Morgunblaðið - 05.04.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
Ný Morgan
Kane-bók
á íslenzku
ÚT ER komin 8. bókin í bókaröð-
inni um Morgan Kane, „Ófreskjan
frá Yuma“ eftir Louis Masterson.
Sagan gerist í .Texas um 1892 og
segir frá hefndum Roys Zarcos —
refsifanga úr Yumafangabúðunum
— sem brotist hafði út eftir 8 ára
þrælkun, en skuggi hans lagðist
yfir E1 Paso — bæinn sem dæmdi
hann —. Morgan Kane alríkislög-
reglumaður var sendur til að
stöðva Zarco, „Ófreskjuna frá
Yuma“.
— í gæzlu
Framhald af bls. 32.
ásamt öðrum piltum að 15 ára
pilti ofarlega á Laugavegi, þar
sem hann var á gangi. Börðu
þeir piltinn í andlitið án
minnsta tilefnis og brutu í
honum tennur. Félagar piltsins,
sem úrskurðaður var í gæzlu-
varðhald, eru á upptökuheimil-
inu í Kópavogi, en þeir hafa
sloppið þaðan og staðið að
þessum árásum.
— Vestfirðing-
ar ekki með
Framhald af bls. 32.
Vestfjörðum hefði samþykkt að
boða til aðgerða. Alþýðusamband
Vestfjarða hefði óskað eftir
viðræðum við Vinnuveitendafélag
Vestfjarða. „Að mínu viti liggur
það í augum uppi að á meðan þær
viðræður hafa ekki farið fram eða
verið hafnað af hálfu vinnuveit-
enda, sýnist mér að engar líkur séu
til að gripið verði til aðgerða, fyrr
en niðurstaða liggur fyrir. Þannig
kemur það mér ekkert á óvart, að
á þessu stigi séu Vestfirðingar
fyrir utan útflutningsbann." Kar-
vel kvað engar ákvarðanir hafa
verið teknar um aðgerðir fyrir
vestan.
— Scanhouse
Framhald af bls. 32.
landi, sem húsin ættu að rísa á úti
við sjóinn, en landi heföi einnig
verið dælt upp undir húsin, sem
fyrirtækið væri að byggja fyrir
landherinn.
„Við erum núna að byggja á
tveimur svæðum," sagði Haf-
steinn. „Annars vegar erum við að
reisa 186 íbúðir fyrir 3 fyrirtæki
í Statelitte town, þ.e. fyrir Gulf
Oil, Shell-BP og Daily Time. Fær
hvert fyrirtæki 62 íbúðir í sinn
hlut og eiga þær að vera fyrir
starfsfólk þeirra. Við reiknum með
að Ijúka byggingu þessara húsa á
einu ári þ.e. að þau verði tilbúin
í byrjun næsta árs.
Síðan erum við að reisa íbúðar-
hús fyrir landherinn í Okiti Pupa
og erum við þar tveir verktakar
sem störfum fyrir herinn. Scan-
house tók að sér að reisa þarna 101
hús með 12 íbúðum í hverju eða
samtals 1212 íbúðir og þessi hús
eiga að vera tilbúin öll í apríl-maí
1979. Hinn verktakinn, sem þarna
starfar, tók að sér að reisa önnur
hús á þessu svæði, eins og skóla,
kirkjur o.fl. og ennfremur sér
hann um vegagerð og vatns- og
frárennslislagnir."
Þegar Morgunblaðið spurði Haf-
stein hvort forráðamenn Scan-
house hefðu í bígerð að taka að sér
fleiri verkefni í Nígeríu sagði
hann, að viðræður væru í gangi um
að fyrirtækið tæki að sér fleiri
byggingarverkefni, en varla gæti
orðið af því, fyrr en þær fram-
kvæmdir, sem þegar hefði verið
samið um væru langt komnar, en
núverandi verksamningar hljóð-
uðu upp á rétt tæpa 13 milljarða
króna. Þá sagði hann, að þegar
framkvæmdir fyrir sjóherinn
hæfust í haust, þyrfti fyrirtækið
að fjölga starfsmönnum, en hjá
því starfa nú yfir 500 manns, og
þyrfti ugglaust að bæta við
íslenzkum fagmönnum þá.
Það var strax á árinu 1974, sem
hinir íslenzku hluthafar í Scan-
house fóru að hyggja að fram-
kvæmdum í Nígeríu, en samningar
tókust ekki fyrr en um sl. áramót.
Kvað Hafsteinn, að þeir hefðu
fengið til liðs við sig mjög góða
Nígeríumenn og gengi samstarfið
við þá prýðisvel.
Þá má og geta þess, að Scan-
house er með einkaumboð í
Nígeríu fyrir Butler-stálgrindar-
hús og er nú þegar verið að reisa
nokkur slík hús þar í landi og sér
Scanhouse um uppsetningu þeirra.
— 3200 tonna
samdráttur . .
Framhald af bls. 2
dráttur í frystingu bolfisks. Fyrstu
þrjá mánuðu þessa árs hefði
framleiðslan verið 17.400 lestir, á
móti 18.400 lestum á sama tíma í
fyrra. Þar skal tekið fram að þegar
Morgunblaðið ræddi við Benedikt
var ekki búið að reikna út
skiptingu hinna einstöku fiskteg-
unda, sem farið hafa til frystingar.
Sigurður Markússon fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar
Sambandsins sagði þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann, að fram til
25. marz sl. hefði framleiðsla
frystihúsa innan Sambandsins
numið alls 6.095 lestum á móti
6.246 lestum á sama tíma í fyrra.
Ef loðnuafurðir væru undanskild-
ar væri heildarframleiðslan á
þessum tíma 5.458 lestir og hefði
bolfiskframleiðslan aukist um
11% miðað við sama tíma í fyrra.
Að sögn Sigurðar hefur frysting
á þorski aukist um 15% það sem
af er árinu, frysting á ýsu hefur
aukist um 48% og á steinbít um
9%. Hins vegar hefur orðið 39%
samdráttur í frystingu á karfa og
63% samdráttur í frystingu á ufsa.
Sem dæmi um ýsufrystinguna
sagði Sigurður, að hún væri orðin
meiri á árinu heldur en samanlagt
á steinbít, karfa og ufsa.
— Helgi og
Margeir
Framhald af bls. 2
fyrir velvilja keppnisstjóranna
að vera með. Skák hans úr 1.
umferð var dæmd töpuð en sem
fyrr segir gerði hann jafntefli
við Morris í 2. umferð. Þess má
geta að einn íslendingur enn
teflir á mótinu. Heitir hann
Júlíus Loftsson en hann hefur
búið í Bandaríkjunum í 20 ár.
Eftir 2 umferðir eru þeir
Polugaevsky, Miles, Seiráwan
og Bogdanovic efstir með 2
vinninga en þeir Helgi og
Margeir hafa 1 !/z vinning
ásamt 20 skákmönnum öðrum
en í þeim hópi eru kappar eins
og Petrosjan, Browne og
Portisch.
. Skák Margeirs og Ligterinks
tefldist sem hér segir. Ligter-
ink hefur þvítt en Margeir
Pétursson hefur svart:
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4
— cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3
— e5 6. Rdb5 - d6 7. Bg5 -
a6 8. Ra3 — Be6 9. Rc4 — hc8
10. Bxf6 - gxf6 11. Re3 -
Bh6 12. Rcd5?! - Bxe3 13.
Rxe3 - Db6 14. Bd3 - Db4+
15. Dd2 - Dxb2 16. 04) - Dd4
17. Hbl - b5 18. c3 - Da4 19.
Bc2 - Da5! 20. Bb3? - Rd4
21. Bxe6 - Íxe6 22. Rg4 - 04)
23. Hael - Dxc3 24. Dh6 -
Dc7 25. Í4 - Dg7 26. Dh3 -
IIc2 27. Khl - f5 og hvítur
gaf.
— Nýtt bréf
Framhald af bls. 1.
á að forsprökkum „Rauðu her-
deildarinnar" í Torino verði sleppt
gegn því að Moro verði látinn laus,
en sagt að „réttarhöldin yfir Moro
muni fara fram með venjulegum
hætti, og að sálfræðileg brögð
sérfræðinga í viðureigninni gegn
skæruliðum geti engu breytt um
niðurstöðu". Það vekur eftirtekt að
í bréfi Moros er minnzt á 15 daga
við makalausar kringumstæður,
en það bendir til þess að bréfið
hafi verið ritað fyrir a.m.k. 4
dögum.
Bréf Moros er stílað til leiðtoga
Kristilega demókrataflokksins og
segir þar m.a.: „Ég er pólitískur
fangi í óþolandi aðstöðu vegna
fijótfærnisákvörðunar ykkar ujp
að hafna hvers konar viðræðum
um aðra einstaklinga sem eru í
prísund af sams konar ástæðum",
en niðurlag bréfsins er svohljóð-
andi: „Megi Guð lýsa ykkur, við
vonum að þið gerið strax nauðsyn-
legar ráðstafanir."
Þegar frá eru taldar nokkrar
línur um ,',réttarhöldin yfir Moro“
er fátt að finna í meðfylgjandi
yfirlýsingu „Rauðu herdeildarinn-
ar“ annað en pólitískar kreddu-
. kenningar, en þetta er fjórða
orðsendingin sem hryðjuverka-
hópurinn sendir frá sér frá þvi að
Moro var rænt.
— Samskiptin
Framhald af bls. 1.
komin á nýtt stig.
Bann Bandaríkjaþings við sölu
vopna til Tyrklands hefur verið í
gildi undanfarin þrjú ár, eða frá
innrás Tyrkja á Kýpur, og á þeim
tíma hefur samband ríkjanna
verið stirt. Ecevit sagði meðal
annars að ákveðið væri að taka til
endurskoðunar varnarsamning,
sem undirritaður var árið 1976 en
aldrei hefur komið til fram-
kvæmda, en sá samningur fól
meðal annars í sér milljarðs
dollara fjárveitingu.
Yfirlýsing forsetans jafngildir
ekki fullnaðarákvörðun um að,
aflétta vopnasölubanninu, en talið
er að þingið veiti samþykki til að
slíkt verði gert. Ecevit vildi að svo
komnu máli engu spá um það
hvort 26 bandarískar herstöðvar í
Tyrklandi yrðu opnaðar að nýju í
ljósi þessara nýju aðstæðna. Hann
sagði að þar væri um að ræða
annað mál, en herstöðvunum var
Iokað þegar vopnasölubannið var
sett á. Tyrkneski herinn og varnir
þessa útvarðar Atlantshafsbanda-
lagsins í austri hafa orðið sífellt
þyngri baggi og hafa valdið
ráðamönnum NATO miklum
áhyggjum að undanförnu. Afleið-
ingin hefur meðal annars orðið sú
að varnarmáttur bandalagsins þar
eystra hefur farið mjög þverrandi,
og er talið að hann sé nú um
helmingi minni en hann var fyrir
þremur árum.
— Hafréttar-
ráðstefnan
Framhald af bls. 1.
hafréttarráðstefnunni. Sagði
Castaneda að hafréttarráðstefnan
væri stjórnmálalegur vettvangur
ríkja en ekki háttsettra einstakl-
inga, og yrði það hættulegt for-
dæmi ef forseti ráðstefnunnar yrði
endurkjörinn án þess að hann
kæmi fram sem fullgildur fulltrúi
ríkis, sem aðild ætti að ráðstefn-
unni. Sagði Castaneda það skoðun
S-Ameríkuríkjanna svo og ýmissa
strandríkja, að Amerasinghe hefði
hingað til tekið of mikið tillit til
vilja landluktu ríkjanna á ráð-
stefnunni. Meirihlutafylgi er fyrir
því á ráðstefnunni að Amera-
singhe verði endurkjörinn forseti,
en samkvæmt fundarsköpum
verður kosning hans að vera
mótatkvæðalaus.
— Deilt um
Framhald af bls. 1.
svipaðan afslátt á fargjöldum
frá Berlín og Frankfurt vestur
um haf, en til þess að breyta
flugfargjöldum til og frá stöðum
í Sambandslýðveldinu þarf sam-
þykki stjórnarinnar í Bonn.
Slíkt samþykki hefur ekki feng-
izt enn sem komið er, en það
hefur leitt til þess að síðustu
daga hefur Berlín orðið sá
áfangastaður, sem flestra leiðir
liggja til.
Talsmaður Lufthansa sagði í
dag, að nú orðið hagnaðist
enginn á því að flytja fólk yfir
Atlatnshafið, og aðalforstjóri
félagsins spáði því nýlega, að
með því að samþykkja afláttar-
fargjöld á þessari leið væru
bandarísk flugmálayfirvöld að
stuðla að hallarekstri fjöl-
margra flugfélaga. í bækistöðv-
um IATA í Genf er því spáð að
þótt tvö eða þrjú flugfélög hefðu
á árunum 1976 og 1977 haft
lítilsháttar hagnað af farþega-
flutningum á þessari flugleið
væru fargjöld nú orðin of lág til
að þetta flug svaraði kostnaði,
og á þessu ári mundu jafnvel
leiguflugfélög lenda í erfiðleik-
um af sömu sökum.
— Bágborin
staða
Framhald af bls. 12
1) Að sett verði lög um starf-
hæfan kvikmyndasjóð. Fyrir Al-
þingi liggur frumvarp mennta-
málaráðherra um kvikmyndasjóð
með 30 milljón króna framlagi úr
ríkissjóði. Sambærilegir sjóðir
hafa starfað í 10—15 ár á
Norðurlöndunum og fjárveitingar
til þeirra eru þessar:
Svíþjóð 600 milljónir úr ríkissjóði
og auk þess 1400 milljónir af
aðgöngumiðaverði kvikmynda-
húsa.
Danmörk 965 milljónir úr ríkis-
sjóði.
Finnland 400 milljónir úr ríkis-
sjóði og af aðgöngumiðaverði
kvikmyndahúsa.
Noregur Um það bil 1000 milljónir
úr ríkissjóði.
2) Gera viðbótarsamning við
Sjónvarpið um leiknar kvikmyndir
og koma föstu formi á samvinnuna
við Sjónvarpið, t.d. með því að
ákveðinni prósentu heildardag-
skrárkostnaðar þess verðj varið til
framleiðslu kvikmynda í samvinnu
við innlenda Kvikmyndagerðar-
menn.
3) Skipuleggja samvinnuna við
Fræðslumyndasafnið. Berjast fyr-
ir því að safninu verði gert kleift
að kaupa innlendar kvikmyndir á
sannvirði og jafnframt að það geti
staðið fyrir einhverri fræðslu-
myndagerð.
4) Öll önnur málefni sem miða
að því að færa okkur af stigi
þróunarlands hvað varðar kvik-
myndalist.
— Könnun BHM
Framhald af bls. 12
börn 41, þ.m.t. börn er voru á
skólaskyldualdri. 64 konur svör-
uðu spurningunni um það hvort
foreldrið tæki sér frekar frí frá
vinnu er barn þeirra veiktist. 41
(64%) taldi að móðirin gerði það
oftar, 17 að það skiptist jafnt og
6 að faðirinn gerði það oftar.
Að lokum var spurt hvort þær
teldur sig njóta jafnréttis í
launum á við karla og sögðu 128
kor.ur já (94%), nei 6% og
spurningunni um hvort þær teldu
sig njóta jafnréttis á við karla á
annan hátt í starfi svöruðu 86%
þátttakenda játandi og nei 19
konur og sögðu þær að svo væri
samkvæmt kjarasamningum', en
ekki þegar um stöðuhækkanir væri
að ræða, það væru fyrst og fremst
karlmenn er fengju stöður deildar-
stjóra, yfirkennara, skólastjóra og
annarra forstöðumanna.
— Brezhnev
F ram hald af bls. 15
hafa gefið vilyrði sín fyrir því að
Bandaríkjamenn fái að staðsetja
nifteindasprengjur í löndum
þeirra.
Fullvíst er talið að Breznev
reyni að telja Schmidt á að leyfa
ekki staðsetningu sprengjunnar í
Vestur-Þýzkalandi. Brezhnev mun
þó að öllum líkindum verða heldur
seinn fyrir, því heimildir herma að
utanríkisráðherra Vestur-Þýzka-
lands, Hans-Dietrich Genscher,
hafi haldið í dag í eins dags
heimsókn til Bandaríkjanna. Er
haft fyrir satt að ekkert sé því til
fyrirstöðu að nifteindasprengjum
sé komið fyrir í Vestur-Þýzka-
landi.
Brezhnev var boðið í opinbera
heimsókn til Vestur-Þýzkalands
fyrir fjórum árum, er Schmidt
kom til Sovétríkjanna. Margsinnis
hefur þurft að fresta heimsókn
Brezhnevs, nú síðast í febrúar, er
tilkynnt var að Brezhnev væri með
kvef og gæti ekki komið.
— Fiskiðnaður
Framhald af bls. 2 4
við stjórnvöld og stundum hafi
verið lofað að málið yrði tekið upp,
en það síðan ekki fengið neina
afgreiðslu.
Hjalti Einarsson kvað vandamál
fiskvinnslunnar auðvitað vera
mun víðtækari en þetta, en þetta
litla dæmi sýndi þó að sjávarút-
vegur nyti ekki styrkja eins og svo
oft virðist álitiö meðal fólks.
— „Annie
Hall”
Framhald af bls. 15
bezta hljóðtækni — „Star Wars“
og „Close encounters of the third
bezta hljóð — „Star Wars“
bezta erlenda kvikmyndin —
„Madame Rosa“
bezta tónlistin John Williams —
„Star Wars“
bezta kvikmyndunin Vilmos Zsig-
mond — „Clpse encounters of the
third kind“
bezta klippingin Paul Hirsch,
Marcia Lucas og Richard Chew —
„Star Wars“
brezta frumsamda lagið Josep
Broods — „You light up my life“
— Sem mest
frelsi. . .
Framhald af bls. 13.
nokkuð önnur leið í þessu frv. en
í norrænni löggjöf, felst í því
stórbætt vernd neytenda og lausn
á ýmsum knýjandi vandamálum.
Hér er þó aðeins um áfanga að
ræða í þróun, sem ekki gengur
fyrir sig á einum degi, sagði
ráðherra.
Síðan fjallaði hann um einstök
atriði frv. er neytendavernd
snertu, m.a. varðandi auglýsingar
og villandi upplýsingar.
Ný braut í
verðlagsmálum
Ráðherra sagði með þessu frv.
væri farið inn á nýja braut í
verðlagsmálum. Það væri stefnt að
frjálsri verðmyndun sem byggðist
á nægilegri samkeppni. Hins vegar
yrði verðlagseftirlit ekki lagt
niður, þó með öðrum hætti yrði en
áður. Fylgzt yrði með verðlagsþró-
un í hverri grein og því, hvort
samkeppni væri nægileg til að
tryggja sanngjarnt verðlag. Því sé
áfram þörf starfhæfrar verðlags-
stofnunar.
Islendingar hafa lengi búið við
verðlagsákvæði og verðlagseftirlit,
sem skiptar skoðanir hafa verið
um, er komið hefur fram í þeim
árangri, sem sú starfsemi hefur
borið. En þrátt fyrir skiptar
skoðanir hygg ég hins vegar, að
ljóst sé, að löggjöf um þetta efni,
sem lengi hefur staðið lítt breytt,
þarfnist endurskoðunar. Ég er
heldur ekki í vafa um að þetta frv.
í heild sinni verður til bóta, ef
samþykkt verður. Það hefur að
geyma mýmörg atriði, sem horfa
til góðs, ekki sízt fyrir neytendur,
ef vel tekst til um framkvæmd
þeirra. En framkvæmd laganna
kostar fjármuni. Það verða menn
í upphafi að gera sér ljóst.
Ég býst við að flestir játi, að
sem mest frelsi sé æskilegt í
þessum efnum. En aðstæður okkar
eru þó á ýmsan veg aðrar en í þeim
löndum sem við gjarnan miðum
okkur við. Þess vegna þarf það,
sem annars staðar á við, ekki
endilega að vera bezta leiðin hér.
Að lokum mæltist ráðherra til
þess að fjárhags- og viðskipta-
nefndir beggja þingdeilda störfuðu
saman að athugun og meðferð frv.,
vegna þess hve stutt væri eftir
þingtíma, til að málin gengju
skjótar fram.