Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.1978, Blaðsíða 11
 Al'GLYSINGA- SÍMLNN KR: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 Daufleg aflabrögð Ólaísvík 3. apríl. MJÖG dauflega horfir með afla- brögð á þessari vertíð. Varla hefur fengizt bein úr sjó síðustu daga, nema hvað einn bátur hefur róið með línu og aflinn verið allgóður, 5—8 tonn. Samanburður við ver- tíðina 1977 er þannig, að frá síðustu mánaðamótum höfðu bor- izt á land 3877 lestir í 864 sjóferðum og er afli togarans Lárusar Sveinssonar talinn með, en bátaaflinn var í fyrra á sama tíma 4771 lest í 1003 sjóferðum. Aflahæstu bátar eru Próði með 310 lestir í 53 sjóferðum og Jökull með 298 lestir í 56 sjóferðum. Línubáturinn Jón Jónsson hefur fengið 247 lestir í 49 sjóferðum. - Ilcltfi. Ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki Á árabilinu 1970—1976 gekkst Heilsuverndarstöð Reykjavíkur íyrir árlegri bólusetningarher- ferð gegn mænuveiki meðal full- orðinna. Ástæðan fyrir því var að komið hafði í ljós. að þeir sem hefðu fengið frumbólusetningu fyrir 1962 höfðu ófullnægjandi vörn gegn veikinni, en með því átaki sem gert var, er talið. að ónæmisástand fólks sé almennt komið í viðunandi horf. Nú er talið að fjórar ónæmisað- gerðir, með því bóluefni sem notað er hér á landi, veiti fullnægjandi vörn þó með vissum undantekn- ingum. í fyrsta lagi þurfa þessar bólusetningar að hafa átt sér stað eftir ákveðnum reglum. Auk þess er þeim einstaklingum sem ferðast til sólarlanda ' eða vanþróaðra landa ráðlagt að efla ónæmið enn frekar með því að endurtaka bólusetninguna einu sinni á tveggja til þriggja ára fresti. Til að bólusetning teljist fullnægjandi þarf hún að vera framkvæmd á eftirfarandi hátt: Fyrsta og önnur ónæmisaðgerð með fjögurra til sex vikna milli- bili. Þriðja ónæmjsaðgerð eftir sjö mánuði til ár. Fjórða ónæmisaðgerð eftir fimm ár. Á barnadeildum og í grunnskól- um hefur þessi ónæmisaðgerð verið framkvæmd eftir settum reglum. Þeir sem ekki eiga ónæmisskír- teini, en hafa fengið ónæmisað- gerðir sínar hér í Reykjavík, geta leitað upplýsinga um þær á Heilsuverndarstöðinni. Þar fara einnig fram ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænuveiki á mánu- dögum kl. 16.30—17.30. (Fréttatilkynning frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur). Ágætur afli þrátt fyrir lélegar gæftir ÞRÁTT fyrir fremur óhagstæðar gæftir og viku þorskveiðibann er afli Hornafjarðarbáta frá áramót- um til marzloka orðinn 4214 tonn í 683 sjóferðum. Á sama tíma í fyrra var hann 3573 tonn í 425 sjóferðum, þar í innifalinn afli togarans Skinneyjar, sem var í marzlok 534 tonn í 7 sjóferðum. Aflahæsti báturinn er Hvanney með 505 tonn í 51 sjóferð og Gissur hvíti með 451 tonn í 50 sjóferðum. Alls var landað 15700 tonnum af loðnu. Er það heldur minna en í fyrra. Fryst voru um 30 tonn og loðnuhrogn urðu 43.5 tonn. - Gunnar. Ketil Björnstad. Ljóð og jass í Norræna húsinu Norski rithöfundurinn og píanóleikarinn Ketil Björnstad verður gestur Norræna hússins í næstu viku og flytur hann tvær dagskrár. Sú fyrri verður í dag miðvikudagskvöld kl. 20.30 og hin síðari sunnudag kl. 16. Ketil Björnstad, sem fæddur er 1951, varð fljótt þekktur fyrir ljóðasöfn sín, segir í frétt frá Norræna húsinu, en hann er einnig tónlistarmaður, jafnvígur á jass og sígilda tónlist. Semur hann einnig tónverk og mun á fyrr- greindum dagskrám í Norræna húsinu lesa upp og leika á píanó eigin verk. Ketil Björnstad hefur leikið verk sín inn á sjö hljómplötur og hefur hann þá leikið með mörgum kunnum jassleikurum í Noregi. Kirkjan á Eyrarbakka eftir breytingarnar að utan. Ljósm.i M.K. Miklar endurbætur á Eyrarbakkakirkj u Á síðasta ári var unnið að endurbótum á Eyrarbakkakirkju ‘ en hún var reist á árunum 1890 — 1891. timburkirkja á tveimur hæðurn. Rifið var járn og klæðn- ing af veggjum, grind hennar mikið endurnýjuð, skipt um glugga og kirkjan síðan klædd timbri að utan. Er hún nú svipuð því sem hún var í upphaflegri gerð. Einnig var stækkuð forkirkjan, ný útidyrahurð sett upp og segir í frétt frá sóknarnefnd að kirkjan þyki nú svipmeiri en áður og stækkun, sem hafi verið gerð á forkirkjunni sé mjög til bóta. Kostnaðurinn við þessa endurnýj- un nam rúmum 5 milljónum króna. Þá segir í fréttinni að endurbætur hafi að nokkru hafist á árinu 1976 er börn Friðriks Sigurðssonar frá Gamlahrauni gáfu predikunarstól, og gerðar voru endurbætur í kór kirkjunnar en æskulýðsfélag kirkjunnar greiddi kostnaðinn við þær. Auk þessa var endurnýjuð hvelfing kirkjuskips og kórs og kostuðu þessar framkvæmdir samtals tæp- lega 600 þúsund krónur. I ráði er að halda áfram framkvæmdum á næsta eða næstu árum, m.a. endurnýja gólf, raf- lagnir, bekki og mála hana að innan. Er það von sóknarnefndar að þessum framkvæmdum takist að ljúka fyrir 90 ára afmæli kirkjunnar árið 1981. Bjarni Ólafs- son hefur séð um hönnun þessa verks ásamt Björgvini Hjálmars- syni arkitekt og Guðmundi Hjálm- arssyni tæknifræðingi. Þá er getið um aðrar gjafir er Eyrarbakkakirkju hafa borist að undanförnu, m.a. 1 milljón króna er Jón Axel Pétursson og Ástríður Einarsdóttir gáfu til minningar um foreldra Jóns, Pétur Guð- mundsson og Elísabetu Jónsdóttur og velunnari kirkjunnar sem ekki óskar að láta nafns síns getið gaf henni húseign á Eyrarbakka til frjálsrar ráðstöfunar sóknar- nefndar. Einstaklingar og hópar hafa einnig gefið aðrar gjafir og námu þessar gjafir alls árið 1977 kr. 2.149.078.—. Þá hefur Kvenfé- lag Eyrarbakka tilkynnt að það muni afhenda kirkjunni fjármuni til notkunar við fyrirhugaðar breytingar. Sambyggt ferðautvarpstæki er lausnin Verð kr. 46.745.- r’* qdo Verð kr. 89.115.- Eigum nú mikiö úrval af frábærum f eröa útva rpstæ kju m Verð kr. 19.980- Verð kr. 56.930- » ^ I IHÍ i'j 5 SIMI 29800 (5 BUÐIIM 27 ÁR Í FARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.