Morgunblaðið - 05.04.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
13
Olafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra:
Sem mest frelsi æski-
legt í þessum efnum
— sagði viðskiptaráðherra í framsögu um nýtt verðlagsfrumvarp
ÓLAFUR Jóhannesson, viðskipta-
ráðherra, mælti fyrir stjórnar-
frumvarpi að nýrri verðlagslög-
gjöf í fyrradag. Nokkur efnis-
atriði ár framsögu hans verða
rakin hér á eftir og grein verður
gerð fyrir umræðu um frumvarp-
ið á þingsiðu Mbl. á morgun.
Stefnuyfirlýsing
ríkisstjórnar
I upphafi máls síns gat ráðherra
þess að frv. væri samið og flutt í
samræmi við ákvæði stefnuyfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar, en í
stjórnarsáttmálanum segði um
það efni: „Undirbúin verði ný
löggjöf um verðmyndun, viðskipta-
hætti og verðgæzlu. Stefnt verði í
frjálsri álagningu og frjálsri
verðlagningu yfirleitt er, að sam-
keppni sé nægileg til þess að
tryggjn sanngjarnt verðlag. I
framkvæmd yrði þetta svo, að
verðlagsráð mundi meta það,
hvort samkeppni í ákveðinni grein
væri nægileg til þess að réttlæta
verðlagningarfrelsi. Má því búast
við, að frjálsri verðlagningu yrði
komið á í áföngum."
Við hvað
skal miðað?
Varðandi hugsanlegar aðgerðir,
ef samkeppnisaðstaða yrði ekki
fyrir hendi, sagði ráðherra að
leiðbeiningar fyrir verðlagsráð og
verðlagsstofnun væru m.a. í 12. gr.
frv. Þar segir m.a.:
„Verðákvarðanir samkv. 8. gr.
skulu miðaðar við afkomu fyrir-
tækja, sem rekin eru á tæknilega
frjárhagslega hagkvæman hátt og
nýta eðlilega afkastagetu. Verð og
álagningu má ekki ákvarða lægra
en svö, að fyrirtæki þeirrar
tegundar, er í 1. mgr. getur, fái
greiddan nauðsynlegan kostnað
við innkaup eða endurinnkaup
vöru, framleiðslu, aðflutning, sölu,
flutning ásamt afskriftum, svo og
sanngjarnan hreinan hagnað, þeg-
ar tekið er tillit til áhættunnar við
framleiðslu vörunnar og sölu.“
í 13. gr. segir, að verðlagsstofn-
un skuli í því skyni að örva
verðskyn neytenda efla verðsam-
keppni og til að tryggja sann-
gjarna verðlagsþróun, rannsaka
verð- og álagningarhætti á ein-
stökum vörum, vöruflokkum og
birta grg. og fréttatilkynningar
þar um. Verðlagsstjóri hefur að
undanförnu nokkuð farið inn á þá
braut, sem þar er fjallað um og
menn hafa ugglaust veitt athygli."
Verðlagsráð og
samkeppnisnefnd
Ráðherra vék m.a. að II. kafla
frv., sem fjallar um stjórnsýslu og
framkvæmd, er verður í höndum
verðlagsráðs, samkeppnisnefndar
og verðlagsstofnunar. í verðlags-
ráði verða 7 menn. Viðskiptaráð-
herra skipar formann ráðsins án
tilnefningar. Tveir tru skipaðir
skv. tilnefningu launþega, 2 skv.
tilnefningu vinnuveitenda og 2
Samkeppni og frjáls verðmyndun hafa hvarvetna tryggt bezt
hagsmuni neytenda um vöruúrval og vöruverð.
skv. tilnefningu hæstaréttar.
Verðlagsráð fjallar um öll mál,
sem frv. tekur til. Akvörðunarvald
skv. IV. kafla laganna um mark-
aðsráðandi fyrirtæki og sam-
keppnishömlur og að hluta til V.
kafla, sem fjallar um óréttmæta
viðskiptahætti og neytendavernd,
verður hins vegar í höndum
samkeppnisnefndar, sem skipuð er
formanni verðlagsráðs og þeim
tveim fulltrúum ráðsins öðrum,
sem skipaðir eru skv. tilnefningu
hæstaréttar. Þannig er tryggt að
hlutlausir aðilar geta ráðið ferð í
samkeppnisnefnd og hafa oddaað-
stöðu í verðlagsráði.
Verðlagsráð hefur m.a. úr-
skurðarvald um, hvenær forsendur
frv. um samkeppnisaðstöðu nægi
til frjálsrar verðákvörðunar.
óréttmætir
viðskiptahættir
og neytendavernd
Ráðherra sagði að vegna
sparnaðar og hagkvæmnissjónar-
miða væri reynt að fella saman
þrjá höfuðmálaflokka, sem þetta
frv. fjallar um, þ.e. verðlagsmál,
samkeppnismál og óréttmæta
verðzlunarhætti í einn lagabálk og
láta framkvæmd þeirra vera í
höndum sömu aðila. Byggist sú
viðleitni á séríslenzkum aðstæð-
um. Margt, sem snerti neytenda-
mál, sé í öðrum lögum, sem fjalla
um ákveðin og að ýmsu leyti ólík
svið, og megi sem dæmi nefna
annars vegar kaupalög og hins
vegar matvælaeftirlit. Þó farin sé
Framhald á bls. 18
Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráð-
herra.
átt til almenns eftirlit's neytenda
með viðskiptaháttum til að
tryggja heilbrigða samkeppni og
eðlilega verðmyndun verzlunar- og
iðnfyrirtækja til bættrar þjónustu
fyrir neytendur. Haft verði sam-
ráð við hagsmunasamtök þau, sem
hlut eiga að máli.“
Síðan gerði ráðherra grein fyrir
aðdraganda og undirbúningi frv. í
löngu máli, sem ekki er rúm til að
rekja hér frekar að sinni.
Frjáls
verðlagning
Ráðherra gerði grein fyrir efnis-
atriðum frumvarpsgreina. Um
þann kafla þess, sem fjallar um
verðákvarðanir, sagði hann m.a.:
„III. kafli fjallar um verð-
ákvarðanir. Mikilvægasta gr. þess
kafla, er 8. gr., en hún hljóðar svo:
„Þegar samkeppni er nægileg til
þess að tryggja æskilega verð-
myndun og sanngjarnt verðlag,
skal verðlagning vera frjáls. Nú
hefur verðlagning verið gefin
frjáls og getur Verðlagsstofnun þá
skyldað hlutaðeigandi aðila til að
tilkynna stofnuninni verðhækkan-
ir. Reynist samkeppni takmörkuð
eins og nánar er tilgreint í IV.
kafla eða samkeppni er ekki
nægileg til að tryggja sanngjarnt
verðlag, ef horfur eru á ósann-
gjarnri þróun verðlags og álagn-
ingar, getur verðlagsráð ákveðið
eftirtaldar aðgerðir til að ná því
takmarki, sem getið er um í 1. gr.
frv.
1. Hámarksverð og hámarksálagn-
ingu.
2. Gerð verðútreiknings eftir
nánar ákveðnum reglum.
3. Verðstöðvun í allt að 6 mánuði
í senn.
4. Aðrar reglur um verðlagningu
og viðskiptakjör, sem verðlagsráð
telur nauðsynlegar hverju sinni."
Segja má að í þessari gr. komi
fram eitt meginmarkmið frv.,
þ.e.a.s. að gefa verðlagningu
frjálsa, þegar samkeppni er nægi-
leg. Ég vil leggja sérstaka áherslu
á það, að alger forsenda fyrir
Stund niilli stríða
Taktu þer hle fra daglegum störfum um
stund og fáðu þér mjólkurglas.
Engin fæða uppfyllir betur þau skilyrði
að veita þér flest þau næringarefni.
sem nauðsynleg eru lífi og heilsu.
Slakaðu á smástund frá starfi og
streitu dagsins og byggðu þig upp
til nvrra átaka um leið.
Drekktu mjolk i dag -
og njóttu þess.
Miolk oii
orkuhnd okkar oj
heiLsuídafi