Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 4 1 Stuttklippt hár Permanent °g lokkalýsing — Kvikmyndir Framhald af bls. 6.3 mjög gott vestan hafs, og er það trú manna að aðsókn að henni verði meiri en á JAWS, og hún verði þar með næst mesta sótta mynd allra tíma. En að undanförnu hefur Spielberg verið önnum kafinn við gerð myndarinnar I Want to Hold Your Hand, en hún kostar „sáralitlar" 2.6 millj. dala, og það þykir ódýrt í henni Hollywood. Næstu mynd, sem hann fæst við, mun hann einnig aðeins framleiða, og nefnist hún Growing Up. Sögusviðið er Phoenix, Arizona, en þar ólst Spielberg einmitt upp. Báðar þessar myndir verða að næstum öllu leyti unnar af óþekktum listamönnum. Næsta viðfangsefni SPIELBERGS sem leik- stjóra, verður gamanmynd sem á að nefnast 1941. Aætlaður kostnaður við gerð hennar, eru litlar 12 millj. dala. • Nýjasta mynd annars, ungs, bandarisks leikstjóra, BRIAN DePALMA, fer nú sem eldur í sinu um gjörvöll Bandaríkin. Hér er um að ræða ægimagnaða hroll- vekju, sem nefnist THE FURY. Með Aðalhlutverkin fara Kirk Douglas og John Cassavetes. De Palma hef- ur sérhæft sig í hryllings- myndum (Sisters Hi, Mom, Obsession, The Phantom Of The Paradise) og nú er von á næst nýjustu mynd hans, CARRIE, í Tónabíó á næstunni. • David Hemmings hefur nýlokið við myndina Just A Gigolo, en hana prýðir eitthvert forvitnilegasta leikaraval síðari ára. Þar eru nefnilega samankomnir David Bowie, Kim Novak, Sydne Rome, Maria Schell, Curt JUrgens og Marlene Dietrich^ Og látum það nægja — í bili. Legubronze 25 — 150 m/m MITIA TUNGSTEN CARBIDE Rennistáloddar G.J. Fossberg, vélaverslun h.f. Skúlagata 63, sími 18560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.