Morgunblaðið - 20.04.1978, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978
Pálmi Jónsson, alþingismaður:
Fjárhagsvandamál Raf-
magnsveitna ríkisins
Að undanförnu hafa orðið mikl-
ar umræður um málefni Raf-
magnsveitna ríkisins. Þessar um-
ræður hófust að marki í kjölfar
afsagnar þriggja stjórnarmanna
fyrirtækisins og hafa staðið linnu-
lítið síðan. Margt hefur þar verið
réttilega sagt og á málefnalegum
grundvelli en annað af takmark-
aðri þekkingu eða jafnvel hreinum
getsökum.
Hér er ekki ætlunin að svara
því, sem missagt kann að hafa
verið í þessari umræðu, heldur hitt
að freista þess að draga fram í sem
stystu máli orsakir og eðli þess
fjárhagsvanda, sém stofnunin á
við að etja og greina frá því sem
ég tel vera nauðsynlegar breyting-
ar, svo komist verði út úr úlfa-
kreppu fjármagnsþrenginga í
framtíðinni.
Þjónustustofnun
Áður en að þessu er horfið er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
því, að Rafmagnsveitur ríkisins
eru þjónustustofnun fyrir almenn-
ing, fyrst og fremst í sveitum og
hinum strjálbýlli landshlutum.
Vegna mikilla fjarlægða og strjál-
býlis þarf því oft að leggja í
fjárfrekar framkvæmdir, sem
skila ekki alltaf miklum tekjum í
gegnum orkusölu, en eru þó
nagkvæmastar af þeim kostum
sem völ er á svo unnt sé að halda
þjónustu gangandi. Ýmsar slíkar
framkvæmdir eru unnar á grund-
velli þeirra félagslegu viðhorfa, að
fólkið i landinu eigi að hafa sem
jafnastan rétt til þess að njóta
viðskipta við þær þjónustustofn-
anir, sem ríkið rekur. Þessum
félagslegu viðhorfum má ekki
kasta fyrir róða, heldur festa í
sessi. Eðlilegt er þó að meta
hversu langt sé hægt að ganga
hverju sinni.
Til þessara, sem og annarra
framkvæmda Rarik, sem sumar
eru þegar arðgefandi, hefur eig-
andi stofnunarinnar, ríkið, útveg-
að lánsfé, sem yfirleitt hefur verið
með erfiðum kjörum og miklu
verri en á sumum lánum, sem
önnur raforkufyrirtæki hafa feng-
ið að taka.
Af þessum sökum hvíla nú
gífurlegir fjármagnsbaggar á
herðum fyrirtækisins. Um síðustu
áramót námu heildarlán, sem
tekin höfðu verið vegna fjárfest-
inga 11.000 m.kr. og á síðasta ári
námu greiðslur vaxta og afborg-
ana af þessum lánum samtals
1.300 m. kr.
Til að mæta hluta af þessu hefur
verið lagt á svokallað verðjöfnun-
argjald af raforku, sem stofnunin
hefur fengið og var það á síðasta
ári um 880 m. kr.
Um framlög úr ríkissjóði hefur
ekki verið að ræða utan þess, sem
runnið hefur til sveitarafvæðing-
ar, en það er greitt af Orkusjóði.
Ljóst er að á þessu ári og næstu
árum mun bilið á milli verðjöfn-
unargjaldsins annars vegar og
greiðslu vaxta og afborgana hins
vegar breikka mjög. Undir þessum
fjármagnskostnaði og nýjum byrð-
um vegna lána til nauðsynlegra
framkvæmda á komandi árum
verður ekki staðið með tekjum af
orkusölu og verðjöfnunargjaldi.
Til viðbótar er rétt að minna á
það, að á reksturinn hefur lagst
veruleg orkuöflun með dieselvél-
um, sem nú kostar yfir 20 kr/kwh.
Óhjákvæmilegt er því að breyta
um fjármögnunarstefnu fyrir
stofnunina og kem ég að því síðar.
Vandamál
þessa árs
Þau vandamál, sem fastast voru
tekin að kreppa að Rafmagnsveit-
um ríkisins undir lok
marz-mánaðar eiga auðvitað að
nokkru leyti rætur í því, sem lýst
hefur verið hér að framan. Að
sumu leyti eru þó orsakirnar
annars eðlis.
Sá fjárhagsvandi, sem lengst
hefur verið þæft um og ekki er að
fullu leystur enn skiptist í eftir-
farandi þætti:
m. kr.
1. Rekstrarhalli 1977 140
2. Áætlaður rekstrarh. 1978 285
3. Framkvæmdakostnaður 1977
umfram áætlanir 446
4. Hækkun kostnaðaráætl.
Norður- og Austurlínu
1978 325
Samtals 1.196
Þegar dró að páskum hafði
engin lausn fengist á þessum
vandamálum þrátt fyrir ítrekuð
tilmæli stjórnar og þó einkum
stjórnarformanns Rarik og raf-
magnsveitustjóra til ríkisstjórnar,
og að lokum beinar tillögur
stjórnskipaðrar nefndar. Jafn-
framt hafði fjármálaráðuneytið
stöðvað frá áramótum fjárstreymi
til stofnunarinnar, sem henni bar
samkvæmt greiðsluáætlun og
lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar,
að öðru en því er tók til launa-
greiðslna. Þar á meðal var t.d. fé
til að leysa út efni í Austurlínu
o.fl. Skuldir hlóðust upp og
greiðsluþrot var yfirvofandi. Við
bættist, að nýtt innheimtukerfi
Rarik hafði reynst gallað í byrjun
og útistandandi af þeim sökum
yfir 300 m. kr.
Við þessar aðstæður, sagði meiri
hluti stjórnar Rarik af sér. Enn-
fremur höfðu stjórnarmenn ekki
talið fært að verða við fyrirmælum
iðnaðarráðuneytis um að panta
efni til Vesturlínu, meðan lausn
væri ekki fengin á fjárhagsvanda
stofnunarinnar.
Eg ákvað á hinn bóginn að segja
ekki af mér í trausti þess að lausn
fengist á næstu dögum. Sú lausn
liggur ekki endanlega fyrir enn,
þótt úr málum hafi greiðst.
Greiðslur ríkissjóðs- samkvæmt
lánsfjáráætlun ganga nú með
eðlilegum hætti. Ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að mæta 1196
m.kr. vanda þessa árs með 25%
hækkun hitunartaxta Rarik sem
gæfi 110 m.kr. á þessu ári og
framlengingu lána og öflun nýrra
lána að öðru leyti þarfnast endur-
skoðunar að því er tekur til
gjaldskrárbreytingarinnar. Sú
breyting var einn liöurinn í
tillögum stjórnskipaðrar nefndar
um lausn vandans, og ákvörðun
ríkisstjórnarinnar miðuð við það,
að hitunarkostnaður yrði sam-
bærilegur með rafmagni frá Rarik
og olíukyndingu.
I gjaldskrá Rarik eru ákvæði um
að hitunartaxtar fylgi breytingum
á útsöluverði dieselolíu í Reykja-
vík eftir ákveðnum reglum.
Ákvörðun ríkisstjórnar er þó tekin
samkvæmt hæpnum eða villandi
Pálmi Jónsson
upplýsingum, vegna þess að ef
olíustyrkurinn er tekinn með í
dæmið er vafasamt að rafhitunar-
taxtarnir þoli nokkra hækkun eigi
þeir ekki að fara fram úr kostnaði
við olíuhitun. Þessari ákvörðun
hlýtur ríkisstjórnin að breyta, því
ekki er hægt að una því að
kostnaður við rafhitun sé hærri en
með olíuhitun.
Hvað lánsfjárþáttinn varðar
hefur enn ekkert verið gefið upp
um það af hálfu ríkisstjórnarinnar
hvernig að nýjum lántökum skuli
staðið.
Eg tel rétt að gera hér örstutta
grein fyrir þeim þáttum, sem
myndað hafa þann fjárhagsvanda,
er að framan er getið og nemur
samtals 1196 m.kr.
Rekstrarhalli 1977, sem er minni
en oft áður, skýrist með sérstökum
óhöppum s.l. árs. Kostnaður vegna
viðgerða á Vestinannaeyjastreng,
sem færðist á rekstur nam • 70
m.kr., vegna viðgerða á sæstreng
yfir Arnarfjörð 63 m.kr. og vegna
bruna dieselstöðvarinnar á Djúpa-
vogi 7 m.kr. samtals 140 m.kr., eða
nákvæmlega eins og halli ársins
var. Svo dæmi sé tekið um það sem
áður hefur gerst í rekstri stofnun-
arinnar má nefna að árin 1972 og
1973 varð rekstrarhalli Rarik
samtals 294 m.kr. og var þó annað
verðlag þá. Einnig var gert ráð
fyrir samkv. áætlun stofnunarinn-
ar 17/1 1974, að rekstrarhalli
Rarik yrði á því ári 272 m.kr. Þessi
dæmi eru nefnd til þess að sýna
það að áður hafa verið erfiðleikar
og þeir meiri en nú í sambandi við
rekstur þessarar stofnunar. Þess
má og geta, að ekki varð halli á
rekstri Rarik 1976.
Hvað 2. tölulið snertir vísast til
þess, sem ég hef þegar sagt um
hvert stefnir ef ekki verða breyt-
ingar á fjármögnun framkvæmda
á vegum fyrirtækisins.
Um 3. tölulið er það að segja, að
framkvæmdaáætlanir eru gerðar
fyrirfram og fást yfirleitt ekki
lagfærðar við gerð fjárlaga og
lánsfjáráætlunar miðað við líklega
verðlagsþróun. Þannig er fram-
kvæmdaáætlun þessa árs miðuð
við maíverðlag 1977. Sjá allir hvað
það gildir í 30—40% verðbólgu.
Þessu hefur stjórn stofnunarinnar
mætt með því að skerða enn suma
þætti framkvæmda. Aðrir verða
ekki skertir án þess að mál lendi
í óefni.
Rarik hefur annast byggingu
byggðalína fyrir ríkið, sem er
eigandi þeirra og ber fjármagns-
kostnað þeirra vegna. Byggðalínu-
framkvæmdir fóru á síðasta ári
um 100 m.kr. fram úr áætlun, sem
enn hefur ekki fengist greitt, en á
þátt í aukinni skuldasöfnun og
vaxtabyrði Rarik.
Framkvæmdir við Vestmanna-
eyjastreng, vegna bilana, kostuðu
-86 millj. kr. auk þeirra 70 millj.
kr., sem teknar voru á rekstur.
Kostnaður við tengingu nýrra
húsa í sveitum, sem brást að fé
fengist til, nam 66 millj. kr. Annað
sem á vantar frá síðasta ári, er
einkum vegna aðveitustöðva og
díeselstöðva.
Vesturlína
Eins og fram hefur komið taldi
stjórn Rarik ekki fært að panta
efni til Vesturlínu, fyrr en lausn
hefði fengist á fjárhagsvanda
fyrirtækisins, hvað snertir þetta
ár. Þá var m.a. haft í huga að slík
ákvörðun myndi þrýsta á ríkis-
stjórnina og flýta fyrir heildar-
lausn.
Iðnaðarráðherra var annarrar
skoðunar og gaf fyrirmæli um að
efnið yrði pantað þegar í stað og
hann hafði tvímælalaust rétt til
þess, þar sem þetta verk var inni
í fjárlögum og .lánsfjáráætlun
ríkisstjórnarinnar. Það hefði enda
mátt kalla öfugt að farið, að fresta
þessu verki, eftir að ríkisstjórnin
hafði gefið fyrirmæli, um að leggja
nýjan streng, vararafstreng, til
Vestmannaeyja, sem hvorki var á
fjárlögum né lánsfjáráætlun og
ekki í framkvæmdatillögum Rarik
fyrir árið 1970.
Félagar mínir úr stjórn Rarik
töldu þó að þarna hefði fallið
dropinn, sem fyllti mælinn til
þeirrar ákvörðunar að þeir segðu
af sér. Um þetta efni sagði ég m.a.
í umræðum utan dagskrár á
Alþingi 30. marz s.l. orðrétt:
„Ég tel því að þetta atvik sé ekki
efni til þess, að menn segi sig úr
stjórn stofnunar eins og hér um
ræðir og hafi verið gert miklu
meira úr þessu efni í fjölmiðl'um
heldur en nokkur rök eru fyrir.
Ég skal aðeins skýra þessa
skoðun mína með því að það hefur
oft gerst og það í ýmsum stofnun-
um ríkisins, að fjármagn sem
ætlað er til ákveðins verkefnis
€amkv. fjárlögum er fært til
annarra verka á vegum sömu
stofnunar, venjulega sem lán til
eins árs. Forsendur fyrir því, að
þetta sé mögulegt eru einkum þær,
að sá ráðherra, sem hlutaðeigandi
stofnun- heyrir undir sé slíkri
tilfærslu samþykkur, og í sumum
tilvikum jafnvel ríkisstjórn í heild.
Ennfremur eru slíkar tilfærslur á
fjárfestingarliðum oftast bornar
undir fjárveitinganefnd, eða
undirnefnd hennar til endanlegrar
ákvörðunar og ætti það að vera
algjör regla. Slík regla hefur því
miður stundum verið brotin.
Hvað varðar þetta tiltekna mál
þ.e. ll áfanga Vesturlínu, þá liggur
það ljóst fyrir, að sá ráðherra, sem
þetta mál heyrir undir var því
andvígur og er því andvígur, að
þessu máli sé frestað, jafnvel
ríkisstjórnin í heild þó það hafi
ekki komið fram, og þar með var
fyrsta forsendan fyrir þvi, að þetta
gæti gerst að engu orðin."
Því má bæta við, að ég hygg að
þess finnist engin dæmi, að
fjármagn, sem ætlað er til ákveð-
ins verkefnis á fjárlögum eða
lánsfjáráætlun hafi verið tekið til
annarra nota án samþykkis hlut-
aðeigandi ráðherra. Skrif ein-
stakra fjölmiðla um að þarna hafi
ráðið eyðslustefna eins ráðherra
gegn aðhaldsstefnu annarra er því
einnig rökleysa.
Úrræði
til frambúðar
I upphafi þessarar greinar
minnti ég á í örfáum orðum
hvernig væri háttað hlutverki
Rafmagnsveitna ríkisins og hvers
eðlis þau fjárhagsvandamál væru,
sem þyngst sækja að.
Þau vandamál verða ekki leyst
með endalausum gjaldskrárhækk-
unum og hækkun verðjöfnunar-
gjalds. Það er ekki hægt að una
því, að gjaldskrá Rarik sé til
frambúðar miklu hærri en ann-
arra orkusölufyrirtækja. Þess
vegna verður að breyta um stefnu.
Ríkissjóður verður að taka að sér
hluta af þeim fjármagnsbyrðum,
sem á stofnuninni hvíla og fjár-
magna að hluta þær framkvæmdir
sem unnar verða á komandi árum.
Fyrir slíku er fordæmi úr nýlegri.
löggjöf um Orkubú Vestfjarða, en
Orkusjóður var, væntanlega f.h.
ríkissjóðs, látinn taka á sig meiri
hlutann af þeim fjármagnsbyrð-
um, sem fylgdu raforkukerfi Vest-
fjarða.
Rarik þurfa áfram að rækja sitt
félagslega hlutverk, innan skyn-
samlegra marka, að veita lands-
mönnum sem jafnasta möguleika
til notkunar raforku. Eðlilegt má
telja, að hinar félagslegu fram-
kvæmdir séu a.m.k. að hluta til
fjármagnaðar af ríkisfé, en lánsfé
útvegað til arðgæfra fram-
kvæmda. Þegar er hafinn undir-
búningur að því innan stofnunar-
innar að greina í sundur fram-
kvæmdatillögur fyrir næsta ár
eftir þessum sjónarmiðum.
Sem dæmi um féiagslega fram-
kvæmd má t.d. nefna Vestmanna-
'Cyjastrenginn, sem fyrr er getið.
Sá strengur kostar 290 m. kr. og
er mikilvægt öryggisatriði fyrir
Vestmannaeyinga og allt atvinnu-
Iíf þar, en hann mun ekki skila
neinum arði til Rafmagnsveitna
ríkisins á næstu árum, eða a.m.k.
ekki fyrr en eftir 1980 samkv.
útreikningum stofnunarinnar.
Samt munu fjármagnsbaggarnir
af þessari framkvæmd leggjast á
Rarik svo fremi að ekki verði
teknar upp fjárveitingar til að
létta þeim af. Þetta er dæmigerð
félagsleg framkvæmd, e.t.v.
byggðapólitísk aðgerð, til þess að
tryggja öryggi íbúa í tilteknu
byggðarlagi, enda þótt fram-
kvæmdin skili ekki arði á næstu
árum og jafnvel engum tekjum
fyrstu árin til að mæta þeim
fjármagnskostnaði, sem af henni
hlýst.
Slík dæmi varpa e.t.v. nokkuð
skýru ljósi á það, að rekstur verður
erfiður hjá stofnun eins og Raf-
magnsveitum ríkisins.
Hér hefur verið reynt að skýra
nokkra meginþætti þess, sem hafa
valdið og munu valda fjárhags-
erfiðleikum hjá Rarik. Urbætur
verða að byggjast á skilningi á
erfiðu en þýðingarmiklu hlutverki
þessarar stofnunar. Sá skilningur
mun vaxa því meir sem málefni
hennar eru rædd.