Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 Vl» MORödNi- MTtlNU írVö> .iOcv 'TnAw > /«__ 1>' GRANI göslari Nú heyri éx aftur sams konar brothljóð og áöan? Komi ég ódrukkinn heim, segir þú mig hafa verið í kvennastússi! Varir yðar eru sem eldur! 111 örlög „Rétt fyrir jólin árið 1977 voru þeim. Því miður þekkist enn kveðnir upp þyngri refsidómar en ekkert haldbetra ráð. En ekki BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spilið í dag kom fyrir í úrtöku- keppni til landsliðs Englendinga fyrir nokkrum árum síðan. Það sýnir, að jafnvel í hópi bestu spilara þar í landi koma fyrir villur í tiltölulega einföldum spilum. En sleppa lesendur við villur af þessari gerð Austur gaf, allir á hættu. Norður S. 109632 H. ÁG75 T. ÁD L. 63 Suður S. ÁKD4 H. K82 T. KG5 L. G92 Suður var sagnhafi í fjórum spöðum og vestur spilaði út laufkóng, sem austur tók með ás og spilaði aftur laufi. Vestur fékk slaginn á tíuna og spilaði lauf- drottningu. Þarna féll enski spil- arinn á prófinu en hvað hefðu lesendur gert í þessari stöðu? Tapslagur í gefinn slag var lausnin, sem englendingurinn kom ekki auga á. Hann trompaði í borði en þá yfirtrompaði austur og spilaði aftur trompi. Síðan hallaði austur sér aftur í sætinu og beið eftir fjórða slag varnarinnar, á hjarta, því allt var spilið þannig. Norður S. 109632 H. ÁG75 T. ÁD L. 63 Vestur S. 5 H. 643 T. 962 L. KD10854 Suður S. ÁKD4 H. K82 T. KG5 L. G92 Eflaust hafa lesendur komið auga á vinningsleiðina. Allt sem gera þurfti var að láta hjarta; tapslag, í laufdrottninguna. I tígulgosann fer síðan annað hjarta frá borði og spilið þá unnið. Austur S. G87 H. D109 T. 108743 L. Á7 COSPER áður hafa verið um margra áratuga skeið. Ævilangt fangelsi verður hlutskipti nokkurra óláns- manna, sem sannir reyndust að óhugnanlegum morðum. Mál þessi voru loks til lykta leidd. Óhugnan- legir eru slíkir dómar. Óhugnanleg eru þau verk sem krefjast slíkra dóma. Þessir dómar komu sem skuggi, sem skyggði á gleði jóla- undirbúningsins, hjá flestum hugsandi mönnum. Og á jólunum sjálfum, þegar flestir nutu frelsis og allsnægta á heimilum sínum, mun mörgum hafa orðið hugsað til fanganna sem nú sátu innilokaðir, sviptir frelsi og vinum. Og ég er ekki frá því, að þessi hugsun hafi dregið eitthvað úr jólagleði ein- hverra, því hér höfðu hörmuleg. örlög manna verið ráðin, örlög, sem þeir höfðu reyndar sjálfir stofnað til, en síst eru þau betri þess vegna. En hvernig er hugsað til þessara manna? Og hvernig ætti að hugsa til þeirra? Síst af öllu skyldi hugsað til þeirra með óvild. Nóg hafa þeir að bera samt. Óhjákvæmilegt er að taka hættulega menn úr umferð, svo að fólk stafi ekki lengur hætta af skyldi vera um raunverulega refsingu að ræða, að mínu áliti, þannig að föngum væri látið líða illa, eða þeir beittir harðneskju að þarflausu. Nóg er þeim að þola frelsissviptingu, nóg er sú sálar- þjáning, sem því hlýtur að fylgja, þótt reynt sé að láta þeim líða sem best að öðru leyti. Og eftir að menn eru komnir í slíka vörslu, þyrfti að gera allt sem unnt er til að endurhæfa sálarlíf þeirra, koma fram við þá með hlýleik og sýna þeim gott viðmót, leyfa þeim að stunda áhugamál ef einhver eru. Veita þeim tækifæri til lesturs og náms. Láta þá fá gott viðurværi og góðan aðbúnað. Allt slíkt gæti bætt hugarfar þeirra, og eytt óvild þeirri, sem þeir e.t.v. bera til annarra manna. Ég held að enginn ávinningur geti verið í því að beita fanga hörðu, hvorki sjálfum þeim, gæslumönnum þeirra eða þjóðfélaginu. Slík fram- koma hlýtur aðeins að ala á beiskju þeirra og gera þá að verri mönnum en ekki betri. Og vel skyldi munað, að aldrei skyldi níðst á varnarlausum. Hugsun eins hefur áhrif á þann, sem hugsað er til, þetta er veruleiki. Hugsað skyldi hlýlega til MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 14 — Nei, það gat ég aldrei fundið. Og þó hafði hann átt sína möguleika ef hann hefði viljað. Því að þeir voru ekki margrr karlmennirnir í fyrir tækinu og konurnar sem unnu í fyrirtækinu voru ekki dyggð- ugri en gengur og gerist. — Og hann drakk ekki? — Hann drakk vínglas eins og aðrir og stöku sinnum fékk hann sér kontak með kaffinu. — Hvar borðaði hann hádegisverð. — Hann hafði alltaf nesti með sér í vinnuna. Vafið inn í vaxdúk og hann stóð alltaf og borðaði og sfðan gckk hann út fyrir og fékk sér í pípu. Síðan hófst hann handa á nýjan leik. Það var sárasjaldan hann færi út í hádcgisverð og þá sagðist hann ætla að hitta dóttur sína. Það var einkum síðustu árin þegar hún var orðin fullvaxta og þá vann hún á skrifstofu í Rue Rivoli. „Hvers vegna komið þér ekki með hana hingað hr. Louis?“ sagði ég stundum við hann. „Mig langar til að fá að sjá hana.“ „Ég geri það einhvern dag- inn,“ sagði hann. En hann gerði það aldrei og ég vildi gjarnan vita hver ástæðan var fyrir því. — Hafið þér alveg misst samband við fröken Leone? — Nei, nei, ég hef heimilis- fangið hennar. Hún býr með aldraðri móður sinni. Hún er ekki á skrifstofu lengur, heldur rekur litla búð f Rue de Clingnancourt á Montmartre. Kannski hún geti sagt yður eitthvað fleira. Ég veit hann heimsótti hana líka. Einu sinni þegar við töluðum um hana sagði hann mér að hún seldi ungharnafatnað. Svei mér kyndugt! — Hvað er kyndugt? — Að hún skuli selja ung- barnafatnað. Fólk tfndist inn að spyrja eftir póstinum sfnum og leit grunsemdaraugum á Maigret, kannski vegna þess það hélt hann væri kominn til að láta varpa því á dyr. — Jæja. ég þakka yður kær- lega fyrir. Eg kem sjálfsagt aftur seinna. — Og þér hafið ekki minnsta hugboð um hver gæti hafa gert það? — Nei, alls ekkl neitt, sagði hann hreinskilningsiega. — Var veskinu hans stolið? — Nei, og heldur ekki armbandsúrinu hans. — Þá hlýtur að hafa verið að verki maður sem hefur tekið hann f misgripum fyrir annan. Maigret varð að fara bæinn á enda til að komast til Rue de Lignancourt. Hann gekk inn f litla barstofu og að sfmanum. — Við hvcrn tala ég? — Það er Janvier. — Ekkert nýtt. — Mennírnir eru farnir út að sinna því sem þér gáfuð fyrirmæli um. Það þýddi að fimm fulltrúar höfðu deild hverfunum með sér og fóru í allar verzlanir sem seldu beitta borðhnffa. Santoni hafði fengið fyrirmæli um að afla upplýsinga um Monique Thourot. Hann var sjálfsagt staddur í Rue de Rivoli og var á vakki í grennd við skrifstofur Gebers og Bacheliers. Ef frú Thouret hefði haft síma í Juvisy hefði hann hringt og spurt hana hvort maðurinn hennar heíði einnig síðustu þrjú árin haft hádegismatinn með sér vafinn inn í vaxdúk. — Geturðu sent mér bílinn? — Já, hvar eruð þér? — í Rue de Bondy. Hann á að koma að leikhúsinu. Það lá við borð hann bæði Janvier að fara og tala við krambúðarfólkið í Boulevard Saint Martin. Hann hafði að vísu falið Neveau fulltrúa að gera það, en ekki veitti aí að hafa fleiri í því. En ástæðan fyrir því að hann gerði það ekki var einfaldlega

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.