Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 35

Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978 35 Minning: ÁgústJónsson frá Varmadal Fæddur 5. júlí 1900 Dáinn 13. apríl 1978 Eftir skammvinn veikindi er látinn tengdafaðir minn, Agúst Jónsson frá Varmadal, tæplega 78 ára að aldri, þótt fram á síðustu daga hefði hann verið mun yngri í anda og að líkamsatgervi, en árin sögðu til um. Hann var fæddur í Varmadal á Kjalarnesi aldamótaárið, elztur margra systkina. Við fráfall föður síns, Jóns Þorlákssonar, snemma á unglingsárum gerðist Ágúst aðal- hjálparhella móður sinnar og fyrirvinna fjölskyldunnar, hætti skólagöngu og tók við bústörfum. Þótt oft hafi varið naumt til bjargar uxu þau systkinin öll vel úr grasi og ekki aðeins til góðs manndóms, heldur hafa þau öll verið orðlögð fyrir táp, fjör, atorku og líkamsatgervi. Ágúst sinnti bústörfum af alkunnum dugnaði og naut til þess vaxandi aðstoðar yngri systkina sinna, unz hann gerðist lögreglumaður í Reykjavík í lok annars áratugsins. Hann vann fyrst við götulöggæzlu, en síðan í rannsóknarlögreglunni frá stofnun þeirrar deildar. Kom honum þá eins og síðar meir að góðu haldi meðfædd skarpskyggni og athyglisgáfa, mannþekking og gott lag á fólki, hispursleysi í framkomu og algjört fordóma- leysi. Minnist ég þess ekki að hafa heyrt Ágúst tala illa eða særandi um nokkurn mann, en gjarnan af meðaumkun og skilningi um ógæfu- og afbrotafólk. Hann átti því venjulega létt um vik að afla sér upplýsinga jafnt frá háum sem lágum við rannsókn og uppljóstr- un sakamála. í uppþotum við Alþingishúsið í marz 1949 hlaut Ágúst alvarleg höfuðmeiðsli, þegar hann, sem einn af lögreglumönnum til varnar Alþingi, varð fyrir grjóthnullungi er hann var að forða burt úr grjóthríðinni lítilli stúlku, sem í óvitaskap hafði hætt sér inn á óeirðasvæðið. Ollu þessi meiðsli því, að hann varð að draga sig í hlé frá löggæzlustörfum. En þrátt fyrir nokkuð langan endurbata var það Ágústi gjör- samlega framandi að sitja auðum höndum, fyllast sjálfsaumkvun eða leggja árar í bát. Hann hóf þess vegna verzlunarrekstur og lampa- og skermagerð í félagi við konu sína, Hólmfríði Jónsdóttur. Ráku þau um skeið Leikfanga- og skermabúðina við Laugaveg og síðar umfangsmikla heildsölu. Á þessum tímum sérhæfingar tók Ágúst að sér öll hlutverkin. Hann pantaði vörurnar, leysti þær út í bönkum, sótti þær í vöruhús, ók þeim í búðir og innheimti greiðsl- ur. Á sinn hógværa hátt var hann hreykinn með sér að geta velt litlum höfuðstól margsinnis á hverju ári, svo heildárvelta fyrir- tækisins var oftsinnis meira en margfalt fjölmennari fyrirtækja. Enn meira virði var þó sú innri gleði, sem starfið veitti honum, einkum samskipti viö fólk. I bönkum bg búðum og hvarvetna sem hann kom, var honum tekið sem gömlum vini, sem með ein- stökum áreiðanleika, ljúfmennsku, greiðvikni og sanngirni í viðskipt- um hafði unnið sér gott orð og vinsældir allra. Glöggt dæmi var ánægja ungra dætra okkar að fá að fara með afa sínum að aka út vörum í búðir, þar sem honum var alls staðar svo vel tekið og e.t.v. smágóðgæti vikið að þeim. Ekki amaði það Ágúst, fullan af starfs- gleði, þótt vinnudagurinn fram á síðustu stundu væri oft langur. Alla tíð árrisull var hann oft farinn ofan á vinnustofu sína á tíma, sem flestir telja miðja nótt að ganga frá pöntunum, reikning- um og vörum, vinna að lömpum og skermum eða síðustu árin að sinna málaralistinni. Maður með slíka starfsgleði kvartar aldrei um svefnleysi. Þótt starfið væri ávallt megin áhugamál hans, gaf hann sér þó tíma til ýmiss konar tómstunda- iðkana. Kappsmaður var hann alla tíð og frábær íþróttamaður á unga aldri, einkum þó í glímu og hestamennsku eins og þeir bræður hans Þorgeir í Gufunesi og Jón í Varmadal og Björgvin heitinn. Fegurðarverðlaun glímumanna vann hann oftar en einu sinni og fáir skeiðhestar stóðust Flugu frá Varmadal snúning setna af Ágústi eða bræðrum hans. Síðar stundaði hann með mikilli ánægju laxveiðar á sumrin og þótti þá glöggur að finna hvar laxinn biti á enda að jafnaði fengsæll. Á veturna naut hann sín vel við spilaborðið, og ef hann fékk góð spil á hönd kom kappið upp og hraðinn varð svo mikill að venjulegt fólk festi vart auga á spilin og Ágúst var búinn að vinna fyrr en varði. Þótt vart verði sagt, að Ágúst hafi fylgst náið með listalífi um dagana, var hann þó fæddur listamaður sjálfur. Hann lék án nokkurrar tilsagnar á ýmis hljóð- færi í æsku og þá oft fyrir dansi á ungmenna- og öðrum félagssam- komum í sveitinni, söngmaður góður alla tíð og félagi lengi í lögreglukórnum, og loks á áttræð- isaldri tók hann til við málaralist. Prýða myndir hans nú fjölda heimila. Á síðastliðnu sumri hélt hann sína fyrstu málverkasýn- ingu, 77 ára að aldri, við góðar undirtektir. Ágúst var tvíkvæntur og varð fjögurra barna auðið, Svans og Bjargar frá fyrra hjónabandi, en með eftirlifandi konu sinni, Hólm- fríði Jónsdóttur, ættaðri frá Hemlu í Landeyjum, átti hann dæturnar Diönu og Hrafnhildi. Barnabörnin eru orðin fjölmörg og kunnu þau vel að meta afa sinn, ekki sízt, þegar hann brá á leik við þau, oft með slíkum gáska, að hæglátara og tápminna fólki stóð ekki á sama um og þurfti þá að minna hann á ekki síður en börnin að fara sér hægar. Mér virtist lífsspeki hans ein- föld en í samræmi við líf velti lífsgátunni og óleysanlegum vandamálum lítt fyrir sér, þaðan af síður hafði af þeim langvarandi áhyggjur, en einnig hljóðlátur trúmaður sem aldrei kveið morg- undeginum, því hann þekkti vel daginn í gær og naut og elskaði líðandi stund. Ég var svo lánsamur að þekkja Ágúst síðustu 16 æviárin og fór virðing mín og ást á manninum vaxandi við lengri og nánari kynni. Vona ég að þessar fáú, fátæklegu línur megni á lítinn hátt að sýna þann hug, sem ég hef borið til hans og það þakklæti sem Sg, kona mín og dætur kunnum honum fyrir allt það sem hann hefur verið okkur. Við munum öll sakna hans sárt. Megi Guð blessa minningu þessa góða og mæta manns. Kristján T. Ragnarsson. Á morgun verður til moldar borinn Ágúst Jónsson, heildsali og fyrrverandi rannsóknarlögreglu- maður frá Varmadal á Kjalarnesi, en þar var hann fæddur og uppalinn. Foreldrar hans voru Jón Þor- láksson, bóndi þar og kona hans Salvör Þorkelsdóttir. Ágúst missti föður sinn árið 1916, þá aðeins 16 ára að aldri, en móðir hans náði háum aldri. Var Ágúst elstur af sjö systkin- um og mæddi því fljótt á honum við fráfall föður þeirra, þó þau væru öll mánnvænleg og dugleg. Eftir að þau systkinin höfðu búið nokkur ár í Varmadal með móður sinni, fluttist Ágúst til Reykjavíkur, þar sem hann stund- aði sjómennsku og önnur störf, eftir því sem til féllu, uns hann gerðist lögregluþjónn í Reykjavík árið 1930. Hann varð starfsmaður rannsóknarlögreglunnar árið 1940, er hún tók til starfa sem slík og starfaði á hennar vegum uns hann lét af störfum vegna afleiðinga meisla. Vann hann síðan um skeið við skermagerð, er kona hans átti og var rekin verzlun í sambandi við framleiðsluna. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann heildsölufyrirtæki í Reykja- vík, sem hann rak til dauðadags. Það kom fljótt í ljós í uppvexti Ágústs, að hann bar af öðrum sakir afls, dugnaðar og ytri görfuleika. Hann var óvenjulega fríður sýnum, rúmlega meðalmaður á hæð, en samsvaraði sér mjög vel á vöxt. Man ég sérstaklega eftir því hvað þessir eiginleikar komu skýrt í ljós, er ég sá hann fyrst í lögreglubúningi, ýturvaxinn og virtist mér óvenjuleg reisn hvíla yfir honum. Hann fékk snemma áhuga á íþróttum, einkum íslenzkri glímu, epda náði hann langt í þeirri íþrótt og var í hópi beztu kapp- glímumanna landsins. Þótti hann glíma sérstaklega vel og vann hann að minnsta kosti einu sinni Stefnuhornið, sem var sérstök verðlaun fyrir fagra glímu. Það kom fljótt í ljós, að Ágúst var liðtækur á fleiri sviðum en í glímunni, enda naut hann þess þar eins og í henni, að hann var með afbrigðum fjölhæfur. Hann var líka óvenjulega verk- laginn að hverju sem hann gekk og var eins og allt léki í höndum hans. Yfirmenn hans í rannsóknarlög- reglunni veittu því fljótt athygli, að honum var einkar sýnt að komast að kjarna hvers máls og þótti hann óvenju duglegur að leysa að því er virtist lítt leysanleg mál. Fyrirtæki sitt rak hann með sama dugnaði og önnur störf, þrátt fyrir það að hann hafði enga sérþekkingu eða nám að baki í verzlunarfræðum. Komu honum þar í góða þagu meðfædd náttúrugreind og hag- nýtar gáfur. Ágúst hafði einnig til að bera listrænar gáfur. Hann var söngmaður góður og um langt skeið meðlimur karla- kórs lögreglumanna, enda einn af stofnendum hans. Mun hann og einhvern tíma hafa verið einn af einsöngvurum kórsins. Hin síðari árin gjörðist Ágúst frístundamálari. Liggur ótrúlega mikið eftir hann í þessum efnum, þrátt fyrir nauman tíma vegna fyrirtækisins. Hann hann var hamhleypa í þessu sem öðru. Ágúst átti því láni að fagna að njóta góðrar heilsu fram til hins síðasta. Hann kenndi þó fyrir skömmu nokkurs lasleika og varð hann að gangast undir uppskurð sem leiddi í ljós, að hann gekk með ólæknandi sjúkdóm. Rétt áður en uppskurðurinn var gerður var hann spurður að því hvernig þetta legðist í hann, en hann svaraði því til léttur í bragði, að hann væri jafnvel undir báða möguleikana búinn. Ágúst lætur eftir sig konu og börn. Kona hans er Hólmfríður Jóns- dóttir, sem bjó manni sínum smekklegt og aðlaðandi heimili að Melabraut 12, Seltjarnarnesi. Þau eignuðust tvær dætur.Díönu og Hrafnhildi, sem báðar eru á lífi og eiga börn. Frá fyrra hjónabandi átti Ágúst tvö börn, Svan og Björg, sem einnig eru bæði á lífi, Svanur giftur, en Björg ekkja. Við hjónin minnumst að leiðar- lokum margra ánægjulegra sam- skipta við Ágúst og konu hans Hólmfríði, jafnframt því sem við vottum henni, dætrum hennar ög fjölskyldum, okkar innilegustu samúðaróskir, svo og börnum hans af fyrra hjónabandi. Þormóður Ögmundsson. CITROÉNA GLÆSILEIKI ÞÆGINDI — ÖRYGGI CITROÉN^ ER ÁVALLT Á UNDAN Fáir bílar hafa vakiö jafn míkla athygli og CITROéN CX, þegar hann leit dagsins Ijós. Þetta er lúxusbíll í sérflokki og gerður fyrir þá, sem gera mestar kröfur til akSturseiginleika, þæginda og fegurðar. CITROÉN CX er fáanlegur í tveim gerðum, sem 5 manna fólksbítl eða stationbíll, sem hægt er að bæta í 3 aukasætum og er hann þá fyrir 8 manns. Talið við sölumenn okkar um verð og hina hagkvæmu greiðsluskilmála. SJÁIÐ - REYNSLUAKIÐ - SANNFÆRIST Gtobuse LÁGMÚLI 5. SÍMI81555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.