Morgunblaðið - 07.05.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.05.1978, Qupperneq 1
Sunnudagur 7. maí 1978. Bls. 33—64 Æviminningar Nixons Æviminningar Richard Nixons fyrrverandi forseta, sem blöö víða um heim birta útdrætti úr Þessa dagana, hefur engar stórkostlegar uppljóstranir að geyma, en eru yfirleitt taldar nákvæmt og mikilvægt framlag til sögu samtímans. Aðeins par sem Nixon fjallar um Water- gate-hneykslið viröist hann ekki hafa sannleikann að leiöarljósi í öllum atriðum að sögn bandaríska fréttatíma- ritsins Time sem hér er stuðzt við. Níxon hefur unnið að minn- ingunum í bústaö sínum í San Clemente í tæp prjú ár. Upphaflega voru pær ein og hálf milljón orð, en hann stytti pær í hálfa milljón oröa og bókin verður 1,184 blað- síður. Nixon fékk aðstoð við söfnun upplýsinga í bókina og nokkrir samsarfsmenn hans gerðu drög að nokkrum köflum, en bókin ber greini- lega handbragð Nixons og hún er boðskapur hans til peirra sem nú lifa og eftir koma. Forlagið sem gefur út ævi- minningarnar í pappírskiljum, Warnes Communications, greiddi Nixon rúmlega tvær milljónir dollara. Forlagið seldi síðan bókaútgáfufyrirtækinu Grosset & Dunlap réttinn til að gefa út bókina í venjulegu broti og fyrirtæki í eigu New York Times réttinn til að birta og selja útdrætti úr æviminn- ingunum. Sextíu blöð og tíma- rit, 30 dagblöð í Bandaríkjun- um og 30 tímarit og dagblöð í öðrum löndum, hafa hafiö birtingu útdrátta úr bókinni. Bandarísk blöð fá aðeins að birta 15.000 orð, en erlend blöð 25.000, sem eru aðeins þrír og fimm af hundraði bókarinnar. Þeir sem völdu útdrættina ákváðu að láta þá byrja þar sem Nixon segir frá því er hann las fyrst um innbrotið í Watergate í Miami-blaðinu „Herald" sunnudaginn 18. júní 1972 þegar hann var í sumar- leyfi í Key West. Nixon man vel Nixon við fjölskylduheimilid í Yorba Linda: ,N<! var fæddur í húsinu sem fadir minn by</j/di. “ Höfundurinn kveöur eftir afsöynina 1974. strik" „Kúbumanna með skurðhanzka". Hann segist enn hafa verið undrandi þegar hann frétti að starfsmenn kosninganefndar hans 1972 og fyrrverandi aðstoðarmenn hans í Hvíta húsinu, Howard Hunt og Gordon Liddy, væru viðriönir málið. Tuttugasta júní var hann farinn að hafa áhyggjur af því að „demókrat- Við samningu æviminninganna i bókaherberginu í bústadnum i San Clemente. eftir þessu: „Ég fann kaffilykt úr eldhúsinu." En frásögn Nixons um atburðina, sem „leiddu að lokum til endaloka forsetatíðar minnar", er sams konar varnarræða og hann hefur oft haldið áður um afskipti sín af Watergate-mál- inu, yfirborðsleg og ósannfær- andi. Hann segist fyrst hafa afskrifað innbrotið í aðalstööv- ar Demókrataflokksins sem „einhvers konar prakkara- eigingjarn....,, var ar fengju meiriháttar baráttu- mál í kosningunum ef rannsóknin ... gengi of langt“ Upp frá þessu dróst hann inn í yfirhylminguna. Hann notaði aöstoöarmann sinn, H.R. Haldeman, og tryggði með brögðum samstarf yfir- manns CIA, Richard Helms, og staðgengils hans, Vernon Walters. Nixon skrifar: „Ég sagði Haldeman að segja að ég héldi að þetta mál gæti rifjað upp allt Svínaflóamálið — og að þeir ættu að kalla til FBI og segja aö landsins vegna ættu þeir ekki að fara dýpra ofan í þetta mál. Þegar Haldeman kom aftur frá fundi sínum með Richard Helms og Walters sagði hann að Helms sæi hvernig í öllu lægi og væri fús til að vera hjálilegur, hvað mig snerti lauk þar með áhyggjum okkar út af Water- gate.“ Seinna skildi Nixon að „tor- tryggnisský hvíldi enn yfir Hvíta húsinu. Samt er ég viss um að þetta væri aðeins auglýsingavandamál, sem aö- eins þyrfti að leysa með auglýsingaaðferðum1'. Nixon viðurkennir að hann hafi átt nokkra sök á ólöglegri starfsemi aðstoðarmanna sinna og því að hann hrökkl- aðist að lokum úr embætti. Á einum stað getur hann um- ræðna um að hann náðaði innbrotsmennina og sam- skipta sinna við aðstoðarmenn sína, Haldeman, John Erlich- man, Charles Colson og Jeb Magruder, sem stjórnaöi kosninganefnd Nixons 1972. Nixon segir: „Ég sagði við sjálfan mig að ég hefði ekki verið viðriöinn þetta mál, sem gerði að verkum að verið gat að þeir væru glæpsamlega saknæmir. En viss mál hafði ég vitað um. Ég hafði talað við Colson um náðun; mig hafði líka grunað að Jeb Magruder segði ekki satt, en ég hafði ekkert gert út af grunsemdum mínum; og ég haföi gert mér grein fyrir því að sakborning- arnir fengu sent fé til að greiða lögmönnum og framfleyta fjöl- skyldum sínum. Munurinn á okkur var sá, að hlutdeild Haldemans og Ehrlichmans hafði komiö þeim í sjálfheldu; mér ekki enn sem komið var“. „Ég stóð andspænis því að verða að reka vini mína fyrir mál sem ég átti sjálfur hlut- deild í. Ég var nógu eigingjarn til þess að vilja að þeir færu, til að tóra sjálfur en ég var ekki svo miskunnarlaus að ég gæti auðveldlega fengið mig til að særa fólk, sem var mér mjög kært. Ég haföi áhyggjur af því hvaöa áhrif það hefði á þá ef þeir væru neyddir til að hætta, en ég haföi meiri áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á mig ef þeir hættu ekki.“ Nixon játar líka, að hann hafi vanmetið áhrif ákæranna sem lögfræðingur hans John Dean, setti fram á hendur honum þegar Nixon rak Dean vorið 1973. Alvarlegust var sann- færandi staðhæfing Deans þess efnis að Nixon hefði samþykkt greiðslur til að þagga niðri í Watergate-inn- brotsmönnunum á fundi í Hvíta húsinu 21. marz....... ég einbeitti allri athygli okkar og öllum ráðum aö því að reyna að hrekja það sem Dean sagði. En það breytti engu lengur, að allur framburður Deans var ekki nákvæmur. Sjá nœstu síðu A Fáar játningar og engar uppljóstranir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.