Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 57 • Takið strætó + Yfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum hafa látið mála einn af strætisvögnum borgarinnar á þennan skemmtilega hátt. Þetta var gert til að minna fólk á það, hversu miklu hagkvæmara væri að nota almenningsvagna en að aka um í eyðslufrekum einkabflum, sem taka fáa farþega en mikið pláss á götum úti. + Það virðist vera orðin nokkurs konar hefð í Holly- wood að gera framhalds- mynd, ef einhver kvikmynd gengur vel og aflar fram- ieiðendum sfnum góðra tekna. Nýlokið er gerð framhalds um Ókindina (Jaws) og er þar önnur ókind á ferðinni, því hin var jú drepin. Roy Schneider fer með hlutverk lögreglustjóra í vinsælum ferðamannabæ eins og í fyrri myndinni. Nú er einnig byrjað að gera framhald af kvikmynd- inni „ROCKY“, sem sýnd er hér þessa dagana. Nefnist hún „Rocky 2“ -og vitanlega fer Sylvester Stallone með aðalhlutverkið í nýju mynd- inni eins og í hinni fyrri. — Það er Susan Ford, dóttir fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, sem tekur þarna mynd af Roy Schneider. Og stúlkan á myndinni með Sylvester Stallone er Olivia Newton John. + Leikarinn Omar Sharif lýsir því yfir í sjálfsævisögu sinni að engin kona geti staðist hann (þá vitum við það). Hann segist oft verða ástfanginn og þá helgi hann sig þeirri konu algerlega. Þeirra á meðal eru margar frægar leikkonur s.s. Ingrid Bergman, Anouk Aimée, Barbra Streisand og Ava Gardner. Hann lýsir Ingrid Bergman sem full- kominni konu, sem geri allt til að geðjast þeim manni sem hún elskar. Sjaldnast varir samband hans við sömu konuna lengur en sem nemur upptöku einnar myndar. Bn undantekningin sannar regluna. Samband hans við Streisand stóð yfir meðan þau léku í myndunum „Funny Girl“ og „Funny Lady“. Omar Sharif er Arabi en Barbra Streisand Gyðingur og olli samband þeirra miklu fjaðrafoki í Egyptalandi. Dagblöð í Kairo lögðu til að Sharif yrði settur á svartan lista og sviptur vegabréfi sfnu. Þegar hann frétti þetta sendi hann strax skeyti til Kairo-blaðanna þar sem hann sagðist ekki spyrja stúlku um þjóðerni eða trúar- brögð áður en hann kyssti hana. Omar Sharif er kvæntur einni þekktustu leikkonu Egypta, Fat- en Hamama, og eiga þau einn son. Frú Sharif kippir sér ekki upp við ástarævintýri eigin- manns sfns. Omar Sharif getur því þakkað fyrir að vera múhameðstrúar. En samkvæmt henni má hann eiga 4 konur. fclk í fréttum Okkar landsþekktu bylgjuhuróir Framleiðum eftir máli. HURÐIR h.f„ Skeifunni 13 sími 81655. M.B. Kópur VE-11 Höfum til sölu m.b. Kóp VE-11. Báturinn, sem er 92 rúmlestir, er meö 600 hö Cummins aðalvél, árgerð 1977, ganghraði 12 sjómílur. Báturinn hefur verið endurbyggöur aö hluta og er vel búinn nýlegum tækjúm. Til afhendingar 15. maí n.k. GOLFDUKAR Eigum > fyrirli^gjandi hina viöurkenndu Fagertun gólfdúka frá Noregi. Heildverzlun Hagstætt verð ú FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.