Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1978 29 ííilÍS i * k i : K /-N VELVAKANDI SVARAR í SÍMA ÍOIOO KL. 10—11 MBkÆMMH ny fjjÆrztK" aa'u ii þessara fanga, sem hér er rætt um. Þeir þurfa þess með. Engir þurfa þess meira með en einmitt þeir. Hlýjar hugsanir sem flestra gætu haft áhrif á skapgerð þeirra og þannig bætt andlega líðan þeirra. Ásökum þá ekki lengur. Hættum að dæma þá. Þeir eru þegar undir hinu stranga oki dómsins. Sendum þeim kærleikshugsanir. Sendum hugsanir okkar einnig til æðri máttarvalda, til hinnar æðstu veru. Leitum þaðan hjálpar til handa hinum ólánssömu með- bræðrum okkar. Reynum að stilla þá til æðri sambanda, við full- komnara líf, annars staðar í alheimi, þaðan sem streymir allur máttur og lækning og góðvild til allra manna, og einkum til allra sem þjást. Og hinir lengra komnu beina kærleikskrafti sínum ekki síst til þeirra, sem lifa og lifað hafa andstætt tilgangi lífsins og lögmálum þess, og þeir munu leitast við að milda og bæta hugarfar þeirra sem farið hafa villur vegar. Þeir sem ódæði fremja, eru vafalaust stundum undir hættu- legum áhrifum frá illum stöðum annars staðar í alheimi. Það er því ekki lítið áríðandi, að slík sam- bönd mættu eyðast, og í þeim tilgangi skyldu sem flestir hugsa vel til þeirra sem hér er talað um og þannig stiila þá til sambanda við æðri lífstöðvar, þaðan sem hjálpar er að vænta. Vita skyldum við, að það er tilgangur lífsins að eyða megund hins illa, og góðvildin er eina vopnið, sem dugað getur í þeirri baráttu. Með auðsýndri samúð og góðvild bætum við hugarfar sjálfra okkar og annarra. I.A.“ • Auðvelt nám? „í dálkum „Velvakanda" mið- vikudaginn 22. f.m. fór hr. Örn Ásmundsson ekki rétt með um- mæli mín í þættinum „Um daginn og veginn" 20. f.m., er ég minntist á áfengt öl. Þau voru þannig: „Getur bruggun og sala áfengs öls komið í veg fyrir það, að unglingar neyti snemma víns og gerist drykkfelldir? Ekki hef ég trú á því. Einmitt í Svíþjóð, þar sem áfengt öl er bruggað handa ungmennum, kemur það í ljós, hef ég lesið eða heyrt, að áfenga ölið sé beita Bakkusar. Ungmennin fara fljótt að vilja fá eitthvað annað sterkara. Áfenga ölið verð- ur þeim þá skólaganga í áfengis- nautn, ofneyslu áfengis, drykkju- skap. Heyrt hef ég, að mörgum þar sækist það nám fljótt.“ Samkvæmt tveimur bandarísk- um bókum, sem ég hef lesið, getur bjórþefur æst upp áfengislöngun í drykkjumönnum, sem vilja hætta við áfengisnautn. Slíkt getur átt sér víðar stað en þar. Sæmundur G. Jóhannesson.“ • Mannleg samskipti Kærleikur og mannleg sam- skipti nefnist erindi er flutt var í útvarpi á sunnudag. Var það hljóðritun frá bræðrakvöldi í dómkirkjunni nú um páskana og hefur Velvakandi verið beðinn að fara fram á það við útvarpið að það endurtaki þessa hljóðritun. „Ég gleymi aldrei þessari útsend- ingu og veit ég að margir mér kunnugir og aðrir sem ég hefi hitt, misstu af því“, sagði kona nokkur er hafði samband við Velvakanda, „en aðalefnið var erindi Hilmars Helgasonar formanns SÁÁ um kærleika og mannleg samskipti." t Malbikum spottann! Var hvatning ökumanns sem oft fer um Kleppsvég og í fram- haldi af því Sætúnið í Reykjavík, en á milli þessara tveggja gatna er ómalbikaður vegarspotti. „Þetta dregur mjög úr umferðarhraðan- um,“ sagði ökumaður nokkur, „þannig að allir verða að hægja á sér til að brjóta ekki bílana eða skemma þá. Spottinn er svona um 50 metra langur og er því varla neinn ógurlegur kostnaður því samfara að sletta malbiki eða olíumöl á þennan kafla og þar með að bæta úr þessu litla vandamáli, sem þó er mjög svo hvimleitt fyrir okkur sem förum þarna mikið um á degi hverjum. Margt af bílunum sem þarna fara um eru vörubílar og ekki sízt fyrir þá er leiðinlegt að geta ekki ekið óhindrað fyrir svona óeðlilegum hindrunum. Þessir hringdu • Tapaði 10 þús. kr. Stúlka nokkur varð fyrir því óhappi er hún var í Stjörnubíói s.l. sunnudag kl. 19.13 að hún tapaði veski sínu með kr. 10 þús. og skilríkjum í, öku- og nafnskírteini. Er hún viss um að hún hefur misst það í kvikmyndahúsinu, en það fannst ekki við leit þar. Biður hún því finnanda vinsamlegast að koma því til sín, eða til lögregl- unnar, því bagalegt sé fyrir hana að hafa ekki skilríki sín. Sími hennar er 12647. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Svoétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Dzjubans og Pavlenkos, sem hafði svart og átti leik: HÖGNI HREKKVÍSI © 19T8 ? ‘ MeNa^kt8^4..hc. GRAFÍSKA SVEINAFÉLAGIÐ Skrifstofa félagsins aö Bjargi, Óöinsgötu 7, verður opin á miövikudögum og fimmtudögum frá kl. 16.15 til 19.00. Símanúmer skrifstofunnar er 19945. • ? • X SKÁKSAM BAIMD is Skákþing Islands 1978 kvennaflokkur Keppnin hefst laugard. 8. apríl. Innritun í síma 75893 eigi síöar en 6. apríl kl. 20. Stjornin. Morgunblaóið óskar eftir blaðburðarfólki AUSTUR BÆR Ingólfsstræti, Upplýsingar í síma 35408 *f$ttttM*fcIfr Ég held það hljóti að vera barkabólga? Til sölu er 4 tonna Commer díselvörubif- reiö, árgerö 1968, meö vökvastýri og aflhemlum. Bifreiöin er ekki meö sturtum en meö 14 feta palli fremur lágt byggöum. Til sýnis í bifreiðasölu Egils Vilhjálmssonar h.f., Laugavegi 118, sími 22440 og 15700. 21. ... Rxf2!!, 22. Hxf2 - Bd3!, 23. Bfl - He2!!, 24. Re4 - Bxf2+ og hvítur gafst upp. Glæsileg útfærsla á hagnýti leppunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.