Morgunblaðið - 20.04.1978, Side 34

Morgunblaðið - 20.04.1978, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 + Bróðir minn, SNORRI SVEINSSON, frá Hofi f Álftafiröi, sem lézt að heimili sínu Freyjugötu 15 þann 11. apríl verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 25. apríl kl. 3 e.h. Jón Sveinsson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, AGÚST JÓNSSON, Melabraut 12, Seltjamarnasi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. apríl kl. 3. Hólmfríöur Jónadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Jaröarför eiginkonu minnar og fósturmóöur, SESSELJU HINRIKSDÓTTUR, sem andaöist 12. aprfl S.I., fer fram frá Eskifjaröarkirkju laugardaginn 22. apríl kl. 2. Fyrir hönd vandamanna, Georg Pálsson, Jóhanna Magnúsdóttir. + Eiginmaöur minn, BJÖRN SIGURÐSSON, Vötnum, veröur ja sunginn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 22. þ.m. kl. 2 e.h. Guóný Gísladóttir. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUDJÓNS BJARNASONAR, tyrrverandi brunavaröar, Grandavegi 4, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13.30. Addbjörg Siguröardóttir, Birgir Guöjónsson, Hafsteinn Guójónsson, Reynir Guðjónsson, Sigrún Guöjónsdóttir, Helga María Guójónsdóttir, og barnabörn. Ásta Þórarinsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Grímur A. Grímsson, Pótur B. Snæland, + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR, Ólafsvik. Arnbjörg Hermannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför fósturmóöur minnar, MARÍU TÓMASDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraöra í Borgarnesi. Fyrir hönd ættingja. Gísli Guóbrandsson. Guðjón Bjarnason f.v. brunavörður Fæddur 10. nóv. 1904 Dáinn 12. apríl 1978 Allar stundir okkar hér er mér Ijúft að muna fyllstu þakkir flyt ig þér fyrir samveruna. Þessi staka kom mér í hug þegar ég frétti að Guðjón Bjarnason fyrrverandi brunavörður í slökkvi- liðinu í Reykjavík væri látinn. Við allir, sem með honum unnum og kynntumst honum minnumst hans sem hægláta, glaðværa félagans, sem með ljúfa brosið reyndi ávallt að leysa hvers manns vanda og tókst það að jafnaði. Guðjón fæddist á Hellum í Flóa 10. nóvember 1904. Foreldrar hans voru Bjarni Filippusson, bóndi og Sigríður Sigurðardóttir, var Guð- jón yngstur níu barna þeirra hjóna. Bjarni drukknaði á Lofts- staðasundi 2. apríl 1908, þegar Guðjón var þriggja ára og leystist þá heimilið á Hellum upp, en Guðjón fór með móður sinni til Stokkseyrar. Dvöldust þau mæðg- in þar fram til ársins 1924, er þau fluttust til Reykjavíkur og samein- aðist þá fjölskyldan um hríð, uns þau systkinin giftust og stofnuðu hver sitt heimili. Guðjón kvæntist eftirlifandi konu sinni Addbjörgu Sigurðardóttur, Litlu-Brekku, Grímsstaðaholti 10. október 1936 og stofnuðu þau sitt eigið heimili, sem ávallt bar'vott um umhyggju og eljusemi húsráðenda, nú síð- ustu árin að Grandavegi 4 hér í borg. Börnin urðu fimm talsins: Birgir, í slökkviliði Reykjavíkur, kvæntur Guðrúnu Astu Þórarins- dóttur; Hafsteinn, bifreiðastjóri, ókvæntur; Reynir, matreiðslu- maður, kvæntur Hafdísi Ólafs- dóttur; Sigrún, gift Grími Aðal- birni Grímssyni; Helga María, gift Pétri B. Snæland. Barnabörnin eru sex talsins. Guðjón stundaði fyrstu árin í Reykjavík ýmis störf en árið 1930 gerðist hann sjálfseignarbílstjóri á B.S.R. Þekkt er náið samstarf Péturs heitins Ingimundarsonar, slökkviliðsstjóra við starfsmenn á B.S.R. og árið 1936 gerðist Guðjón að undirlagi Péturs virkur liðs- maður í varaliði slökkviliðsins. Næstu ár einkum styrjaldarárin og fyrstu árin þar á eftir var mikið álag á slökkviliðinu og mæddi það ekki síður á aðstoðarliðinu og var Guðjón þar mikilvirkur. Að beiðni Jóns heitins Sigurðssonar slökkvi- liðsstjóra gerðist Guðjón fastur starfsmaður í slökkviliðinu 1947. Kom þá fljótt í ljós hæfni hans í að fást við vélaviðgerðir einkum dæluviðgerðir, sem smám saman urðu hans aðalstarf í liðinu. Fyrstu árin var aðstaðan til viðgerða ekki ávallt sem best, þegar oft þurfti að vinna að þeim úti í bleytu og kulda, en Guðjón setti aldrei neitt slíkt fyrir sig og leysti öll vandamálin æðrulaust. Þegar ég hóf störf í slökkviliðinu fyrir tólf árum var Guðjón kominn á efri ár og hættur vaktavinnu en starfaði á verkstæði slökkvistöðv- ar, þar sem starfsaðstaða er mjög góð enda naut Guðjón sín við störfin þar og var ávallt mættur fyrir tímann. Hann hafði ávallt verið heilsugóður en fyrir um átta árum kom að því, að hans eigin dæla sagði til sín, hún komst þó í lag á ný og háði það ekki Guðjóni við störf þar til hámarksaldri opinberra starfsmanna var náð 1974 og lét hann af störfum um áramótin 1974 til 1975. Ekki kvaddi Guðjón þó fyrir fullt og allt, heldur var hann fenginn til starfa í orlofum og forföllum á verkstæðinu og aðstoðaði einnig við viðhald á dælum almanna- varna sem hann hafði tekið miklu ástfóstri við og hafði nýlokið árlegu eftirliti þeirra, þegar hann lagðist á sjúkrahúsið banaleguna, og nú var það aftur hans eigin dæla, sem ekki vildi ganga meir. Guðjón Bjarnason hafði löngum verið kyrrlátur og heimakær, en þegar hann varð sjötugur gáfu samstarfsmenn og börnin þeim hjónum þriggja vikna ferð til sólarlanda. Guðjón var nokkuð kvíðinn að fara þessa ferð en þeim hjónum líkaði svo vel að segja má að þau hafi aðeins komið við á íslandi milli utanferða síðan. Ferðirnar eru orðnar sex á þremur árum og lauk þeirri síðustu skömmu áður en Guðjón lagðist banaleguna. Hann naut þessara ferðalaga í ríkum mæli og tók með sér góðar minningar í sína síðustu ferð á fund herra síns og skapara. Við sem með honum störfuðum óskum honum góðrar ferðar og góðrar heimkomu, en ástvinum hans vottum við dýpstu samúð. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. Erna Valdís Viggós- dóttir — Minning Fædd ágúst 1941. Dáin 6. apríl 1978. Eftir á er þetta allt svo ein- kennilegt — óraunhæft! Ég er hér í Lúneburger Heide, sem er svo friðsæl og fögur eins og Hermann Löns og fleiri þýzk skáld hafa lýst í kvæðum sínum. Dagsverkinu er lokið. Maður nýtur lífsins, því vorið er að koma. Það húmar að kveldi, en er þó enn bjar-t. Lævirkinn er hér og söngþröstur- inn lætur til sín heyra. Þá, allt í einu, er hin friðsæla kvöldkyrrð, rofin. Símtal að heiman! Elsku æskuvinkona mín Vallý er ekki lengur í tölu lifanda. Mér er sagt, að hún hafi dáið 6. apríl 1978. Hún var veik. Ég vissi það — en ástvinir hennar þörfnuðust henn- ar, börnin hennar fjögur og eiginmaðurinn — öll þörfnuðust þau hennar. Margir vinir hennar eru á lífi. Einnig þeir hafa mikið misst. Ég minnist síðustu heimsóknar minnar til hennar. Við fórum þá meira að segja í útreiðartúr í Mosfellssveit. Hún sagði þá við mig: „Yngsta barnið mitt og ég höfum sigrast á veikindunum." Hún sagði þetta með slíku trúnað- artrausti og framtíðarvon, að maður varð að trúa henni. Þetta var yndislegur dagur milli ís- . + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SÓFUSAR GUDMUNDSSONAR, skósmiös, Ásvallagötu 39. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deild 3C Landspítalans. Oddný Ásgeirsdóttir, Jóhann Sófusson, Valgeróur Jakobsdóttir, Ásgerður Sófusdóttir, Guöjón Pálsson, Höróur Sófusson, Geirlaug Karlsdóttir, Stefanía Sófusdóttir, Jón L. Guömundsson, Árni Sófusson, Edda Ólafsdóttir, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, BERGÞÓRU BERGSDÓTTUR, frá Arnórsatööum. Börn hinnar látnu. + Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför, GUDBJARGAR FRIDRIKSDÓTTUR, Faxabraut 11, Keflavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 lensku fjallanna, í friðsælum dölum með silfurtærum ám — og í samfylgd minnar góðu vinkonu Vally. Þessari skemmtilegu ferð lauk með því að við fengum á heimili hennar ilmandi kaffi og gómsætar pönnukökur. Vally var fyrirmyndar húsmóðir og um- hyggjusöm móðir. Við Vally kynntumst í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Við bjugg- um ekki langt hvor frá annarri. Leiddi það til þess, að við, ásamt nokkrum góðum. vinum, Óttari, Steina, Addy og Þóri, stofnuðum „Hlíðarkompanýið", sem við nefndum svo. Það voru ógleyman- legar stundir, oft með ærslum og margvíslegum skemmtilegheitum. Árið 1958 kynntist Vally eftirlif- andi eiginmanni, Steinari Hall- grímssyni, og felldu þau hugi saman. Hún fæddi honum fjögur börn, sem nú sakna sárt elskandi móður. Með þetta í huga kann spurningin að vakna: Hvers vegna ákveður guð slíka lífsbraut. Svarið veit ég ekki. Ég veit aðeins að börnin hafa misst elskandi móður, Steinar góða eiginkonu og ég kæra vinkonu. Það lá ekki fyrir elsku Vallý að lifa lífinu, eins og hún óskaði mér 1958, þegar hún skrifaði í Poesi- bókina mína eftirfarandi vísu: Lifðu í skauti lukkunnar laus við þrautir lífsins, farðu á skautum farsældar fagrar brautir lffsins. Ég mun alltaf minnast Vallyar. Á „Bergstöðum í Heide“. Liselotte Oddsdóttir Singer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.