Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTIJDAGUR 20. APRÍL 1978 Sýning Gísla Sigurðssonar Máski er myndin „Speglun“ (18), máluð 1977, sterkasta myndin á sýningu Gísla Sigurðssonar. í sýningarsölum Norræna hússins sýnir Gísli Sigurðsson blaðamaður mál- verk og teikningar er hann hefur unnið að á seinni árum og mun sýningin standa framyfir næstu helgi. Gísli Sigurðsson er landskunnur fyrir störf sín sem ritstýrir Lesbókar og skelegg skrif sín þar en þeim lætur hann ósjaldan fylgja eigin tæki- færisriss. A síðari árum hefur Gísli í æ ríkara mæli haslað sér völl sem málari og munu flestar frístundir hans hafa verið helgaðar því starfi auk golfs- ins sem er hans önnur ástríða. Það er athyglisvert að hann skuli geta sinnt öllu þessu að marki því að einung- is ritstörf Lesbókar mun ærinn starfi einum manni. Mætti því álykta að hér sé maður á ferð ekki einhamur því að öll þessi störf krefjast framlags mikillar orku. Myndir Gísla Sigurðssonar á sýningunni í Norræna húsinu eru 74 að tölu, þ.e. 51 olíumálverk og 21 teikning (pensil og pennateikningar). Er hér sótt víða að til fanga um myndefni, e.t.v. of víða og á ólíkan hátt, með því það skapar nokkra sundurgerð á köflum, auk þess sém að óskyldum stílbrögðum er stundum beitt í sömu mynd- inni án sannfærandi tenging- ar. Þetta á við þó að „maður- inn í umhverfi sínu“ verði honum æ hugleiknara við- fangsefni. Gísli mætti gjarn- an þaulvinna sum viðfangs- efnin enn betur og á ólíkan hátt í lit og stíl líkt og margur málarinn hefur ástundað með góðum árangri. Mér virðist einsætt að þær myndir á sýningunni sem eru samræmdastar í heild beri af öðrum verkum bæði um myndræn gæði og áslátt (slagkraft) og vil ég þá sérstaklega nefna myndirnar „í Eyjum eftir gos“ (14) og „Speglun" (18) — og mun ég ekkí vera einn um þá skoðun. Hér vinnur Gísli af meiri rökvísi og festu í myndbygg- ingu en í flestum öðrum verkum á sýningunni og auk þess eru þessar myndir í þeim gæðaflokki að full ástæða er til að óska höfundi þeirra til hamingju með þann árangur er hér kemur fram og markað gæti tímaskil í vinnubrögðum frá hans hendi. Báðar þessar myndir og raunar nokkrar fleiri á sýningunni virðast mér í hærri gæðaflokki en ýmislegt Myndilst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON sem ratað hefur á listasöfn hérlendis á undanförnum árum. Aðrar myndir á þess- ari sýningu er öðrum fremur vöktu athygli mína voru nr. 17, 20, 25, 28, 30 og 31 - en í sumum þeirra mætti þó finna myndræna fingur- brjóta. Að minni hyggju hættir málaranum við að staðsetja ýmis myndatriði í myndheildir sínar sem ekki falla inní þar sem fyrir er. Nefni ég sem dæmi mynd hans af Biskupstungnabænd- um, en þar er ég ekki sáttur við bóndann í forgrunninum sem mun eiga að merkja ákveðna persónu. Hér er um annars konar stíl að ræða í andliti bóndans en í öðru því sem er í bakgrunni myndár- innar og stingur því í stúf. Hugmyndir málarans hitta oft í mark og eru þá jafnvel frjórri en sjálf útfærslan, t.d. myndin af Flóka. Einnig má hér nefna myndina af undir- rituðum, það sem hann sýnist hafa ofunnið myndina í þeirri viðleitni að gæða hin mörgu smáform sterkri heild — hér hefði hann mátt fórna and- litsdráttum, sem oft og tíðum eru aukaatriði og frekar til lýta — persóna mannsins er svo miklu meira en andlits- drættir einir. — Nokkrar myndir virðast hafa af vangá slæðst á sýninguna, sem þangað áttu ekki erindi t.d. ein hestamynd. Af teikningum þóttu mér myndirnar „Suður í Hraun- um“ (62) og „Hverfisteinn í Bólu“ áhrifaríkastar í svip- sterkum einfaldlejk sínum. — Þrátt fyrir þær að- finnslur er hér hafa komið fram má Gísli Sigurðsson allvel una með þann árangur sem sýning þessi færir hon- um þar sem hún rís hæst... Þá er skylt að geta þess að sýningunni er vel fyrir komið að öðru en því að mátt hefði grisja hana svo sem áður er vikið að... Bragi Ásgeirsson. Vilhjálmur Bergsson við mynd sína er hann nefnir „Þrenna“ (51), og er máluð 1977. SýningVilhjálms Bergssonar Að Kjarvalsstöðum hefur Vilhjálmur Bergsson sett upp einskonar yfirlit á vinnu- brögðum sínum þennan ára- tug. Nefnir hann sýninguna „Lífrænar víddir" og kemur fram í fyrirsögn eins blaðsins að hann telji sig frumkvöðul slíkra vídda og læt ég ósagt hvort þetta er haft eftir listamanninum eða að það sé frumsmíð blaðamannsins. En mjög kemur slíkur framslátt- ur spánskt fyrir sjónir. Sýning þessi er sú mesta að vöxtum er ég hef séð frá hendi Vilhjálms og tel ég að hér geti að líta gott yfirlit yfir vinnubörgð þessa lista- manns á átta ára tímabili, og að skoðendur geti gert sér glögga grein fyrir því hvar á vegi hann er nú staddur. ÖIl sýningin ber því vitni að hér sé um vandaðan listamann að ræða er gerir til sín miklar kröfur, form mynda hans eru yfirleitt þaulhugsuð, þaulunnin og þrautmáluð. Aftur og aftur tekur hann upp sama við- fangsefnið, örlítið breytt, og reynir að kreista eins mikið úr því og mögulegt er. Að því leyti er Vilhjálmur meinlæta: maður um myndefni — máski sá mesti í íslenzkri myndlist í dag — viðhorf hans til mynlistar eru eins fjarlæg viðhorfum t.d. Gísla Sigurðs- sonar og hugsast getur. Vil- hjálmur ræktar handverkið til hins ítrasta — hjálpar- tæki líkt og ljósmyndavélin og myndvarpan koma hér naumast nærri. En svona á þetta einmitt að vera að minni hyggju, sem fjölbreytt- ust viðhorf eiga að koma fram og eiga að sjálfsögðu fullan rétt. Sá er kastar því fram að eitt eða annað viðhorf sé að fullu úr sögunni, dautt, og að það sé einungis eitt sem gildi hefur (hans eigin og kumpána), er að endurtaka meinlega villu sem hefur verið kveðin niður með öllu. Hvenær yrði gott málverk dauðadæmt, hver svo sem stíll þess er? Um leið og slíkt gerðist væri mynd- listinni útrýmt og eins gott fyrir listamenn að lúta að öðrum efnum. En, síðan „fígúran" dó hafa t.d. ótal gild listaverk verið gerð með manninn að uppistöðu, og síðan „rímið“ dó hafa mörg dýrt kveðin ljóð og mörg dýrt kveðin vísa, með rímið að uppistöðu, séð dagsins ljós ... Hitagjafi jarðar er ekki hugsmíð neins einstaks manns, fjöllin ekki heldur, og vafalaust ekki loftsins víddir — hafa menn nokkurn tíma heyrt nefndar ólífrænar vídd- ir? — Þó er ekki ólíklegt að íslenskir fréttamiðlar eigi eftir að verða kallaðir á fund listamanns, er skrúfar frá vantshana og mælist svo: „Sjá þetta undur, ég hef uppgötvað heita vatnið" — Poípoí ... — Hér er um afvik að ræða sem er liður í almennri rökræðu um listir, en ég er hér ekki að beina spjótum að Vilhjálmi Bergssyni, nema hvað að mínum dómi að hæpnum framslætti hans, sem þó er einungis einn af ótal mörgum slíkum er stöðugt eru að fæðast og birtast á síðum blaða. Vilhjálmur er vel skólaður, vel menntaður utan skóla — hefur gerst víðförull og kynnt sér list og menntir, — og undirritaður er einn af þeim er kann vel að meta slík vinnubrögð er hann viðhefur, og vafalítið er þetta sterkasta sýning hans. Sú svartsýni, er einkenndi ummæli hans í viðtölum við fjölmiðla, að það myndi taka tvo eða fleiri áratugi að fá sína list viður- kennda, á ekki við íslendinga almennt — sýning hans hefur gengið vel og má hann því vel una sínum hlut. Sá framsláttur margra, að list hans sé einhæf og strembin, hittir að vísu í mark, en slíkt þarf ekki að vera löstur, — í mörgum tilvikum er það jafnvel kost- ur, og Vilhjálmur getur þess vegna ótrauður haldið sínu striki, en hvort hann er kominn í endanlega höfn, eða hvort hann á eftir að finna ný sannindi er umbylta þeim fyrri, er ógerlegt um að spá. En þá væri sá nærtæki framsláttur næsta vandræða- legur, að fyrri verk hinar „lífrænu víddir" hafi ekki verið annað en? Já, ég hef skrifað ítrekað og reynt að skilgreina list Vilhjálms Bergssonar og það efni skal ekki endurvakið hér, en sýning þessi er vel þess verð að vera skoðuð, — hún er þegar og verður umdeild, og vafalítið er þá tilgangin- um náð — og má Vilhjálmur vel við una. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.