Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1978 Landsgrunnslögin 50 ára í dag: Minnispeningar gefnir út og rit um vemdun landgrunnsins F'IMMTÍU ár eru í dag, 5. apríl, liðin frá því er lögin um vísindalesa verndun land- Krunnsins voru samþykkt á Alþingi. Þessi lög voru grund- völlur að öllum aðgerðum íslendinga í sambandi við víkkun fiskveiðilögsögu úr 3 sjómflum í 200 sjómflur. Frá 1948 hafa alls verið settar 87 reglugerðir á grundvelli lag- anna og eru þá meðtaldar allar friðunaraðgerðir, sem stjórn- völd hafa fyrirskipað á þessu 30 ára tímabili. Ríkissjórnin hefur samþykkt að minnast þessa afmælis með tvennum hætti. Annars vegar verður efnt til útgáfu lítillar bókar um sögu og þróun friðun- ar á landgrunninu. Þar er sagan rakin frá 1948, þróun þjóðar- réttar og hvaðeina, sem gerzt hefur í þessum málum. Mun þetta rit koma út einhvern næstu daga. Þá hefur einnig verið ákveðið að slá minnispen- ing í silfri og bronsi, sem væntanlegur er á markað eftir hálfan mánuð til þrjár vikur. Verður minnispeningurinn svipaður þjóðhátíðarpeningn- um, sem gefinn var út 1974. Á annarri hlið hans stendur með jaðrinum „Lög um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins“, en á miðjum peningnum stendur „Landgrunnslögin 1948-1978 - 5. apríl". Hin hlið minnispeningsins sýnir ísland og landgrunnið umhverfis. Er landið upphleypt, en síðan koma fram dýptarlínur landgrunnsins umhverfis. Þórður Ásgeirsson, skrif- stofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að upplag minnispeninganna yrði ekki mjög stórt. Flestir silfurpening- arnir verða aðeins seldir í settum með bronspeningum. Peninginn teiknaði Þröstur Magnússon teiknari, sem einnig teiknaði Þjóðhátíðarmyntina á sínum tíma. Seðlabankinn mun annast sölu minnispeninganna, en enn hefur ekki verið ákveðið hvað þeir eigi að kosta. Peningarnir eru gerðir á vegum Ispor og slegnir hjá sænska fyrirtækinu Sporang. Könnun BHM: Yfir 95% háskólamenntaðra kvenna vinna utan heimilis BANDALAG háskólamanna kannaði á s.I. ári atvinnuþátttöku háskólamenntaðra kvenna, en fjöldi þeirra var um áramót 1970 — 77 tæplega 900 eða um 16% heildarfjölda háskólamenntaðra manna. Sendir voru spurninga- listar til 270 kvenna og bárust svör frá 143. Þriðjungur þeirra hafði lokið BA-prófi, um 8% BSc-prófi, 8% prófi í læknis- fræðum, en aðrir hópar voru minni. Yfir 95% þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, gegna störfum utan heimilis og 5% sinna eingöngu heimilisstörfum. Stærsti hópur- inn eru kennarar 26%, næstflestir voru sérfræðingar á rannsókna- stofnunum, 7%, og læknar 6%. 45% kvennanna voru 32 ára og yngri og 82% 42 ára og yngri. Spurningarnar voru 8, sumir í nokkrum liðum. Meðal þeirra var hvort menntunin hefði nýtzt í störfunum og svöruðu 74% þátt- takenda því játandi og yfir 95% höfðu gegnt störfum sem eru í samræmi við menntun þeirra. Fullan vinnudag utan heimilis vinna 54% og gáfu hinar, 46% upp eftirfarandi ástæður fyrir því að vinna ekki fullan vinnudag; meiri tími fyrir heimilisstörf (40%), skortur á barnaheimilum (15%), aðrar ástæður (45%) en þær voru m.a.: Ekki þörf fyrir það, önnur áhugamál, framhaldsnám og meiri tími til að annast börnin. Um það bil 97% kvennanna töldu rétt að auka atvinnuþátttöku kvenna og nefnd voru ýmis atriði sem þyrfti að breyta til að svo mætti verða svo sem fleiri barna- heimili (49%), frjálsari tilhögun vinnutíma (40%), aukin heimilis- störf karla (39%), aukna mögu- leika á endurmenntun kvenna (35%) o.fl. Sumar tiltóku öll atriðin og fleiri samtengd þeim. 110 konur í þessum hópi voru mæður og dvöldu börn 4ra á dagheimili, börn 30 á leikskóla, börn 13 á heimili ættingja, börn 22ja í einkagæzlu, annars staðar Framhald á bls. 18 SVO sem kunnugt er, eiga Færeyingar í smíðum sjómannaheimili skammt írá Sjómannaskólanum. Ilafa þeir m.a. aílað peninga í byggingarsjóðinn með því að efna til bflhappdrættis. Hefur byggingarnefndin, en formaður hennar er Jakob Mortensen, ákveðið að efna ti! happdrættis á þessu ári og er vinningurinn ameriskur bfll. Er sala happdrættismiðanna nú í þann veginn að hefjast. í fréttatilk. frá byggingarnefndinni segir að haldið verði áfram smíði hússins á þessu ári en platan undir húsið er nú fullgerð. Ekki er þetta fyrirhugaða sjómannaheimili einskorðað við að vera hcimili fyrir færeyska sjómenn heldur fyrir sjómenn almennt, sem leið eiga um Reykjavíkurhöfn. — Bygginganefndin væntir þess að sölumönnum happdrættismiðanna sem reynt verður að selja um land allt, verði vel tekið. Prófkjör sjálfetæðis- manna íMosfellssveit SUNNUDAGINN 9. aprfl verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellssveit og eru 12 manns f framboði. Kosningin fer fram í Hlégarði kl. 10—22 á sunnudag. Frambjóðendur halda á fimmtu- dagskvöld kl. 20:30 kynningarfund í Hlégarði þar sem þeir flytja ræður og svara fyrirspurnum. Framboðslistann skipa: Jón M. Guðmundsson oddviti, Hilmar Þorbjörnsson lögregluvarðstjóri, Salóme Þorkelsdóttir gjaldkeri, Sæberg Þórðarson verktaki, Páll Aðalsteinsson kennari, Hilmar Sigurðsson viðskiptafræðingur, Magnús Sigsteinsson búfræðiráðu- nautur, Bernhard Linn bifreiðar- stjóri, Svanhildur Guðmundsdótt- ir húsfrú, Örn Kærnested raf- virkjameistari, Ingunn Finnboga- dóttir húsfrú og Einar Tryggvason arkitekt. Kjósa skal minnst fjóra og mest sjö og á atkvæðaseðlinum verða tvær auðar línur ef kjósendur vilja bæta nöfnum við. Bræðrafélag Langholtssóknar boðar til útbreiðslufundar NÆSTKOMANDI miðvikudag 5. apríl mun Bræðrafélag Laugarnes- sóknar boða til útbreiðslufundar í fundarsal kirkjunnar kl. 20.30. Meðal efnis á fundinum verur erindi í umsjá Halldórs Rafnar lögfræðings. Halldór Vilhelmsson syngur einsöng með undirleik Gústafs Jóhannessonar. Lagðar verða fram teikningar af nýja safnaðarheimilinu og mun Karl Ómar Jónsson verkfræðingur út- skýra þær. Einnig verða kaffiveit- ingar. Bræðrafélagið hefur starfað í mörg ár, en lítið auglýst starfsemi sína. En nú þegar sýnt er orðið að nýtt safnaðarheimili fer að rísa af grunni eru verkefnin mörg sem blasa við safnaðarfólki og ekki síst safnaðarfélögunum. Kvenfélag Laugarnessóknar hefur starfað mjög ötullega í áraraðir, eins og safnaðarfólki er kunnugt. Kvenfélagskonur hafa mikið hvatt til frekari samvinnu safnaðarfélaganna þ.e. Kvenfé- lags, Bræðrafélags og jafnvel Æskulýðsfélags. Haldinn var mjög ánægjulegur fundur um þetta nú fyrir skömmu og verður unnið frekar að þessari samvinnu. Hugmyndin með þessari sam- vinnu er auðvitað sú, að hægt verði að halda sameiginlega fundi og vinna að sameiginlegum verkefn- um fyrir kirkjuna, ekki síst með byggingu safnaðarheimilisins í huga. Eg vil því hvetja karla jafnt sem konur á öllum aldri að koma til starfa í Kvenfélagi og Bræðrafé- lagi safnaðarins. Sérstaklega vil ég hvetja karlmennina til að sækja þennan auglýsta útbreiðslufund, sem vonandi á eftir að sýna að í sókninni leynast margir sem vilja kirkjunni vel og vilja ganga til starfa undir merkjum hennar. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur. Aðalfundur kvikmyndagerðarmanna Bágborin staða inn- lendrar kvikmyndagerð ar áfram á dagskrá AÐALFUNDUR Félags kvik- myndagerðarmanna var haldinn fyrir skömmu, og hefur Mbl. borizt eftirfarandi fréttatilkynn- ing um þau mál sem tekin voru fyrir á fundinum> I skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram, að félagið hafði gerst aðili að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssambandinu (Nordisk Film og TV Union) og var aðalfundur sambandsins 1977 haldinn í Reykjavík. Þar var kynnt hin bágborna staða sem kvik- myndagerð býr við á íslandi og í tengslum við fundinn var þrýst á ráðamenn vegna fyrirhugaðs frumvarps um kvikmyndasjóð. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir sameiginlegan þrýsting* frá Félagi kvikmyndagerðarmanna, Bandalagi listamanna og fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar, að menntamálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson lagði frumvarp um kvikmyndasjóð og kkvikmynda- safn fram á Alþingi. Kvikmynda- hátíð Listahátíðar var haldin í febrúar 1978 og átti Félag kvik- myndagerðarmanna tvo fulltrúa í undirbúningsnefnd hennar. Full- trúar félagsins sóttu alþjóðlega og norræna fundi, m.a. undirbúnings- fund vegna ráðstefnu um samstarf sjónvarpsstöðva og kvikmynda- gerðarmanna á vegum Norræna kvikmyndaráðsins (Nordisk Film Utvalg), fund um Kvikmynda- menningu á Norðurlöndum (Film- kulturen í Norden), sem haldinn var í Helsinki í þyrjun mars, og fulltrúi félagsins mun sækja fund Alþjóðasambands kvikmynda- gerðarmanna (FISTAV) um sjón- varpstungl í byrjun apríl. Sex nýir félagar voru teknir í félagið á aðalfundinum og eru félagar þá orðnir 42. Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun vegna úthlut- unar listamannalauna: „Félag kvikmyndagerðarmanna harmar að úthlutunarnefnd listamanna- launa skuli enn á ný hafa opinber- að ókunnugleika sinn á tilveru kvikmyndagerðar í landinu." Nýja stjórn félagsins skipa: Þorsteinn Jónsson formaður, Sig- urður Sverrir Pálsson varaformað- ur, Páll Steingrímsson ritari, ísidór Hermannsson gjaldkeri. Helstu málefni sem félagið mun vinna að á næstunni eru: Framhald á bls. 18 Skógræktar- sýning í Norræna húsinu SKÓGRÆKT ríkisins og Skóg- ræktarfélag Islands gangast fyrir fræðslusýningu í Norræna húsinu 6.-9. apríl. Sýningin verður opnuð fimmtu- dagskvöldið þ. 6. apríl kl. 20.30. Að lokinni opnun sýningar flytur prófessor Ola Börset frá Noregi erindi, er fjallar um skógrækt við erfið skilyrði. Erindi hans nefnist: „Polare og alpine skogers ökolog- iske, sosiale og ökonomiske betydning“. Á laugardagskvöldið þ. 8. apríl verða kynningarfundir í Norræna húsinu, þar sem kynnt verða störf þeirra opinberu aðila, sem vinna að skógrækt hér á landi. Að loknum framsöguerindum verða frjálsar umræður. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.