Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 23

Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 23 Þjófar dæmdir í Pól- landi fyrir kjötstuld Varsjá 19. apríl. Reuter. PÓLSKA fréttastofan PAP skýrði frá því í dag að 25 menn hefðu verið dæmdir í bænum Radom í Mið-Pól- landi fyrir að stela og selja kjöt á svörtum markaði. Sakborningarnir fengu eins til sjö ára fangelsis- dóm, og voru þar að auki Ný tegund andófs- manna í Rúmeníu Búkarest, 19. apríl Reuter. NÝ TEGUND andófsmanna knýr nú á dyr sendiráða í Búkarest. Nefnast peir ópólitískir „vega- bréfs-andófsmenn". Hugsjón peirra er að flytjast til Vestur- landa. Erlend sendiráð í Búkarest segja fjölda Rúmena nú taka pá áhættu aö vera í stöðugu sam- bandi viö sendiráðin, pótt fólkið viti vel aö lögreglan gæti peirra eins og varöhundar, viröist samt ríkjandi von um aö kommúnista- yfirvöldin láti undan. Fyrir venjulega Rúmena veitist erfitt að fá brottflutningsleyfi, nema þeir séu af Gyðingaættum eða af þýzku bergi brotnir. í sumum tilfellum er þaö alls ómögulegt aö fá slíkt leyfi, og bíða margir árum saman. Reglur um fólksflutninga úr landi hafa verið hertar mjög í Rúmeníu á s.l. þremur árum. Ýmsir álíta þó aö leyfi fyrir brottflutningi fálst sé fólkið nógu einstrengingslegt því stjórnin óttist öll vandræöi sem andófs- menn geti haft í för með sér. Margir umsækjandanna um vegabréf hafa verið í sambandi viö vestræna blaðamenn, en öryggisverðir hafa auga með öllum heimsóknum í erlend sendi- ráð og á hótel. Umsækjendurnir eru yfirleitt á aldrinum frá tuttugu til þrjátíu ára og margir hverjir venjulegir verka- menn. Hafa margir þeirra myndað með sér félagssamtök og gera samtökin í því að koma nöfnum hinna nýju andófsmanna og sögu á framfæri. Nota þau til þess Radio Free Europe, sem er útvarpsstöð í Miinchen á vegum Bandaríkjamanna og sendir út á Framhald á bls. 39. sektaðir um 115 til 770 þúsund krónur. Meðal þeirra eru verkamenn er vinna í kjötverksmiðju, vörubifreiðastjórar og menn er sáu um að selja kjötið á svörtum markaði. Fram kom í réttarhöldun- um, að á einu og hálfu ári stálu sakborningarnir og seldu um fjögur og hálft tonn af kjöti. Verð þess í verzlunum er um 1.7 milljónir króna, en á „svört- um markaði" er verðið mun hærra. Mikill kjötskortur hefur verið í Póllandi undanfarin þrjú ár. I júní í fyrra urðu miklar óeirðir í Radom, er fréttist að ríkisstjórnin hefði í hyggju að hækka verð á matvöru. Ófrjósemisað- gerðir færast í vöxt í Bretlandi London 19. apríl Reuter. SÍFELLT fleiri brezk hjón kjósa nú að gangast undir ófrjósemisaðgerð, er þau hafa eignazt tvö eða þrjú börn, að því er fram kemur í skýrslu frá brezkum heilbrigðisyfirvöld- um. I skýrslunni er gert ráð fyrir, að þróunin verði sú, að þegar eiginkonan hafi náð 35 ára aldri, hafi annar hvor makinn í rúmum fjórðungi allra hjóna- banda í Bretlandi gengizt undir ófrjósemisaðgerð. Allar tölur í skýrslunni eru miðaðar við 1975. Hins vegar hafa rannsóknir, sem gerðar hafa verið eftir 1975, leitt í ljós, að fjöldi kvenna, yngri en 30 ára, sér eftir að hafa látið gera á sér ófrjósemisað- gerð. Líbanonstjórn segir af sér Beirút 19. apríl. Reuter. AP. LÍBANSKA stjórnin sagði af sér í dag og kom afsögn hennar flestum á óvart. Heilbrigðismálaráðherra stjórnarinnar, Ibrahim Sheito, sagði blaðamönnum í dag að stjórnin hefði sagt af sér til „að gefa stjórnmálamönnum tækifæri til að axla ábyrgð sína.“ Afsögnin fylgir í kjölfar ásakana hægri manna í Líbanon um að stjórnin hafi með því að beita fyrir sig sýrlenzkum friðargæzlusveitum Arababandalagsins dregið taum vinstrimanna í átökum þeirra og hægri manna í Beirút í fyrri viku. Fráfarandi stjórn var skipuð í desember 1976 og átti hún að sætta kristna menn og múhameðs- trúar í Líbanon og byggja upp efnahag landsins. I afsagnarbréfi sínu til forseta Líbanons, Elias Sakis, sagði Selim Al-Hoss, forsætisráðherra, að stjórnin teldi sig hafa rækt skyldu sína. Sarkis hefur tekið upp- sagnarbréfið til greina, en hefur beðið stjórnina að vera áfram við völd þar til ný stjórn verður skipuð. Stjórnmálaskýrslur telja líklegt að leiðtogar kristinna og múhameðstrúarmanna verði í nýju stjórninni. Kristnir menn njóta stuðnings hægrisinna í Líbanon og múhameðstrúarmenn stuðnings vinstrisinna. Áreiðanlegar heimildir í Beirút hermdu í dag, að Yasser Arafat hefði látið handtaka 130 palestínska hermenn til að tryggja að Israelsmenn haldi áfram brott- flutningi hermanna sinna frá Suður-Líbanon. Hinir handteknu eru sagðir hafa reynt að stofna til átaka við ísraelsmenn í Líbanon. Þeir verða látnir lausir jafnskjótt og friðvæn- legar horfir í landinu. Þetta gerðist 1972— Geimfarar lenda heilu og höldnu í Apollo 16 á tunglinu. 1970 — Nixon forseti tilkynnir brottflutning 150.000 hermanna frá Suður-Víetnam. 1968 — Pierre Elliot Trudeau tekur við stjórnartaumunum í Kanada. 1967 — Þotur handaríska sjó- hersins ráðast á raforkuver í Haiphong. 1962 — OAS-leiðtoginn Salan hershöfðingi tekinn til fanga í Algeirsborg. 1945 — Rússar sækja gegnum varnir Berlínar. 1943 — Afrík,uher Rommels hershðfðingja ræðst á Tobruk. 1919 — Nikita konungi steypt af stóli í Montenegro og lands- menn greiða atkvæði með sam- einingu við Júgóslavíu. 1908— Andrew Carnegie gefur 1,5 milljónir dollara til bygging- ar friðarhallar í Haag. 1854— Austurríki og Prússland stofna varnarbandalag gegn Rússlandi. 1792— Frakkar segja Austur- ríkismönnum stríð á hendur. 1775— Norður-amerískt herlið hefur umsátur um Boston. Afmæli dagsinsi Pietro Arent- ino ítalskt skáld (1492-1557) John Eliot enskur trúboði (1592-1632) Charles Louis Napoleon Bonaparte (Napoleon III) (1808-1873), Adolf Hitler, þýzkur nasistaleiðtogi (1889-1945), Joan Miro spænskur listmálari (1893—). Orð dagsinsi Allar alhæfingar eru hættulegar, jafnvel þessi — Alexandre Dumas (yngri), franskur rithöfundur (1824-1895). Selkórinn fagnar sumri Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur tónleika í kvöld, sumardaginn fyrsta, í Félagsheimili Seltjarnarness fyrir styrktarmeðlimi sína. Á cfnisskrá eru 17 innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Guðrún Birna Hannesdóttir og undirieikari Ililmar E. Guðjónsson. Einsöng með kórnum syngur Ragnheiður Guðmundsdóttir. Næstu tónleikar Selkórsins verða á sunnudaginn. Árleg Vorskemmtun Selkórsins verður á laugardaginn 6. maí og þá skemmta félagar kórsins Seltirningum með leik, söng og dansi. Lúdrasveitir med líknarhljómleika FJÓRAR lúðrasveitir halda hljómleika í Háskólabíói til styrktar vistmönnum á Kópa- vogshæli og gera lúðrasveitirnar þetta að eigin frumkvæði og félaginu að kostnaðarlausu. Lúðrasveitirnar eru: Svanur undir stjórn Snæbjörns Jónssonar, LúðrasveiC Rvíkur undir stjórn Brian Carlisle, Lúðrasveit Hafnar- fjarðar undir stjórn Hans Ploders Frörns Guðjónssonar. Kynnir er Jón Múli Árnason. Nýstofnuð lúðrasveit skemmtir í Grindavik SUMARSKEMMTUN slysavarna- deildarinnar Þórkötlu í Grinda- vík er fyrir alla fjölskylduna sumardaginn fyrsta kl. 15.00 í Festi. Skemmtunin hefst með því að nýstofnuð lúðrasveit barna í Grindavík kynnir sig, stjórnendur eru hjónin Jón og Janine Hjalta- son. Auk þess verða ýmis skemmti- atriði svo sem leikþáttur, danssýn- ing, leikfimi, ný danshljómsveit leikur, einsöngur úr Kátu ekkjunni eftir Lehar, og eftirhermur. Karonsamtökin koma fram með tískusýningu fyrir alla fjölskyld- una. Kynnir á skemmtuninni er trúðurinn Stína stuð. Allan undirbúning hafa anriast Margrét Sighvatsdóttir og Þuríður Georgsdóttir. Allur ágóði af þessari skemmtun rennur til slysavarnamála. Fréttaritari. Sameiginlegt framboð á Seltjamamesi SAMEIGINLEGUR framboðslisti Al- pýðubandalags, Alpýðuflokks, Framsóknarflokks og óháðra borg- ara til bæjarstjðrnar á Seltjarnar- nesi hefur verið birtur. Listann skipa: 1. Guðrún K. Þorbergsdóttir, skrifstofumaður, 2. Guðmundur Einarsson, viðskiptafræöingur, 3. Gunnlaugur Árnason, verkstjðri, 4. Sigurður Kr. Árnason, bygginga- meistari, 5. Edda Magnúsdóttir, húsmóðir, 6. Stefán Bergmann, líffræðingur, 7. Vilhjálmur Hjálmars- son, arkitekt, 8. Helgi Kristjánsson, húsasmíðameistari, 9. Njörður P. Njarðvík, lektor, 10. Felix Þorsteins- son, húsasmíðameistari, 11. Leifur N. Dungal, læknir, 12. Njáll Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, 13. Auður Sigurðardðttir, verslunar- maður, 14. Njáll Ingjaldsson, skrif- stofustjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.