Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 1
32 SÍÐUR 68. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 . Prentsmiója Morgunblaðsins. Akveður Carter að stöðva smíði nevtrónu sprengju? Washington, 4. apríl. AP. MIKIL óvissa ríkir nú um íram- tíð nevtrónu-sprengjunnar. og þykir óvænt heimsókn v-þýzka utanríkisráðherrans til Washing- ton dag renna stoðum undir fregn Thc Ncw York Times í dag um að Cartcr íorseti haía ákveðið að leyfa ekki framlciðslu á þessu umdeilda vopni. í Hvíta húsinu íást þau svör að forsetinn hafi enn ekki tekið ákvörðun, en ýmsir telja að Warren Christoph- er aðstoðarutanríkisráðherra Bandarfkjanna sem'var f Bonn f siðustu viku hafi tjáð stjórninni það að forsetinn væri mótfallinn þvi að sprengjan yrði framleidd. Sé erindi Genschers til Washingt- on að telja Carter hughvarf. Af hálfu v-þýzku stjórnarinnar var því lýst yfir í dag að Genscher væri kominn til Washington til að ræða nevtrón-sprengjuna við Carter, Vance utanríkisráðherra og Harold Brown varnamálaráð- herra. Nevtrón-sprengjan er nýtt atómvopn, sem hefur tiltölulega lítinn sprengikraft, en tvöfalda geislavirkni venjulegra kjarnorku- vopna og er mun nákvæmara vopn en þær kjarnorkusprengjur, sem tíðkazt hafa hingað til. Þannig væri unnt að eyðileggja hernaðar- mannvirki á takmörkuðu svæði án þess að valda stórfelldum spjöllum á mönnum og mannvirkjum á borð við það sem fyrri sprengjugerðir gætu gert. Li Tschieng utanríkisviðskiptaráðherra Kína er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Vestur-býzkalandi, og var mynd þessi tekin er hann ræddi við Helmut Schmidt kanslara í Bonn í gær. (AP—símamynd). Nýtt bréf frá Moro: Óskar eftir fangaskiptum Róm, 4. apríl AP. í BREFI, sem í kvöld barst í hendur yfirvalda og talið er að sé ófalsað. segir Aldo Moro að „fresturinn sé senn útrunninn“, um leið og hann fer þess á leit að fangaskipti fari fram þar sem það sé eina færa leiðin til þess að honum verði sleppt. Með bréfi Moros fylgdi þriggja síðna yfir- lýsing frá „Rauðu herdeildinni, en í kvöld boðaði Andreotti forsætisráðherra til skyndifund- Deilt um fargjöld milli Berlínar og New York Bonn, 4. apríl. AP. ÚTLIT er fyrir að stjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkj- anna muni á næstunni beita ákvörðunarvaidi sínu til að útkljá deilu um fargjöld á leiðinni milli Berlínar og New York, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Bonn. Mikillar óánægju gætir nú hjá vestur-þýzkum flugmálayfirvöldum vcgna afsláttarfargjalds Pan American-félagsins á þessari leið, en þau eru innan við 360 dollara, eða rétt um 90 þúsund íslenzkar krónur. Lægsta sumarfargjald Lufthansa á sömu flugferð er 398 dollarar, eða rúmar 101 þúsund íslenzkar krónur, og er þá í báðum tilvikum átt við ferðir fram og til baka. Venjulegur farmiði á sömu flugleið kostar yfir sumarmánuðina 880 dollara, eða um 224 þúsund krónur íslenzkar. Skilmálar Pan American fyrir [ afsláttarfargjaldinu eru þeir að farþegar tilkynni með þriggja vikna fyrirvara í hvaða viku þeir óski að leggja af stað í ferðalagið, en flugfélagið til- kynnir síðan um brottfarardag og flugnúmer um það bil 10 dögum áður en ferðin er farin. -Skilmálar Lufthansa eru hins vegar þeir, að farþegi verður að kaupa farmiðann minnst 45 dögum fyrir brottför og að hann fljúgi ekki heim aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur og í siðasta lagi eftir 45 daga. Fátítt er að sigurvegararnir í síðari heimsstyrjöldinni, Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn, sem enn ráða formlega ríkjum í Vestur-Berlín beiti ákvörðunar- rétti sínum í málum sem þessu. Samkvæmt samningum, sem gerðir voru í stríðslok um málefni þess borgarsvæðis, sem kom í hlut bandamanna við skiptingu hernámssvæðisins, geta fulltrúar þessara ríkja ráðið úrslitum um flugfargjöld til og frá Vestur-Berlín. Pan American hefur sam- kvæmt áreiðanlegum fregnum gert sér vonir um að geta veitt Framhald á bls. 18 ar um hvernig brugðizt skuli við þessari síðustu sendingu úr fylgsninu þar sem hryðjuverka- menn halda Moro, fyrrverandi forsætisráðherra ítali'u, föngn- um. í dag gerði Andreotti grein fyrir Moro-málinu á þingi, og sagði þá m.a. að ríkisstjórnin væri nokkurn veginn jafnnær um málið nú og þegar mannránið átti sér stað fyrir 19 dögum. Um leið var því lýst yfir að undir engum kringum- stæðum yrði farið að kröfum mannræningjanna. II Popolo, sem er málgagn stjórnarinnar, heldur því fram að Moro hafi greinilega verið þving- aður til að rita bréfið og sé boðskapur þess í jafnmiklu ósam- ræmi við vilja hans og afstöðu og fyrri orðsendingar. I yfirlýsingu „Rauðu herdeildarinnar" er krafa um að öllum „kommúnistum verði sleppt úr fangelsi og að gjöreytt verði fangabúðum harðstjórnar- innar“. Ekki er minnzt sérstaklega Framhald á bls. 18 Rússar heita Palestínu- aröbum stuðningi Beirút, 4. apríl. Reuter. AÐ SÖGN áreiðanlegra heim- ildarmanna í Beirút hefur Sovétstjórnin heitið Palestínu- aröbum, sem neita að láta stöðvar sínar í S-Líbanon í hendur friðargæzluliðs Sam- einuðu þjóðanna, fullum stuðn- ingi. Yfirmaður gæzluliðsins fór til hafnarborgarinnar Tyr- os í dag. Þar hafði þá slegið í brýnu milli Israelsmanna og Palestínuaraba, sem enn hafa borgina á valdi sínu. Skipu- lagningu af hálfu gæzluliðsins um brottflutning Israels- manna er enn ekki lokið. Moshe Dayan, utanríkisráð- herra Israels, er í Búkarest, og er haft eftir áreiðanlegum heimildum að Ceausescu for- seti hafi á fundi þeirra í dag lagt áherzlu á þá skoðun sína að ísraelsmenn yrðu að hverfa burtu af öllum hernumdum svæðum ef samningar ættu að takast um frið í Miðaustur- löndum. Samskiptm eru komin á nýtt stig — segir Ecevit um yfírlýsingu Carters Ankara, 4. apríl. Reuter. YFIRLÝSING Carters forseta um að aflétta vopnasölubanni á Tyrk- land hefur bersýnilega hreinsað andrúmsloftið milli stjórna rfkj- anna, og Bule * Ecevit, forsætis- ráðherra Tyrkiands, lýsti í dag yfir bjartsýni sinni og sagði að samskipti ríkjanna væru hér með Framhald á bls. 18 Hafréttarráð- stefnan í Genf: Amerasinghe hafnað sem forseta Genf, 4. apríl. AP. FRÁ ÞVÍ að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna kom á ný saman í Genf fyrir rúmri viku hefur staðið í þófi um það hver eigi að sitja þar í forsæti, og í dag tóku fulltrúar Suður-Ameríku- ríkja af skarið er þeir lýstu því yfir að ekki kæmi til mála að Hamilton Shirley Amerasinghe yrði ráðstefnuforseti áfram. Á fundi með fréttamönnum sagði mexíkanski fulltrúinn Luis Castaneda, sem hafði orð fyrir s-amerísku fulltrúunum, að nauð- synlegt væri að gæta þess að nýjum forseta yrðu ekki fengin í hendur sömu völd og Amera- singhe, um leið og hann krafðist Hamilton Shirley Amerasinghe þess að sú regla yrði látin gilda við afgreiðslu meiriháttar mála á ráðstefnunni að um þau yrðu gerðar samhljóða samþykktir en ekki færi fram um þau venjuleg atkvæðagreiðsla Amerasinghe, sem verið hefur forseti ráðstefnunnar síðan hún kom fyrst saman fyrir tæpum fimm árum, setti hana á þriðju- daginn í síðustu viku, en vék að því búnu sæti til bráðabirgða, eða þar til ágreiningur um forsetamálið væri leystur. Eftir að ný ríkistjórn tók við völdum á Ceylon, eftir fall Bandaranaike á síðasta ári er Amerasinghe ekki lengur sendi- herra og fulltrúi landsins á Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.