Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 16
48 Sköpulag hinnar dáðu leikkonu Lillian Russell minnti á vænt stundaglas, og undir aldamótin siðustu, þegar vegur hennar var mestur, var þetta einmitt sá líkamsvöxtur sem mest hreif karlmennina. Einhvers staðar á fyrstu fimmtán mínútum kvikmyndar- innar „North by Northwest1' strýkur Cary Grant sér um mag- ann, yglir sig og segir ritara sín- um að skrifa niður: „Hugsið grannt!" Allir áhorfendur hlægja af skilningi og samúð — víð erum allir að klappa okkur á magann og husa eins grannt og við getum. En strax og við lítum á málverk eftir Rubens, verður okkur þö ljóst, að þannig hefur það ekki alltaf ver- ið. Það hefur greinilega verið venja að hugsa feitt. Hin yfirmáta holduga fegurð kvenna Rubens hefur sennilega komið hinum grannvöxnu konum hans tíma til að ygla sig, þegar þær struku sér um maga sína, og óska þess, að þærgætu keppt við stórveldin. Nú á dögum er hætt við, að sjálft nafn Rubens geti vakið andúðartilfinningu. Þessi bolta- hné, þessar bungur og hólar af holdi hafa aldrei þótt minna aðlaðandi en einmitt núna á 400 ára afmæli Rubens. Hann fæddist 28. júní 1577, og hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr, þá verða þeir árið 1977 að horfast í augu við fyrirmyndir Rubens: Hið varanlega gildi hans sem listamann krefst alþjóðlegrar at- hygli, þótt ekki verði um almenna ást að ræða. Stærð Rubens sem listamanns hefur verið óhagganleg, allt frá því er ferill hans hófst, en frá þriðja áratug tuttugustu aldar hefur list Rubens notið æ minni vinsælda. Hinar nöktu konur hans með ofgnótt holds í felling- um virtust endurspegla með dramblæti fitusmekk hans tíma, digurleika velgjörðarmanna hans og jafnvel einnig hina einstöku velgengni hanssjálfs. Rubens lifði ótrúlega happa- sælu og lánsömu lífi. Auk þess að verða snarlega frægur sem snill- ingur pensilsins var hann menntaður, fróður, auðugur og átti farsælan feril í utanríkisþjón- ustunni um tíma. Hann vareinnig vel skapi farinn og myndarlégur maður. Hann kvæntist tvívegis, og síðari kona hans var ekki að- eins mjög lagleg, heldur og var aldur hennar aðeins þriðjungur af árum hans. List Rubens ber glöggan vott um allt hið ríkulega, sem hann hlaut í lífinu og hlotnaðist í vöggugjöf. Hún tengir hið frábær- asta og fegursta úr list ítalska endurreisnartímabilsins (sem Ru- bens tileinkaði sér snemma, er hann dvaldi á ítaliu) við flæmsk- ar gáfur, atorku og ákafa, leikni í teikningu og hneigð til að lýsa hinu kynlega og sérkennilega. Hinn bragðmikli og sætlegi árang- ur hentaði prýðilega smekk hans eigin tíma, en á seinni tímum hefur mörgum reynzt erfitt að melta þessi sætindi, sem hinar fjörugu, feitlögnu, nöktu konur hans eru kjarninn í. Tuttugasta öldín hefur alizt upp í strangari skóla myndrænnar MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 sparneytni. Á síðustu 50 árum hefur smekkur fyrir líkamsfeg- urð tekið miklum breytingum og fjarlægzt holdlegan ofvöxt — eða í einu orði sagt, fitu. Af hverju skyldi það vera? Vöxturinn og tískan Greinilegt er, að útlit manns- líkamans almennt hefur breytzt sáralítið, síðan sögur hófust. En útlit fyrirmyndarlíkamans eða hins eftirsóknarverða hefur breytzt verulega á hinum ýmsu tímum. Þessar breytingar koma alla jafna fram í breyttri fata- tízku. I listinni birtast þessar breytingar í nektarmyndunum (hvort sem þær eru á boðstólnum hjá Rubens eða Playboy). Hinar nöktu dömur Rubens eru vand- lega valdir fulltrúar tízkunnar í klæðaburði á þeim tíma, en þá voru I hávegum hafðir fyrir- ferðarrtiiklir kjólar úr slikusilki í stórum, hreyfanlegum fellingum, sérstaklega um mittið. í myndlist- inni gljáandi silkihúð á þykkum fitukeppum hinn útvalda líkama, sniðinn fyrir tízkuna. Þar var fólginn kynþokki þeirra tíma. A sama tíma klæddist grannvaxið fólk skrautlegum, efnismiklum og víðum fatnaði til að gefa í skyn, að það líktist hinum nöktu hjá Rubens að neðanverðu. í um það bil 400 ár, milli 1500 og 1900 lauslega tekið, var þungi líkamans og umfang bæði hjá konum or körlum mjög mikils metið. Það fór nokkuð eftir lönd- um og öldum, hvað væri talið gott útlit, en í heild sinni var það ekki aðeins álitið fallegt, heldur og eðlilegt að vera veigamikill útlits. Í hefðbundinni list voru ekki að- eins fágaðir hirðmenn, heldur og þjónar og landbúnaðarverka- menn málaðir bústnir og sællegir og talsvert fyrirferðamiklir. Nett- leiki þótti ekki eftirsóknarverðúr meðal heldra fólks, nema hvað snerti hendur, fætur og nef á viss- um tímum sjálft mitti kvenna óháð öðrum pörtum líkamans. Hvað bein snerti, þá voru þau algjörlega útlæg úr mynd af hinni fullkomnu, nöktu konu. Rubens varð fulltíða í lok 16 aldar og fékk smekk fyrir þrifleg- um skrokkum í uppvextinum, ef svo má segja, en efldi hann síðan stórlega sjálfur. Hann hvarf frá hinum sléttu grundum nektar Endurreisnartímabilsins og lað- aði fram hæðótt og fjölskrúðugt landslags holds — nýtt sjónarmið barokklistar á fitu. Vegsömun Rubens á holdinu var ávöxtur hinnar nær tak- markalausu trúar Endurreistnar- tímabilsins á möguleikum manns- hugans og mannslíkamans. 1 myndlistinni virtist helzt eiga við að túlka mikilvægi mannsins á sem áþreifanlegastan hátt — með þéttleika og þunga. Megurð Iík- amans tók að tákna fátækt, veik- indi og elli. Hún gaf einnig í skyn andlega fátækt og siðferðilegar takmarkanir. Grannur líkami gat hafa verið viðeigandi á miðöldum, þegar kirkjan prédikaði af ákafa lítilvægi holdsins, en þegar komið var fram á 16 öld, hafði álit menntaðra manna á veraldlegum gæðum breytzt til muna, svo að magur lfkami var ekki aðeins óyndislegur að sjá heldur eins og undir áþján. Nú á dögum er litið á megurð sem merki um æskuþrótt og heili brigði og hún talin mjög dl eftirsóknarverð. En fyrr //llÚ á öldum var litið á áiTffti æskuna semt aldur.sskeið^EœS hinna blómlegu og bústnu, þegar fólk ■BfegJN?) ætti að vera sem nRSSJð® þriflegast og sæl legast." „Spóafætur" hjá íkespeare voru við hæfi hinnaj „mörgu manna í inniskóm", enda vel við aldur. Horaðir eða beina- berir unglingar gáfu til kynna kvíðvænlegan veikleika — ekki aðeíns skort á framtíðarhorfum. og vöðvaþrótti, heldur og skort á vilja og festu. Það var meira en líkamleg ánægja tengd þriflegum líkama. Hann var sýnilegt tákn staðfestu Spikað fólk var fallegt í aupm Rnbens og ekki aðeins hans, því að fram á 20, öld var fitan tákn heilbrigði og velgenpi. Á hin holdnga og reglu. Óhóflegustu myndgerðir Rubens og annarra barokk- málara kunna að vera fullar af fljúgandi klæðum og svífandi kroppum, en þær eru allar vand- lega byggðar, þær eru eins traust- lega byggðar og tónverk í barokk- stfl. Búkurinn og bókmenntirnar Við lok 18. aldar, sem var tíma- bil byltinga bæði hvað snertir smekk og stjórnmál, tók að bera á hógværri hrifningu á grannvöxn- um líkömum, og var það i sam- bandi við upphaf rómantízku stefnunnar í bókmenntum. í fyrsta „gotneska" skáldskapnum birtist persóna, sem var hörmu- lega mögur, karlkyns eða kven- kyns fyrirbæri, sem haldið var óviðráðanlegum djöfulskap. Þessi rómantíska persóna — hjá Byron „hinn hættulegi maður" eða hin hættulega kona (femme fatale) — var kinnfiskasogin, hávaxin, holdlitil, en hlaðin orku. Þessi sjúklega, bókmenntalt. megurð var öfgakennd og ótrúleg, en svo vildi til, að hún reyndist tímabær og athyglisverð einmitt vegna hins sjúkkega við hana, vegna þess að hún skírskotaði á eggjandi hátt til forboðinna hluta og óguðlegra hugsana. En áhug- inn á hinu sjúklega var aukaatriði hjá mikilvægari breytingum á smekk manna í Evrópu við lok 18 aldar: vaxandi áhuga og hrifn- ingu á fornöld Grikkja og Róm- verja. Sú tilhneiging að lita út eins og Grikkir og Rómverjar stuðlaði brátt að smekk fyrir grönnum kroppum. Hinar hold- legu öfgar, sem rókókó-listamenn eins og Francois Boucher höfðu erft frá Rubens, viku smám sam- an fyrir hinum sléttu, grönnu, nöktu konum nýklassisku stefn- unnar. Samtímis var farið að sníða fagnað, sem líktist skikkj- um hinna fornu höggmynda. En bæði í lífi og list var þó fitulag enn nauðsynlegt til að tryggja það, að bein kæmu ekki í ljós og skemmdu hinn mjúka hrynjanda línunnar. ICgUlU ðCl endurreisnar r r • • von 1 nainm ■ e|tir« hollander íramtíð? LÁ ilQW fltan Pðttl Antonietta Beluzzi, hin digra kynbomba í einni af kvikmyndum Fellinis, birtist hér í fjörefnarikum kjól i orðsins fyllstu merkingu. Hann er semsagt soðinn saman úr makkarónustönglum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.