Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10— 11 FRÁ MANUDEGI •'tiKi'i) ir metra. Eiga því sjálfsagt allir aldursflokkar einhverja sök á slæmri umgengni. • Heilbrigðismál í Rússlandi „Ekki má skilja svo við bókina hennar Fredu Utley að ég minnist ekki á mennta- og heilbrigðismál- in. Það upphófst auðvitað hallelújasöngur á Vesturlöndum um að núna gaetu verkamanna- börnin auðveldlega stundað æðri menntun. Freda Utley gaf þá skýringu að aðstöðumunurinn væri ekki minni en á dögum keisaranna. ( Hún dró í efa að verkamönna- börnin gætu stundað háskólanám því svöng og köld urðu þau að læra í einu herbergi, sem öll fjölskyldan varð að hírast í. Börnin lærðu að vísu ógrynni af lofkvæðum um flokkinn og Stalín, og svo auðvitað um bágborinn hag verkamanna í Bandaríkjunum og svo var þeim kennt að í Englandi væri lífið eins og á dögum Charles Dickens, því hann var mest metni rithöfundur vestrænn á dögum Stalíns. Freda Utley þurfti að fara í alþýðusjúkrahús, sem hún var búin að lesa lofið um í vestrænum „þjóðviljum", en lýsing hennar er svo hræðileg að ég ætla ekki að segja frá henni. Á Stalíntímanum var taugaveikin helzta dánaror- sökin fyrir utan hungurdauðann. Þar sem þetta gerðist fyrir stríð vil ég heldur tala um það sem nú gerist. Það er ekki langt síðan að flutt var í útvarpinu rússneskt leikrit sem ábyggilega var samið eftir flokksuppskriftinni. Ungbarn aðalkvenhetjunnar var látið deyja úr barnaveiki, en ég veit að það hefði verið síðasta sóttin, sem ungbörn dóu úr ef leikritið hefði verið skrifað á íslenzku. Ekki fyrir löngu var íslenzkt skip í Viborg, sem er 80 þúsund mánna borg, og þá herðablaðsbrotnaði farþegi á skipinu. Hann var með fínan íslenzkan passa og þá var hann fluttur til Leníngrad og settur þar á sjúkrahús sem bara var fyrir æðstu flokksmenn. Hvað skyldu læknarnir í Viborg geta gert? Mig langar til þess að læknar hér, sem áhuga hafa fyrir Marx-Len- ín-Stalínismanum, fari nú til Rússlands og reyni að bæta læknaþjónustuna þar. Þótt þeir gætu ekkert gert nema að sjá til þess að almenningur í Rússlandi geti fengið klósettpappír sem allir á íslandi nota, þá er það mikil framför í þrifnaði. Núna um daginn urðu vestrænir tæknifræðingar ókvæða við þegar hvorki var sápa né klósettpappír á hótelinu þeirra. Þeir fengu strax sápu en loksins fengu þeir pappír sem auðsjáanlega var klipptur úr einhverri bók, en þar sem enginn gat lesið rússnesku þá vissu þeir ekki hvort þessi fróðleikur var afrekaskrá Bería eða Biblían. Ég skammast mín ekkert fyrir að trúa á kapítalismann, sem mest er rægður af kommúnistum. Þeir trúa á kommúnismann, þó þessi helstefna sé svo hræðileg, að sannleikurinn um hana er 7annig að maður getur vart trúað honum. Húsmóðir.“ Þessir hringdu . . . tíma, og kemur síðan aftur til starfa hjá ríkinu, þannig að hann á sín réttindi inni. • Lengri þætti Tvær af yngri kynslóðinni hafa tjáð sig um það við Velvak- anda að þeim finnist ekki nógu langur þátturinn Lög unga fólsins og vildu konia þeirri ósk á framfæri að hann yrði lengdur nokkuð og jafnvel að hafa þá tvo og fremur tvo 30—40 mínútna þætti en að hafa einn langan. • Starfsaldur Fáfróði „Getur þú Velvakandi upplýst mig og fleiri um það hvaða réttinda nýtur sá maður, sem lengi hefur unnið hjá ríkinu, en skiptir um starf og fer í aðra starfsgrein óskylda, en líka hjá ríkinu? Flytur hann með sér starfsaldur og fleiri áunnin réttindi? Það eru margir í óvissu um þessi atriði." Hjá launadeild fjármálaráðu- neytisins fékk Velvakandi þær upplýsingar að starfsmaður flytur öll réttindi með sér þótt hann skipti um starf og gildir það einnig ef hann starfar hjá öðrum um SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á samsovézka úrtökumótinu í haust kom þessi staða upp í skák þeirra Platonovs og Kupreitschiks, sem hafði svart og átti leik. HÖGNI HREKKVÍSI T annlækningastofa Til sölu er tannlækningastofa meö öllum búnaöi og smááhöldum. Uppl. aöeins veittar á skrifstofu minni. Magnús Hreggviösson, - viöskiptafr., Síöumúla 33. Láttu fara vel um þig hjá þér! — og vertu eins og heima <5? Karl Möller leikur létta tónlist í hádegis- og kaffitíma. Salirnir opnir í kvöld. Hin vinsæla hljómsveit Gissurar Geirssonar „ frá Selfossi leikur. [OTELBORi BjG)E]EjG)ElE)E]E]EjG]E|GjB]E]E]E]BjEjBHg| B1 5 ISI 01 3 1 1 i i ' ® a B B1 01 ISI 131 Snyrtilegur klæönaöur. pÖ 191 EIE1E1E1E1E1E1E1E]E]E1E1E1ETE1E1E1E1E1EIE1 01 131 131 (31 131 31 3 (31 (51 3 5 1 61 131 61 61 61 61 61 Asar sjá um fjöriö Gömlu og nýju dansarnir niöri. Diskotek uppi. Höfum opnað grillbar annarri hæð hússins. Opið frá kl. 9—1. Besta ferðavalið ^ Komið og fáið eintak af stóra fallega ferðabæklingnum okkar. Sumarbústaöir á Noröurlöndtim Landsýn og Samvinnuferðir geta nú boöið upp á dvöl isum- arbústöðum á hinum Norður- löndunum. Verðið fereftirgerð húsanna og árstíma. Unnt ætti að vera að leigja mjög gott hús, TSamvh tnu- sem rúmar 4 fyrir kr: 45.000 - á viku. Við bjóðum fjölskyldufar- gjöld til Noröurlanda, en þau eru afar hagstæö. Vegna eftir- spurnar verður aö hafa hrað- ann á aö panta .MWM. 0LANDSYN auglýsingu okkar á bls. 31 20. ... Rxf2!, 21. Hxf2 - h4, 22. Rfl - hxg3, 23. Rxg3 - RÍ4, 24. Dg4 — Bc8 og hvítur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Lev Alburt. Hann hlaut 9% v. af 13 mögulegum. Næstir komu þeir Petrushin og Timoshenko með 9 v. Sex skákmenn hlutu 8V4 v. þar af kappar eins og Savon og Tukmakov. Þátttakendur voru 64 og tefldu þeir 13 umferðir eftir Monrad-kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.