Morgunblaðið - 23.04.1978, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.04.1978, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Svipmynd afArthur Koestler eftir John Heilpem Arthur Koestler og kona hans á heimili þeirra í London. Stefnumót Janus Eiginkona hans vísaði leiðina, hana eltu tveir hressilegir hundar, en ég korn í humátt á eftir. „Hann er við vinnu sína alveg efst uppi í húsinu,“ sagði kona Koestlers, „ég er hrædd um, að þetta verði heilmikið príl.“ Húsið var aðeins steinsnar frá Harrods og stóð á horninu á torgi einu, sem er einn af þessum eftirsóttu stöðum í borginni. , Harrods, glæsilegt heimili, ensk eiginkona, önnur húseign í Suffolk, hundar.. . Er það svo undarlegt eftir allt saman, að fyrrverandi kommúnisti skuli núna tilheyra ensku miðstéttinni? Við hverju hafði ég annars búizt? Koestler sjálfur hefur jú skrifað, að honum finnist andrúmsloft mannlífsins í þessu landi sér einstaklega vel samboðið og róandi — eins konar sælureitur fyrir skrámaða upp- gjafahermenn frá dögum Hitlers og Stalíns... Og ég minnist þess, sem aðrir höfðu sagt um þennan andans jöfur sem ég var nú í þann veginn að hitta að máli: „Hinn þekkta stærð hefur stundum komið fyrir sjónir eins og hreint ósamræmanleg blanda af heimsmanni og skóla- strák í stuttbuxum — blanda af frábærum ræðuskörungi og barna- legum grobbara — af fínvirkum greinanda og svo hins vegar kjaftforum, útsmognum loddara," skrifaði Philip Toynbee um vin sinn. Og hittir svo naglann á höfuðið — „Koestler er sá rithöf- undur, sem hefur fremur en nokkur annar upplifað og reynt vora tíma og lært meira af þeim.“ Toynbee skrifaði þetta á árunum kringum 1950, þegar meistaraverk Koestlers, „Myrkur um miðjan dag“, var þegar orðið það, sem George Steiner lýsir sem „pólitísk- um aldarhvörfum á vorum tímum." Eins og bók Orwells „1894“ hafa hinar ógnþrungnu lýsingar Koestl- ers á hreinsununum miklu í Rúss- landi á dögum Stalíns skilið eftir sig djúp spor í huga sérhvers, sem hefur lesið þessar bækur. Og nú, alveg eins og Steiner benti á, hefur Koestler fengið að hlusta á orðin úr sínum eigin skáldverkum endurhljóma af vörum píndra lifandi manna. Og Koestler hafði samt látið af öllum stjórnmálaafskiptum, eftir að hafa prédikað andkommúnisma að því marki, að honum fannst hann ekki hafa neitt frekar að segja. Hafði hann þá snúið baki við hinni sósíalísku hugmyndafræði vegna jarðneskrar paradísar — eins og vinur hans George Orwell fullyrti? Orwell komst að þeirri niðurstöðu, að „veilan í brynju Koestlers væri lífsnautnastefna hans.“ Þessu svaraði Koestler, að það sem Orwell áliti vera pólitíska lífsnautnastefnu sína, væri í reynd ástarlíf sitt. Hann var alltaf upp á kvenhöndina og einnig gefinn fyrir vín... Sá merkasti síðan _______Conrad leið ________ Koestler! Ég hafði verið varaður við,að hanngæti átt það til aðvera hégómlegur og uppstökkur, vitur, ofsafenginn í tilfinningum, of hreinskilinn til þess að velja þægilegustu lausnina. Rökræðumáti hans, skrifaði Michael Foot, er að króa manh af úti í horni og fíra svo á mann með vélbyssu. En Foot hefur einnig lýst Koestler sem hinum „merkasta erlenda skáldsagnahöfundi Bret- lands allt frá dögum Joseph Con- rads, sem gert hefur okkur þann heiður að skrifa á enska tungu“. Og hvaða annar maður á okkar tímum hefur lifað jafn auðugu lífi eða orðið fyrir jafn miklum hrak- föllum og verið refsað svo mjög af örlögunum. Arthur Koestler var sonur blíð- lynds, sérviturs ungverja, og það lá einhvern veginn í blóðinu hjá Koestlerfjölskyldunni að vera stöð- ugt gjaldþrota, fæða af sér undra- börn og freista tilveru hinna landflótta. Faðir hans lagði fé í alls konar furðufyrirtæki eins og t.d. risastóra vél til að opna umslög, og hann fann einnig upp fyrstu geislavirku handsápuna. Þar sem Arthur var gyðingur að fæðingu, varð hann zionisti. Af því leiddi, að hann skrifaði bókina „Þjófar að næturþeli", en sú bók ýtti mjög undir þá ákvörðun Palestínunefnd- ar Sameinuðu þjóðanna að skipta landinu milli araba og gyðinga. Þar sem Arthur Koestler hefur ekki eignast nein börn í hinum þrem hjónaböndum sínum, er hann síð- asta afsprengi Koestlerfjölskyld- unnar. Föðursystir hans, systrunga hans og tvö ung börn hennar létu lífið í Auschwitz. Enda þótt það ætti fyrir Arthur Koestler að liggja að lifa af fangayistina á Spáni og í Frakklandi, þá höfðu þrír af hverjum fjórum mönnum, sem hann hafði kynnzt fram að þrítugs- aldri, annaðhvort látist í fangabúð- um nazista, verið líflátnir í Rúss- landi eða þá framið sjálfsmorð. Erindreki hjá _______kommúnistum_____________ Allar fyrstu bernskuminningar hans frá Ungverjalandi höfðu eiginlega snúizt um þrennt: sektar- tilfinningu, ótta og einmanakennd. Sem ungur fulltíða maður var hann óöruggur í framkomu, gæddur ágætum gáfum, fátækur, lét gjarn- an stjórnast af tilfinningunum og var uppfullur af hugsjónum. Árið 1926 gekk hann í kommún- istaflokkinn og varð kommúnískur erindreki, þar til hann gekk endan- lega úr flokknum þá 33 ára gamall. Út af þeirri sektartilfinningu, sem „guðinn sem brást" olli honum, skrifaði hann eina bók, sem var full af biturleika, „Á tali við dauðann" — en þessi bók verður ásamt bókinni „Myrkur um miðjan dag“ að teljast forsenda alls skilnings á persónuleika Arthurs Koestlers. „Á tali við dauðann" segir frá hinum eitt hundrað dögum hans undir yfirvofandi dauðadómi í spænsku fangelsi, og hefur einnig að geyma frásögnina af afar óvenjulegu atviki, sem átti eftir að móta mjög allt hans síðara líf. Þegar hann beið eftir aftökusveit Francos, birtist honum eins konar sýn. Það er aðeins unnt að lýsa þessu á þennan veg. I einni andrá var sem hann hefði öðlast skilning á eðli hins ýtrasta raunveruleika. Skynsemis- trúarmaðurinn sá ódauðleikann sem í leiftursýn. Þessi maður, sem hafði laðast að hinu lokaða hugsanakerfi kommún- ismans, vegna þess, að það bauð mannlegri tilveru heildarsvör, — þessum sama-manni varð skyndi- lega ljóst hið dulræna. Skynsemis- dýrkandinn stóð andsþænis hinu yfirskilvitlega. Þann er það Janus, guð hinna tveggja ásjóna, sem hefur lýst upp öll ritverk Koestlers vid síðastliðinn aldarfjórðung. Hinn skynsemisdýrkandi menntamaður er einnig orðinn sannfærður dul- hyggjumaður. Viötal __________vió Freud____________ í stað þess að ljúka framabraut sinni á sjötta áratugnum með hinum pólitísku skáldsögum sínum og ritlingum, sneri hann sér að vísindaiðkunum. Hin skyndilegu straumhvörf í áhugamálum hans kom mönnum á óvart en sem háskólanemi hafði hann lagt stund á vísindi og sálarfræði í Vínarborg á dögum Freuds og Karls Poppers. Um nokkurt skeið vakti hann feiknar- lega athygli sem höfundur vísinda- greina í dagblöðum. Hann átti viðtöl við Albert Einstein og Sigmund Freud. Freud var þá áttatíu og tveggja og var að dauða kominn af krabbameini. Svo ótta- legt, sem það var að eiga þetta viðtal við Freud, sem var þá nánast orðinn ringlaður í höfðinu, þá man Koestler samt eftir einu mjög furðulegu atriði, sem hann tók eftir. „Læknarnir segja, að þeir geti læknað það,“ sagði Freud honum, „en hver veit svo sem, hvort manni sé óhætt að trúa þeim.“ Koestler benti á, að Freud gat ekki fengið af sér að segja orðið „krabbamein". Þetta orð kom reyndar aldrei fyrir í neins konar samhengi hjá Freud, á meðan Koestler staldraði við — þótt Freud vissi mæta vel, að hann væri að deyja. „Sá maður, sem lagði í rústir svo mörg forbönn, hefur sjálfur komið sér upp sínu eigin forbanni," ályktaði Koestler. „Sá maður, sem vissi meira en nokkur annar dauðlegur maður hefur vitað um bragðvísi sjálfs- blekkingarinnar, hann hafði kosið að ganga sjálfur inn í hina gagnsæju rökkursali með bindi fyrir augunum....“ Á yfirborðinu virtist það vera ósköp einfalt mál, á hvérn hátt Koestler þróaði með sér hinn ótrúlega djúpa skilning og víð- feðmi sem vísindalegur hugsuður. Þar sem hann t.d. óskaði eftir að vita meira um múg-sálfræði, þurfti hann að rannsaka, hvernig sálfræðin verður til við framþróun þjóðfélagsins. Út frá þessum athugunum tóku aðrar þýðingar- miklar spurningar að láta á sér bæra t.d. um fylgismenn ný-darwinisma, en þeir líta á framþróun lífsins sem afleiðingar vissra breytinga og sem val sjálfrar náttúrunnar — í mótsetn- ingu við ný-lamarcsinna (en sjálf- ur er Koestler þeim fremur fylgjandi), sem trúa því, að áunnin einkenni geti gengið í erfðir. Aðrar áleitnar spurningar vökn- uðu einnig — t.d. um heim nútíma magneðlisfræði, sem stendur utan tíma og rúms og orsakalögmála. Eða hin ákafa andstaða hans gegn hegðunar-sálfræðinni, sem lítur á manninn sem einskonar skilorðs- bundið vélmenni án „hugsana- starfsemi" og án „vilja“. Þessi andstaða Koestlers gegn hegðunar-sálfræði kom honum til að beina athygli sinni að hugtök- unum sköpunarmáttur og hugboð; en einmitt þetta féll ekki í kramið hjá hinum opinberu vísindastofn- unum, fremur en trú hans á yfirskilvitlega vitund og orsakir tilviljana, sálfræði dulvitundar- innar, fjarskynjun, og það sem Steiner nefnir „hin myrku svið andatrúarinnar". / __________Sígilt verk _ Hugmyndir Koestlers og niður- stöður rannsókna hans birtust í hinu klassíska þriggja binda verki hans um mannsandann: „Svefn- genglarnir“, „Sköpunin", „Andinn í vélinni", eða í öðrum ritverkum eins og „Mál Frosku ljósmóður," og „Hengingarþankar" (Koestler var í broddi fylkingar þeirra manna, sem börðust fyrir afnámi henginga). Hafi Koestler skoðað dýpra ofan í kjöl vorra tíma en nokkur annar maður, bæði sem pólitískur hugs- uður og virkur þátttakandi í viðburðunum á stjórnmálasviðinu, þá eru hinar víðtækustu vísindaat- huganir hans engu síður hiuti af hinni sömu reynslu. Það eru engin skil þar á milli. Enda þótt oftlega sé rætt um hann eins og væri hann tveir ólíkir rithöfundar, þá eru öll h:n ástríðufullu áhugamál hans af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.