Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGXJR- 80. APRlL 1978
StaúgrehVsla opinherra i»jalda:
Staðgreiðslan hefði jafn-
vægisáhrif á efnáhagslífið
— en gjaldendur töpuðu núgildandi greiðslufresti
Upp úr lokum síðari heims-
styrjaldarinnar eða í ársbyrjun
1947 byrjaði að brydda á tali og
tillögum um að stefna bæri að
upptöku staðgreiðslu opinberra
gjalda hér á landi.
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á
Alþingi 13. okt. 1965 var tekið fram
að eitt af þeim verkefnum sem
ríkisstjórnin mundi beita sér fyrir
væri að koma á staðgreiðslu opin-
berra gjalda hér á landi.
I framhaldi af þessari yfirlýsingu
var ríkisskattstjóra, Sigurbirni
Þorbjörnssyni, falið að sjá um
undirbúning málsins og voru ráðnir
honurrf'til aðstoðar þeir Helgi V.
Jónsson, hrl. og lögg. endursk. og dr.
Gísli Blöndal, hagsýslustjóri.
Undirbúningsrannsóknir fóru fram
á árinu 1966 og hinn 10. okt. 1966
skilaði ríkisskattstjóri skýrslu og
greinargerð til þáverandi fjármála-
ráðherra, Magnúsar Jónssonar, um
þetta mál.
Hinn 25. okt. 1966 skipaði fjár-
málaráðherra 7 manna nefnd em-
bættismanna, fulltrúa sveitarfélaga
og þáverandi stjórnarflokka. Fram-
kæmdastjóri nefndarinnar var
ríkisskattstjóri og ritari dr. Gísli
Blöndal. Nefndin skilaði skýrslu
sinni til fjármálaráðherra þann 14.
mars 1967.
Hinn 18. apríl 1967 var á Alþingi
samþykkt þingsályktun þess efnis
að Alþingi kysi sjö manna nefnd er
héldi áfram athugunum þessa máls
og skyldi hún leita álits samtaka
sveitarfélaga og helstu samtaka
vinnumarkaðarins. Nefndin hélt
fyrsta fund sinn 10. maí 1%7 og
kaus sér sem formann Ólaf Björns-
son, prófessor, og Guttorm Sigur-
björnsson, framkvæmdastjóra, sem
ritara. Viðræðunefndir voru skipað-
ar af hálfu Sambands ísl. sveitarfél-
aga, launþegasamtakannna og
vinnuveitenda. Ríkisskattstjóri
starfaði með nefndinni. í nefndar-
áliti milliþinganefndarinnar, sem
útbýtt var á Alþingi í janúarmánuði
1970, kemur fram að nefndarmenn,
svo og allir aðilar viðræðunefnda,
þ.e. Sambands ísl. sveitarfélaga,
fulltrúar launþegasamtakanna og
fulltrúar vinnuveitenda voru fylgj-
andi upptöku staðgreiðslu opin-
berra gjalda hér á landi í svipuðu
formi og fram kom í nefndarálitinu
um skipan staðgreiðslukerfis, en sá
hluti nefndarálitsins var saminn af
ríkisskattstjóra, m.a. með hliðsjón
af viðræðum nefndarinnar við
greinda viðræðuhópa.
• Kostir
staðgreiðslu
Áður en lengra er haldið þykir
mér rétt að ræða örlítið um þá kosti
og galla sem tali& hefur verið að séu
á staðgreiðslu opinberra gjalda og
tel þá upp kostina fyrst:
• í fyrsta lagi. Öryggi gjaldenda
þar sem staðgreiðsla stuðlar að
jafnvægi (samræmi) milli skatt-
heimtu eða endurgreiðslu og
greiðslugetu gjaldenda á teknaár-
inu.
• f öðru lagi. Innheimta hins
opinbera yrði öruggari ogjafnari en
nú er.
• í þriðja lagi. Staðgreiðslan
mundi hafa jafnvægisáhrif á efna-
hagslífið. Unnt yrði að búa þannig
um hnútana að hið opinbera gæti
beitt opinberum gjöldum meir í
hagstjórnarskyni en hingað til.
• I fjórða lagi. Álag á launagreið-
endur við innheimtu oþinberra
gjalda mundi minnka verulega frá
því sem nú er. Þessi staðhæfing er
vitanlega byggð á samanburði við
gildandi kerfi hjá þeim launagreið-
endum (atvinnurekendum), sem
framfylgja í einu og öllu gildandi
ákvæðum og fyrirmælum um inn-
heimtu opinberra gjalda, um
skyldusprnað, svo og um greiðslu
orlofsfjár.
• í fimmta lagi. Möguleikar á
einföldun (eða jafnvel afnámi)
skattframtala almennra launþega
með hliðsjón af þeirri einföldun sem
jafnframt er ráðgerð á skattalög-
gjöfinni sem segja má að sé
nauðsynleg hvort sem er.
• Gallar
staðgreiðslu
Þá komum við að þeim atriðpm
sem talin hafa verið gallar:
• í fyrsta lagi. Að framkvæmd
staðgreiðslu mundi a.m.k. fyrst í
stað kerfjast aukins átáks og
kostnaðar hins opinbera. Að vissu
marki mundu skattyfirvöld yfirtaka
vissar skyldur atvinnurekenda
varðandi dreifingu á skilum á
innheimtu opinberra gjalda til
margra innheimtuaðila.
• í öðru lagi. Að gjaldendur
töpuðu því hagræði sem gildir í dag,
að geta dregið greiðslur opinberra
gjalda sem lengst, þ.e. allt að
14—1 (4 ári eftir teknamyndun eins
og nú er, en eins og fram hefur
komið hjá launþegasamtökunum
telja flestir launþegar mikilvægara
að vita hvar þeir standa á hverjum
tima og þurfa ekki að reikna með
„bakkröfum" frá hinu opinbera í
ríkari mæli en staðgreiðsla gæfi
tilefni til.
• I þriðja lagi> Að staðgreiðsla
mundi ýta undir meiri kaupkröfur
en ella þar sem hluti þeirra
kauphækkana sem fælist í nýjum
kjarasamningum, yrði þegar í stað
tekinn af launþegum í hækkuðum
sköttum í stað „greiðslufrests" í
gildandi innheimtufyrirkomulagi.
Miðað við það horf sem gerð
kjarasamninga virðista hafa færst
í að undanförnu í auknum mæli
virðist ekki mikið hald í þessum
galla.
• í fjórða lagi. Að gjaldendur yrðu
ófúsari að leggja á sig viðbótar-
vinnu og heildarframboð vinnuafls
mundi því minnka af þeim sökum
þar sem launþegar yrðu strax varir
við opinberu gjöldin í stað „gjald-
frests" þeirra að öllu óbreyttu.
• í fimmta lagi. Að gjaldþegnar
færu að líta á laun að frádregnum
opinberum gjöldum og taka mið af
þessum „nettó launurn" við launa-
kröfur sínar. Þetta mun aðallega
geta átt við fámenna starfshópa
sem geta að meira eða-minna leyti
ákveðið kjör sín sjálfir, en getur
ekki átt við hinn almenna launa-
markað.
• í sjötta lagi. Afstaða sumra gegn
staðgreiðslu hefur mótast af því að
erfiðara sé að koma henni á hér á
landi en víða annars staðar vegna
atvinnuhátta okkar. Því er til að
svara að sömu vandamál, og ekki
síðri, blasa alls staðar við í gildandi
innheimtu vegna atvinnuhátta okk-
ar.
• { sjöunda lagi. Afstaða sumra
gegn staðgreiðslu hefur mótast af
því að betra sé að endurbæta
gildandi kerfi en taka upp stað-
greiðslu. Gildandi kerfi verður
aldrei endurbætt að neinu marki.
Það byggir nú á og verður ávallt að
byggjast á teknamyndun og fjöl-
skylduaðstæðum sem voru fyrir
hendi, fullu einu, en tæpum tveim
árum áður en fyrirframgreiðsla
hefst en 114 og allt að 214 ári áður
en henni lýkur og enn fremur að
innheimta eftirstöðva álagðra
gjalda á gjaldárum byggist á sömu
aðstæðum (tekjum og fjölskyldu-
aðstæðum) sem eru þegar orðnar
7—19 mánaða gamlar við upphaf og
eins til tveggja ára gamlar þegar
lýkur. Sömu vandkvæðin verða nú
uppi á teningnum varðandi endur-
greiðslu barnabóta að hluta eða
fullu og þátttöku ríkissjóðs í
útsvörum.
• Undirbúningur
frumvarpsins
í ársbyrjun 1975 fól ég ríkisskatt-
stjóra að gera tillögur um með
hvaða hætti og á hvaða grundvelli
framkvæma megi staðgreiðslu opin-
berra gjalda hér á landi.
Tillögum sínum skilaði ríkis-
skattstjóri mér í maí 1975. í
samræmi við það verkefni sem
honum var falið, gerði hann beinar
tillögur um þetta efni án beins eða
nánari rökstuðnings. Tillögurnar
voru því nokkurs konar beinagrind
að staðgreiðslukerfi sem ætti eftir
að fylla út í og fullkomna við
upptöku staðgreiðslu hér á landi.
Tillögur og greinargerð ríkis-
skattstjóra sendi ég 19 aðilum til
umsagnar. Fjórir aðilar svöruðu
ekki beiðni um umsögn, einn aðili
var andvígur málinu, tveir aðilar
blönduðu málinu saman við önnur
skattaleg efni og svör því efnislega
óljós, tveir aðilar töldu að ákveðnari
hugmyndir um einföldun skatta-
kerfisins þyrftu að liggja fyrir en
studdu þó hugmyndina. Af þeim 15
aðilum sem svöruðu voru 10 aðilar
fylgjandi málinu.
í stefnuræðu hæstv. forsætisráð-
herra á Alþingi þann 3. nóv. 1977
var boðað að frv. til laga um
staðgreiðslu opinberra gjalda yrði
lagt fyrir Alþingi og í ræðu minni
við 1. umr. um fjárlög 1978 á
Alþingi þann 8. nóv. 1977 vísaði ég
til stefnuræðu hæstv. forsætisráðh.
um þetta mál og taldi ljóst að stefna
bæri að upptöku staðgreiðslu skatta
í megindráttum með sama sniði og
lýst er í skýrslu ríkisskattstjóra
sem út kom í maimánuði 1975.
í framhaldi af þessu hefur verið
unnið að undirbúningi og samningu
þess frv. sem hér er til umræðu.
Frv. þetta er samið með hliðsjón af
ákvæðum frv. til laga um tekjuskatt
og eignarskatt sem lagt er fram
samhliða frv. þessu, af frv. til laga
um br. á lögum nr. 67/1971 um
almannatryggingar sem lagt hefur
verið fram, svo og væntanlegu frv.
til laga um atvinnuleysistryggingar.
Þá er við það miðað að lögum nr.
36/1948 um sóknargjöld verði
breytt á þann veg að sóknargjald
reiknist sem hundraðshluti af
álögðum útsvörum. í sambandi við
gildissvið staðgreiðslu skv. frv. vil
ég vekja athygli á því að innan þess
fellur ekki söluskattur sem er í
reynd skil innheimtufjár og stað-
greitt. Með hliðsjón af væntanlegri
athugun á breytingu söluskatts yfir
í virðisaukaskatt þótti rétt að halda
söluskatti utan gildissviðs stað-
greiðslu skv. þessu frv. þar til
ljósari línur kæmu fram um fram-
gang virðisaukaskatts. eða br. á
lögum um söluskatt. Ljóst er að
meiri og minni br. verður að gera
á ákvæðum allra þeirra laga sem
gilda í dag um þá skatta og gjöld
sem upp eru taldir í 1. gr. frv., að
undanskildum tekjuskatti og álagi á
hann, að því er varðar ákvæði um
innheimtu þeirra og í sumum
tilvikum um ákvörðun stofns og
gjaldstigs.
• Gildissvið og
meginreglur
staðgreiðslu
Gildissvið staðgreiðslu skv. 1. gr.
frv. nær til 13 skatta og gjalda auk
greiðslu orlofsfjár og skyldusparn-
aðar. Skattar og gjöld skv. 1.—5. tl.
eru allir tengdir tekjum eða gjöld-
um, sem eru álag á þá skatta sem
eru tengdir tekjum og má því gefa
þeim samnefnið „tekjuskattar".
Ákvörðun fjárhæða orlofsfjár og
Matthias Á. Mathiesen
fjármálaráðherra.
Framsaga
fjármála-
ráðherra
með stað-
greiðslu-
frumvarpi
skyldusparnaðar er nátengd launa-
tekjum. Telja verður að hagræði sé
að því fyrir alla aðila að skil þessa
fjár tengist staðgreiðslu af launa-
tekjum. Tekjuskattar, orlofsfé og
skyldusparnaður eru þeir skattar og
innheimtur sem snúa að launþegum
og launagreiðendum, en auk laun-
þega í þjónustu launagreiðenda
teljast til þessa hóps þeir menn sem
hafa með höndum atvinnurekstur
eða sjálfstæða starfsemi að því
marki sem þeim ber að gjalda
tekjuskatta og standa skil á skyldu-
sparnaði af því endurgjaldi sem
þeir telja sér til tekna og mynda í
raun „launa“grundvöll hjá þeim.
Sköttum og gjöldum skv. 6.-9. tl.
má gefa samnefnið „launatengd
gjöld" þar sem grunnur þeirra er
byggður á launagreiðslum launa-
greiðenda. Ákvörðun greiðslufjár-
hæðar þessara launatengdu gjalda
verður mjög einföld þegar litið er til
frv. um br. á lögum almannatrygg-
inga og væntanlegs frv. um br. á
atvinnuleysistryggingagjöldum.
Gjöldum skv. 10.—12. tl. má gefa
samnefnið „gjöld tengd rekstrar-
gjöldum" þar sem grunnur þeirra er
byggður á rekstrargjöldum þeirra
sem hafa með höndum atvinnu-
rekstur eða sjálfstæða starfsemi.
Tekjuskatta þessara aðila og um-
rædd gjöld verður að áætla fyrir-
fram og innheimta á staðgreiðsluári
með hliðsjón af slíkum áætlunum.
Meginreglur staðgreiðslu eru þær
að um er að ræða bráðabirgða-
greiðslu allra gjald- eða greiðslu-
skyldra aðila á opinberum gjöldum,
orlofsfé og skylduspárnaði á stað-
greiðsluárinu.
• Tilhögun
staðgreiöslu.
Launpegar og
atvinnurekendur.
Staðgreiðsla opinberra gjalda
launþega í víðtækustu merkingu
þess orðs byggir á svonefndri
„einföldu reglu" staðgreiðslu í
meginatriðum með notkun skatt-
korta launþega og skatttaflna fyrir
launagreiðendur á sama eða svipað-
an hátt og tíðkast í Bandaríkjunum
og V-Þýskalandi. í A-hluta III.
kafla frv. koma greinilega fram
reglur um tilhögun staðgreiðslu
launþega sem launagreiðendur sjá
um fyrir hönd þeirra og mun ég í
örstuttu máli gera grein fyrir því.
Gerð skattkorta og útsendingu
þeirra til launþega þarf að vera
lokið fyrir upphaf staðgreiðsluárs
svo hð launþegi hafi skattkort sitt
handbært til afhendingar hjá
launagreiðanda sínum strax við
upphaf þess. Til þess að unnt sé að
ná þessu tímamarki verður að
byggja á frumgerð þjóðskrár þann
1. des. þess árs sem næst fer á
undan staðgreiðsluári. Frá gerð
þjóðskrár til loka ársins má vænta
ýmissa breytinga á fjölskyldum
sumra launþega vegna giftingar,
skilnaðar, barnsfæðinga eða dauðs-
falla. Þessar breytingar þurfa að
koma fram þannig að leiðrétt
skattkort beri með sér réttar
upplýsingar um fjölskyldu launþeg-
ans við lok þess almanaksárs sem'
næst fer á undan staðgreiðsluári. Á
sjálfu staðgreiðsluárinu verður hins
vegar engin breyting gerð á skatt-
korti launþega vegna breytinga á
fjölskyldu hans á því ári. Fæðing
barns á staðgreiðsluárinu myndi því
ekki veita launþega rétt til barna-
bóta vegna barnsins á staðgreiðslu-
árinu sjálfu. Aftur á móti mun
hann fá barnabætur greiddar fyrir
barnið á því ári sem það verður 16
ára.
Gerð skatttaflna og útsendingu
þeirra til launagreiðenda þarf að
vera lokið fyrir upphaf stað-
greiðsluárs svo að þær séu hand-
bærar fyrir lok fyrsta greiðslutíma-
bils á staðgreiðsluári. Skatttöflurn-
ar myndu byggja á ákvæðum þeirra
laga sem um ræðir í 1,—5. tl. 1. gr.
frv., þ.e. um tekjuskatta, þó með
ákveðnum frávikum að því er
varðar útsvar, kirkjugarðsgjald og
sóknargjald. Við athugun á álagn-
ingu útsvara 1977 kemur í ljós að
164 sveitarfélög af 224, eða 73,21%,
notuðu álagningarhundraðshluta
10%, 10,5% eða 11%. Þessir álagn-
ingarhundraðshlutar útsvara náðu
til 95,77% af fjölda útsvarsgjald-
enda og til 97,68% af fjárhæð
álagðra útsvara á gjaldárinu 1977
sem nam samtals 13.789 m. kr. Til
þess að unnt sé að komast af með
eina skatttöflu fyrir hvern einstak-
an fjölskyldukjarna og hvert ein-
stakt greiðslutímabil er ráðgert að
Hér á eftir fer framsaga fjármálaráð-
herra, Matthíasar Á. Mathiesen, fyrir
stjórnarfrumvarpi um staðgreiðslu opin-
berra gjalda.
• Aðdragandi