ur settu eins og vænta má svip á
þessa vonlausu baráttu, og í júlímán-
uði var ástandið orðið svo alvarlegt
að leiðtogar og stjórnarmenn voru
handteknir og hreyfingin þar með
gerð óvirk.
Tilviljun og slembilukku réðu því
að Ibsen komst hjá handtöku, og um
haustið gerðist sá atburður, sem í
senn dró hugann frá pólitísku
umstangi og blaðamennsku, og leiddi
skáldið inn á vettvanginn þar sem
það hefur æ síðan staðið í sviðsljós-
um.
Leikhúsið
___________í Björgvin___________
Ole Bull, fiðlusnillingurinn heims-
frægi, stofnaði árið 1849 „Norska
leikhúsið í Björgvin", og starfaði þar
framan af í skjóli áhrifa hans. Bull
gerði sér grein fyrir þeirri nauðsyn
að norsk menningaráhrif fengju rúm
innan leikhússins þar sem „Dana-
dekur" var að heita mátti allsráð-
andi, og þegar hann komst í kynni
við Ibsen, sem hafði skrifað tvö
leikrit, og meira að segja fengið
annað þeirra sýnt á sviði, bauð hann
honum að gerast leiklistarráðunaut-
ur við leikhúsið. Fljótlega varð
forráðamönnum leikhússins ljóst að
verkahringur leiklistarráðunautsins
var allt annað en skýrt markaður og
þar við bættist, að hann hafði enga
reynslu af því hvernig slík stofnun
starfaði. Varð því að ráði að veita
honum styrk til utanfarar með því
skilyrði að við heimkomuna yrði
hann að minnsta kosti fimm ár við
leikhúsið, skilaði einu leikriti'á ári
og annaðist leikstjórn og umsjón
með ýmiss konar verklegu umstangi
í kringum leiksýningar.
Ibsen var á þessum árum óánægð-
ur og aldrei féll honum starfið við
leikhúsið í Björgvin. Það hefur þó
eftir öllu að dæma verið honum
nauðsynlegur skóli, sem síðar átti
eftir að koma honum að ómetanlegu
gagni. Um það ber samanburður á
leikritum þeim, sem hann sendi frá
sér snemma á ferli sínum og þeim,
sem hann skrifaði síðar, órækt vitni.
Margir hafa haldið því fram að
Henrik Ibsen hafi ekki verið neitt
undrabarn, sem hafi við réttar
aðstæður getað framkallað með-
fædda snilligáfu, heldur hafi afrek
hans miklu fremur verið árangurinn
af andlegum þrengingum, þrotlausri
vinnu, miskunnarlausri og stanz-
lausri gagnrýni á sjálfan sig og
umhverfið, ásamt skilyrðislausri
sannleikskröfu.
Suzannah
Thoresen
í Björgvin kynntist Ibsen prests-
dótturinni, sem átti eftir að verða
kona hans og dyggur lífsförunautur.
Hún hét Suzannah Thoresen, og var
reyndar stjúpdóttir dönsku skáld-
konunnar Magdalene Thoresen, sem
var barnsmóðir Gríms Thomsen.
Hlédrægni Ibsen-hjónanna og þörf
þeirra fyrir að halda einkalífi sínu
einangruðu frá hnýsni og afskipta-
semi óviðkomandi fólks stuðlaði án
efa að því að ýmsir urðu til þess að
geta í eyðurnar og draga upp vægast
sagt vafasama mynd af sambúð
þeirra og hjónabandi. Útbreidd
skoðun var að Ibsen hefði víst ekki
gengið annað til með giftingunni en
að finna heppilega lausn á ýmsum
vandamálum, og að hjónábandið
hefði ekki verið grundvallað á ást
eða rómantík.
Bergljót tengdadóttir þeirra er á
annarri skoðun þegar hún lýsir lífi
Ibsen-fjölskyldunnar í endurminn-
ingum sínum. Hún telur að skáldinu
hafi þótt innilega vænt um konu
sína, og að tilhugalíf þeirra hafi í
engu verið frábrugðið því sem títt er
hjá ungum elskendum. Um leið fer
ekki á milli mála að með árunum
þróaðist samband þeirra þann veg,
að Sigurður einkasonur þeirra varð
það, sem heimilislífið snerist um
fyrst og síðast. Suzannah Ibsen
hefur eftir lýsingum Bergljótar að
dæma verið kærleiksrík, fórnfús og
trygglynd kona, sem var sannkallað
akkeri fjölskyldunnar, og henni
virðist aldrei hafa komnið til hugar
að segja skilið við Ibsen, þótt bæði
hafi hann verið erfiður og breyzkur
í lund.
Það sem vitað er um fjölskyldu-
lífið er að mestu haft eftir Bergljótu
Ibsen. Hún var dóttir Björnstjerne
Björnsons, og samtvinnuð örlög
þessara skáldjöfra og skylduliðs
þeirra eru verðugt umhugsunarefni.
Leiðir þeirra Ibsens og Björnsons
lágu saman með ýmsum hætti. Þeir
voru á líku reki og voru báðir
aðalpersónurnar í norsku menning-
arlífi um áratuga skeið. Samband
þeirra var stormasamt, og byggðist
á vináttu og gagnkvæmum skilningi,
um leið og þeir voru gerólíkir og
oftast ósammála í afstöðu sinni til
*Ynanna og málefna.
. Þær Suzannah Ibsen og Karoline
Björnson voru æskuvinkonur, og
höfðu löngu áður en þær giftust og
eignuðust börn komið sér saman um
að ætti það fyrir þeim að liggja að
önnur eignaðist son en hin dóttur
skyldu þær koma því í kring að þau
gengju í hjónaband. Um það leyti,
sem þessar æskuvonir mæðranna
voru að rætast, voru stórskáldin upp
á kant sem oftar, og hvorugur var
hlynntur ráðahagnum en Iét þó kyrrt
liggja.
Minningar Bergljótar Ibsen bera
þess ljósan vott að þar heldur á
penna manneskja, sem engan veginn
er hlutlaus í afstöðu sinni til
Ibsen-fjölskyldunnar. Henni þykir
innilega vænt um tengdaforeldra
sína, sem strax veittu henni inn-
göngu í þetta „samfélag heilagra" —
þennan þrönga þríhyrning, sem
virtist sjálfum sér nógur og þar sem
utanaðkomandi fengu ekki aðgang.
Þótt Bergljót Ibsen kunni frá
ýmsu að segja, sem gefur býsna góða
mynd af Ibsen, og ekki hefur komið
fram annars staðar, þá er það ekki
sízt lýsing hennar á fjölskyldulífinu,
sem gefur bók hennar gildi. Sam-
band þessarar þrenningar, Ibsens,
konu hans og Sigurðar, sonar þeirra,
hefur verið sérstætt og óvenju náið,
og heimilið hefur ekki sízt þjónað því
hlutverki að vera vörn hennar fyrir
umheiminum. Sjálfsagt hefur kast-
azt í kekki á þeim bæ eins og á
hverju öðru heimili, en ríkjandi
þættir þessarar sambúðar virðast
hafa verið gagnkvæm umhyggja og
traust, samhliða takmarkalausri trú
á hæfileikum og dómgreind. Feðg-
arnir hafa bæði sótt styrk og
uppörvun í þessa uppsprettu, en
báðir höfðu þeir ríka þörf fyrir slíkt
athvarf vegna starfa sinna á sviði
bókmennta og stjórnmála.
Að loknum störfum sínum við
leikhúsið í Björgvin, réðst Ibsen árið
1857 að nýstofnuðu leikhúsi í Ósló og
þar starfaði hann við misjafnan
orðstír og sjálfum sér sjálfsagt til
sárra leiðinda í sex ár. En árið 1863
kemur leikritið „Konungsefnin" út,
og Ibsen „slær í gegn“ eins og kallað
er. Honum er veittur ríflegur
ferðastyrkur, og árið eftir heldur
hann af stað. Næstu þrjá áratugi
kemur hann nokkrum sinnum til
Noregs, en dvelst nær óslitið á Ítalíu,
þar sem hann skrifaði öll sín helztu
verk. Þegar hann flyzt heim er hann
kominn á gamals aldur, en í fimmtán
ár átti hann eftir að setja svip á
bæjarlífið í Ósló, sem þá hét enn
Kristjanía.
Henrik Ibsen lézt á heimili sínu í
Arbiensgötu í Kristjaníu hinn 23.
maí 1906. Ýmsar kenningar hafa
verið uppi um hver hafi verið síðustu
orð skáldsins. Bergljót Ibsen segir að
nóttina áður en hann andaðist hafi
hann sagt við konu sína: „Mín kæra,
kæra, hvað þú hefur verið mér góð!“
Margir taka þó meira mark á
annarri útgáfu. Suzannah kona hans
á að hafa látið þau orð falla við
hjúkrunarkonuna að nú komi brátt
að því að Ibsen fari að batna.
Heyrðist þá óvænt hljóð úr horni.
Skáldið sneri sér í rúminu og hreytti
út úr sér: „Ekki aldeilis."
(Heimildir: De tre, eftir Bergljótu
Ibsen, ævisaga Ibsens eftir Hans
Heiberg, greinar eftir Sigurd Hoel
og Francis Bull).
SUNNUD4GUR
26. MARZ
Páskadagur
7.45 Klukknahringing.
Blásaraseptett leikur sálma-
liig.
8.00 Messa í Neskirkju
Prestur: Séra Guðmundur
óskar Ólafsson. Organleik-
arii Reynir Jónasson.
00 Morguntónleikar (10.10
Veðurfregnir)
a. Básúnukvartettinn í
Miinchen leikur gömul Iög.
b. Áríur og kórlög úr
„Messíasi" eftir Hándel.
Gundula Janowitz, Marga
Höffgen, Ernst Haefliger og
Franz Crass syngja með
Bachkórnum og Bach-hljóm-
sveitinn í MUnchen. Stjórnandii
Karl Richter.
c. Fiðlukonsert í e-moll op. 64
eftir Mendelssohn. Yong Uck
Kim og Sinfóníuhljómsveitin í
Bamberg leikat Okku Kamu
stjórnar.
ll.OOMessa f Dómkirkjunni
Presturi Séra Hjalti
Guðmundsson.
Organleikarii Gústaf
Jóhannesson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tónleikar.
13.10 „Af rauðagulli eru
strengirnir snúnir“
Dagskrá um forn danskvæði
og stef, tekin saman af
Vésteini ólasyni. Flytjendur
með honumi Arnar Jónsson,
Guðrún Ásmundsdóttir.
Iljalti Rögnvaldsson og Mar-
grét Ilelga Jóhannsdóttir.
14.00 Operukynningi
„Predikarinn“ (Dcr
Evangelimann) eftir
Wilhelm Kicnzl.
Flytjenduri Anneliese
Rothenberger, Marga Höffg-
en, Nicolai Gedda. Franz
Crass og fleiri með St.
Wolfgang barnakórnum,
kór og hljómsveit óperunnar
í MUnchent Robert Heger
stjórnar. — Guðmundur
Jónsson kynnir.
15.00 Dagskrárstjóri í
klukkustund
Guðrún Halldórsdóttir
skólastjóri ræður dag-
skránni.
16.00 Sönglög eftir Ilallgrím
Ilelgason
Ólafur Þorsteinn Jónsson
syngur við undirleik höfund-
ar.
16.20 í Páfagarði
Ingibjörg Þorbergs segir frá
heimsókn sinni í Vatfkanið
(Áður útv. 1962).
17.05 Barnatímii Þórir S. Guð-
bergsson stjórnar.
Staldrað við í forskóladeild
Mýrarhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi. Fimm ungling-
ar úr Langholtsskóla flytja
stuttar hugleiðingar um
páskahátíðina. Rúna Gísla-
dóttir les frumsamda sögui
Sögulegir athurðir. Séra
Arngrímur Jónsson flytur
páskahugvekju.
18.05 Gestur í útvarpssal
Jiirgen Uhde leikur píanó-
verk eftir Bach, Schubert og
Janácek.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Messa í Görðum
Hákon Guðmundsson fyrr-
um yfirborgardómari segir
frá stuttri dvöl á Grænlandi
í fyrra.
20.00 Sinfóníhljómsveit ís-
lands leikur í útvarpssal
sinfóníu nr. 103 í Es-dúr
eftir Josep Haydn. Stjórn-
andii Páll P. Pálsson.
20.30 Útvarpssagani
„Pílagrímurinn“ eftir
Pár Lagerkvist
Gunnar Stefánsson les
þýðingu sfna (11).
21.05 Samleikur í útvarpssal
Pétur Þorvaldsson og Gísli
Magnússon leika á selló og
pfanó sónötu op. 5 nr. 2 í
g-moll eftir Beethoven.
21.30 Samskipti presta og
almennings
Andrea Þórðardóttir og
Gísli Helgason ræða við séra
Sigurð Hauk Guðjónsson,
séra Guðmund Óskar Ólafs-
son og Jón Ragnarsson
guðfræðinema.
22.10 Einleikur í útvarpssab
Unnur Sveinbjörnsdóttir
leikur sónötu fyrir einlciks-
víólu op. 25 nr. 1 eftir Paul
Hindemith.
22.00 Veðurfrcgnir. Fréttir af
Skíðamóti íslands.
22.45 Kvöldtónleikar
Paradísarþátturinn úr
óratóríunni „Friður á jörðu“
eftir Björgvin Guðmundsson
við ljóðaflokk Guðmundar
Guðmundssonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
/MhNUD4GUR
27. marz
Annar páskadagur
8.00 Morgunandakt.
Séra Pétur Sigurgeirsson
vfgslubiskup flytur ritn-
ingarorð og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn-
ir. Tónleikari Sænskar
lúðrasveitir ieika.
8.35 Morguntónleikar.
9.30 Veiztu svarið?
Jónas Jónasson stjórnar
spurningaþætti (lokaþátt-
ur). Dómarii ólafur Hans-
son.
10.10 Veðurfregnir. 10.25
Fréttir.
10.30 Morguntónleikar, — frh.
11.00 Messa í Fríkirkjunni.
Presturi Séra Þorsteinn
Björnsson. Organleikarii
Sigurður ísólfsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðuríregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Áð eiga vangefið barn.
Jóhann Guðmundsson lækn-
ir flytur hádegiserindi, hið
síðasta f erindaflokki um
málefni vangefinna.
14.00 Gamlar lummur og nýj-
ar. Svavar Gests rabbar um
lögin á lummuplötu Gunn-
ars Þórðarsonar og tekur
tali söngvara, hljóðfæraleik-
ara, textahöfunda og laga-
smiði, sem komu við sögu
þegar lögin komu fyrst
fram.
15.20 Leikriti „Frakkinn“,
gömul saga eftir Nikolaj
Gogol. Max Gundermann bjó
til útvarpsflutnings (Síðast
útv. í okt. 1970). Þýðandi og
leikstjórii Lárus Pálsson.
Persónur og leikenduri A.A.
Baschmats/ Þorsteinn Ö.
Stephensen, Lögreglustjóri/
Valdemar Helgason, Hans
hágöfgi/ Haraldur Björns-
son, Ekkja/ Arndís Björns-
dóttir, Ostasali/ Lárus Páls-
son, Skrifstofumenn/ Jón
Sigurbjörnsson, Steindór
Hjörleifsson og Baldvin
Ilalldórsson, Þulur/ Karl
Guðmundsson. Aðrir leik-
enduri Benedikt Árnason,
Klemenz Jónsson, Knútur R.
Magnússon og Helgi Skúla-
son. Hljóðfæraleikarari Vil-
hjálmur Guðjónsson og
Jóhannes Eggertsson.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Úr sjóði minninganna.
Endurtekið viðtal Gísla
Kristjánssonar ritstjóra við
Gunnlaug Gfslason fyrrum
bónda á Sökku f Svarfaðar-
dal. (Áður útv. í jan. 1976).
17.00 Barnatfmii Jónfna H.
Jónsdóttir stjórnar. Árni
Sigurjónsson segir frá stofn-
anda KFUM, séra Friðriki
Friðrikssyni. Heimsótt fjöl-
skylda f Garðabæ, Halldór
Vilhelmsson, Áslaug Björg
Ólafsdóttir og dætur þeirra
tvær. Hildigunnur og Marta
sem taka lagið. Rætt við
Hildi Þóru Hallbjörnsdóttur
sveitarstjóra KFÚK í Garða-
bæ. Halla Margrét Jóhannes-
dóttir (12 ára) les frásögu.
17.50 Harmonikulög.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Elskaðu mig...“
Fimmti og síðasti dagskrár-
þáttur um ástir f ýmsum
myndum.
20.00 Kórsönguri Karlakórinn
Fóstbræður syngur á sam-
söng f Háskólabfói 20. þ.m.t
— fyrri hluti söngskrár.
Söngstjórii Jónas Ingi-
mundarson. Einsöngvarari
Ilákon Oddgeirsson og
Hjalti Guðmundsson. Píanó-
leikarii Lára Rafnsdóttir.
20.35 „Grynningar hjartans
eða King Kong á íslandi“,
smásaga eftir Vagn Lund-
bye. Ingibjörg Sverrisdóttir
þýddi. Karl Guðmundsson
leikari les.
21.20 Kínverskir listamenn í
útvarpssal. Arnþór ‘Helga-
son kynnir.
21.50 Góð eru grösin.
Þáttur um grasalækningar f
umsjá Sigmars B. Hauksson-
ar. Rætt við Ástu Erlings-
dóttur grasalækni og Vil-
hjálm Skúlason prófessor.
23.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Danslög.
M.a. leikur hljómsveit
Hauks Morthens íslenzk
dans- og dægurlög f hálfa
klukkustund.
(23.55 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.