Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 1937: Hamingjan viröist blasa viö „stjörnuhjónunum“ og þau fara meö aöalhlutverkin í sömu Korda-myndínni. fíinn ömurlegi sannleikur um ævintýra- prinsessuna Lífið lék við Vivien Leight, þóttust menn vita. En undir hinu stjörnubjarta yfirborði ólgaði harmleikurinn — Eftir Tohy David Það var sagt um Vivian Leigh, þegar hun stóð á hátindi frægðarinnar, að hún væri fegursta kona veraldar, Hún var þá gift mesta leikara heims, Laurence Olivier. Og þau þóttu glæsilegust allra hjóna í heimi leikhúss og kvikmynda. Vivien Leigh var afburða glæsileg kona. Hún var fáguð, smekkvís, greind og afar viljasterk. Hún var rík og bar aðalstitil. Hún átti að vinum marga hæfileikaríkustu og skemmtilegustu leik- ara, sem þá voru uppi, enda var hún frábærlega heillandi í viðkynningu. Þannig kom hún almenningi og aðdáendum sínum fyrir sjónir, og þannig hafa þeir minnzt hennar frá því að hún dó fyrir tíu árum. En i-nýútkominni ævisögu hennar eftir bandarískan blaða- mann kemur á daginn, að þessi mynd er glansmynd, og meira en lítið fegruð. Þar er sagt frá því, að þær stundir komu, og æ oftar á síðari árum, að þessi fágaöa og glæsilega heimskona skipti bókstaflega um ham, umhverfðist. Hún missti þá alveg stjórn á sér, réðist á fólk með óbótaskömmum og svívirðingum og ósjaldán spörkum og barsmíðum; eigin- maður hennar fór ekki varhluta af þessu, og unni hún honum þó framar öllu öðru. Þegar hún fékk köstin átti hún líka til að byrja að afklæða sig á almannafæri. Stundum reikaði hún um göturnar eins og vændiskona og lagðist með hinum og þessum ókunnugum sem hún rakst á. Nokkrum sinnum kom það fyrir, að hún reyndi að stökkva út úr járnbrautarlest- um og flugvélum. Vivian Leigh var geðbiluð og sjúkdómur hennar ágerðist stöðugt með árunum. Nú er vandsagt um það, hvað að henni gekk: það kunna að hafa verið geðlæti, psychosis manio-de- pressiva, ellegar geðklofi, schizophrenia. Hvað sem um það er fer ekki milli mála, að hún hefur liðið vítiskvalir langtímum saman og eiginmaður hennar líka síðustu árin áður en þau slitu samvistum. Goðsögnin skráð Þannig segir frá í hinni nýútkomnu ævisögu eftir bandaríska blaðamanninn Anne Edwards, sem fyrr var getið. Ævisaga þessi ber það með sér, að höfundurinn kann til verka, og hún er rituð af einlægri samúð. Edwards byggir fyrst og fremst á fjölda viðtala við gamla kunningja ög vini Vivian. Sumt af því fólki var mjög nákomið henni. Ekki tókst höfundi þó að ná tali af Sir Laurence. Og Vivien hitti hún aldrei. Bókin ber þess líka merki hér og hvar; hún er yfirborðs- kennd á köflum. En hún er kærkomin þrátt fyrir það, og í henni er varpað ljósi á ýmsa þætti í goðsögninni miklu um Sir Laurence Olivier og hjónaband þeirra Vivien. Það virðist, að Vivien hafi frá upphafi ævinlega fengið allt, sem hún vildi. Ekki svo að skilja, að henni hafi hlotnazt það fyrirhafnarlaust. En hún var gædd mikilli kænsku, og viljastyrkurin feiki- legur. Það má taka það til dæmis þegar hún vann ástir Laurence Olivier. Hún hafði „ætlað“ sér hann þegar áður en þau hittust fyrst. Dag nokkurn fékk hún svo veður af því, að Olivier mundi verða á Savoy þá um kvöldið. Hún fékk þá vin sinn einn til þess að fara með sér þangað. Erindið var auðvitað að komast í kynni við Olivier. Þau höfðu varla heilsazt, þegar hún „ákvað" með sjálfri sér, að hún væri ástfangin af honum! Hún var reyndar gift, þegar þetta var, en orðin leið og vonsvikin í hjónabandinu. Skömmu síðar trúði hún vini sínum fyrir því, að hún ætlaði að giftast Olivier. Hún var reyndar gift öðrum þegar þetta var og átti unga dóttur, aðeins eins og hálfs árs gamla, en hún var þegar orðin leið og vonsvikin í því hjónabandi. Olivier var (íka giftur, Jill Esmond, og kona hans ófrísk að fyrsta barni. A Kaprí hófst ævintýriö Nokkru eftir, að þau kynntust voru þau fengin til þess að leika saman í kvikmynd, „Fire over England". Laurence varð fljótlega hrifinn af Vivien, er þau fóru að vinna saman, en kvikmyndagerðin fékk skjótan endi, og þau fóru hvort sína leið. Þess var þó skammt að bíða, að þau hittust aftur. Laurence hafði farið til eyjarinnar Kaprí með konu sinni og hugðust þau vera þar um nokkurn tíma. Þau höfðu ekki verið þar lengi, þegar Vivien birtist öllum að óvörum. Hún hafði talið vin sinn á það, að koma rneð sér til Kaprí. Laurence átti ekki að sleppa. Og það var þarna á Kaprí, að þau urðu ástfangin hvort af öðru, svo að engum gat dulizt. Óvíst er, að það hefði nokkurn tíma .orðið, ef ekki hefði verið fyrir þrjózku og einbeitni Vivien. Annað gott dæmi um vilja og ákveðni Vivien er af því, þegar hún kom því í kring að hún var valin í hlutverk Scarlett 0‘Hara í „Gone With the Wind“ — Á hverfanda hveli. Skömmu eftir, að bókin „Gone With the Wind“ kom út í Bretlandi og ákveðið hafði verið að kvikmynda söguna komst Vivien að þeirri niðurstöðu að hún væri kvenna bezt fallin til þess að leika hlutverk Scarlett. Sagði hún umboðsmanni sínum það, og reyndar margsinnis, og vænti þess að hann gerði eitthvað í málinu. Kostnaðarmenn hinnar væntanlegu kvikmyndar voru þá þegar farnir að svipast um eftir leikkonu í hlutverkið og höfðu leitað grannt og víða, en ekki fundið neina, sem þeim þótti sjálfkjörin. Margar frægar Hollywood stjörnur voru boðnar og búnar og mátti vænta þess, að einhver úr þeirra hópi yrði LON DON TOWN Nýja hljómplatan með Paul McCartney & The Wings Fæst hjá umboðsmönnum okkar um land allt. mesta h ljóm plötu ú rval landsins RGA Cgs Doivöor OECCfi FÁLKIN N* Suðurlandsbaut 8 Laugavegi 24 Vesturveri 84670 18670 12110 \£jesíha ] Mest selda steypuhræri- vél á heimsmarkaði. : ' V., n ÞÚRHF REYKJAVÍK ÁRMÚLA 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.