Morgunblaðið - 20.04.1978, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRIL 1978
Adalsteinn Ingólfsson:
Kjarval—án ábyrgðar
Opid bréf til Valtýs Péturssonar
Kæri Valtýr.
I grein sinni um yfirstandandi
Kjarvalssýningu, sem birtist i
Morgunblaðinu þriðjudaginn 4.
apríl, ferð þú hörðum orðum um
skipulag hennar og önnur atriði
tengd Kjarvalssafni. I því sam-
bandi áfellist þú hinn duglausa
listfræðing staðarins, nefnilega
undirritaðan. Þar sem þeir virðast
orðnir æði margir sem álíta að við,
ég og listráð staðarins, höfum
eitthvað með Kjarvalsmál að gera,
þá vil ég hér með leiðrétta þann
misskilning. Það er að vísu ekki að
furða þótt margt gott fólk vaði í
villu og svíma hvað þetta snertir,
einkanlega ef það hefur slysast til
að lesa reglur um rekstur Kjar-
valsstaða og erindisbréf undirrit-
aðs. I sjöttu grein reglnanna
stendur nefnilega: „Þegar um er að
ræða rekstur, að því tekur til
listrænna þátta, t.d. val og röðun
mynda í austursal hússins, sem
nefndur er Kjarvalssalur, upp-
setningu myndverka í öðrum
hlutum hússins ... skal slíkt rætt
á fundum listráðs og er því skylt
að vera til ráðuneytis og samstarfs
í þeim efnum.“ I erindisbréfi
listfræðings stendur svo að verk-
einasta atriði af þessum lista
síðastliðin tvö ár. Listráð og
undirritaður hafa aldrei verið
spurð álits á Kjarvalssýningum og
þær tillögur sem við höfum borið
fram af fyrra bragði, hafa verið
svæfðar, sennilega fyrir tilstilli
forstöðumanns sem virðist líta á
Kjarvalssafn sem einhvern prívat
helgidóm. Meðan unnið hefur verið
að uppsetningu Kjarvalssýninga
hefur forstöðumaður skipað
starfsfólki að hleypa mér ekki inn
í Kjarvalssal. Bæði ég og listráð
höfum reifað ýmsar tillögur sem
allar miðuðu að því að halda
lifandi áhuga almennings á Kjar-
val, ekki síst yngri kynslóðarinnar,
og sýna nýjar hliðar á honum sem
listamanni. Við höfum nefnt fyrir-
lestra, kvikmyndasýningar (til eru
a.m.k. tvær stuttar myndir um
Kjarval), rækilega og fræðandi
texta í sýningarskrám, útgáfu
póstkorta oTl. Hafi hússtjórn tekið
þessar tillögur til umræðu, hefur
forstöðumaður ekki sýnt nein
merki þess að hann hafi vitað af
þeim og sú sýning sem nú er
uppihangandi, er hengd upp alveg
á hans eigin ábyrgð, án náins
samráðs við hússtjórn eða listráð.
lögu var ýtt til hliðar vegna þess
að í hana vantaði rækilegar
upplýsingar um það hvernig ætti
að framkvæma verkið, að mati
hússtjórnar. Ég held að það hafi
verið í sömu vikunni sem maður
var ráðinn í skyndingu til tíu ára
til að skrifa ævisögu Kjarvals, án
þess að farið hafi verið fram á
neina greinargerð eða áætlun um
framkvæmd þeirra skrifta. Að því
búnu bauð ég hússtjórn að vera
ævisöguritaranum innan handar,
þar eð mér skildist að hann ætlaði
sér ekki að fjalla um list Kjarvals.
Taldi stjórnin það góða hugmynd
og ræddi jafnvel um nefnd sem
fylgjast ætti með þeim skrifum.
Um hana hefur ekkert heyrst og
ritarinn telur sig auðsýnilega
komast ágætlega af án samráðs
við „listfræðinga", takk kærlega.
Við erum því sammála um það,
Valtýr, að með svona sýningum
eins og þeirri sem nú hangir uppi,
og svona vinnubrögðum yfirleitt,
er verið að smíða grafhýsi utan um
Kjarval ásamt kapellu, en ekki
lifandi stofnun sem aukið og glætt
gæti áhuga fyrir Kjarval og því
þjóðfélagi sem hann er sprottinn
upp úr, ásamt öðrum listamönnum
efni hans fyrir hússtjórn séu: 1)
Að gera tillögur um kynningu á
verkum Kjarvals, þar sem fram
komi þróun listar hans, tilteknir
þættir í list hans o.s.frv. (og
annast slíka kynningu eftir því
sem hússtjórn óskar). 2) Að
aðstoða við rannsóknir á lífi og
starfi Kjarvals eftir því sem
ákveðið verður hverju sinni. 3) Að
aðstoða við kaup á myndum
Kjarvals. 4) Að annast frekari
skráningu á verkum Kjarvals. 5)
Að aðstoða við útgáfu á póstkort-
um og eftirmyndum verka Kjar-
vals eftir því sem hússtjórn
ákveður, svo og útgáfu sýningar-
skráa og rita á vegum safnsins.
Staðreyndin er hins vegar sú að
frá hússtjórn og forstöðumanni
hefur ekki komið fram beiðni um
að listfræðingur framkvæmdi eitt
Vor í
Svo hafa nú umskipti á veður-
fari orðið hér við Djúp, frá því sem
var um páskana, er eitt af hinum
gamalkunnu páskahretum geisaði
hér um lönd, og Djúpbátnum gaf
ekki í heila viku í Djúpið, en 100
fullir mjólkurbrúsar biðu þá flutn-
ings hér á Bæjabryggju til mjólk-
urlausra kaupstaðarbúa, að nú um
undanfarna daga hefur verið hér
vorveður hið bezta. Snjór runnið
niður og svell horfið að mestu.
Ærfénaður komist út í heilnæmst
loftið að leika sér, og alla götu
utan frá Isafirði og útí Kaldalón
allt í einu orðið fært á bílum, sem
nýlokið er að moka snjófyrirstöður
til og frá. Þá er búið að moka
Kleifarheiði milli Mjóafjarðar og
ísafjarðar, svokallað Fjall, og
verið að moka Lónseyrarleiti, en
lítill snjór er þar nú, miðað við það
sem oft hefur verið. Það kom sér
líka vel að landleiðin til Isafjarðar
opnaðist, því að í Reykjanesskóla
fótbrotnaði í gær einn nemandinn,
og með því að ekki var flugveður,
sótti lögreglan á ísafirði hinn
slasaða ungling í bíl inní Reykja-
nes, eða raunar á móti bíl úr
Reykjanesi í gærkveldi.
Bilaður er spennistillir í rafali
Blæfardalsárvirkjunar, og hefir
Á henni er ein ný mynd en flestar
aðrar myndir á henni hafa, eins og
þú bendir á, verið hengdar upp
ótal sinnum.
Eins og þú segir, — þriggja
stjörnu koníak verður eins og
glundur, ef það er drukkið trekk í
trekk. í þau fáu skipti sem farið
hefur verið eftir ráðleggingum
listráðs um sýningu Kjarvals-
mynda í húsinu eins og á síðustu
listahátíð, þá hefur forstöðumaður
beinlínis neitað að láta myndir af
hendi, nema eftir miklar fortölur.
Hvað aðra liði erindisbréfs míns
snertir, þá lagði undirritaður fram
fyrir næstum tveimur árum drög
að áætlun um skipulega skrásetn-
ingu á verkum Kjarvals, alls
staðar þar sem þær kynnu að
finnast, með ljósmyndum og ann-
arri upplýsingaöflun. Þessari til-
nánd
svo verið um vikutíma. Ekki er
ennþá vitað hvort hægt er að gera
við það sem bilað er, eða hvort
verður að panta nýtt. Rafmagn fá
Landstrendingar nú frá Sængur-
fossvirkjun í Mjóafirði, á meðan
Blæfardalsárvirkjun er óstarfhæf,
þar í ríkir hin virka samvinna um
miðlun hinna veraldlegu gæða til
lífsins þarfa.
Ekki er talinn vera mikill snjór
á Þorskafjarðarheiði, og gæti svo
farið að ekki yrði langt í að hún
yrði mokuð, ef tíð héldist óbreytt,
enda ekki ólíklegt að hin verðandi
þingmannsefni þurfi hvað líður
aðdfara að hugsa til hreyfings
svona í fyrra lagi sumars til að
sína sig og sjá aðra. Þingmenn að
kynna sína afrekaskrá á liðnu
kjörtímabili, og með alla reikni-
stokka á lofti til að mæla þau firn
útflutningsverðmæta, sem vænt-
anlega safnast munu í nýboðuðu
útflutningsbanni hinna vinnandi
stétta. Er vonandi að verðlagið
hækki svo á biðtímanum, að
kaupmáttaraukningin blífi.
Skollaleikur þótti til gamans í
mínu ungdæmi, og virðist hann nú
á ný eiga vinsældum að fagna.
Jens í Kaldalóni
sem voru forverar hans og sam-
tímamenn. Þau eru fjöldamörg
myndefnin sem hann fékkst við og
stórfróðlegt væri t.d. að sjá
afstraktmyndir hans í einu her-
bergi, höfuðmyndir hans og
portrett saman, fjallamyndir o.fl.
og hægt væri að efna til sýningar
sem tæki fyrir þ tækni sem hann
notaði. Sýningarskrár þurfa að
miðla nýjum upplýsingum um feril
Kjarvals og vinnubrögð, vera eins
konar listatímarit helgað honum,
en dreifa ekki í síbylju hugljúfum
lýsingum á Meistaranum og Land-
inu Hans. Engum er greiði gerður
með endurtekningu slíkra texta.
Listfræðingum og öðrum, sem búa
yfir sérþekkingu á ferli Kjarvals,
ætti að fá það verkefni að flytja
fyrirlestra um verk hans með
ákveðnu millibili og í því fram-
haldi þætti mér eðlilegt að Kjar-
valsstaðir yrðu eins konar rann-
sóknarmiðstöð á verkum hans (og
annarra), þar sem hefja mætti
skrásetningu verka hans, bæði
þeirra sem hanga á veggjum
víðsvegar um land og þeirra minja
sem enn Iiggja í kössum í fórum
borgarinnar. Er það út af fyrir sig
forkastanlegt að þeir kassar, sem
ekki eru nema lauslega kannaðir,
skuli lánaðir út úr Skjalasafni
borgarinnar áður en þeir hafa
verið rannsakaðir og skrásettir til
hlítar.
Til að festa minninguna um verk
Kjarvals enn fastar í hugum
útlendinga og annarra gesta þarf
að bjóða upp á gott úrval af
póstkortum, eftirprentunum og
bókum um hann og verk hans, auk
upplýsinga um aðra íslenska list.
Með þessu er ekki
einungs
verið að koma til móts við gesti,
heldur er þetta góð tekjulind, eins
og sýnt hefur sig í Ásgrímssafni.
Til alls þessa þarf að sjálfsögðu
aukið starfslið og bætta vinnuað-
stöðu, þótt sumt megi gera með
þeim peningum sem fyrir hendi
eru. En hinn kosturinn er verri —
að drepa smátt og smátt niður
áhugann fyrir Kjarval, sérstak-
lega meðal unglinga, með sífelld-
um endurtekningum og stöðnuðum
helgisiðum.
með kveðju,
Aðalsteinn Ingólfsson
Hér er einn af verkstæðismönnum Ventils að ljúka viðgerð á
sætisáklæði er skorið var í sundur.
Ventill h.f.:
Kynnir nýjung í við-
gerðum á framrúð-
um og sætisáklæðum
VENTILL h.f. hefur
kynnt nýjungar á sviði
viðgerða og er önnur í
því fólgin að hægt er nú
að gera við „bólur“ í
framrúðum er orsakast
hafa af steinkasti og hin
er ný aðferð til að gera
við áklæði á bflsætum
eða öðrum hlutum.
Novus-aðferðin bandaríska er
nafn þeirrar aðferðar sem gerir
kleift að gera við framrúður er
skemmzt hafa, t.d. af völdum
steinkasts og hefur hún verið
reynd í Bandaríkjunum af til-
raunastofnun sem sérhæfir sig í
könnun nýrra framleiðsluað-
ferða er snerta hagsmuni neyt-
enda þar í landi. Lagði stofnun-
in til að þessi aðferð yrði
viðurkennd af bandaríska sam-
gönguráðuneytinu, félagi bif-
réiðaeigenda þar í landi og var
sú viðurkenning veitt. í ljós kom
að með Novus-aðferðinni mátti
gera við rúman helming þeirra
skemmda er verða á framrúðum
bifreiða af völdum steinkasts og
annarra högga. Var þessi nýj-
ung kynnt í Bandaríkjunum í
október s.l.
Viðgerðin er fólgin í því að
borað er örlítið gat í skemmdina
og í gegnum opið er sprautað
sérstöku fljótandi viðgerðarefni
sem þrýstist inní sprungurnar í
skemmdinni, þannig að þær
hverfa. Eftir viðgerðina sjást
ekki ummerki, útsýni er því
óhindrað og styrkurinn er ekki
minni en í óskemmdri rúðu.
Sagði bifreiðaeftirlitsmaður er
horfði á viðgerð framkvæmda er
fréttamönnum var kynnt þessi
nýjung, að væri framrúða með
blettum sem þessum í sjónmáli
ökumanns, væri gerð krafa um
að skipt væri um rúðu, en það
yrði óþarft eftir að viðgerð sem
þessi hefði verið framkvæmd.
Forráðamenn verkstæðisins
sögðu að viðgerð kostaði tæpar
8000 krónur sem er mun ódýrara
en að skipta um rúðu í flestum
tilvikum.
Hin nýjungin sem kynnt var
er viðgerð á vynilklæðningu á
bifreiðum, stólum, sófum og
öðrum húsgögnum. Fengu
fréttamenn að skera gat á
áklæði bíls er var á verkstæðinu
og hófst síðan viðgerð með hinni
nýju aðferð.
Fer viðgerðin þannig fram að
svæðið umhverfis skemmdina er
hreinsað og hæfilega stór dúkur
skorinn og lagður undir hana og
þarf hann að ná 1—2 cm út fyrir
hana. Litlaust fljótandi vynil er
borið á dúkinn og meðfram
sárunum á skemmdinni, sem
síðan eru hituð og brædd saman
og þrýst á með bút af munstri
áklæðisins. Síðast er borið yfir
lag af fljótandi vynil í sama lit
og hinn skemmdi hlutur. Sögðu
forráðamenn Ventils að þessi
viðgerð væri varanleg og þyldi
alla venjulega notkun, rétt eins
og aldrei hefði orðið skemmd á
hlutnum og að í flestum tilvik-
um væri skemmdin vart sjáan-
leg. Þessi viðgerðaraðferð hefur
hlotið viðurkenningu norska
Bílskadeinstitutt A/S. Minnsta
viðgerð af þessu tagi kostar um
3000 krónur.
Með sérstökum tækjum sem sett eru á framrúðuna kringum
skemmdina er skemmdin fyllt vökva og hverfur hún við það.
Bæði fulltrúi bifreiðaeftirlitsins og tryggingarfélaga fengu að
fylgjast með er þessi nýjung var kynnt blaðamönnum.
Ljósm. RAX.