Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 DOMSMAL Umsjón: ÁSDÍS RAFNAR 17. júlí 1971 um kl. 10 að kvöldi varð A fyrir slysi er hann var að lagfæra dráttarvél er stóð á hlaðinu við bæinn D. Eigandi dráttarvélarinnar var B bóndi á bænum D. í skýrslu fyrir lögreglunni í viðkomandi sýslu skýrði B. m.a. á þennan hátt frá tildrögum slyssins: „Dráttarvélin mín hafði verið mjög erfið í gang undanfarið og fór ég því heim til A og bað hann að gera við vélina fyrir mig, en hann er mjög lagtækur og hafði oft gert við vélar fyrir mig áður... A sneri sér strax að því að gera við vélina, en hún stóð á veginum heima við hús. Er hann var u.þ.b. að ljúka verkinu ætlaði ég að fara inn í bæ til að athuga með kaffi, en stoppaði sem snöggvast á stéttinni til að athuga með drifskaft, sem þar var. Er ég sneri mér frá dráttarvélinni vár hún komin í gang og A stóð til hliðar við hana eins og hann væri að hlusta í henni ganginn. Það næsta sem ég verð var við er að vélin er komin af stað; leit ég þá við og sé að A liggur á jörðinni og dregst með vélinni. Virtist mér eins og hann hefði fest hægri fót í henni. Ég geri mér ekki fulla grein fyrir hvað skeði en ég hljóp fram með vélinni sem fór í sveig til hægri og stöðvaðist við vegg mjólkur- hússins. Er ég kom að var A laus við vélina og lá hægra megin við/ eða framan við afturhjólið. Strax var hringt á lækni og sjúkrabíl, því ég gerði mér grein fyrir því að hér var um töluvert slys að ræða...“. í utanréttarskýrslu skýrir A svo frá m.a. „... Var ég að athuga ganginn í mótornum. B sneri sér nú frá dráttarvélinni og ætlaði inn í hús og rétt í því að hann hefur snúið sér frá vélinni hrekkur hún í gír. Varð ég fyrir dráttarvélinni og dróst með henni nokkra metra þar til hún stoppaði á mjólkurhúsveggnum... Ekki geri ég mér nánari grein fyrir tildrögum slyssins né heldur af hverju vélin hrökk i gír. E.t.v. hefur orðið einhver bilun í girkassa eða slit í honum orsakað þetta...“. A og B bar saman um að veður hafi verið kyrrt og þurrt þetta kvöld og að hlaðið sem dráttarvélin stóð á sem er malarborið væri hallalaust. B kvaðst ekki vita til þess að vélin hefði áður hrokkið í gír. Að beiðni A voru matsmenn dóm- kvaddir til að gefa álit sitt um ástand dráttarvélarinnar og orsakir slyssins. í maí 1972 höfðaði A mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hend- ur B sem skráðum eiganda ökutækisins og ábyrgðaraðila þess skv. 67. gr. 1. mgr. og 69. gr. 1. mgr. umferðarlaga nr. 40/1969. Ennfremur gegn því vátryggingarfélagi sem dráttar- vélin var tryggð hjá lögboðinni ábyrgðartryggingu. A krafðist bóta af þeim óskipt fyrir tíma- bundna örorku og varanlega örorku skv. örorkumati, enn- fremur útlagðs kostnaðar vegna slyssins og miskabóta vegna þjáninga og röskunar á stöðu og högum. Stefndu kröfðust sýknu. Sókn og vörn um fébótaábyrgðina eina saman Við munnlegan málfiutning málsins lýstu lögmenn aðila því yfir og ráðstöfuðu sakarefninu á þann hátt að þeir væru sammála um að æskja þess að málið væri fyrst einungis flutt munnlega um ábyrgðarþátt þess en aðrir þættir málsins hvíli á meðan. Rökstuðningur stefnanda A fyrir óskiptri bótaábyrgð stefndu var m.a. á þá leið að B hefði ekki gætt ákvæða 7. mgr. 25. gr. umferðarlaga þar sem segi að þegar ökumaður yfirgefi vélknúið ökutæki þá skuli hann stöðva vél þess og ganga svo tryggilega frá þvi að það geti ekki runnið sjálfkrafa. Dráttar- vélin hafi verið af árgerð 1951 og megi nærri geta hversu slitin hún hafi verið og mjög líklegt væri að einhvers konar bilun hafi orðið í gírkassa vélarinnar sem hafi valdið því að hún ók af stað á A. Samkvæmt 1. mgr. 67. gr. umferðarlaga beri sla öku- tækis. Ekkert hafi komið fram sem bent gæti til þess að A ætti sjálfur einhvern þátt í orsök slyssins. Hann hafi hegðað sér dráttarvélarinnar, og að hreyf- illinn hafi verið settur í gang eftir að hann skipti um platínur. Því áliti matsmannanna að hann hafi staðið klofvega yfir slátturvélargreiðunni í umrætt sinn hafi ekki verið hnekkt. Eftir frásögn A hafi hann í upphafi viðgerðar farið upp í dráttarvélina til að reyna að setja hreyfil hennar í gang en það hafi ekki tekist og hann kvaðst ekki muna hvernig hann hafi gengið frá dráttarvélinni áður en hann sté niður úr henni né hvort stöðuhemill hafi vérið á henni eða hvort hún hafi verið í gír. Ekkert hafi komið fram um að fyrirstaða hafi verið sett við hjól dráttarvélarinnar eða hún skorðuð á annan hátt. Upplýst væri að A væri vanur að gera við vélar, þ. á m. dráttarvélar og að hann hefði Slys, er dráttarvél rann stjórnlaus á viðgerðarmann Dómur Hæstaréttar 24. febrúar sl.: Um fébótaábyrgd að öllu leyti eðlilega við þá smávægilegu viðgerð sem hann hafi ætlað að framkvæma með B. B hafi verið viðstaddur og til taks við stjórnun dráttarvélar- innar ef á þyrfti að halda þar til að hann hefði vikið sér frá vélinni nokkur skref í sama mund og vélin ók á A. Vélin hefði verið í notkun sem vélknú- ið ökutæki er slysið varð. Sá búnaður að öryggishlíf vantaði á sláttuvélargreiðuna er stakkst í fót A hefði verið óforsvarnan- legur og á ábyrgð hins skráða eiganda ökutækisins. Sýknukröfuna studdu stefndu þeim rökum m.a. að A hefði ekki tekist að sanna að annar beri ábyrgð á völdum slyssins en hann sjálfur. Hann hefði ekki getað gert grein fyrir því, hvernig slysið varð. Enginn sjónarvottur hafi verið að því og hann því einn til frásagnar og hafði aðeins komið með tilgátur um orsökina. Hann tali um bilun vegna slits, en matsmenn hefðu hnekkt því áliti. A hefði verið í þeirri aðstöðu er hann varð fyrir slysinu, þar sem hann var að framkvæma á eigin spýtur viðgerð á dráttarvélinni að hann öðlist ekki bótarétt á hendur stefndu nema hann færi lögfullar sönnur að því að ábyrgðarskilyrðum sé fullnægt skv. almennu skaðabótaregl- unni, en þær sönnur bresti. Eitthvað hefði orsakað að drátt- arvélin fór á hreyfingu og ekki sé öðrum í því efni til að dreifa en A. Þeir sem vélknúin ökutæki þekkja vita að ef vélin er ræst meðan tengt sé í gír, þá hrökkvi tækið úr stað og getur hæglega runnið sem um akstur væri að ræða unz það verður stöðvað eða fyrirstaða stöðvar það. A hefði borið að sjá til þess að vélin væri ekki gírtengd er hann ræsti hana, að handhemill væri spenntur og fyrirstaða væri fyrir hjólum ef hugsanlega gat verið þörf á því áður en hann ræsti vélina. Vanræksla A í þessu efni sem líklegast væri að hann hefði gert sig sekan um hafi verið stórkostlega gáleysis- leg. A hafi verið að rækja starf sem hann hafi tekið að sér að annast vegna þekkingar sinnar og reynslu á því sviði. A hefði slasast vegna mistaka sinna við framkvæmd viðgerðar, en ekki vegna notkunar dráttarvélar- innar í merkingu 1. mg.r 67. gr. 1. mgr. 67. gr. umferðarlaga: „Nú hlýzt slys eða tjón á mönnum eða munum af skráning- arskyldu, vélknúnu öku- tæki í notkun, og er Þá Þeim sem ábyrgö ber á ökutækinu, skylt aö bæta þaö fé, enda Þótt slysið eöa tjóniö veröi eigi rakiö til bilunar eöa galla í tækinu eöa ógætni ökumanns.. 1. mgr. 69. gr. s.l.: „Skráður eöa skráningar- skyldur eigandi vélknú- ins ökutækis ber ábyrgö á Því og er fébótaskyldur samkvæmt 67. gr. —“. Vélknúið ökutæki: Sér- hvert ökutæki meö aflvél til aö knýja Það áfram, akv. 2. gr. s.l. umferðarlaga. Því ætti málsókn á hendur tryggingarfélaginu sér ekki lagastoð. Orsök slyssins leidd af líkum — Stórkostlegt gáleysi í dómi undirréttar segir m.a. að enginn sjónarvottur hafi verið að slysinu og A því einn til frásagnar um það. Honum hafi ekki tekist að sýna fram á með hvaða hætti slysið varð og því verði að leiða orsök þess af likum. I matsgerð sem ekki hafi verið hnekkt segi að við athugun á skiptibúnaði, skiptistöng og skiptigöfflum hafi verið um mjög óverulegt slit að ræða, og ekkert óeðlilegt að finna við skiptihjól á efra öxli. Matsmenn telji nær engar líkur á að dráttarvélin hafi, með hreyfil í gangi af sjálfsdáðum farið í gír og ennfremur að eins og lands- lagi var háttað á slysstað væri óhugsandi að vélin hafi af sjálfsdáðum hreyfst úr stað. Samkvæmt þessu væri ekki öðrum líkum til að dreifa en að dráttarvélin hafi farið af stað af völdum A sjálfs. A hefði verið að gera við dráttarvélina er slysið varð og hún því ekki í notkun sem vélknúið ökutæki í skilningi 1. mgr. 67. gr. sbr. 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga. Fébótareglur þeirra laga ættu því ekki við i máli þessu og bæri þegar af þeirri ástæðu að sýkna trygg- ingarfélagið. A hafi viðurkennt að hann hafi staðið einn við hægri hlið unnið við akstur slíkra véla svo árum skipti. Þegar allt þetta væri virt verði að telja, að orsök slyssins verði einungis rakin til stórkostlegs gáleysis A sjáífs við framkvæmd viðgeréar þeirr- ar sem hann tók að sér í umrætt sinn. Var B því sýknaður, en málskostnaður felldur niður. Vangá A um að kenna A áfrýjaði málinu til Hæsta- réttar, og í dómi réttarins segir m.a. að fallast verði á niður- stöðu héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum samdómendum, að dráttarvélin hafi eigi farið á hreyfingu vegna neins konar bilunar í henni sjálfri, heldur hafi hreyfing hennar stafað af því, að áfrýjandi A hafi af vangá komið við skiptistöngina og dráttarvélin þess vegna farið í gír. Sú niðurstaða hefði einnig stoð í áliti hinna dómkvöddu manna. Ekki þótti hin hlutlægá ábyrgðarregla 67. gr. 1. mgr., sbr. 1. mgr. 69. gr. umferðarlaga eiga við um slys A, er vann að viðgerð vélarinnar. Ekki hafði verið sýnt fram á það í málinu, að slysið hafi hlotist af sak- næmu atferli af hálfu B, Qg var hinn áfrýjaði dómur staðfestur. í héraði kvað upp dóminn Björn Þ. Guðmundsson, borgar- dómari ásamt meðdómendunum Finnboga Eyjólfssyni bifvéla- virkjameistara og Guðmundi Björnssyni prófessor. í Hæstarétti dæmdu dómar- arnir Ármann Snævarr, Bene- dikt Sigurjónsson, Björn Svein- björnsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.