Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 VtK> MORíS-JNí MrtiNú GRANI göslari Lítilsvirðing við lýðveldið? Hefur þú ekki hukuii í höfðinu? Heyrðu kunningi. Væri ég í leit að slagsmálum. þyrfti ég ekki að fara að heiman! Hvar er hitt sverðið? Ég er aðeins farþegi í bílum, og geng því allmikið um götur okkar ástkæru borgar. Við næmu auga blasir fegurð í nálægð og fjarlægð, sumar sem vetur, og hressandi er hið hreina loft hvernig sem viðrar. Þess vegna get ég varla ógrátandi hvort á ruslið, sem hvarvetna liggur á götum og gangstéttum. Þó að ástandið sé slæmt, eru þeir væntanlega margfalt fleiri, sem stinga umbúðum af sælgæti og fleiru í vasa sinn eða tösku, þangað til þeir komast að rusla- fötu, en ófögnuðurinn færist sífeljt í aukana. Enda mun sælgætis- neysla hafa margfaldast á síðustu árum, með afleiðingum sem að vísu munu talsvert alvarlegri en sóðaskapurinn, þó að þær verði ekki gerðar að umtalsefni hér. Oneitanlega berast böndin að ungu kynslóðinni, sem. hið opinbera lætur ekkert sparað til að þroskist sem best, andlega og líkamlega, m.a. með ókeypis tannlækningum almannafæri, er breytni gegn betri vitund og varðar reyndar við lög, þó að þeim sé ekki framfylgt. Að fólk skuli fleygja frá sér myntinni með skjaldarmerki ríkisins, virðist táknrænt fyrir ill örlög gjald- miðilsins og lítilsvirðing við lýð- veldið okkar, sem stofnað var í rigningunni á Þingvöllum, og hefur þrátt fyrir allt reynst þegnum sínum vel. Þó hvarflar stundum að miðaldra konu sá geigur, sem greip hana unga í fyrrnefndu slagviðri og hún hugs- aði við óm kirkjuklukknanna: Er þetta illur fyrirboði? Og á göngu sinni einn góðan veðurdag, skömmu fyrir nýliðin vorjafndæg- ur, tautaði hún eftirfarandi við sjálfa sig: I götunni lÍKKur lýðvoldiskrónan. ísland. þaó herrans ár nítján sjötíu ok sex. Skjaldarmcrkió er mótaó úr áli. vegiö ok léttvæKt fundid. verdbólxan vex. Innan um stubba og umhúðadrasl sem kuII hún glóir. hvílíkt kerlinnarrex. Erla.“ BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í úrspilsæfingu vikunnar er hendi suðurs enginn hversdags- matur. Og enginn hissa á, að lokasögnin verður 6 spaðar en andstæðingarnir hafa ekki tekið þátt í sögnum. Norður S. G5 H. 762 T. D64 L. G9532 Suður S. ÁKD1096 H. ÁK5 T. ÁK52 L. - Vestur spilar út laufkóng, sem við trompum en þurfum síðan að finna besta framhaldið. Þegar spilið kom fyrir sá spilar- inn aðeins tvo möguleika. Tígull- inn 3—3 eða varnarspilari með tígullengd gerði mistök þegar spöðunum var spilað. En það var til of mikils ætlast. Þeir áttu nóg af laufum og vestur, en hann átti fjóra tígla, lenti ekki í vandræðum með afköst sín. Þar með voru aðeins 11 slagir mögulegir, einn niður. En til var þriðji möguleikinn, sem ekki skaði að reyna í leiðinni. Ætti austur tvíspil í tígli var hægt að vinna spilið ætti hann einnig tvíspil í trompinu. Aukamöguleika þennan mátti reyna og taka á tígulás í 2. slag. Síðan lágan tígul á drottninguna og spila þriðja tíglinum frá borðinu. Lítum nú á allar hendurnar. Norður S. G5 H. 762 T. D64 L. D9532 Austur S. 73 H. G843 T. 108 L. Á10874 Suður S. ÁKD1096 H. ÁK5 T. ÁK52 L. - Trompi austur ekki þriðja tígul- inn getur suður trompað tígul í borði og gefur þannig aðeins einn á hjarta. En trompi austur má taka af honum seinna trompið, láta hjarta í tígulkóng og trompa síðan hjarta í borðinu. Tólf slagir. Vestur S. 842 H. D109 T. G973 L. KD6 Við erum ekki enn komin inn á hótelið — erum^enn í búðinni! til 16 ára aldurs. Vonandi ber okkar efnilega unga fólk gæfu til að þakka fyrir sig á verðugri hátt, þó síðar verði. Og eins og til að kóróna umgengnina um okkar sameigin- lega gólf, liggur veslings litla álkrónan okkar á víð og dreif á förnum vegi, og er varla furða þó að henni sé lítill sómi sýndur. Áð fleygja nokkru frá sér yfirleitt á Ekki eiga unglingar alla sök á slæmri umgengni ef marka má dæmi er Velvakandi sá í miðborg Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta. Meðan flestir nutu skemmtiatriða dundaði bíleigandi nokkur sér við að losa úr ösku- bökkum bifreiðar sinnar beint á götuna og virtist ekki koma til hugar að leita uppi ruslafötu sem þó var ekki lengra frá en örfáa MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eflir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir >slen;kaói 26 maður sem kemur alltaf á.sama stað: — Það var þarna, sagði Neveau og bcnti á yfirlætislaus- an veitingastað. Hann hafði sitt fasta borð þar og meira að segja serviettuhringinn sinn. — Og hvað segja þau um hann? — Stúlkan sem bar honum matinn — því að hann sat alltaf við sama horð lengst inni í horninu — er gjörvulegur kvenmaður með mikið af öllu. Vitið þér hvað hún kallaði hann? Hvernig í ósköpunum átti Maigret að vita það? — Litla kallinn sinn... hún sagði mér það. „Jæja. litli kallinn minn, hvað var það í dag?“ nún fullyrðir að honum hafi þótt gaman að þessari nafngift. Hann skrafaði við hana um daginn og veginn, en reyndi aldrei við hana. Stúlkur á slíkum veitinga- stofum hafa frí í tvær klukku- stundir eftir að hádegisverði er lokið og áður en undirbúning- ur fyrir kvöldverðinn er haf- inn. Hún segir að hún hafi oft séð hánn, þegar hún fór um þrjú- leytið. Þá hafi hann setið á bekk. í hvert skipti veifaði hún til hans og einn daginn kallaði hún til hans. „Jæja, litli kallinn minn, þér ofreynið yður ekki við vinnuna.“ Og þá svaraði hann þvf til að hann ynni á næturnar. - Trúði hún því? — Já, mér finnst hún hafa verið afar hrifin af honum. — Hafði hún lesið blöðin? — Nei, ég varð að segja henni frá því. Að hann hefði verið myrtur. Hún sagðist ckki geta trúað því. Þetta var ekki dýrt veitinga- hús, en mjög sómasamiegt. Á hverjum degi fékk Thouret sér hálfflösku af víni, ekki á karöflu. — Eru fleiri hér í hverfinu sem kannast við að hafa séð hann? — Já, þó nokkrir. Ein af stúlkunum sem er á veiðum hér sagðist hafa séð hann næstum daglega. í fyrsta skipti reyndi hún að klófesta hann. Hann afþakkaði, en ósköp vingjarn- lega og í hvert skipti sem hún sá hann eftir það sagði hún stríðnislega við hann. — Jæja, hvcrnig væri að gera það í dag? Þau virðast bæði hafa haft af þessu nokkra skemmtan. Ef þau hittust þegar hún var á leið brott með öðrum, depluðu þau augum hvort til annars. — Og hann hefur aldrei farið með neinni af hinum stúlkunum? — Nei. — Hefur cnginn séð hann í fylgd með kvenmanni? — Að minnsta kosti engin af þessum stúlkum en einn af- greiðslumannanna f skart- gripabúðinni kveðst hafa gert það. — Er það skartgripahúðin við undirganginn þar sem hann var stunginn? — Já, þegar ég sýndi af- greiðslufólkinu mynd af hon- um kannaðist einn mannanna við hann. — Þetta er maðurinn sem kom og keypti hring hér í síðustu viku, sagði hann. — Var Thouret þá með ungri stúlku? — Nei, ekki ungri. Af- grciðslumaðurinn segist ekki hafa skoðað hana neitt nákvæmlcga. Hann segist haía haldið þau væru gift. Hann tók cftir að hún hafði silfurref um hálsinn og hálsmen með fjög- urra laufa smára. — Svoleiðis skart sejum við einnig hérna,“ sagði hann. — Var þetta dýr hringur? — GuIIhúðaður með demantseftirlíkingu. — Og hann heyrði þau ekki scgja neitt sérstakt? — Þau töluðu saman eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.