Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 27

Morgunblaðið - 23.03.1978, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 27 Lúther Hróbjarts- son — Minningarorð Fæddur 24. maí 1888 Dáinn 14. marz 1978 Þeir sem litu dagsins ljós fyrir síðustu aldamót falla nú að vonum í valinn hver af öðrum og hverfa af sviðinu. Lífi fylgir dauði eins og nótt degi, kynslóðir koma og fara og þótt ævilengd sé misskipt kemur þó að því hjá öllum fyrr eða síðar að í gjalddaga fellur sú skuld er til var stofnað við upphaf jarðvistar hér. Hinn 14. marz s.l. andaðist hér í borg Lúther Hróbjartsson áður húsvörður við Austurbæjarskól- ann nærri níræður að aldri. Lauk þar með ævi atorku- og dugnaðar- - Athugasemd við greinargerð Framhald af bls. 14. var um að kenna, en urðu sem betur fór ekki alvarlegri en svo, að sr. Jón Auðnns man ekki nákvæm- lega eftir þeim. En gleymska gæti komið fyrir organista eins og presta. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar undirritaði ekki allsherjarsamn- inga Organistafélagsins við sóknarnefndir prófastsdæmisins, sem gerðir voru 14. maí 1975, fyrr en 15. marz 1977. Allan þenn an tíma spilaði ég samningslaus við kirkjuna og getur nokkur álasað mér fyrir að hafa sagt upp til þess að þurfa ekki að vinna fleiri ár samningslaus. Enda voru þá gerðir við mig samningar sem ég hef haldið í hvívetna og tal um annað er ekki samkvæmt sannleikanum. í þeim samningi bauðst ég að vísu til þess að kenna fermingarbörn- um sálmalög, en af því hefur reyndar ekki orðið enn þá, líklega vegna þess að hvorki prestarnir né ég hafa minnst á þetta í haust og er það miðuf, því slíkt ætti að fylgja fermingarundirþúningin- um. Kaupkröfur fyrir mig hef ég aldrei gert fram yfir það sem almennir samningar kveða á um. S.l. ár átti starfið að metast einum launaflokki hærra samkvæmt samningum, en gleymdist alveg, og kenni ég engum þar um nema sjálfum mér. Ásakanir um launa- kröfur mér til handa eru því ósannar. Aftur á móti barðist ég fyrir því ásamt sr. Þóri að semball yrði keyptur í kirkjuna en án árangurs. Að söfnuðurinn greiddi „allt að einum mánaðarlaunum viðkomandi organleikara árlega" (sbr. samninga) til tónleikahalds í kirkjunni, hefur ekki verið gert svo ég muni. Að allir sóknarnefndarmenn hafi fjallað um uppsögn mína er vafasamt að fullyrða þar sem tveir þeirra, formaðurinn Magnús Þórðarson og Þór Magnússon þjóðminjavörður, komu ekki til skjalanna fyrr en eftir að mér hafði verið sagt upp. Ánægjulegt Að tónlistarmál kirkjunnar hafi verið tíðrædd á fundum sóknar- nendar ætti að vera ánægjulegt, því áríðandi er að sóknarnefnd fylgist vel með þeim málum eins og öðrum málum kirkjunnar. Organistinn hefur aftur á móti ekki verið tíður gestur á fundum þessum og væri því fróðlegt að vita hver hefur vakið máls á þessum tónlistarmálum. Ekki satt S.l. haust var kosin nefnd sem skipuð var tveimur mönnum frá sóknarnefnd, annar þeirra var sr. Hjalti Guðmundsson, tveimur úr kórnum og mér, til þess að ræða og finna lausn á söngvandamálum (kór) kirkjunnar, sem allir vita sem vilja, að er ekkert einkarnál Dómkirkjunnar. Undirritaður lagði fyrir nefndina tillögur að nýju fyrirkomulagi sem nefndin varð mjög sammála um og ekki sízt sr. Hjalti. Tillögurnar voru þær að ráða 10 söngvara, sem hver manns er lifað hafði tímana tvenna frá því að árin, skóflan og Ijárinn voru helstu hjálpartækin í lífsbaráttunni til okkar tækni- vædda þjóðfélags. Lúther fæddist 24. maí 1888 á Velli í Hvolhreppi á Rangárvöll- um. Foreldrar hans voru Hró- bjartur Hróbjartsson sjómaður í Simbakoti á Eyrarbakka fæddur í For í Oddasókn 25. okt. 1858 og Bjarghildur Magnúsdóttir fædd í Oddakoti í Austur-Landeyjum 25. júlí 1861. Ekki eru mér kunn uppvaxtarár Lúthers en án efa hefur hann frá fyrir sig gæti staðið einn, greiða þeim sæmilega fyrir mætingar við hámessur kl. 11, en messurnar e.h. (kl. 2) væru í öðru formi, þ.e. með einum forsöngvara eða einleikara (m.ö.o „sólista") ásamt orgelinu. Á fundi með sóknarnefnd í desember (minnir mig) voru þessar tillögur felldar, einnig af fulltrúum sóknarnefndar í fyrrnefndri nefnd, en ég sat umræddan fund. Annað varðandi kórinn sem er ósatt eða misskilningur geri ég ráð fyrir að kórinn leiðrétti sjálfur. Dylgjur Ósmekklegum dylgjum varðandi Tónlistarskólann í Keflavík og Karlakórinn Fóstbræður, sem ég stjórnaði með smáhléum á árun- um 1954 til 1970, nenni ég ekki að svara, en sendi í gamni stutta yfirlýsingu frá formanni Tón- listarfélagsins í Keflavík en við höfðum unnið saman frá stofnun tónlistarskólans. Dómkirkjan mætti þó minnast þess að ég tók hana fram yfir að flytjast til Keflavíkur. Satt? Mér býður í grún að satt sé „að sóknarnefnd gerir það ekki að ástæðulausu að slíta ráðningar- samningi við organista", enda virðist það ennþá standa óhrakið að sr. Þórir segist ekki geta unnið með mér. Stendur það ekki og, að hann hafi boðið sóknarnefnd að segja af sér? Þessu hefur hann sjálfur ekki haldið leyndu. Að vísu hélt ég að slíkar „uppsagnir" ættu að berast ráðuneyti eða biskupi en ekki sóknarnefnd. Víst er það satt, að uppsögnin kom mér á óvart og ekki sízt þar sem sr. Þórir sýndi mikinn áhuga á a.m.k. mörgum mínum áhuga- málum, t.d. sembalkaupum, fast- ráðningu sem ríkisstarfsmaður, orgelkaupum, sem ég, ásamt sóknarnefnd, var að vinna að s.l. sumar, svo og Óratóríkórnum, sem missti söngfólk sitt í aðra kóra s.l. vetur meðan ég dvaldi í Þýzka- landi á starfsstyrk og ekki tókst að endurvekja í haust. (Það er aukaatriði en ekki tók ég krónu fyrir þá vinnu sem fór í þann kór). Það er svolítið erfitt að koma sumum staðreyndum heim og saman, en ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að sr. Þóri þyki vænt um mig og ég er honum þakklátur fyrir afar margt og trúi því að sameiginlega getum við komið mörgu góðu til leiðar og því býð ég honum mína hönd til samstarfs og yrðum við báðir menn að meiri. Öðrum skrifum í greinargerð sóknarnefndar get ég ekki svarað. Sum varða Þjóðviljagreinina en önnur skrifuð í stíl sem' ekki er gaman að eiga við og verður við nánari lestur meira púður en kúlur enda áreiðanlega ekki skrifuð með yfirveguðum huga. En að þetta mál fór upphaflega í fjölmiðla hef ég skýrt í minni fyrri grein og ég veit að margir líta á þessa uppsögn alvarlegum augum, og þetta mál er e.t.v. prófsteinn á ýmsa hluti í þjóðfélagi okkar sem marga varð- ar. Gleðilegrar upprisuhátíðar óska ég öllum og vona innilega að hún megi bæta hugi okkar. blautu barnsbeini vanist því að ganga í hverja þá vinnu er fyrir lá hverju sinni eftir því sem aldur og þrek leyfðu. Um annað var vart að ræða á þessum árum, hvort sem menn ólust upp við sjó eða í sveit. Til Reykjavíkur flutti Lúther árið 1908 og átti þar heima upp frá því til dauðadags. Árið 1910 kvæntist hann fyrri konu sinni Steinunni Jónsdóttur sem fædd var í Stærrabæ í Grímsnesi 3. apríl 1886. Um 13 ára skeið stundaði Lúther sjómennsku héð- an en árið 1921 axlaði hann pokann sinn, gekk í land og gerðist verkstjóri við höfnina í Reykjavík — „á eyrinni" eins og það hét þá og heitir raunar enn. „Eyrin" var síðan starfsvettvangur hans í 9 ár en 1930 yfirgefur hann hafnar- bakkann og sest að í Austurbæjar- skólanum, sem þá var að taka til starfa. Var Lúther ráðinn þar Gripu þjófana LÖGREGLAN í Reykjavík hafði mjög snör handtök í fyrrinótt þegar hún átti í höggi við þjófa, sem brotizt höfðu inn á þremur stöðum í borginni. Hafði lögregl- an uppi á þeim ölium á skömmum tfma. Brotizt var inn í verzlun ÁTVR við Snorrabraut. Rúða var brotin á framhlið og þjófarnir, sem voru þrír, höfðu á brott mér sér nokkrar áfengisflöskur. Lögreglan kom von bráðar á staðinn og hafði uppi á þjófunum. Þá var gerð innbrotstilraun í skemmtistaðinn Hollywood en lögreglan hafði fljótt hendur í hári þjófanna, sem voru tveir. Loks var brotizt inn í Islenzk-erlenda í Tjarnargötu og lögreglan hafði einnig mjög snör handtök í þessu tilfelli og gómaði þjófana innan skammrar stundar en þeir voru þrír talsins. húsvörður og gegndi því starfi allt til ársins 1958, en þá náði hann því aldursmarki er gerir starfsmönn- um ríkis og bæja skylt að standa upp úr starfi og draga sig í hlé. Nokkur viðbrigði munu það hafa verið fyrir Lúther að hverfa af hafnarbakkanum inn í skólann. Að vísu má telja vafasamt hvoru starfinu hafi fylgt meiri ys, þys og glaumur því að um tíma á þessum árum mun Austurbæjarskólinn hafa verið fjölmennasti skóli landsins með nærri 2000 nemend- ur þegar flest var og tilsvarandi kennarafjölda. Hygg ég að með nokkrum söknuði hafi Lúther litið til hafnarbakkans og „eyrarkarl- anna“, og árum saman notaði hann sin frí til þess að sjá um affermingu á timburskipum Völ- undar h/f og hélt þannig tengslum við „eyrina". Tæpast mun Lúther hafa gengið að því gruflandi er hann tók við húsvörslu Austurbæjarskóians að starfinu mundi fylgja erill og ónæði, og jafnvel arg og'þvarg í nokkrum mæli. Auk þess að hafa umsjón með upphitun skólans, daglegri ræstingu o.fl. ber hús- verði einnig að sjá um að húsinu sé við haldið, lagfært það sem aflaga fer og nauðsynlegar endur- bætur gerðar, eftir því sem fé er til veitt. Mun fjárveiting ekki ætíð hafa legið á lausu og þótt sumum okkar, sem kenndum við skólann, þætti stundum seint ganga með lagfæringar mun sönnu nær að nokkurri ýtni og jafnvel dálítilli frekju muni Lúther stundum hafa þurft að beita til þess að herja út fé til framkvæmda við skólann úr misjafnlega birgum borgarsjóði. Oft urðu vinnudagar Lúthers við skólann langir og marga óveðurs- nótt reis hann úr rekkju og gekk um skólann til þess að ganga úr skugga um að hvergi glamraði gluggi né hrikti í hurð. Lúther mun hafa verið karl- menni að burðum er hann var upp á sitt besta enda þéttvaxinn og þreklegur. Glettinn var hann í tilsvörum, jafnvel gráglettinn ef honum þótti það við eiga, raungóð- ur og greiðvikinn. Steinunn kona Lúthers andaðist 1942. Þeim varð sex barna auðið og eru þau þessi: Sigurbjört Clara, Hróbjartur, Rebekka, Helga, Jón Hlíðar og Björgvin. Steinunn átti áður son er hlaut nafnið Skarphéð- inn. Árið 1945 kvæntist Lúther síðari konu sinni, Sigríði Kjartansdóttur, og lifir hún mann sinn. Bjuggu þau fyrst í Austurbæjarskólanum en er Lúther hætti störfum fluttu þau á Eiríksgötu 33 og gerðu sér þar fallegt og hlýlegt heimili. Lúther mun hafa verið heilsu- hraustur lengstum ævi sinnar en síðustu árin var hann þó hrumur orðinn og hafði litla fótavist. Naut hann j>á hjúkrunar og umönnunar konu sinnar, sem af stakri fórnfýsi og dugnaði hlúði að honum og reyndi á allan hátt að létta honum þessi löngu og erfiðu ár. Nú er þessu stríði lokið. Við sem eftir stöndum þökkum þeim sem genginn er. Sendi ekkju hins látna, börnum hans og öðrum vanda- mönnum hugheilar samúðarkveðj- ur. Sigurður Runólfsson. Kráin viö Hlemmtorg Viö tókum okkur bessaleyfi og ætlum í frí um páskana og bregöa okkur á skíði, því viö höfum nú tekið skíöabakteríuna. Á laugardag 25. mars veröur þó opið eins og venjulega, en viö bendum viöskiptavinum okkar á, aö næst besti staöurinn Brauöbær viö Óðinstorg veröur opinn á skírdag og annan í páskum. Svo óskum viö öllum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA PÁSKA. Kráin v/Hlemmtorg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.