Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 15
. MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978
47
Óháð framboð
á Vestfjörðum
ÁHUGAFÓLK um óháð framboð
á Vestfjörðum hefur gengið frá
og samþykkt framboðslista sinn
við alþingiskosningarnar, sem
fram eiga að fara í júnfmánuði
næstkomandi. Var listinn sam-
þykktur á fundum. sem haldnir
voru 27. marz síðastliðinn að
tilhlutan framkvæmdanefnd-
anna. sem kjörnar voru til þess að
sjá um undirbúning framboðsins
og er listinn þannig skipaðuri
1. Karvel Pálmason, alþingis-
maður, Bolungarvík, 2. Ásgeir
Erling Gunnarsson, viðskipta-
fræðingur, ísafirði, 3. Hjördís
Hjörleifsdóttir, kennari, Önunda-
firði, 4. Hjörleifur Guðmundsson,
verkamaður, Patreksfirði, 5. Birgir
Þórðarson, verzlunarmaður,
Hólmavík, 6. Grétar Kristjánsson,
skipstjóri, Súðavík, 7. Árni Páls-
son, rafvirkjameistari, Suðureyri,
8. Gunnar Einarsson, sjómaður,
Þingeyri, 9. Ragnar Þorbergsson,
verkstjóri, Súðavík óg 10. Halldór
Jónsson, verkamaður, Bíldudal.
Alla daga vikunnar
Alla daga vikunnar kemur Flugfrakt að austan og vestan. Að morgni næsta vinnudags eru pappírarnir tilbúnir. ®a|jfrakt
Sem sagt: Með Flugfrakt alla daga vikunnar. L0FmiB,R
Sunnuda Mánudaj Þriðjudai Miðvikui Fimmtuc Föstui Laugardagur
Betty Ford
alkóhólisti
Long Beach, Kaliforníu 21. apr.
Reuter.
BETTY Ford, fyrrverandi for-
sætisráðherrafrú Bandaríkjanna,
sagði í yfirlýsingu sem hún sendi
frá sér í dag að sér hefði skilizt að
hún væri alkóhólisti og myndi hún
leita sér læknismeðferðar sam-
kvæmt því.
Betty Ford hefur verið til
meðferðar á sjúkrahúsi í Long
Beach vegna ofnotkunar lyfja sem
hún hefur tekið við gigtarsjúk-
dómi. Sögusagnir hafa verið um að
forsetafrúin hafi verið orðin háð
áfengisneyzlu, en það var ekki
staðfest fyrr en í dag að hún gerði
það sjálf. Hún hefur síðustu daga
sótt fyrirlestra og tekið þátt í
meðferð fyrir alkóhólista og
kvaðst mundu halda því áfram og
hún vonaðist til að þetta reyndist
lausnin á vandamáli hennar.
17 tonn af
heyi til
Færeyja
SAMBANDSFRÉTTIR skýra frá
því nýlega, að í byrjun apríl hafi
farið frá Reyðarfirði 17 tonn af
heyi til Færeyja. Hafi fengizt 43
kr. ísl. fyrir hvert kíló fob. og sé
það helmingi hærra en annars
staðar fæst.
Viðurkenndi
nokkurinnbrot
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
hefur handtekið mann á þrítugs-
aldri, sem viðurkennt hefur
innbrot í nokkrar íbúðir í Reykja-
vík á undanförnum vikum.
Maður þessi hefur m.a. viður-
kennt innbrot í íbúð á Reynimel,
þar sem hann stal bankabók með
95 þúsundum og 20 dollurum,
innbrot í íbúð í Eskihlíð, þar sem
hann stal 150 þúsund krónum og
innbrot í íbúð við Efstaland, þar
sem hann stal tölvuúri. Hann var
búinn að eyða öllum peningunum.
SK/L borvélar meö stiglausum hraðabreyti eru
gæddar þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á
gikkirm, þvi hraðar snýst borinn. Þannig færðu rétta
hraðann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna,
hvort sem þú ert að bora i flisar, stein, tré eða annað.
SKIL borvélar eru fallega hannaðar, kraftmiklar, og
auðvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk
þorvéla framleiðir SKIL af sömu alúð og vandvirkni,
stingsagir, stórviðarsagir, hefla, sliþivélar og fræs-
ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga.
SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum
nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu-
mönnum.
Póstsendum myndlista ef óskað er.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA S/^/L
Einkaumboð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri:
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Þaö er okkur mikil ánægja aö geta nú boöiö hin margreyndu ,
og viöfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri.
SKIL verksmiöjurnar voru stofnaöar i Chicago í Bandarikjunum áriö 1924 til framleiöslu
á nýrri einkaieyfisuppfinningu, rafknuinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög,
sem viöbrugöiö var fyrir gæöi. Siöan hafa veriö framleidd mörg verkfæri og geröar margar
nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiöjanna, sem hafa gert
SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt.