Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Dagana 19.—23. febrúar sl. var haldið hárgreiðslubing í Monaco ð vegum Haute Coifure Francaise. Fyrir hönd íslenzka hárgreiðslu- meistarahópsins, sem er pátttak- andi í pessum frægustu tízkusam- tökum hárgreiðslumeistara, fóru til Monaco á pingiö pau Elsa, Dúddi, Matti og Bára. Banco nefnist nýja hárgreiðslu- tízkan, sem par kom fram. Hún felst í stuttklipptu hári. Klipping- arnar eru tvenns konar og má hanna klippinguna í mismunandi lengdum. Permanent og lokkalýs- ing er áberandi í sumartízkunni, segja hárgreiðslumeistararnir. Þingið í Monaco er fyrsta , alpjóðlega pingíð, sem HCF held- ur. Félagar eru 1292 frá 31 landi víðs vegar að úr heiminum. Þar af eru 8 frá íslandi. Verndari sýning- arinnar var Grace Kelly, furstafrú í Monaco. íslenzki hópurinn hittist einu sinni í mánuði til æfinga og til að ræða nýjungar, sem fram hafa komið á hárgreiðslusviöinu. Þegar hann kom saman í hárgreiöslu- stofunni Kristu til aö fjalla um nýju vor- og sumartízkuna og leggja línurnar fyrir íslenzkar aöstæöur, tók Ijósmyndari Mbl., Friöpjófur, pessar myndir. Vorið og sumarið 1978 Ljósmyndir Friðþjófur Gullsala bætir stöðu dollarans London, 21. apríl. AP. STAÐA dollarans hefur stórbatn- að við þá ráðstöfun bandaríska fjármálaráðuneytisins að selja gull úr Fort Knox til að styrkja hann. Akvörðunin varð til þess að Kullið hækkaði um allt að sex dollara únsan ok dollarinn snar- hækkaði á gjaldeyrismörkuðum eftir langvarandi gengissig. Dollarinn hækkaði um 5 centimes eða 2.8% gagnvart svissneska frankanum, 3 pfennig gagnvart vestur-þýzka markinu og 8 centimes gagnvart frankanum eða 1.5% í London hækkaði dollarinn um 2 cent gagnvart pundinu og í Tokyo hækkaði dollarinn einnig gagnvart japanska yeninu. „Þetta er ekki aðeins bezti dagur dollarans í margar vikur og mánuði, þetta er bezti dagur hans í nokkur ár,“ sagði fjármálamaður í London. „Dollarinn hefur verið vanmet- inn og hann hlaut hvort sem var að ná sér að lokum," bætti hann við. „En núna er skriðan farin af stað og þá er ómögulegt að segja fyrir um hvað muni gerast." Staða dollarans hefur farið batnandi síðan Carter forseti hét því í ræðu í síðustu viku að láta baráttuna gegn verðbólgu hafa algeran forgang. Dollarinn bætti stöðu sína verulega fyrr í vikunni, en tilkynning fjármálaráðuneytis- ins um gullsöluna markaði alger þáttaskil. Fjármálaráðuneytið sagði að gullið yrði boðið upp á sex mánaðarlegum uppboðum, að fyrsta uppboðið færi fram 23. maí og að 300.000 únsur yrðu boðnar upp í hvert skipti. Tilgangurinn er að draga úr miklum greiðsluhalla Bandaríkjamanna og styðja dollarann. Greiðsluhalli Banda- ríkjamanna var 26.7 milljarðar dollara í fyrra og hann hefur verið veigamesta ástæðan fyrir lækkun dollarans. Lítil atvinna á Borgarfirði Borgarfirði eystra, 21. apríl ÞEGAR veturinn er liðinn er við hæfi að minnast þess með nokkr- um orðum. Hér austanlands er ckki hægt að scgja, að hann hafi verið harður, en umhleypinga- samur og veðurfar óstöðugt. Snjóþyngsli hafa ekki verið mikil, en sjaldan auð jörð og mikill snjór til fjalla og enn eru 1 víða fannir niður í sjávarmá). Atvinna hefur verið lítil sem engin, nema kvað nokkrir bfl- farmar af fiski hafa verið sendir af suðurfjörðunum til vinnslu hérna í frystihúsinu. En slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt nema bílfært sé yfir Vatnsskarð til Egilsstaða. Kom það bezt 1 ljós núna í morgun, en þá kom togarinn Hólmatindur frá Eski- firði með 25 tonn af fiski til löndunar, en kranabíll, sem koma átti frá Eskifirði til þess að landa fiskinum, komst ekki yfir fjallið vegna aurbleytu, svo að togarinn varð að fara aftur við svo búið óafgrciddur. Grásleppuveiði hefur verið sæmileg, einkum á 11 tonna bát, sem farið hefur til veiða alla leið norður að Langanesi og einn útgerðarmaður hérna, sem átt hefur hákarlalóð í sjó, hefur nú fengið þrjá hákarla síðustu 3 dagana. í gær, á sumardaginn íyrsta, var veður hið bezta, logn og sólskin, en í morgun var komin nöpur norðanátt og élja- gangur, svo að enn virðist sumar ið '■Vki alkomið hingað, hvað sem almanakið segir. — Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.