Morgunblaðið - 05.04.1978, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1978
w
Standard gerir Asgeiri freistandi tilboö, en hann stendur fast á sínu
APRÍLGABB Ríkisútvarpsins
um að knattspyrnumaðurinn
snjalli, Ásgcir SÍKurvinsson, væri
á lciðinni til Spánar, var í
rauninni ekki algjöriega út í hött.
Ásgeir hefur þó alls ekki skrifað
undir samning við Barcelona og
á ekki að koma i stað Johans
Cryuff þar eins og útvarpið sagði,
en hins vegar hefur Atletico
Madrid að undanförnu verið á
höttunum eftir erlendum leik-
mönnum og er Ásgeir einn þeirra
leikmanna, sem félagið hefur
sýnt áhuga á.
Að undanförnu hefur ýmisiegt
gerzt í málum Ásgeirs, félög í
þremur löndum utan Belgiu hafa
sýnt honum áhuga og Standard
Liege hefur gert Ásgeiri álitlegt
tilboð. Ásgeir sagði í spjalli við
Morgunhlaðið í' gær að vissulcga
væri þetta tilboð spennandi, en
hann sagðist þó ekki reikna með
að skrifa undir samning við félag
sitt að nýju — að minnsta kost
ekki að svo komnu máli.
— Ef ég hef ekki skrifað undir
samning við félagið fyrir lok þessa
mánaðar, þarf Standard að setja
mig á sölulista fyrir mánaðamótin,
sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli
við Morgunblaðið í gær. — Eg er
ákveðinn í að fara á sölulista, því
að þá verður mun þægilegra fyrir
mig í alla staði að athuga með
samning hjá öðru félagi. Mest
langar mig til V-Þýzkalands, en
þangað vil ég helzt ekki fara nema
til einhvers toppliðs, liðs sem á að
vera nokkuð öruggt með Evrópu-
keppni, sagði Ásgeir.
Morgunblaðið hefur fregnað að
meðal þeirra félaga í Vest-
ur-Þýzkalandi, sem sýnt hafa
áhuga á Ásgeiri séu Frankfurt og
Dortmund, en bæði félögin eru um
miðja 1. deildina í V-Þýzkalandi.
Þá hefur Atletico Madrid sýnt
áhuga á Ásgeiri og áður hefur
komið fram að hollenzka stórliðið
Ajax vill gparnan fá Ásgeir til liðs
við sig. Ásgeir staðfesti það, í
í FÉLAGSHEIMILI Standard í Liege í Belgíu hanga uppi myndir af öllum leikmönnum félagsins og sterkustu lcikmennirnir tróna
í heiðurssessi fyrir miðju. Á þessari mynd má sjá Nikel, markhæsta leikmanninn f belgísku 1. deildinnþ en á honum hefur Hamborg
SV mikinn áhuga. Þá kemur ungverski leikmaðurinn Visnyei, sem átt hefur við meiðsli að stríða í vetur. Ásgeir Sigurvinsson er næstur
og síðan mynd af belgiska landsliðsmarkverðinum Piot, sem enn hefur ekki náð sér eftir fótbrot, sem hann hlaut fyrir rúmu ári síðan.
(ljósm. Mbl. — áij).
„Ætla
lista
fara á sölu-
svo til
//
spjallinu við Morgunblaðið í gær,
að þessi félög hefðu að undanförnu
athugað möguleika á að hann
skrifaði undir samning við þau.
samningaviðræður hefðu farið
fram við nokkur þeirra og stæðu
jafnvel yfir enn þá. Ekkert væri þó
Góður árangur
Vilmundarytra
SPRETTHLAUPARINN Vilmundur Vilhjálmsson úr KR, virðist í
mjög góðri æfingu og liklegur til stórafreka á hlaupabrautinni í
sumar sé tekið mið af þeim árangri sem Vilmundur náði nýlega á móti
í skóla sínum, Loughborough, á Englandi.
í keppni tveggja beztu íþrótta- 4,5 sekúndum, sigraði í þrístökki
skóla Bretlands, Loughboroughs
og Borough Road, í byrjun marz
hljóp Vilmundur 40 metra hlaup á
án atrennu með 9,77 metra stökki
og varð þriðji í kúluvarpi.
Vilmundur varpaði kúlunni 14,17
metra sem er hans bezti árangur
í greininni. í 40 metra hlaupinu
tapaði Vilmundur á sjónarmun, en
hlaut sama tíma og sigurvegarinn.
Næsta dag tók Vilmundur þátt
í 100 metra hlaupi utanhúss á móti
skóla síns. Sigraði hann auðveld-
lega á 10,6 sekúndum. Bendir sá
árangur Vilmundar til þess að
hann sé kominn yfir meiðsli þau
sem hann varð fyrir í febrúar en
þá brákaðist hann á fæti á æfingu
og var settur í gifs.
Morgunblaðið hefur þær spurnir
af Vilmundi að æfingar gengju
mjög vel hjá honum, og að hann
æfði betur en áður. Vilmundur
hljóp 100 metrana í fyrrasumar á
10,46 sekúndum sem jafngildir 10,2
sekúndum þegar tími er tekinn á
skeiðklukku. Á móti í Troisdorf í
Vestur-Þýzkalandi í fyrra hljóp
Vilmundur á 10,2 sekúndum, en
meðvindur reyndist þá 2,5 metrar
á sekúndu. Hálftíma áður hljóp
Vilmundur á sama móti á 10,3
sekúndum og jafnaði þar með
Islandsmet Hilmars Þorbjörns-
sonar.
Miðað við þann árangur sem
Vilmundur hefur þegar náð má
fastlega gera ráð fyrir því að
þessi harði íþróttamaður nálgist
10 sekúndna múrinn f sumar.
--ágás.
ákveðið og það sem gerðist þessa
dagana væri að mestu leyti á bak
við tjöldin.
Aðspurður um síðustu leiki í 1.
deildinni í Belgíu sagði Ásgeir, að
nú væri Anderlecht búið að ná
Standard að stigum og það væri
sín skoðun að leikmenn Standard
mættu hafa sig alla við ef þeir
ættu að ná 2. eða 3. sætinu í
deildinni og tryggja sér þátttöku í
UEFA-keppninni næsta haust.
— Anderlecht er komið á skrið og
ég held að þeir tapi varla leik það
sem eftir er keppninnar í 1. deild
og nái því 2. sætinu, sagði Ásgeir.
Við eigum reyndar þrjá frekar
létta leiki eftir af þeim 4 sem eftir
eru í deildinni og ættum að ná
þriðja sætinu. Lierse er þó aðeins
3 stigum á eftir okkur og til alls
líklegt þannig að við megum
ekkert slaka á.
— Um síðustu helgi vorum við
óheppnir að vinna ekki sigur á La
Louviere. Við skoruðum strax á
fyrstu mínútunum, ég gaf fyrir frá
vinstri, hreinlega setti boltann á
tærnar áGorez, sem gat ekki
annað en skorað. Við lékum síðan
yfirvegað það sem eftir var og
fórum rólega í sakirnar til að eiga
ekki á hættu að missa niður fengið
forskot. Síðan gerðist lítið í
leiknum fyrr en undir lokin að
blökkumaður í liði Louviere skor-
aði stórkostlegt mark. Hann varð
að þvælast með boltann inni í
teignum hjá okkur og allt í einu
var hann búinn að skora með
óverjandi hjólhestaspyrnu — stór-
glæsilegt, en óvænt mark. Við
misstum þarna stig, sem við
hefðum átt að ná örugglega og
höfum verið mikið skammaðir
fyrir rólegheitin í leiknum.
— Vellirnir hérna eru óðum að
lagast og það er aftur farið að
verða gaman að knattspyrnunni,
hitinn orðinn um og yfir 15 stig og
allt annað að spila. í vetur hefur
þetta verið hryllilegt og ég held að
við hjá Standard séum allra verst
settir, því æfingavellir félagsins
verða eitt flag strax á haustin, því
hjá félaginu eru 300—400 guttar,
sem æfa, og þó vellirnir séu margir
þá þola þeir ekki álagið þennan
erfiða árstíma.
— Brugge er, helg ég, alveg
öruggt með meistaratitilinn aftur
og liðið er mjög sterkt núna.
Anderlecht er ekki síður sterkt um
þessar mundir og er að komast á
mikinn skrið. Þeir verða alveg
örugglega sigurvegarar í Evrópu-
keppni bikarmeistara, það má
eitthvað mikið bregða útaf ef svo
fer ekki. Af belgísku félögunum
hef ég mestan áhuga á að fara til
þeirra og nokkrar viðræður hafa
farið fram. Það er þó erfitt að
skipta á milli félaga innan Belgíu,
stuðningsmenn félaganna taka því
illa og erfitt er að eiga við svoleiðis
hluti, en það er þó ekki útséð með
það frekar en önnur félög, sem
verið hafa og eru inni í myndinni.
— Um Ajax er það að segja að
ég er ekki ýkja spenntur fyrir
Ilollandi, knattspyrnan þar er
ckki eins skemmtileg og hér og
þar eru ekki eins miklir peningar
þó svo að nokkur félög skeri sig
úr þar eins og annars staðar. Á
næstu vikum kemur í ljós hvað
verður og ljóst er að miklar
breytingar verða meðal leik-
manna Standard Liege fyrir
næsta vetur. Þannig talaði
Gunther Netzer nýlega við Nick-
cl, markakónginn í belgi'sku
knattspyrnunni, og ekki er ólík-
legt að hann fari til Ilamborg SV,
sagði Ásgeir Sigurvinsson að
lokum.
- áij
Getrauna- spá M.B.L. Morgunbiaðið S •o JO 3 •O < 2 o & -C &e cd q 2 a k. > c *o Tfminn Útvarpið Vfsir c c > •© *o A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Orient 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13 0 0
Ipswich — WBA 1 2 X X 2 1 2 1 2 2 1 2 1 5 2 6
Birmingham — Norwich 1 1 1 i 1 1 1 X 1 1 X X 1 10 3 0
Chelsea — Man. City 1 X X X 1 1 X 1 X 1 2 2 X 5 6 2
Coventry — Everton 1 2 1 X 1 X X 1 1 2 X 1 X 6 5 2
Leeds — West Ham 1 1 1 1 2 X 1 1 1 1 1 1 1 11 1 1
Liverpool — Leicester 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13 0 0
Man. Utd. - QPR 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13 0 0
Middlesbro — Bristol X X 1 1 X 1 1 1 1 1 1 X 1 9 4 0
Newcastle — Aston Villa 1 2 X 1 X 1 X X X 2 2 X X 3 7 3
Blackburn — Brighton X X X X 2 1 X 2 X X X 1 2 2 8 3
Tottenham — Bolton 1 1 X 1 X X 1 1 1 X X 1 1 8 5 0