Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 35 1967: Líður aö leikslokum. Vivien Leigh í garðinum sínum í Sussex. Þau Olivier eru búin að vera skilin í tíu ár. Leikkonan í búningsherberginu. Þetta er árið 1942, stríðið er búið að vara í Þrjú ár og Vivien hefur lagt kvikmyndaleikinn á hilluna í bráð; og Olivier er kominn í herinn. fyrir valinu. En Vivien var nærri óþekkt í Hollywood. Samt fór það svo, að hún fékk hlutverkið. Hún var tvö ár að koma því í kring, en henni kom aldrei til hugar að gefast upp, og að lokum fékk hún sínu framgengt — eins og endranær. Gegndarlaus ýtni Svo vildi til, að umboðsmaður Laurence var bróðir framleiðandans „Gone With the Wind“ — David Selznick. Um veturinn 1938 hélt Laurence vestur um haf til Bandaríkjanna að leika þar í kvikmynd. Þegar skammt var liðið á kvikmyndatökuna ákvað Vivien skyndi- lega að skjótast vestur og hitta mann sinn áður en æfingar hæfust á verki sem hún átti að leika í við Old Vic-leikhúsið í London. Það var skiljanlegt, að hún þráði að hitta mann sinn. En það vildi svo til, að hún þráði líka mjög að hitta umboðs- manninn hans, Myron Selznick. Hún hafði aðeins fimm daga til ferðarinnar allrar, og hún varð að fara með flugvél og fara strax. Það var skammur tími til stefnu. En hún notaði hann vel: á leiðinni í flugvélinni vestur æfði hún linnulaust ýmis „Scarlett-svipbrigði" sem hún ímyndaði sér að væru líklegust til áhrifa. Þessar æfingar báru árangur: um leið og þau Myron Selznick sáust sannfærðist hann um það, að hún væri sem sköpuð til hlutverksins. Hann gerði David bróður sínum undir eins viðvart — og David kom, sá og sannfærðist líka. Nú má vel vera, að Vivien Leigh hafi verið allra leikkvenna bezt fallin til þessa hlutverks. En hitt er víst, að hún hefði aldrei fengið það (fremur en ún hefði náð í Olivier), ef ekki hefði verið þessi gegndarlausa ýtni og einbeitni. En viljastyrkur, einbeitni taumlaus og metnaður eru ekki alltaf einhlít og geta stundum orðið mönnum til ills. Þessir eiginleikar fleyttu Vivien Leigh langt, en þeir áttu líka áreiðanlega sinn þátt í því, að illa fór að lokum. Að því er segir í ævisögu hennar þráði hún mjög að ala Laurence manni sínum barn. Hún varð nokkrum sin um barnshafandi — en missti alltaf fóstrið. Einu sinni meðan stóð á töku kvikmynd- ar, „Sesar og Klópatra", og höfðu læknar ráðið henni frá því að leika í myndinni eins og hún var á sig komin. Það sótti að henni ákaft þunglyndi um tíma eftir þetta, og um það leyti fór að bera á sjúkdómnum, sem síðar varð henni að falli, hún fór að umhverfast í skapi þegar sízt varði, réðist þá á eiginmann sinn og aðra, jós þá svívirðingum og gekk jafnvel í skrokk á þeim. Fræðgardraumurinn Astæðulaust er að efast um það, að hana hafi langað einlæglega til þess að eignast barn. En pietnaðargirnin var slík, að hún varð þeirri löngun yfirsterkari í hvert sinn. Það virðist, að hún hafi þráð það mest af öllu, að menn viðurkenndu leikhæfileika hennar; það var henni nærri lífsnauðsyn að sanna það öllum heimi, og þó einkanlega eiginmanni sínum, að hún væri afburða leikkona. Hana dreymdi um það að verða jafngóður leikari og hann — og helzt fremri, að því er ævisöguritari hennar heldur fram. Olivier reyndi hvað hann gat að hjálpa henni til þess að þroska hæfileika sína. Hann reyndi að breyta rödd hennar með sérstökum æfingum (röddin stóð henni alltaf fyrir þrifum að því leyti, að hún hæfði illa harmleikjum). Hann veitti henni öll þau tækifæri, sem í hans valdi stóð. Hann var yfirleitt óþreytandi að hjálpa henni. En hann gat vitanlega ekki gert kraftaverk. Og hjálp hans hrökk ekki til. Vivian Leigh lék mjög vel þegar hún vandaði sig. En það var reginmunur á leik þeirra hjóna, Laurence og hennar — og hann minnkaði ekki með árunum heldur jókst, þrátt fyrir fullan vilja beggja til þess að jafna metin. Flestir leiklistargagnrýnendur fóru yfirleitt lofsamlegum orðum um Vivien, þegar hún var upp á sitt bezta. Sumir voru jafnvel svo raunsarlegir að kalla hana mikla leikkonu. Ekki voru þó allir svo kurteisir. T.C. Worsley sagði t.d. eitt sinn um hana, að „hún er ekki og verður aldrei fær um að leika í klassískum harmleikjum. Það er augljóst mál. Hana skortir einfaldlega alla burði til þess“. Og mun það láta nær lagi. Kenneth Tynan var sérstaklega uppsig- að við hana. Hann gaf henni undan- tekningarlítið mjög slæma dóma. Árið 1955 léku þau — hún og Laurence — saman í Macbeth í Stratford-upon-Avon. Það var eitthvert glæstasta leikár Oliviers þar, og fékk hann vitanlega frábæra dóma. Vivien, sem lék lafði Macbeth, hlaut hins vegar lítið lof fyrir frammistöðu sína, og Kenneth Tynan dró hana sundur og saman í háði. Henni hlýtur því að hafa orðið ljóst, að hún ætti skammt eftir með Laurence, þegar hann fór að bjóða Tynan heim til Notley Abbey vikum oftar. Hún snerist auðvitað til varnar. Hún reyndi að vekja manni sínum afbrýði, fór að daðra við Peter Finch, en það hafði engin áhrif. Þá reyndi hún enn að ala honum barn, en missti fóstrið. Það var árið 1956, réttum tuttugu árum eftir að þau hittust fyrst. Upp frá því hallaði sífellt undan fæti fyrir henni. Sjúkdómurinn ágerðist, og æðisköstin urðu æ tíðari. Ári seinna var svo komið, að Olivier treystist ekki lengur til að búa við þetta, og þau skildu. Franska Bókasafnið (Laufásvegi 12) Þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:30 veröur sýnd franska kvikmyndin með enskum texta: „La vache et le prisonnier“ (Kýrin og fanginn) Myndin er frá árinu 1959 og gerð af H. Verneuil, en meö aöalhlutverk fer Fernandel. Myndin fjallar á gamansaman hátt um flótta fanga nokkurs af frönsku þjóöerni í Þýskalandi á stríösárunum 1940—1944. Eftirlíking af grófum VIÐARBITUM Auðvelt í uppsetningu HURÐIR hf.# Skeifunni 13 BREIÐHYLTINGAR! MUNIÐ AFMÆLISHAPPDRÆTTI LEIKNIS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.