Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 11 Rauðhetta í Kópa- vogi og nágrenni LITLI leikklúbburinn heíur und- anfarið sýnt barnaleikritið Rauðhettu, eftir Jewgeni Schwarz á ísafirði og í nágrenni. Air Bahama: 27% aukn- ing í marz „HAGSTÆÐ þróun mála hjá Air Bahama hefur haldið áfram í byrjun þessa árs og hafa flutning- ar félagsins aukizt um 11% það sem af er, en aukningin í marzmánuði einum var 27%,“ sagði Sigurður Helgason. for- stjóri Flugleiða, er Mbi. spurði hann í gær um afkomu Air Bahama, en á aðalfundi Flugleiða fyrir skömmu kom fram, að tap var á rekstri félagsins á síðasta ári að upphæð um 72 milljónir króna. Sigurður sagði, að samkeppnis- aðstaða Air Bahama hefði veikzt á fyrrihluta ársins 1977 vegna deilu flugfélaga um hækkun fargjalda, en síðan hefði staðan batnað aftur síðari hluta ársins og sú þróun haldið áfram. „Lang stærsti hluti farega Air Bahama eru Evrópubú- ar,“ sagði Sigurður, „en á megin- landinu er vaxandi áhugi á orlofs- dvöl við Karabíahafið og á Ba- hamasvæðinu. Þessi aukning stendur líka í sambandi við veika stöðu dollarans, en það er nú mjög ódýrt fyrir Evrópubúa með sterk- an gjaldmiðil, til dæmis Þjóðverja og Svisslendinga, að fara slíkar orlofsferðir." Air Bahama flýgur nú þrjár ferðir í viku milli Nassau og Luxemborgar og verður ferðunum fjölgað í fjórar í sumar. Leiguflug Air Bahama jókst mjög á síðasta ári og eru nú farnar vikulegar ferðir milli Nassau og Zúrich, en samningur um það flug rennur út í sumar. „Yfirvöld á Bahama hafa verið í samningum um flug fyrir ba- hamaískt félag til fleiri Evrópu- landa, m.a. Þýzkalands og Eng- lands, og það hefur komið til tals að Air Bahama annaðist slíkt flug, ef af yrði,“ sagði Sigurður. „Hins vegar er ég persónulega ekki sannfærður um grundvöll slíks." Einnig hefur verið í athugun að hefja flug frá Luxemburg til Freeport í Bahama, sem er annar áf tveimur stærstu ferðamanna- stöðum þar í landi. Það kom fram í ræðu Sigurðar Helgasonar á aðalfundi Flugleiða, að Flugleiðir annast að stærstum hluta rekstur Air Bahama og greiddi félagið Flugleiðum á síð- asta ári um 485 milljónir króna í umsjónarlaun og umboðslaun fyrir selda farseðla. Air Bahama hefur á leigu DC-8-63 flugvélina, sem Flugleiðir eignuðust 1. október 1976. „Þessi rekstur á því stærstan hlut í, að Flugleiðir eignast þessa flugvél," sagði Sigurður á aðalfundinum. Þá tók Air Bahama á leigu í árslok 1977 aðra DC-8-63 vél, sem það leigir áfram til Air India og annast rekstúr á. Þessi flugvél er í reglubundnu fragtflugi milli Bretlands og Indlands og til fleiri staða. Samningurinn var gerður til árs og sagði Sigurður á aðalfund- inum, að væntanlega yrði samn- ingurinn endurnýjaður til annars árs, þegar þar að kæmi. Velta Air Bahama á síðasta ári nam 15,5 milljónum dollara og jókst um 9,3%*-á árinu. Farþegum í reglubundnu flugi fækkaði, en farþegafjöldi í leiguflugi tvöfald- aðist, þannig að í heild jókst farþegafjöldi félagsins um 5,4%. Leikstjóri er Reynir Ingason. Auk hans eru félagar í Litla leikklúbbnum Gústaf Óskarsson, Bryndís Schram og Margrét Óskarsdóttir en hún er höfundur leikmyndar og leikbúninga í Rauðhettu. Um tónlistina sér Hörður Ingólfsson. Leikarar eru sautján talsins. Leikrit þetta er byggt upp á hinu víðlesna ævintýri um Rauðhettu og úlfinn grimma og er almennt talið sýna ádeilu á hvers konar ofbeldi og kúgun. Rauðhetta er 29. verkefni Litla leikklúbbsins og annað verkefnið á þessu ári. Hið fyrra var breski gamanleikurinn „Græna lyftan" sem sýnt var síðastliðið haust. Af viðbrögðum áhorfenda má sjá að leikritið höfðar ekki síður til fullorðinna en barna sem á sýningunni fá tækifæri til að svara leikendum og ná þannig tengslum við persónur ævintýris- ins. Næstu daga mun Litli leik- klúbburinn sýna Rauðhettu sunnanlands. Félagar leikklúbbs- ins vænta mikils af þess^ri sýningarferð og vona að hún geti orðið til skemmtunar öllum þeim sem hafa áhuga á leikhúsi. Fyrsta sýnirigin á leikritinu sunnanlands verður í Breiðholtsskóla á sumar- daginn fyrsta kl. 17. Föstudaginn 21. apríl verður svo sýnt í Félagsheimili Kópavogs kl. 20.30. Leikarar i Rauðhettu. D V/fJ Alþjóöleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfða 24 bílar sem ekki hafa sést á lslandi fyrr Fjöldi bíla sem hlotió hafa alþjóóleg verólaun VIÐ OPNUM KL. 10^ í DAG þetta er dagur barnanna — takió þau meó á bílasýninguna BILAHAPPDRÆTTI — vinningur MAZDA 323 aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar—þannig eiga afiir sýningargestir jafna vinningsmöguleika GESTUR DAGSINS er valinn alla daga sýningar- innar og hlýtur hann sólarlandaferð með Samvinnuferðum Símar sýningarstjórnar: 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.