Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ^ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Eyjólfur Guðmundsson: wm Fréttabréf frá Noregi Smb i i uu i j jy U4i,- Skíðamenn á leið til Galdhöppingen, sem er hæsta fjall Noregs, 2468 metrar. Blikur á lofti í efnahagsmálum Sú efnahagskreppa, sem herjað hefur mörg lönd Evrópu og Ameríku, hefir einnig gert vart við sig í Noregi. Það sem nú er sérstak- lega áberandi, er að mörg meðalstór og stór fyrirtæki hafa átt í rekstrarerfiðleikum. Hafa sum þeirra orðið að segja um hluta af starfsfólki sínu og draga saman rekstur sinn, eða hætta rekstri. Þegar minnst er á meðalstór fyrir- tæki, er átt við atvinnurekend- ur sem hafa 50—500 manns í þjónustu sinni, en stór með yfir 500 manns. Um þessar mundir eru rúm- lega 20 þúsund manns á atvinnuleysisskrá hér í landi, en það er nokkru fleira en á sama tíma í fyrra. Fyrirtæki þau sem verst er ástatt fyrir, eru í stál og járniðnaðinum, og fyrirtæki sem annast skipasmíðar. Einnig fyrirtæki í timburiðn- aðinum, sömuleiðis framleið- endur sjónvarpa og útvarps- tækja, og vopnasmiðjan Kongsberg Vopenfabrikk, sem átt hefur í tímabilsbundnum erfiðleikum. Meðal þeirra fyr- irtækja sem hætta rekstri, eru koparnámurnar við Röros, sem reyndar eru elsta iðnaðar- fyrirtæki í landinu, og hafa verið í rekstri í 333 ár. Svo virðist, að Norðmenn hafi staðið sig miður vel, hvað snertir samkeppni á erlendum mörkuðum, og það sé megin- ástæðan fyrir að dregið hefur úr útflutningi. Þeir sem reka útflutningsfyrirtæki telja að kaupgjald sé alltof hátt, og því séu Norðmenn ekki samkeppn- isfærir á erlendum mörkuðum. Enn fremur að ríkisvaldið leggi óeðlilega háa skatta á fyrirtækin, og hafa atvinnu- rekendur kvartað yfir þessu, en talsmenn ríkisrekstrar, meðal norskra stjórnvalda, hafa daufheyrst við. Nú, eftir að dregið hefur úr útflutningi, en innflutningur aukist, grípa stjórnvöld til ýmissa sparnaðarráðstafana sem draga eiga úr neyzlu almennings, og jafnframt stuðla að því að fólk leggi sem mest fé inn á banka og aðrar lánastofnanir. Bæði innláns- og útlánsvextir hafa verið hækkaðir og eru innlánsvextir nú 4—6%, en útlánsvextir til húsbygginga allt að 10%. I heild verður nú erfiðara að fá lán en áður og lánstími, t.d. til bifreiðakaupa verður styttri. Staðreynd er að tekjur norska ríkisins af olíunni á Norðursjónum hafa orðið minni en áætlað var í upphafi, og það samfara minnkandi útflutningi, eru meginástæð- urnar fyrir sparnaðarráðstöf- ununi stjórnarinnar. Herflutningarnir til Líbanons Nú um páskana fóru Sam- einuðu þjóðirnar þess á leit við Norðmenn að þeir sendu frið- argæslusveitir til Libanons. Svo sem kunnugt er hafa Norðmenn brugðist vel við og nú þegar sent 750 hermenn til gæslustarfa þar eystra. Gert er ráð fyrir að alls verði um 1000 — 1200 manns sendir frá Noregi. Hér er eingöngu um að ræða sjálfboðaliða, sem hlotið hafa góða herþjálfun. Laun þeirra munu vera sem svarar rúmum 250 þús. ísl. kr. á mánuði, og matur, húsnæði og fatnaður til starfsins, ókeypis. Augljóst er því að ungir og hraustir menn hafi áhuga á þessu starfi, þótt það sé ekki með öllu áhættulaust. Aðaláhætt- an er fólgin í jarðsprengjum, en sem kunnugt er hefir a.m.k. einn hermaður í gæslusveit Svía, látið lífið af þeim sökum. í liði Norðmanna eru nú sérþjálfaðir menn, hvað snert- ir meðferð sprengjuefna, og í sjónvarpsviðtali við einn þeirra kom fram, að hann taldi Svíana ekki hafa sýnt nægilega varkárni. Gert er ráð fyrir að það kosti um 150 millj. n. kr. á ári að hafa þetta lið staðsett í Libanon, en telja má fullvíst að Sameinuðu þjóðirnar greiði meginhlutann af þeim kostn- aði. Fjallaferðir um páskana Það er mjög í tízku að Norðmenn bregði sér á skíði um páska, og þeir sem eiga fjallakofa, leggja leið sína þangað. Fjallahótel eru þá yfirleitt troðfull, bæði af Norðmönnum og útlendingum, ekki minnst Svíum. Verðrátta um páskana hér í landi er yfirleitt mun betri en það sem við Islendingar eigum að venjast, en þetta hefur það í för með sér að mikill fjöldi fólks leitar inn á fjalllendið á þessum tíma árs. Skíðaíþrótt- in er, og hefur verið, þjóðar- íþrótt Norðmanna, sem eign- ast hafa marga heimsmeistara í þeirri grein. Þrátt fyrir sólskin og logn í páskavikunni komu einnig illviðrakaflar með 20 stiga frosti og byl. Snjóflóð féllu á nokkrum stöðum og létu þrjú ungmenni lífið af þeim sökum, en tvennt fraus í hel, eftir að hafa grafið sig í fönn. Alls munu um 20 manns hafa lent í snjóflóðum, en sérþjálfaðir menn og leitarhundar, björguðu þeim sem bjargað varð. Yfirvöld og ýmsir aðilar svo sem skátar hafa síðustu árin brýnt fyrir fólki ýmsar varúð- arráðstafanir í sambandi við vetrarferðii- um hálendið. Námskeið varðandi það hvern- ig hægt sé að gera sér snjóhús hafa verið haldin og reynt hefur verið að leiðbeina fólki varðandi snjóflóðahættu o.fl. Þrátt fyrir þetta verða árlega nokkur dauðsföll um páskana, og ástæðurnar þá oft lélegur klæðnaður, áfengisneyzla eða kæruleysi. Trií eða hjátrií Harðar og grimmilegar rök- ræður hafa átt sér stað, m.a. í fjölmiðlunartækjum, varð- andi það sem Norðmenn kalla „djevelutdrivelse", en á ís- lenzku hefur verið kallað „að reka út djöful". Hér er um að ræða ævaforna kenningu varðandi það að illir andar, eða djöflar, geti tekið sér bólfestu í lifandi manneskju, og orsakað það sem kallað er af nútímafólki geðbilun. í framhaldi af þessu, telja ýmsir einkum guðfræðingar og kirkjunnar menn, að hægt sé að reka út hin illu öfl með Guðsorði og fyrirbænum. Nú undanfarið hafa sérstaklega trúboðar, sem starfað hafa í hinum vanþróuðu löndum, komið fram sem talsmenn þessarar skoðunar. Síðustu misserin hafa guð- fræðingar og fleiri g'ert til- raunir með að hjálpa fólki, sem þeir hafa álitið haldið illum öndum. Þessu hefur ekki alltaf verið tekið með þökkum, og aðstandendur þeirra „illa höldnu" hafa í sumum tilvik- um brugðist reiðir við og lagt hendur á „djöflarekstrar- menn“! Ráðamenn innan norsku kirkjunnar og aðilar á sviði geðlækninga hafa lítið fullyrt, en bent á að harðar deilur um þessi mál komi engum að gagni, en góð samvinna bæði klerka og lækna og annarra sé það sem stefna beri að. Inniheldur ask- tréð motefni gegn krabbameini? Sem kunnugt er þá eru mörg læknislyf unnin úr jurtum og trjám, og kunnátta á því sviði reyndar ævaforn. Hér íNoregi var soð af skúfeltingu og eini notað við magasári áður fyrr, en margir af yngri kynslóðinni telja slíkt kerlingabækur og hindurvitni. Nú síðustu missérin hafa margir krabbameinssjúkling- ar drukkið soð af asktré, og telja að í því sé efni sem lækni krabbamein og jafnvel fleiri sjúkdóma. Hafa læknar nú fengið áhuga á málinu og standa nú rannsóknir og til- raunir yfir, svo væntanlega verður hægt að fá úr þessu skorið. Um lækningamátt asksins verður ekkert fullyrt, en stað- reynd er að asktré eru nú víða laufskorin, og jafnvel upp- höggin í smábita og soðin síðan drukkið af þeim sem telja sig þess þurfa. Svo langt hefur gengið að askur sem legið hefur á timburlager í nokkur ár, hefur verið keyptur á 10 kr. n. kílóið og notaður til þe=sarar meðalagerðar. Þyrilvængjur eru meðal þeirra hergagna sem Norðmenn hafa með sér til Líbanons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.