Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Ný, fjársterk og óskammfeilin Jesúhreyfing heggur að trúfrelsishugsjóninni vestanhafs „Guð býr í gjald- heimtunni amma” „Heimspekingurinn og sálfræð- ingurinn William James sagði eitt sinn, að trúarbrögðin væru orðin að hvimleiðum vana“, sagði séra Fullham, „og einmitt það hefur gerst í Biskupakirkjunni. Staðan er hálf vonleysisleg; kirkjan hef- ur varið tíma sínum til að fága helgisiði og hefur þar af leiðandi fækkað um einn í söfnuðinum á hverjum fimm mínútum síðastlið- in tíu ár. Við verðum að hafa hugfast að helgisiðir eru aðeins tæki til að ná settu markmiði. Það er kominn tími til að við leiðum kirkjuna aftur til Heilagrar ritn- ingar og útbreiðum orð drottins eins og ætlast var til í upphafi.". Þetta er nákvæmlega það, sem séra Fullham, sóknarprestur í Darien i Connencticut i Banda- ríkjunum, reynir að gera. A hverjum sunnudegi boðar hann sóknarbörnum sínum, alls 1200, auk allt að 300 utanaðkomandi gestum, eitthvað, sem þeim er ný- næmi, „frelsun" og „líf opið heilögum anda“. Á fimm árum hefur séra Fullham orðið með allra kunnustu predikurum í Bandarikjunum og er nú svo vin- sæll að hann ver tveimur þriðjungum tima síns í öðrum byggðarlögum við að reyna að innræta mönnum andlega endur- fæðingaraðferð sína. Sökum anna hefur hann tekið upp á því að framleiða segulbönd með bæna- gerðum sínum og kenningum, sem fólk hvar sem er i veröldinni getur hlýtt á. „Séra Fullham er dásamlegur", sagði ung kona við blaðamann, veiztu að hann kemur fram í fjórtán sjónvarpsstöðv- um?“ En hversu óhemju vinsæll sem séra Fullham kann að vera þá er hann gott dæmi um þá trúarlegu vakningu, sem fer nú sem flóð- bylgja yfir Bandaríkin gervöll. Tugir milljóna berjast á gang- stéttum fyrir viðtöku á þeirra eig- in skilningi á drottins orði, í þús- undum söfnuða, eintrúarkirkjum og hálfkirkjum, í útvarps- og sjón- varpssendistöðvum, sérhópum og samtökum, á einkaheimilum og trúarlegum viðskiptafyrirtækj- um. Hitt vita aftur á móti færri hvílíkt hundelti, ógnun og þvinganir þessi „andans" ástund- an hefur haft í för með sér. Virð- ist svo sem ofstækismönnum þeim fari sífellt fjölgandi, er telja að tilraunir til að tæla nágrann- ann til hins nýja siðar séu allra trúarathafna lofsverðastar. Svíf- ast þeir einskis til að kljúfa rót- gróna söfnuði, virða í engu hug- myndir um trúfrelsi og ganga fram af fólki, sem ber aðra guð- fræði fyrir brjósti en þá, sem dregin verður saman framan á skyrtubol eða á límmíða. Fórnarlömbin elt á röndum Roy Brown, viðskiptamaður í Charlotte í North-Caroline, er að- eins eitt dæmi af fjölmörgum um hvernig atsaklaus maður verður að fórnarlambi. Hann hafði nýlok- ið við að ganga frá samningi við viðskiptavin og rétti honum skrif- færi til að undirrita skjalið. Við- skiptavinurinn lét sem hann tæki ekki eftir þessu en sagði aftur á móti: „Það er eitt í viðbót. Ert þú endurfætt Jesúbarn?" Þótt geng- ið væri um síðir frá undirritun samningsins, óskar Roy Brown þess nú að hann hefði aldrei fyrir- hitt þennan einstaka viðskipta- vin. Með þvi að neita því að krjúpa á kné og biðjast fyrir i skrifstofunni og þvertaka fyrir að ræða trúmál, sem í hans augum er einkamál, gaf Roy Brown á sér höggstað, sem útsendarar hvers kyns evangelískra trúarhópa hafa óspart notfært sér. I fyrstu var átroðslan þreytandi en með því að mótþrói Browns jókst fór sim- þráðurinn að glóa og uppivöðslu- seggir að gera sér tíðfarið heim til hans. Eftir þjá mánuði hafði strið- ið á hendur honum súnist upp í allsherjar ofsóknir og liður Brown nú önn fyrir. Fyrirtæki hans hefur átt velgengni að fagna en þó er það nógu smátt til að verja illa fyrir barðinu á fjárhags- þvingunum af þvi tagi, sem nýj- ustu gestirnir hafa hótað. „í sann- leika sagt“, sagði hann, „er svo komið að það hefur hvarflað að mér að láta undan, Ijúga að þeim og ganga í hópinn til þess eins að hrista þá af mér.“ Viðskiptafólk, sölumenn, verka- fólk, embættismenn, námsfólk og aðrir sæta átroðningi og ófyrir- leitni „Jesúhreyfingarinnar" stöðugt og hefur kunnur guðfræð- ingur nefnt þetta „ódráttarein- kenni" hennar. En skjaldberar Jesúhreyfingarinnar eru ekki einvörðungu endurfædd Jesú- börn, heldur einnig Kristgyðingar og Moonsinnar (áhangendur séra Sun Myung Moon). í röðum þeirra fyrirfinnast ekki aðeins þeir, er telja sjálfa sig frelsaða þar eru einnig stórtækir fjár- öflunarmenn. Líkt og margar hreyfingar af sama toga á þessi nú töluvert undir sér. Dæmum ógnana og ofstækis fjölgar. Sum þeirra eru siður en svo ný af nálinni eins og harm- saga Moon-fjölskyldnanna, en hjá þeim henti að foreldrar kyrrsettu börn sín, sem þeir töldu að hefðu verið afvegaleidd og blekkt af föslkum Messfasi, og ekki hefur svellandi móðir götupredikara farið fram hjá mönnum, en há- reysti þeirra hefur oft leitt til afskipta lögreglu. önnur dæmi eru hins vegar fágætari og eru í beinni andstöðu við grundvallar- hugmyndir Bandaríkjamanna um virðingu og umburðarlyndi f garð náungans, um samlyndi margra trúarflokka og þjóðarbrota. Eftir- farandi eru nokkur sýnishorn: Forstjóri lítillar raftækjaverk- smiðju leysti upp allt dreifingar- kerfi fyrirtækisins og lýsti því yfir að hann fyndi sig knúinn til að gera fyrirtækið alkristilegt. Nú ræður það aðeins til sin starfs- krafta, sem trúa á Jesús Krist sem drottin og frelsara. Annað fyrir- tæki í Baltimore sagði í auglýs- ingu eftir vinnuafli: „helst kristið fólk“. Skólanefnd I bæ einum í Flórída reyndi að fá þvi fram- gengt að ungur kennari yrði rek- inn af því hann andmælti því að kennsla hæfist á hverjum morgni með bænagjörð og upplestri úr Biblfunni og i Atlanta uppgötvaði móðir af Gyðingaættum að tann- læknirinn, sem hún sendi son sinn til, var að reyna að lagfæra fleira en tennur drengsins. Komst hún að því að hann hafði varið tveimur timum fyrsta viðtals- timans til að kristna hann. Árekstur hefðar og nýbreytni En um áhrif Jesúhreyfingar- innar má dæma eftir fleiru en einstökum aðförum að mönnum. Er einnig hjálplegt að líta á um- skipan valds innan daufra marka skipulagðra trúarbragða I B:nda- rikjunum. Nokkrum hinna „mikilvægari" kirkna, sem mark- að hafa dýpst spor í trúarlega hugsun og athafnir — kirkna, sem fóstrað hafa mannlegt skyn- semisviðhorf ekki síður en ytri guðhræsðlu og lesið fólki félags- legan pistil auk Biblíunnar — er nú verið að breyta eða ryðja frá. Berjast þær tiðum á örvæntingar- fullan hátt við að halda við hefð sinni og helgisiðum jafnframt þvi að hafa taum á söfnuðinum. Svo tekið sé dæmi þá er talið að meðal 49 milljóna kaþólskra, en aðeins fjórðungur þeirra sækir kirkju reglulega, séu nú um 2,5 milljón- ir, sem „tala tungum" (tala I um- boði guðs eða með spádömsgáfu á þann hátt, sem enginn skilur nema „túlkur") og kalla sig ekki einungis kaþólikka heldur og „karismatiska" kaþólikka (gædda ytri náðargáfu). Eru þeir félagar í svonefndri „karismatískri" end- urreisn, en það er Hvítasunnu- reglan eða heilagratrú undir nýju nafni. önnur hálf þriðja milljón slikra endurreisnarmanna er í mótmælendaröðum. Eru sumir þarjelkomnir, aðrir ekki þolaðir og nokkrum úthýst. Það, sem -einkum gerir að þessi sértrúar- flokkur er umdeildur utan sam- taka hvítasunnumanna, er við- höfn með nafninu „skirn i heilög- um anda“, en það er tilfinninga- Ieg reynsla, sem á að gæða þann, sem skírður er, náðargáfum eins og hæfileikum til að lækna sjúka með trúarmætti einum saman, særa djöfla og tala tungum. Eru þess dæmi að söfnuðir eins og Suðurrikjasamband baptista hafi vísað heilum kirkjum úr söfnuð- inum fyrir að taka upp „karisma- tíska" siði. Tr'úarbraskið blðmstrar Með Jesúhreyfinguna i broddi fylkingar hafa trúarbrögðin lagt leið sina inn á markaðstorgið blygðunarlaust. Ekki er nóg með að margir kunnir skemmtikraftar hafi slegizt i hópinn heldur ,eru þau sjálf orðin söluvarningur. Trúarbókmenntir eru orðnar blómlegur iðnaður og framleiðsla og dreifing á trúboðslegum hljóm- plötum, segulböndum, timaritum, barmnælum, límmiðum og skart- gripum hefur tekið fjörkipp. Ekki verður þverfótað fyrir „guðs- mönnum", sem gjalla á öldum ljósvakans eða í sjónvarpi og þótt erfitt kunni að vera að meta áhrif þeirra á menninguna, trúarlega eða öðruvísi, blandast engum hug- ur um hvaða sértrúarhóp þeir hylla. Má m.a. ráða það af þeim gifurlegu peningáupphæðum, sem renna í vasa persónuleika sem vaða uppi með prestskraga I fjölmiðlum. Var álitið fyrir stuttu að kostnaður þeirra við að koma fram í sjónvarpi næmi aðeins um 500 milljónum dollara á ári (um 107 milljörðum ísl. kr.). Ahrifa Jesúhreyfingarinnar gætir einnig i æðri mennta- stofnunum. Á samq tima og menntaskólar og háskólar bpndn- Kristur tilbeðinn í Dallas. A yfirborðinu er hreyfingin saklaus og góðlátleg, en dæmum fjölgar sffellt um að mönnum sé hótað og þeir hundeltir I krafti Heilagrar ritningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.