Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 23
MORGtJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 55 Minning: Magnús Helgason bifreiðastjóri Fæddur 30. september 1923. Dáinn 1. febrúar 1978. Þaö er vissulega engin bábilja þegar sagt er að oft skiptist meö skjótum hætti veður í lofti. Þessi samlíking finnst mér að hafi átt vel við þegar mér var skýrt frá svo mjög óvæntu láti bróður míns, Magnúsar Helgasonar, bifreiða- stjóra, seint að kvöldi 1. febrúar s.l. Ég hafði þá rétt áður verið að lesa yfir bráðskemmtilegt bréf sem hann hafði skrifað mér frá Kaupmannahöfn nokkrum dögum áður, og nú var svarbréf mitt að verða tilbúið. Bréfið sem aldrei var sent, en þess í stað eru hér sett á blað nokkur minningarorð sem verður jafnframt hinsta sendibréf mitt og kveðja til hans. Magnús var fæddur hér í Reykjavík 23. september 1923 og var hann elstur okkar sex barna hjónanna Magneu G. Magnúsdótt- ur og Helga Kr. Helgasonar, vélstjóra, er lést 15. febrúar 1975. Það var að kvöldi 10. janúar sem ég sá Magnús síðast, hressan og kátan að venju, auk þess sem hann var í þetta skiptið fullur tilhlökk- unar og eftirvæntingar vegna fyrirhugaðrar ferðar til Kaup- mannahafnar sem hann var að leggja upp í næsta morgun. Sonur hans og nafni er þar búsettur með fjölskyldu sinni og hafði hann boðið föður sínum að dvelja hjá sér um tíma, honum til hressingar og upplyftingar. En að lokinni þessari ferð var ætlunin að fara ennþá einu sinni tii dvalar að Reykjalundi til æfinga og með- höndlunar, í þeirri von að það gæti orðið honum til frekari hjálpar á þeim erfiða sjúkdómi sem hann hefur orðið að búa við á þriðja ár. Þrátt fyrir það að Magnús væri naumast meira en rólfær á slétt- lendi var það oft með ólíkindum hvað hugur hans, og að því er virtist óbilandi viljaþrek gat stundum skilað honum áleiðis að því marki sem hann stefndi að hverju sinni. Og með góðri aðstoð skyldra sem óskyldra fór hann þrátt fyrir allt oft á tiðum mun lengra og meira en ætla mátti að honum 1 væri með nokkru móti mögulegt. Akveðið hafði verið að hann dveldi ytra í þrjár vikur og kæmi aftur heim 31. janúar. En margt fer öðru vísi en ætlað er, — og dag skal að kvöldi lofa. Eftir að hafa dvalið í Kaupmannahöfn tilskilinn tíma — í miklum vellystingum, skoðað sig um og notið framúr- skarandi umhyggju og elskulegs viðmóts allra þeirra sem hann hitti eða umgpkkst, og komið var fast að kveðjustund, varð hann fyrir því óhappi að detta og brjóta þann fótinn sem var lamaður fyrir. Og því miður var fallið stærra og meira áður en yfir lauk. A sjúkrahúsinu þar sem gert var að þessum meiðslum fékk hann blóðtappa, sem þegar gerði út um líf hans. Heimkoman var því óvænt með öðrum hætti en til hafði staðið við upphaf utanfarar- innar, og í stað fagnaðar og gleði sem allir áttu í vændum höfðu örlögin snúið svo við blaði, að sorgin og söknuðurinn var nú kominn í fyrirrúm, sem í vissum skilningi er erfitt að þurfa að sætta sig við, en varð heldur ekki umflúinn úr því sem komið var. En dauðinn er heldur áreiðanlega ekki alltaf það versta, og við verðum einnig að reyna að sætta okkur við þá staðreynd, að hann er líka öllum búinn jafnt, en aðeins tímamörkin eru okkur hulin. Magnús kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ásu Snæbjörns- dóttur frá Miðvelli í Þingvalla- sveit, 14. apríl 1945, og hafa þau hjónin eignast saman átta börn. Tvær yngstu dæturnar eru enn í heimahúsum, stúlkubarn dó rétt eftir fæðingu og uppkominn drengur þeirra hefur frá barns- aldri dvalið í Skálatúni. Hin sem uppkomin eru, eru farin að heiman og hafa stofnað sín heimili, og eiga hvert um sig eitt barn. Son átti Magnús utan hjónabands, sem nú er kvæntur maður og á tvö börn. Ása var manni sínum mikill og góður lífsförunautur, sem ekki einasta skapaði honum heldur fjölskyldunni allri vistlegt og gott heimili, og var jafnan hin hægláta, góða húsmóðir sem vinnur sín störf án þess að fara um það mörgum orðum. Eins og vænta mátti þurfti Magnús mikillar umönnunar við síðustu árin, sem mest og best komu á Ásu að annast, sem hún líka gerði með sinni aðdáunarverðri hógværð, og án þess að nokkurn tíma mætti sjá eða finna að annað væri sjálf- sagðára og eigin þreytu kannaðist hún aldrei við, enda þótt svo hlyti oft að vera. Lengst af hafa þau Ása og Magnús búið í Reykjavík, og starfsvettvangur hans var alla tíð hér við hin ýmsu störf. Lengi var hann starfsmaður í verksm. Vífil- felli og um tíma verksmiðjustjóri þar. Síðan lá leiðin á sjóinn um tíma, en mörg undanfarin ár vann hann við bifreiðaakstur, fyrst hjá Landleiðum h.f., á leiðinni Rvík — Hafnarfjörður. En að því kom að hann eignaðist sjálfur leigubifreið, sem hann ók alla tíð síðan frá BK.S.R.B. á meðan heilsan leyfði. Allt frá unglingsárum var Magnús mikill náttúruunnandi sem gjarnan fór saman með veiðiáráttu hans sem virðist hafa verið honum sérstaklega í blóð borin, því að báðir voru þeir, faðir hans og föðurafi, mikið viðriðnir ýmiskonar veiðar. Magnús var heldur ekki gamall þegar hann fór að sækja til lax- og silungsveiða. Fyrst í stað hér í næsta nágrenni en áður en lauk er mér næsta að halda að naumast hafi verið til sá vatnspollur sem hann hafði ekki rennt í færi. I slíkum ferðum naut hann sín líka vel og það var löngum ánægjulegt og oft stór- fróðlegt að njóta samvistar hans og tilsagnar vegna kunnáttu hans og mikillar reynslu. Hann var auk þess alveg sérstakur ferða- og veiðifélagi, því að þrátt fyrir oft mikið kapp hans að ná „þeim stóra" var hann svo blessunarlega laus við það að ætla þeim sem með honum var hverju sinni minni hlut í afla og ánægju í slíkum ferðum, og t.d. lét hann mér tíðum eftir þann veiðistaðinn sem hann taldi bestan og naut þá sjálfur aðeins þeirrar ánægju að sjá góðan árangur þess að félaga hans gengi sem best. Síðasta laxveiðiferð hans var 19. sept. s.l. er við fórum veir saman austur í Sog. Sú ferð verður mér áreiðanlega lengi minnisstæð fyrir margra hluta sakir, enda þótt veiðin væri ekki mikil í þetta skiptið. Þarna skeði það í eina skiptið á öllum okkar veiðiferðum frá upphafi, að hann snerti ekki á stönginni, en var því ötulli við að leiðbeina mér við veiðarnar og naut þess augsýni- lega. Þegar ég svo undir lokin sá á eftir mjög stórum laxi úr fjöruborðinu aftur út í ána, brosti Magnús aðeins og sagði, að þessi yrði orðinn margfalt stærri þegar við næðum honum næsta sumar. Einmitt svona var Magnús sem félagi, oftast léttur í lund, orð- heppinn og gerði gott úr öllu. Það yrði langur listi ef nefna ætti álla þá félaga og vini sem Magnús hefur átt um ævina, þótt ekki væri nema þeirra sem hann hefur farið með í veiðiferðir, sem voru margar. Hann var líka óvenju félagslyndur og raungóður að því er mér virtist hverjum svo sem í hlut átti. Þó þykir mér verðugt að nefna hér nafn aðeins eins manns, sem allra síðustu árin var ekki einasta venjulegur veiðifélagi hans, heldur engu síður mikil hjálparhella þegar undan fæti fór að halla. Þessi maður er Þorlákur Guðmundsson, bifreiðastjóri og fyrrverandi vinnufélagi Magnúsar á B.S.R., sem á skilið mikið þakklæti og heiður fyrir alla þá hjálpsemi, nærgætni og uppörvun sem hann veitti Magnúsi í þeim erfiðleikum sem óhjákvæmilega voru samfara þeirri miklu lömun og skertri hreyfigetu hans eftir líkamslömunina sem hann varð fyrir í desember 1975. Margur hefði vafalaust lagt árar í bát undir þvilíkum kringumstæðum. En þessi maður var ekki við það sáttur að veiðiferðum þeirra væri þar með lokið og aflaði þeim veiðileifya hingað og þangað og jafnvel aldrei fleiri en einmitt nú, í þeim tilgangi að sýna Magnúsi það og sanna, að þessu sameigin- lega hugðarefni þeirra skyldi haldið áfram þrátt fyrir allt. Þetta efast ég aldrei um að hafi m.a. átt sinn þátt í því að gera annars þungbæra daga í meðvitund Magnúsar að fleiri hamingjudög- um en annars hefði orðið. En Magnús átti sér fleiri áhuga- mál. Eins og fram hefur komið, sótti hann eiginkonu sína austur í Þingvallasveit, þar sem þau höfðu nú komist yfir landskika á æsku- stöðvum hennar, rétt við vatnið, og dvöldu þau þar t.d. löngum s.l. tvö sumur. Þarna undi Magnús sér vel við gróðursetningu og umhirðu trjáplanta sem þekja nú orðið mestan hluta þessarar landskákar, svo að naumast verður stigið niður fæti fyrir smágróðri. Enda þótt Magnús víldi alltaf gera sem minnst úr því hvað hann legði sjálfur af mörkum við þessa uppbyggingu gróðurfarsins, heldur væri þetta að mestu leyti verk fjölskyldu hans og annarra en hans sjálfs, þá verður því ekki móti mælt, að með. fádæma dugnaði og eljusemi tókst honum, oft með óskiljanlegu móti að vinna ýmis þau störf sem með öllu virtust svo fötluðum manni sem hann var óviðráðanleg. En sum- part skríðandi eða á einhvern annan hátt mjakaði hann sér áfram og hélt sínu striki, — og komst þótt hægt færi. Hann hafði flautu í bandi um hálsinn sem hann sagðist blása í til að láta vita af sér „ef hann yrði afvelta". Að sjálfsögðu varð ekki hjá því komist að kaupa talsvert af öllum þessum trjágróðri. En hann átti sér líka hauk í horni þar sem var Jón Magnússon, trjaræktarmaður í Hafnarfirði, sem mér er kunnugt um að oft lét meira fylgja en greitt var fyrir og beinlínis gaf Magnúsi mikið af góðum plöntum. Þannig reyndist Jón í Skuld honum, þessi sanni heiðursmaður. Einn þáttur í fari Magnúsar var sá, að hann vildi hvers manns vanda leysa, með greiðvikni sinni og fórnfýsi eða á einhvern annan hátt ef hann gat með nokkru móti komið slíku við, á meðan honum entist til þess heilsa, og það svo að stundum fannst manni nóg um. Auk þess var hann mjög barngóð- ur og t.d. fóru börn mín ekki varhluta af þeim kostum hans. Enda hafa tilvitnanir í Magga frænda löngum verið viðhafðar meðal þeirra. Öll vildu þau gera — eða vera eins og hann í einu og öllu. Ég á heldur ekki von á því, að öll þau miklu og góðu kynni sem þau hafa alltaf haft af honum gleymist þeim í bráð, frekar en okkur hinum sem eldri erum orðin og höfðum af honum enn nánari kynni. Nú eru fyrir nokkru liðin leiðarlok á þessu tilverustigi, en hann mun ennþá um ókomin ár lifa í minningum okkar sem þekktum hann best og fengum að njóta mannkosta hans í einu og öllu, eins og væri hann enn á meðal okkar. Lát ástvinar hlýtur alltaf að vera sárt og sárast þeim er næstir standa. Fyrir stuttu síðan missti Ása eina af systrum sínum — á besta aldri — og nú er eiginmaður hennar og faðir sjö barna þeirra einnig fallinn frá. Þetta er mikHl missir sem lagður hefur cerið á herðar þessari konú. En mágkona mín sem bæði er vel greind kona og sterk, og hefur ekki til þessa látið bilbug á sér sjást — eða finna þrátt fyrir þetta mikla mótlæti sem hún hefur óneitan- lega ekki farið - varhluta af á lífsleiðinni, og það er einlæg von mín og rú, að ennþá einu sinni eigi hún eftir að sýna sama óbifanlega dugnaðinn og festuna sem ég veit að hún á ennþá yfir að ráða. Og ég bið þess að svo megi áfram verða. Þessi kona er alveg einstök, — það hefur hún svo oft sannað mér og öðrum sem til hennar þekkja. Ekki skal heldur gleymt þeim missi sem móðir okkar hefurorðið fyrir. Á s.l. fimm árum hefur hún orðið að sjá á eftir föður sínum, eiginmanni og nú síðast frumburði sínum. Þetta er %issulega mikill og sár missir á svo skönmum tíma. En hún hefur eins og tengdadóttir hennar tekið því með stillingu, sem enni hefur verið ætlað af þeim er öllu ræður — og yfir okkur vakir. Stillingu sem aðeins þeirra líkar hafa til að bera, að mæta slíku mótlæti sem ástvinamissi þeirra beggja, eins og hér hefur orðið. Ég votta aðstandendum Magnúsar öllum mína innilegustu samúð, og ekki hvað síst börnum hans, sem ég vildi vona að heiðruðu minningu síns góða föður með heitstrengingu um það að reyna að temja sér sem flesta af öllum þeim góðu kostum sem í honum bjuggu. Þá á ég von á því, að þeim muni vel farnast. Líkamsleifar Magnúsar voru jarðsettar við hlið föður hans í Fossvogskirkjugarði, í sama graf- reit og móðurforeldrar hans hvíla. Kveðjuathöfn fór fram í Kaup- mannahöfn 9. febrúar, og síðan bálför. Og minningarathöfn var síðan gerð frá Bústaðakirkju 17. febrúar, að viðstöddu miklu fjöl- menni, eins og vænta mátti. Blessuð veri minning míns góða bróður. Helgi Helgason. Til afgreiðslu strax, sambyggðar trésmíðavélar. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1. — Sími 8 55 33. Á sýningunni kynnum við: V ÖRULIST ANN okkar en með þvi sýnum við fleiri hluti en nokkur annar, auk þess erum við til viðtals og svörum fyrirspurnum eftir bestu getu. Gjörið svo vel að líta við, slappa af og kvnnast starf- seminni. VERIÐ ÖLL VELKOMIN í SÝNINGARDEILD OKKAR, húsi 2, neðri sal. Vörulistinn er til afgreiðslu ásamt ókeypis happdrættis- miða, vinninguri sólarlandaferð með Samvinnuferðum. ^ ifflwnaust kt VHr SlÐUMULA - SlMI 82722 REYKJAVlK______ 'tlA ,(\V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.