Morgunblaðið - 05.04.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978
19
— Skyndiverk-
fall. ..
Framhald af bls. 32.
leiðaflugmanna eða aðra talsmenn
flugmanna.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
Félags Loftleiðaflugmanna:
„Komin er upp deila milli
Loftleiða og Félags Lofteliðaflug-
manna vegna launagreiðslna.
Flugmenn Loftleiða vinna eftir
samningi, sem var undirritaður 28.
apríl 1976 og hefur verið laus síðan
15. október 1977. Eru flugmenn
aennilega eina launastétt landsins,
sem vinnur eftir tæplega 2ja ára
gömlum samningi.
í samningnum er kveðið á um að
vísitala framfærslukostnaðar
skuli tryggja kaupmátt launa
flugmanna Loftleiða og var hún
síðast greidd í nóvember 1977. Við
þessi áramót eru vangreidd 6% af
vísitölu. Flugmenn Loftleiða hafa
setið á fundi í dag, 4. apríl, og
fjallað um þetta mál. Viðræður
eru einnig í gangi við vinnuveit-
endur. Flugmenn hafa af þessum
sökum ekki getað mætt til flugs
seinni hluta dagsins."
Hér fer á eftir samtal Mbl. við
Örn Ó. Johnson um gang mála í
gær:
„Það var um kl. 15 í dag að
stjórn Félags Loftleiðaflugmanna
kom að máli við formann samn-
inganefndar og starfsmannastjóra
Flugleiða," sagði Örn, „þeirra
erinda að mótmæla vísitölu-
greiðslum til handa félagsmönn-
um Félags Loftleiðaflugmanna við
útborgun launa 1. þ.m., en þær
vísitölugreiðslur voru i samræmi
við lögin um efnahagsráðstafanir,
svo sem framkvæmt hefur verið af
hálfu Flugleiða við alla starfs-
menn félagsins.
Jafnframt tilkynnti stjórn Loft-
leiðaflugmanna að almennur
félagsfundur stæði þá yfir á Hótel
Loftleiðum og myndi honum fram
haldið um ótiltekinn tíma nema
því aðeins að annars vegar kæmi
til full vísitölugreiðsla á laun
Loftleiðaflugmanna eða samsvar-
andi bætur undir öðru heiti.
Jafnframt var tilkynnt að vegna
ofangreinds fundarhalds væri þeg-
ar orðin töf á flugi tveggja
Loftleiðavéla á leið vestur um haf,
en báðar vélarnar voru fullsetnar
farbegum, 250 manns í hvorri vél
á leið til Chieago og New York.
I kjölfar þessa ræddi stjórnar-
nefnd Flugleiða við fulltrúa Loft-
leiðaflugmanna og tjáði þeim að ef
talið væri að um brot á samning-
um eða lögum væri að ræða, væri
flugfélagið að sjálfsögðu reiðubúið
til þess að leggja málið til
úrskurðar fyrir félags- eða gerðar-
dóm og jafnframt tjáðu fulltrúar
Flugleiða flugmönnum að vísitölu-
bætur til allra annarra starfs-
manna Flugleiða hefðu við síðustu
mánaðamót verið framkvæmdar í
samræmi við fyrrgreind lög lands-
ins um efnahagsráðstafanir.
Þegar hér var komið sögu var
klukkan nokkuð gengin í 19 og þá
þegar orðin veruleg seinkun á
umræddum flugferðum og til-
kyhnti stjórnarnefnd Flugleiða
fulltrúum Loftleiðaflugmanna þá
að hún gæfi þeim frest til kl. 19
til þess að afturkalla ákvörðun
flugmannafélagsins um þessa
fyrirvaralausu og ólögmætu
vinnustöðvun og jafnframt var
bent á að yrði þessu ekki sinnt eða
til frekari röskunar kæmi á
flugáætlun af þessum sökum
myndi félagið neyðast til þess að
flytja þá 500 farþega sem voru
vegalausir í Keflavík í bæinn til
gistingar og um leið var hafist
handa um útvegun erlendra leigu-
flugvéla til þess að koma farþeg-
unum til síns áfangastaðar.
Að loknum ofangreindum fresti,
eða um kl. 19, komu fulltrúar
Félags Loftleiðaflugmanna aftur
til fundar við fulltrúa Flugleiða og
tjáðu þeim að fundahaldi félgs
flugmanna væri lokið og væru
flugmenn reiðubúnir að hefja störf
að nýju, en þó því aðeins að þeim
væru greiddar fullar vísitölubætur
Amnesty spyr
um f jöldamorð
á láún sín eða yfirlýsing um slíkt
kæmi frá Loftleiðum.
Þegar svo var komið hófust
Flugleiðir handa um framkvæmd
fyrrgreindra ráðstafana vegna
farþega félagsins, bllar voru send-
ir til Keflavíkur eftir 500 manns
og gisting var útveguð á Hótel
Loftleiðum, Hótel Esju og fleiri
hótelum í borginni, en búizt var
við að allir farþegar kæmust í
hótelgistingu. Að öðru leyti er ekki
vitað um framhald málsins hvað
flugmenn varðar."
Aðspurður kvað Örn lögbundna
vísitöluskerðingu milli 5 og 6%
þýða um 20—45 þús. kr. á mánuði
hjá flugmönnum allt eftir því hvar
þeir væru í launastigum sem er frá
400—900 þús. kr. á mánuði.
„Við teljum,“ sagði Örn, „að
þessi lög nái jafnt til allra
verðbóta á laun í hvaða formi sem
þær eru greiddar, en erum tilbúnir
að hlíta úrskurði félagsdóms í
málinu. Allir starfsmenn okkar
hljóta að sitja við sama borð í
þessu efni, en staðan vegna
þessarar deilu er mjög alvarlegt
mál. Það er um mikla samkeppni
að ræða á Norður-Atlantshafs-
fluginu og áhrif þessarar vinnu-
stöðvunar verða örugglega nei-
kvæð fyrir starfsemi okkar og við
höfum ekkert tækifæri til þess að
aðvara okkar farþega.
Það má einnig benda á að þeir
500 farþegar sem teppast nú hér á
landi eru aðeins hluti af dæminu,
því flugvélar okkar áttu í dag að
fljúga fullsetnar farþegum frá
Bandaríkjunum og skrifstofufólk
okkar á endastöðvunum er nú í óða
önn að reyna að koma farþegum
þar á önnur flugfélög eða í
hótelgistingu. Það getur verið að
það eigi eftir að sýna sig að vera
mjög afdrifarík ákvörðun sem
flugmenn Loftleiða hafa tekið.“
Högni fékk ekki
að tefla í
kvennaflokki
STJÓRN Skáksambands íslands
hefur fellt umsókn frá varafor-
seta þess um að hann fengi að tefla
í kvennaflokki á Skákþingi Is-
lands. Varaforsetinn, Högni
Torfason, sótti um, en stjórnin
felldi beiðni hans á jöfnum
atkvæðum. Morgunblaðið reyndi í
gær að ná tali af Högna til þess
að spyrjast fyrir um, hvort hann
ætlaði að kæra þessa afgreiðslu til
jafnréttisráðs, en það tókst ekki.
Konur hafa teflt í karlaflokkum á
Skákþingi íslands.
Brússel, 30. marz. AP.
AMNESTY International skoraði
í dag á stjórn Kambódíu að svara
stöðugum ásökunum um fjölda-
morð í landinu og fór þess á leit
að hlutlausum aðilum yrði leyft
að fara til landsins og kanna
ásakanirnar.
SamLökiu acgja að einu avörin
sem hafi fengizt við ásökunum
hafi verið svohljóðandi yfirlýsing
utanríkisráðherra Kambódíu, Ieng
Sary, í ræðu í maí 1975: „Við
dæmum aðeins mikilvæfra glæpa-
menn.“ Ekkert svar hefur borizt
við kröfu mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna um skýring-
ar á ásökunum.
I yfirlýsingu frá Amnesty er
haft eftir frönskum presti sem
dvaldist í Kambódíu, Francois
Ponchaud, að í það minnsta
100.000 manns hafi verið myrtir í
landinu og allt að því tvisvar til
þrisvar sinnum fleiri. Amnesty
kveðst vilja rannsókn í málinu nú
þar sem enn berist fréttir um
aftökur í Kambódíu.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
/ ' :
Flug og gisting
Ein heild á lækkuðu verði.
uða um land eru vel búin hótel.
Þú getur farið í helgarferð með fiugfélaginu
í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö.
Hringdu og spurðu um verð á helgarferð.
FLUGFÉLAC ÍSLAJVDS
INNANLANDSFLUG
y