Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 21
21 í skatttöflum veröi ávallt reiknað með hámarkshundraðshluta af út- svarsskyldum tekjum samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Til þess að ná því markmiði að nota sem fæstar skatttöflur og haga stað- greiðslu launþega á sem einfaldast- an hátt er gert ráð fyrir að í skatttöflum verði notað sama álag á útsvör við ákvörðun á staðgreiðslu kirkjugarðsgjalda og sóknargjalda og beitt er við álagningu þessara gjalda í Reykjavík á því álagningar- ári sem næst fer á undan stað- greiðsluári. Skatttöflur þyrftu að vera tvær fyrir hvert einstakt greiðslutímabil, annars vegar tafla fyrir einstaklinga með eða án barna, en til einstaklinga í þessu sambandi telst hvort hjóna um sig, og hins vegar tafla fyrir einstakl- inga, með eða án barna, sem leggja skattkort maka sinna inn til launagreiðenda sinna. Þegar ákvörðun launa launþega fyrir ákveðið greiðslutímabil er lokið er orlofsfé og skyldusparnaður ákvarðaður eftir því sem við á, launagrundvöllur er hækkaður eða lækkaður með hliðsjón þar af svo og að teknu tilliti til skattskyldra hlunninda og launatengdra frá- drátta. Af þannig leiðréttum launa- grundvelli markast staðgreiðsla launþegans á opinberum gjöldum eða réttur hans til endurgreiðslu barnabóta, annars vegar með hlið- sjón af skatttöflu greiðslutímabils launanna og hins vegar með hlið- sjón af skattkorti launþegans. A skatttöflu ákveðins greiðslutímabils kæmu fram ákveðnar fjárhæðir launa annars vegar og út frá þeirri launaupphæð í sömu línu skatttöfl- unnar kæmi fram fjárhæð þeirra opinberu gjalda sem halda bæri eftir eða barnabóta sem bæri að endurgreiða miðað við þessa launa- upphæð annars vegar og fjölskyldu- kjarnamerkingu á skattkorti laun- þegans hins vegar. í þessum hluta III. kafla frv. koma einnig fram skýrar reglur um hvernig með skuli fara ýmis af- brigði svo sem ef aðstæður breytast hjá launþega að því er varðar skyldu til sparnaðar (13. gr.) eða telji launþegi sig eiga rétt til hærri frádráttar frá tekjum en fastafrá- drætti nemur, t.d. vegna vaxtabyrði (14. gr.) þá er hægt að fá breytingu á skattkorti til að ná sem mestri nákvæmni milli staðgreiðslu og álagðra tekjuskatta að staðgreiðslu- ári loknu. Ennfremur hvernig með skattkort skal fara ef einungis annað hjónanna er launþegi en hitt hefur engar launatekjur á sama tíma. Svo og hvernig ákvarða skuli staðgreiðslu hjá þeim aðilum sem ekki afhenda skattkort sitt til launagreiðandans. Staðgreiðsla atvinnurekenda og manna sem hefðu sjálfstæða starfsemi með höndum byggðist á fyrirfram gerðri áætlun að því er varðaði alla tekjuskatta lögaðila og á þeim hluta tékjuskatta manna sem ekki yrði greiddur af þeim sem launþegar, auk fyrirfram gerðrar áætlunar á greiðsluskyldu gjalda tengdum rekstrargjöldum hjá öllum þessum aðilum. Staðgreiðsla launa- greiðenda á launatengdum gjöldum yrði byggð á launagreiðslum eins og áður getur. í B-hluta III. kafla frv. koma greinilega fram þær reglur sem munu gilda um staðgreiðslu opinberra gjalda atvinnurekenda sem eigi þykir ástæða til að rekja hér lið fyrir lið. • Skil á staðgreiöslu í IV. kafla frv. er fjallað um skil á staðgreiðslu, sem byggir fyrst og fremst á ótilkvöddum greiðslum launagreiðenda og atvinnurekenda á því fé sem þeim ber að standa skil á sem skilafé eða sem greiðslu- skyldri fjárhæð eigin gjalda. Enn- fremur er þar fjallað um skilagrein- ar sem þessum aðilum ber að skila ásamt greiðslu. Þessum aðilum verður gefið val á því að annast greiðslu sína til innheimtumanna ríkissjóðs, þ.m.t. gjaldheimtur, eða inna greiðsluna af hendi í banka, sparisjóði eða á póststöð. Ennfrem- ur er þeim gefið val á því hvort þeir skili skilagreinum sínum til þessara MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 aðila ásamt greiðslunni eða sendi skilagreinar sínar beint til skatt- stjóra. • Stjórnun staögreiðslu í V. kafla frv. er fjallað um stjórnun staðgreiðslu sem alfarið er undir yfirstjórn ríkisskattstjóra. Þar er ítarlega fjallað um skyldur ríkisskattstjóra, m.a. um útgáfu reglna og leiðbeininga fyrir laun- þega, launagreiðendur og atvinnu- rekendur um notkun gagna og eyðublaða, en eitt mikilvægasta atriðið í allri framkvæmd er það að þessum aðilum sé ljóst hver sé réttur þeirra og skyldur. Ennfrem- ur er þar fjallað um skyldur skattstjóra. Svo og er þar að finna ákvæði um eftirlits- og rannsóknar- heimildir skattyfirvalda, sem fela fyllilega í sér kvöð á skattyfirvöldin um að veita upplýsingar og ráðgjöf og fyrirbyggjandi ráðstafanir engu síður en eftirlits- og rannsóknar- heimildir vegna gruns um brot á reglum þeim sem launagreiðendum og atvinnurekendum ber að fara eftir. Aríðandi er gott samstarf milli launagreiðenda og atvinnurek- enda annars vegar óg skattyfir- valda hins vegar um farsæla og örugga framkvæmd staðgreiðslunn- ar. • Viöurlög í VI. kafla frv. er fjallað um viðurlög og innheimtu þeirra ásamt vanskilafé hjá launagreiðendum og atvinnurekendum, en þá innheimtu mundu innheimtumenn ríkissjóðs, þ.m.t. gjaldheimtur, annast. Enn- fremur er hér um að ræða viðurlög vegna vanrækslu á tilkynningar- skyldu launagreiðenda og atvinnu- rekenda. Svo og viðurlög vegna vanrækslu greiðsluskila og skila skilagreina sem innheimtumenn ríkissjóðs, bankar, sparisjóðir og póststöðvar hafa móttekið frá launagreiðendum og atvinnurek- endum eða innheimt hjá þeim. Viðurlög eru stíf sérstaklega hjá þeim aðilum sem eigi standa skil á skilafé, þ.e. hjá launagreiðendum á því fé sem þeir hafa haldið eftir af launum launþega. • Álagning skatta og gjalda og uppgjör staögreiöslu í VII. kafla frv. er fjallað um skiptingu á innheimtufé stað- greiðslu sem bráðabirgðagreiðslu til rétthafa þeirra skatta og gjalda sem falla innan gildissviðs stað- greiðslunnar. í VIII. kafla frv. er fjallað um álagningu þeirra skatta og gjalda sem falla innan gildissviðs stað- greiðslunnar, en álagningu þeirra skulu skattstjórar annast ásamt álagningu eignarskatts með álagi til Byggingarsjóðs ríkisins. Ennfremur er fjallað um uppgjör staðgreiðslu, þ.e.a.s. ákvörðun greiðslustöðu hvers og eins gjaldanda með hliðsjón af álagningu skv. skattskrá annars vegar og staðgreiðslu hans Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, efna til kaffisölu að Hótel Loftleiðum í dag. Húsið verður opnað kl. 15, en auk kaffisölunnar verður skyndihappdrætti með 600 vinn- ingum. Kaffisala hefur á undan- förnum árum verið fastur liður í fjáröflun félagsins, og nú sem endranær rennur hagnaðurinn óskiptur til líknarmála. Á þriðjudaginn afhenti formaður Svalanna, Sigríður Gestsdóttir, Slysadeild Borgarspítalans að gjöf tæki, sem notað verður við beina- aðgerðir. Sagði Sigríður að með þessari gjöf vildi félagið undir- strika nauðsyn góðrar neyðarþjón- ustu. Auk tækisins afhentu Svölurnar sjúkrahúsinu að gjöf leikföng. Úlfar Þórðarson læk’nir, formaður stjórnar Borgarspítalans, veitti gjöfinni viðtöku. Myndin hér að ofan var tekin við þetta tækifæri. á staðgreiðsluárinu hins vegar, en hún skal gerð af ríkisskattstjóra. Að loknu uppgjöri á greiðslustöðu gerir ríkisskattstjóri innheimtu- skrár yfir þá gjaldendur sem reynast skulda skatta og gjöld og sendir þær til innheimtu hjá innheimtumönnum ríkissjóðs að því er várðar þinggjöld en til inn- heimtumanna sveitarsjóða að því er varðar sveitarsjóðsgjöld (útsvör og aðstöðugjöld). Reynist gjaldandi eiga inni eftir- stöðvar af staðgreiðslu sinni ganga þær fyrst upp í vangoldin þinggjöld hans eða maka hans frá fyrri árum, ef fyrir hendi, síðan upp í vangoldin sveitarsjóðsgjöld hans eða maka hans frá fyrri árum, ef fyrir hendi, og að lokum til beinnar endur- greiðslu til gjaldandans sjálfs ef einhverjar eftirstöðvar eru enn fyrir hendi. Við slíka skuldajöfnun reiknast ekki dráttarvextir á ógold- in gjöld nema til loka næsta árs á undan endurgreiðslu. Skuldi gjald- andi engin þinggjöld eða sveitar- sjóðsgjöld frá fyrri árum fær hann endurgreiðsluna greidda að fullu ásamt l'k% vöxtum á mánuði eða brot úr mánuði frá 1. jan. á endurgreiðsluári. • Um innheimtu og ábyrgd I IX. kafla 'frv. er fjallað um innheimtu og ábyrgð þinggjalda og sveitarsjóðsgjalda sem innheimta skal skv. áður greindum innheimtu- skrám. Ennfremur um innheimtu og ábyrgð þinggjalda og sveitar- sjóðsgjalda vegna breytinga skatta og gjalda skv. upphaflegri skatt- skrá. Þessi ákvæði eru í meginatrið- um þau sömu og í gildi eru varðandi innheimtu þinggjalda og sveitar- sjóðsgjalda í dag. Svölumar með kaffisölu á Lofdeiðiim N>tt happdrættísár! Stórhækkun Lægstu vinningar 25 þús. kr. Hæsti vinningur 25 miSlj. kr. Aðalvinningur ársins Breiðvangur 62 Hafnarfirði. íbúðavinningar á 5 millj. og 10 tnillj. kr. 100 bflavinningar á 1 millj. hver. Valdir bílar: Lada Sport t maí Alfa Romeo í ágúst Ford Futura í október. 300 utanferðir á 100, 200 og 300 þús. kr. hver, auk ótal húsbúnaðarvinninga á 50 þús. og 25 þús. kr. hver. Sala á lausum miðum er hafin og einnig endumýjun ársmiða og fiokksmiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.