Morgunblaðið - 20.04.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1978
37
BLÖNI
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB. ©
Sumarmálahjal
Nú hefur vetur kvatt og
garðyrkjufólk fer óðum að
hugsa sér til hreyfings
þ.e.a.s. þeir sem ekki eru
þegar byrjaðir vorstörfin.
Fyrstu vorgestirnir hafa
heilsað broshýrir að vanda:
vorliljur vorboðar, vetrar-
gosar og krókusar og nota
nú hverja sólskinsstund til
þess að láta ljósið sitt skína,
einkum þeir sem eru svo
heppnir að eiga sér sama-
stað sunnanundir húsvegg,
hinir verða að láta sér lynda
að verða ofurlítið seinna á
ferðinni. Páskaliljur, túlí-
panar og fjöldamargt fleira
er nú að ryðjast upp úr
moldinni og bjóða útmán-
aðanepjunni byrginn. Og þá
er nú keisarakrónan í ess-
inu sínu! Þarna rýkur hún
upp úr öllu valdi og gerir
eigendur sína svo skelkaða
að þeir þora margir hverjir
ekki annað en að hafa tóma
tunnu til taks til þess að
hvolfa yfir hana ef von er á
frosti. Garður og gróðurhús
er sannkallaður ævintýra-
heimur um þessar mundir
og „enn eitt lífsins undur
skeður“ svo að segja dag-
lega. r'
En þó okkur geti dvalist
við að horfa á þessa fríðu og
litfögru gesti okkar, spjalla
ögn við þá og hlúa að þeim,
dugir ekki að láta allt lenda
í því, margt annað kallar að.
Trén sem enn standa nakin
minna á að eitthvað þurfi
að gera þeim til góða meira
en að gefa þeim áburð. Það
þarf að snyrta þau eftir
bestu getu, sníða af greinar
sem aflaga vöxt þeirra,
grisja krónurnar hæfilega
svo að sól og loft nái að
leika um þær þegar þær
skrýðast laufi. Þá má ekki
gleyma limgerðinu og fyrir
alla muni horfið ekki í að
klippa sprotana sem e.t.v.
hafa náð 50—60 sm vexti s.l.
sumar. Verið þess minnug
að t.d. á víði — en ýmsar
víöitegundir eru algengustu
tré í limgerði hér á landi —
má lækka sprotana frá því
í fyrrasumar niður í 15—20
sm.
Ýmsar fjölærar jurtir
sem snemma eru á ferðinni
eru farnar að sýna lífsmark
l.s.g. Gott er að skera ofan
af þeim kalstönglana áður
en blöð fara að vaxa að ráði,
en sjálfsagt er að skýla
þeim enn um sinn með því
sem skorið var ofan af og
öðru sem til fellur t.d.
skrælnuðu trjálaufi, en allt
þvíumlíkt fer vitanlega í
safnhauginn þegar hlýnar
fyrir alvöru.
En það sem mest veltur á
er að komast sem fyrst í
vor- og ræktunarskap,
horfa björtum augum til
komandi sumars og svo
sannarlega ^eta hinar fall-
egu vísur I GRÓANDAN-
UM eftir Einar Ól. Sveins-
son lyft sálinni og komið
okkur á rétta braut í því
efni:
Grænkar og grær
hin KÓða jörð
nýgresið hlær
um holt og börð.
Allt sem var sært
er aftur grættt
allt. sem var dautt
er endurfætt.
Grasið sprettur
við gróðrarskúr
vakið af vori
eftir vetrardúr.
Og stráin hendur
til himins rétta,
gott er að gróa
gott er að spretta.
GLEÐILEGT SUMAR
Ums.
Ráðstefna
skólastjóra
og yfirkenn-
ara haldin
um helgina
FÉLAG skólastjóra og yfir
kennara á grunnskólastigi
gengst fyrir ráðstefnu skóla-
stjórnarmanna á Norður
landi dagana 22. og 23. apríl
að Stórutjörnum.
Á ráðstefnunni verður
fjallað um verkefni sem
stjórnendum skólanna eru
fengin í hendur en þau hafa
aukist mjög á síðustu árum,
m.a. með tilkomu grunn-
skólalaga. Ýmsir aðrir þættir
hafa haft áhrif á störf
skólastjórnarmanna og er
talið rétt og eðlilegt að
skólarnir sinni þeim.
í því sambandi verður rætt
um stjórnunarkvóta skól-
anna, sbr. grunnskólalög, og
fjallað um reglugerðir sem
settar hafa verið samkvæmt
grunnskólalögum og áhrif
þeirra á skólastarfið.
Enn fremur verður rætt
um kjaramál félagsmanna og
almenn félagsmál.
Auk skólastjóra og yfir-
kennara hefur fræðslustjór-
um svæðanna verið boðið til
Stórutjarna.
Fyrirlestur
um vernd
gamalla húsa
DAGANA 21.—26. apríl verður
Rohert Egevang, safnvörður við
danska þjóðminjasafnið, hér á
landi í boði Arbæjarsafns og
Þjóðminjasafns. Hann vinnur að
húsvernd og hefur stjórnað mörg-
um rannsóknum í bæjum, þar sem
unnið hefur verið að skipulagi,
sem miðar að verndun gamalla
hverfa.
Robert Egevang heldur fyrir-
lestur í Norræna húsinu laugar-
daginn 22. apríl kl. 15. Fyrirlestur-
inn nefnist „Gode Boliger i gamla
huse, — Bevaring og sanering i
eldre stadsmilieu i Danmark".
Söngskemmt-
un og kaffisala
í Sandgerði
Sandgerði, 18. apríl.
KIRKJUKÓR Hvalsneskirkju, sem
haldið hefur uppi blómlegu félags-
starfi hér á s.l. hausti og í vetur,
m.a. með félagsvist o.fl., hyggst
fagna sumri í samkomuhúsinu í
Sandgerði á sumardaginn fyrsta
hinn 20. þessa mánaðar klukkan 16
með söngskemmtun og kaffisölu.
Þar mun syngja blandaður kór,
kvennakór og einnig tvöfaldur
kvartett. Söngstjóri kirkjukórsins
er nú Þorsteinn Gunnarsson.
— Jón
Philips kæliskápar eru til í 10 mismunandi stærðum
og gerðum.
Philips kæliskápar eru með álklæðningu, sem þýðir
betri kuldaleiðni, vel innréttað kælirými, góða geymslu í
hurð og færanlegar hillur.
Philips kæliskápar fást með sér hurð fyrir frystihólf.
Góður matur þarfnast góðrar geymslu, þess vegna
köllum við Philips kæliskápa forðabúr fjölskyldunnar.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 - 15655