Morgunblaðið - 20.04.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978
5
Listi sjálf-
stæðismanna
á Dalvík
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
félags Dalvíkur við næstu bæjar
stjórnarkosningar hefur verið
ákveðinn og er hann þannig
skipaðuri
1. Trausti Þorsteinsson skóla-
stjóri, 2. Júlíus Snorrason gjald-
keri, 3. Júlíus Kristjónsson
netagerðarmaður, 4. Helgi Þor-
steinsson skólastjóri, 5. Lína
Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, 6. Guðbjörg Antonsdóttir
húsmóðir, 7. Óskar Jónsson
framkvæmdastjóri, 8. Halla
Jónasdóttir húsmóðir, 9. Vigfús
Jóhannesson skipstjóri, 10.
Björgvin Gunnlaugsson út-
gerðarmaður, 11. Þorsteinn
Aðalsteinsson framkvæmda-
stjóri, 12. Jóhann Hauksson
húsasmiður, 13. Björn Elíasson
skipstjóri, 14. Sigfús Þorleifs-
son fyrrverandi útgerðarmaður.
Sjálfstæðismenn á Dalvík
hafa'nú einn bæjarstjórnarfull-
trúa af sjö. Aðalsteinn Loftsson,
útgerðarmaður, sem skipaði
efsta sæti listans síðast, gaf
ekki kost á sér nú.
Athugasemd
við frétt af
flugdrekaslysi
VEGNA fréttar Morgunblaðsins í
fyrradag um slys af völdum
flugdrekasvifs við Grindavík hefur
Ófeigur Björnsson, Vesturbergi 60,
komið að máli við Morgunblaðið og
sagzt vilja geta þá athugasemd við
fréttina, að Haukur hafi verið
byrjandi í þessari íþrótt en ekki
búinn að stunda hana „töluvert"
eins og skilja hafi mátt á grein-
inni. Allar aðstæður í fjallinu
Þorbirni sl. sunnudag hafi verið
óhagstæðar í meira lagi og vind-
áttin þannig að gæta varð þar
fyllstu varúðar við akstur bifreiða
vegna hættu á sviptivindum.
„Það er með þessa heillandi
íþrótt eins og flest annað sem
maðurinn tekur sér fyrir hendur,
að sé ekki rétt að málum staðið
kemur að því að slys sem þetta á
sér stað. Mér þykir leitt til þess að
hugsa að Haukur skyldi þurfa að
verða fyrir meiðslum til að öðlast
þessa reynslu á eðli og mætti
vindsins en ég óska honum góðs
bata,“ sagði Ófeigur.
Myndin var tekin þegar verið var
að koma nýju vélinni um borð í
Sigurð RE. Eins og sjá má, þá
hefur þurft að rífa stykki úr
skorsteini skipsins til að koma
vélinni niður.
Listi Alþýðu-
flokksins
í Garðabæ
FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks-
ins við bæjarstjórnarkosningarnar
í Garðabæ var einróma samþykkt-
ur á félagsfundi sl. mánudag.
Listinn er þannig skipaður:
1. Örn Eiðsson, fulltrúi, Hörgs-
lundi 8. 2. Hilmar Hallvarðsson,
verkstjóri, Aratúni 3. 3. Haukur
Helgason, skólastjóri, Hraunhól-
um 10. 4. Erna Aradóttir, fóstra,
Smáraflöt 35. 5. Halldór Steinsen,
læknir, Tjarnarflöt 11. 6. Jóel
Sigurðsson, verkstjóri, Sunnuflöt
30. 7. Bergur Björnsson, bankafull-
trúi, Holtsbúð 8. 8. Magnús
Arnason, kjötiðnaðarmaður, Hofs-
lundi 3. 9. Rósa Oddsdóttir,
Framhald á bls. 38
Sumardagatalið
heilsar sumri
„SUMARDAGATALIГ sem svo er
kallað er komið út f annað sinn og
spannar mánuðina tólf frá 1. apríl
f ár til 1. aprfl að ári, þegar nýtt
dagatal mun leysa þetta af hólmi. Á
dagatalinu er að þessu sinni fléttað
saman litmyndum úr íslenskri
náttúru og hendingum úr sumar
ljóði Steingríms Thorsteinssonari
„Nú er sumar..
Myndirnar eru flestar teknar af
Herði Daníelssyni og framan á
dagatalinu er stutt skýring á ensku
á hinum sérstæða íslenska hátíðis-
degi, sumardeginum fyrsta.
Sumardagatalið er einkar vandað-
ur prentgripur. Auglýsingastofa
Kristínar hf. hannaði og gaf út.
Rauði krossinn:
Lærið lífgun
Reykjavíkurdeild Rauða kross
Islands gengst fyrir námskeiðum í
blástursaðferð. Hið fyrsta verður
næstkomandi mánudag kl. 8 e.h. í
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
við Barónsstíg, inngangur frá
baklóð. Hvert þeirra stendur yfir
í eitt kvöld og sýnd verður
kvikmynd og kennt með brúðum.
Fleiri sams konar námskeið verða
á einu kvöldi
haldin næstu kvöld á eftir og fer
það eftir aðsókn. Öll eru þessi
námskeið ókeypis.
Fólk er vinsam-
legast beðið að tilkynna þátttöku
strax í síma RKI, 28222. Kennari
verður Jón Oddgeir Jónsson. For-
maður Reykjavíkurdeildar er
Ragnheiður Guðmundsdóttir
læknir.
Sigurður:
Vélaskiptum
lýkur um nk.
mánaðarmót
EINS og margoft hefur komið
fram í Mbl. þá var aflaskipið
Sigurður RE 4 ekki á loðnuveið-
um s.l. vetur sökum þess, að
aðalvél skipsins biiaði alvarlega
skömmu fyrir áramót. Undan-
farna tvo mánuði hefur Sigurður
verið í Svíþjóð, þar sem skipt er
um aðalvél í skipinu.
Nú er komin 12 strokka, 2400
hestafla Nohab-vél í Sigurð og
samkvæmt því sem Morgunblað-
inu hefur verið tjáð, þá lýkur
fullnaðarfrágangi á vélinni nú um
mánaðamótin. Sigurður er
væntanlegur heim til íslands
fyrstu dagana í maí og á þá að
halda beint á kolmunnaveiðar við
Færeyjar.
Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk
eik og oregon pine.
Eingöngu úrvalsviður
Pantanir óskast sóttar.
Sendum í póstkröfu um land allt
Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184
Thermor
LOFTRÆSTIVIFTUR
Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- ;
verzlun landsins, með loftrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús,
verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. s
Veitum tceknilega ráðgjöf við val á loftrcestiviftum.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670