Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 43 Fyrir guðdómlega þrútnun anda og skilningarvita er nú um'tvær og liálf milljón kaþólskra i Bandarfkjunum farin að „tala tungum“, dularfullu táknmáli drottins. ir gamalli trúarhefð berjast í bökkum fjárhagslega og eru dýr- ari en svo margir hugsanlegir nemendur fái við ráðið blómgast stofnanir, sem eiga sér ötulli strangtrúarhópa að bakhjarli. Eru sumar þeirra vart annað og meira en Biblíuskólar. Sem dæmi má nefna hinn ríkulega Oral Roberts University i Oklahoma og Liberty Baptist College i Virgin- íuríki. Fjöldi Gyðinga kemur við sögu í Jesúhreyfingunni, hvort heldur sem lærisveinar eða skotmörk. Munu nú um 20—40 þúsund Gyð- ingar kalla sjálfa sig Kristgyðinga og telja sig bæði kristna og Gyð- ingatrúar. Flestir þeirra eru ung- ir og að hluta afsprengi félags- legra hræringa sjöunda áratugar- ins. „Við höfum ætíð litið á sjálf okkur sem skæruliða", segir Moishe Rosen, formaður Jesú- hlynntra Gyðinga. „Við erum harðskeytt. Þjálfun okkar er allt að því hernaðarleg." Evangelískir kirkjusöfnuðir eru óðfúsir til að styðja Kristgyðinga fjárhagslega. Samþykktu sendimenn á kirkju- þingi Lútherstrúarmanna i Dallas með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða að gera harða hríð að Gyð- ingum í því skyni að laða þá til betri siðar. Aðalstöðvar hernaðar- ins eru í Kaiíforníu, tvær talsins, og hafa þau útibú i allt að 24 borgum vitt og breitt í Bandarík- in. Er önnur kölluð „Viðskipta- skrá kristinna manna“ með aðset- ur í San Diego, en hin, „Gulu blaðsíður kristinna", er f Modesto. Gefa báðar út skrár yfir viðskiptamenn og fyrirtæki þar sem einvörðungu er þá að finna sem iðka kristna háttu og er listunum dreift ókeypis i kirkjur og trúarlegar bóksölar. Sá, sem vill komast. á blað í skránni, verður að undirrita yfirlýsingu sem segir að hann sé „endurfædd- ur, kristinn trúmaður" og að hann „viðurkenni Jesú Krist sem per- sónulegan drottin og frelsara og taki Jesú sem guðs syni“. Fyrir það og eftir að hafa greitt þókn- un, sem nemur allt að 900 dollur- um (meira en 190.000 ísl. kr.) hlotnast viðkomandi litill auglýs- ingadálkur i skránni og stimpil útgefandans til vitnis um að hon- um megi allir góðir kristnir menn treysta. tugnum haga strangtrúar- kirkjurnar sér í auknum mæli i samræmi við það sem fólk er að leita að í trúarbrögðunum". Hreyfingin speglar að miklu leyti afturhvarf fólk til hins ná- læga og innra; f burtu frá hinu félagslega fagnaðarerindi i áttina að einstaklingsbundnu trúarvið- horfi, sem miðar einfaldlega að vellíðan, í burtu frá frelsunarguð- fræði miskunnarverka í átt að freslunarguðfræði trúar einnar saman. Það, sem skuggalegra er, er hinn hvarkvæmi skynsemiþátt- ur stefnunnar, sem vísar rökum á bug en skfrskotar þess heldur til dulhyggju og tilfinningasemi. í venjulegri bandaríski miðstéttar- kirkju var hvatt til skoðanaskipta um guðfræði og trúarleg vanda- mál. En nú á dögum ber ósjaldan við þegar komið er í kirkju að heyra sæmilega greind og upplýst sóknarbörn skjala líkt og útvarps- redikarar um kærleika Krists og „nærveru hans hér á meðal okk- ar“. Svo virðist sem hreyfingin í heild hafi einn samnefnara, sem er staðfastur vilji til að syngja Jesú loft og gera hvert manns- barn að lærisveini hans. Vitan- lega fylgja hverjum slíkum ásetn- ingi öfgar og einnig er við ramm- an reip að draga þar sem hópur- inn er skiptur innbyrðis. Er það ein af vanköntum hreyfingarinn- ar að kristnir menn eru síður en svo á einu máli um hvernig skil- greina ber kristni eða hvað það táknar að fara að* keningum Krists. Með hliðsjón af straumum i bandarísku þjóðlífi lætur sú get- gáta ekki illa í eyrum að „kirkju- trú“ kunni um sfðir að lúta i lægra haldi fyrir ósamkynja rödd- um og andlitum á skjá eða í út- varpi. Svo mörg sem Jesúhreyf- ingin hefur verið i tygjum við poppmenninguna væri hún þann- ig vel í sveit sett. Þá á hreyfingin sér einnig hauk I hroni í Hvíta húsinu, þótt kosn- ing endurborinns Jesúbarns til forsetaembættisins sé hvorki bein ástæða eða afleiðing þess guð- móðs, sem húsum ríður. Þó er bersýnilegt að seta kristins hús- bónda í Hvfta húsinu, sem flfkar trú sinni óspart, hefur verið hreyfingunni hvatning. Það hefur gert trúarofstækismönnum kleift að stíga fram úr skugganum og upp á ræðupallinn. Vakning eða tízkufluga? En hvað táknar Jesúhreyfingin i raun og veru? Nokkrir trúar- bragðasagnfræðingar láta sér detta í hug að Bandaríkin hafi orðið fyrir gífurlegri tímabund- inni holskeflu af þvi tagi sem kristnir menn kalla stóruppvakn- ingu. Dr. Martin E. Marty í guð- fræðideild Chicago-háskólans kallar hreyfinguna „uppstokkun í undirstöðu trúarlegs valds í Bandaríkjunum. A áttunda ára- Við erum vitni að trúarlegri ringlureið, sem minnir á þrætu þá er fram fór á þriðja áratugnum og kennd er við nútima- strangtrúarmenn. Að afstöðnu þvi ritningastríði þótt mönnum sem gengið hefði verið af strang- trúarstefnu, afturhaldi og gang- skynsemistefnu dauðri og að tek- izt hefði að endurreisa kristni i anda skynsemi og dyggða. En sjónarspil það er við augum blasir nú sýnir að hvort tveggja mis- tókst. (EndursaKt úrSaturday Review) I 3 X AF HVERJU ERU TVÆR HULSUR Á TORGRIP MÚRBOLTANUM VIÐMÆLANDI: B.B. byggingavörur h.f.. Suöurlandsbraut 4 Simi 33331 „Spyrja viðskiptavinir þínir ekki iðulega um at hverju séu tvær hulsur á TOR- GRIP múrboltanum frá l»rcT5T-graiTra?“ „Jú, en það er yfirleitt öllum Ijóst að þessar tvær hulsur gefa helmingi meiri festingu en aðrir boltar og þeir virðast hafa meiri togkraft. Og samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem ég sýni ávallt viðskiptavinum, þá eru boltarnir hannaðir með togþolið í huga og efnið sem notað er í framleiðsluna er gott. Nú, verkfræðingar sem hingað koma til Inn- kaupa sýna þessum boltum mikinn áhuga og sérstaklega þegar þeir lesa um niðurstöður um álagsprófanir MIIIHSIEES boltanna." „Hvernig er það, koma þeir sem byrja á að kaupaíitXlIESulIEB boltana yfirleitt aftur?“ „Já, þeir koma reglulega aftur.“ Fæst í flestum byggingavöruverzlunum V- jfijLjr*JQHAN 51 Sundaborg •//f/f FÖNNING HF. Síml: 84000 - Reykjavík Bankastræti 7 Símí 2 9122 Aóalstræti4 Sími 150 05 VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK 0 Þl Al'GLYSIR LM ALLT L.4ND ÞEGAR ÞÚ 4UG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.