Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLADID. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 43 „Það er svo búið um hnútana að sá sem er í banni getur ekki einu sinni gleymt því stundarkorn" (Sjá:Hinir bannfœrðu) Refsingar Fyrrmá nú rota en dauðrota! Undanfarin ár hafa samtök kvenna í Frakklandi barizt fyrir því. að dómstólar tækju harðar á nauðgunum en áður. Hefur þeim orðið mikið ágengt — en jafnvel of mikið að eigin mati. Dómar fyrir nauðgun cru nefnilega orðnir svo þungir upp á síðkastið. að konurnar hafa samvizkubit af og þykir nú sem þær hafi gengið fullvasklega fram í baráttunni. Herferðin íyrir harðari dómum í nauðgunarmálum hófst fyrir þremur árum. Upp frá því hafa konur úr fyrrnefndum samtökum verið viðstaddar 811 réttarhöld í nauðgunarmálum og létu þær jafnan 1 ljós fb'gnuð sinn þá er þungir dómar féllu. En í febrúar síðastliðnum var innflytjandi nokkur dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir nauðgun, og var það 5 — 10 sinmini þyngri dómur cn nauðg- arar hlutu að jafnaði fyrir nokkrum árum. Þegar þessi dómur var lesinn upp brá svo við, að kurr mikill varð á áheyrenda- pöllum. konurnar risu úr sætum og tóku að steyta hnefa og hrópa ókvæðisorð að dómaranum og kviðdómnum, sem munu sízt hafa átt von á þessu. Konunum snerist sem sé hugur þegar þær voru loksins búnar að fá dómara á sitt band. En nú er ekki vi'st að jafn vel gangi að snúa dómaranum aftur. Þeir eru jafnan heldur íhaldssamir. Það eru mikil viðbrigði að þessum þungu dómum nú upp á síðkastið. Það var lengst af viðhorf lögreglu og dómstóla í nauðgunarmálum, að varla eða ekki væri hægt að naugða konum — þær vildu þetta annaðhvort sjálfar, eða gætu að minnsta kosti sjálfum sér um kennt. Er skammt að minnast þess, að fyrir þremur árum kærðu tvær belgískar stúlk- ur. sem verið höfðu á ferðalagi um Frakkland. þrjá menn fyrir naugðun. En lögreglan ætlaði varla að vilja hlusta á þær< hún kom fram við stúlkurnar eins og þær væru sjálfar sekar og var á henni að heyra. að það væri ckki nema eðlilegt og sjálfsagt. að nauðgararnir vildu „prófa karl- mennsku sína". Varð af þessu mikið hneyksli og komst málið loksins fyrir rétt. Eítir það voru svo tekin upp allmörg önnur mál kvenna. sem áður hafði verið vísað frá á þeim forsendum, að þær „gætu sjálfum sér um kennt". Nú eru viðhorf dómara breytt. en konum þykja sinnaskiptin full-róttæk. eins og áður sagði. Hafa þær jafnvel stofnað nefndir og félög til þess að berjast fyrir því. að dómar verði aftur léttir. Aðrar halda þó áfram baráttunni gegn nauðgurum af fullri hörku. Hér og hvar um landið hafa konur safnazt saman fyrir utan heimili eða verzlanir nauðgara og staðið þar vörð með kröfuspjöld til þess að vekja athygli á málstaðnum — og sökudólgun- um. Háskólanemar í I'arís settu rétt yfir einum á götu úti. Og einn baráttuhópurinn kveðst haf a rænt nauðgara og sett rétt yfir honum. Þess var ekki getið hvern dóm hann hefði hlotið... - PAUL WEBSTER. Bulgana Þar sem allir eru jaf nir — þykjast Það leikur enginn vafi á pvi, aö voriö í höfuöborg Búlgaríu, Sofiu, er af suðrænum uppruna með 611 einkenni Þeirra vordaga, sem löndin við Miö- jarðarhaf njóta. t>að liggur einhver léttleiki í loftinu, pegar broshýr manngrúinn reikar eftir tandurhrein- um götunum og skoðar í búðarglugg- ana. Sofíubúar klæöa sig bæði smekk- legar og meir aðlaðandi en íbúar nokkurs annars lands í Austur-Evr- ópu. Eftir að hafa séð subbuskapinn og vanhirðuna í borgum margra annarra kommúnistalanda, kemur pað mjög á óvart að sjá höfuðborg Búlgaríu, göngugöturnar i miðborg- inni, lystigarðana og bílalaus torg, með litrík hús, bæði rauð og bleik og gul. En breiðgöturnar, sem liggja út frá höfuðborginni, Þar sem komið hefur veriö fyrir traustum spjöldum, sem lýsa yfir „ævarandi vináttu" milli búlgara og sovétmanna, segja líka aðra sögu um petta land. Aldarafmæli sjálfstæðis Búlgaríu, sem nýlega var haldið hátíðlegt, undirstnkaði pessi sérstöku tengsl á ÖREI<SO(LEtO- TOG»)f50DlN milli landanna. Jalnt í stórborgum Búlgariu sem minni borgum bar engu minna á skreytingum með hinum eldrauöu sovézku hamar-og-sigðar fánum, heldur en prilita fánanum búlgarska. Ekkert annað land getur hrósað sér af jafn nánu sambandi við Ráðstjórnarrikin og Búlgaria, og pessi tengsl hafa vissulega borið ávöxt. Stjórnin í Moskvu hefur aöstoðað við að byggja upp rafeindaiðnað, stál- framleiðslu og skipasmíðar í Búlgaríu, og Ráðstjórnarríkin hafa lagt út a.m.k. einn fjórða af peim fjórmunum, sem pað hefur kostað að breyta Búlgaríu úr fremur frumstæðu landbúnaðar- landi í nútíma iðnríki. Ráðstjórnarríkin kaupa næstum pví 60 af hundraði af búlgörskum útflutningsvörum, en um pað bil 20% er flutt út til annarra sósíalískra landa. En hvort sem Búlgaría nú er fyrirmyndarríki innan sósíalísku ríkj- anna eða ekki, pá er landið vissulega ekki laust við öll vandamál, og stjórn landsins gengur sérstaklega illa að berjast við tvö peirra, p.e. við ofdrykkjuna og hina tíðu hjónaskiin- aði. Dagblöðin í Sofiu eru einasti vett- vangurinn í Búlgaríu, Þar sem almenn- ar opinberar umræður fara fram, og drykkjuskapur unga fólksins er pað vandamál, sem ber oftar á góma í blöðunum en nokkurt annað mál, sem til umræðu kemur. Vodkaflaskan kostar aðeins sem svarar 950 ísl. krónum, en við nánari athugun reynist ekki torvelt að finna fleiri orsakir ofdrykkju ungmennanna: í stórborg- inni Sifíu er næstum ekkert svokallað næturlíf; diskótek borgarinnar eru alls prjú, en fyrir utan Þessa staði eru næstum engir skemmtistaöir til í 1 ranihald ábls.47. Hirudo medicinalis — eða öðru nafni blóðiglur til lækninga — eru enn til sölu svo hundruöum skiptir í einni gamaldags lyfjabúð í borgarhverfinu Loop í Chicago. „Níu af hverjum tíu viðskiptavínum, sem koma hör til pess að kaupa sér eina blóðiglu, nota pær til pess aö sjúga blóð út úr glóðarauga. Mánudagsmorgnar eru góðir fyrir viöskiptin, eftir öll slagsmálin um helgina," segir Harvey Snitman, sem er verzlunarstjórinn í Sargent's Drug- store við Wabash-breiðgötu í Chicago. Hann sagði, að aðrir viðskiptavinir, sem koma jatnvel alla leið frá New York til pess að kaupa sér blóðiglur, fullyrði jafnan, að blóðiglurnar létti migrene-höfuðverk, lagi æðahnúta og komi í veg fyrir, að bólga hlaupi i grunn sár. „Verzlun okkar er einasti staðurinn í öllu landinu par sem lífandi blóöiglur til lækninga eru seldar," sagði Harvey Snitman. Hann bætti pvi við, að verzlunin seldi milli fimm og sex hundruð blóðiglur á ári. iklæddur sínum hvíta sloppi eins og lyfjafræðingar eru jafnan í, beygöi Harvey Snitman sig og tók upp eitthvað, sem líktist mest glasi með niðursoönum ertubelgium úr sýning- arglugga verzlunarinnar. Hann rak fingurna ofan í glasið og dró upp úr vatninu mjóan svart-brúnan orm, sem engdist í lófa hans og reyndi að læsa örsmáum tönnum sínum í hold hans. „Blóöiglan sígur sig fasta við hvaða hluta líkamans sem er. Þegar hún hefur sogið tekur hún að líkjast lítilli pylsu, og svo sleppir hún takinu. Þá hverfur bólgan úr meiðslinu; pað er dauða blóðið inni fyrir, sem orsakar bólguna," segir Snitman. „En er petta ekki sárt?" „Ó nei," svarar Snitman, „blóðiglan er með tennur, sem eru eins beittar og rakhnífur." „Fyrir mörgum árum voru pær til sölu í hverri einustu lyfjabúð, og kostuðu 70 krónur stk. Núna kosta Þær 840 krónur stykkið," sagði lyfjafræðingur- inn. Hann kvaðst vilja leggja áherzlu á, aö lyfjabúð sín selji ekki blóðirlur sem læknislyf, og sjálfur sagðist hann ekki mæla með notkun Þeirra. En salan á iglum er algjörlega lög%eg, og Snitman sagðist bara vera að selja pað, sem viðskiptavinir hans heimt- uðu af honum. Dr. Lester S. King, sem er prófessor við Chicagoháskóla, og vinnur við pá stofnun innan háskól- ans, sem fæst við rannsóknir á sögu vísinda og læknisfræði, hafði Þetta að segja um blóðiglurnar: „Sé aðeins notuð ein eða jafnvel tvær blóðiglur, Þá er Það svo sem ósköp skaðlaust. Þær gera ekki ýkja mikiö gagn í flestum veikindatilfellum. En í ein- staka tilvikum er blóöigla pó til bóta." Petta gerðist líka Vegurinn tilbetra lífs? Stjórnvöld í Burma skortir ekki hinar vinnandi hcndur þcgar það dettur í þau að framkvæma stóra hluti. Þau létu boð út ganga í vikunni scm Icið að yfir eitt hundrað þúsund rcfsifangar af báðum kynjum yrðu brúkaðir til þcss að lcggja nýjan veg frá höfuðborginni Rangoon og norður til Mandalay. Vegalengdin cr um 130 mflur. og segja talsmcnn stjórnvalda hinir hróðugustu að þctta sé eitt stærsta verkið scm í hafi vcrið ráðist á þessum slóðum. Þcgar frcttin var birt var þegar búið að smala fyrstu 5.000 föngunum á vettvang. Fulltrúar fólksins — ytra Samkvæmt könnun, sem gerð var í Bretlandi fyrir fjórum árum, áttu þingmenn þar í landi, sem töpuðu þingsæti sínu, þá síður en svo upp á pallborðið hjá breskum atvinnurekendum. Könnunin var gerð meðal forstjóra einkafyrir- tækja og stóð ein kunnasta ráð- gjafa- og ráðningastofa Bretanna að henni. Þrjátíu og sex uppgjafar- þingmenn samtals komu til henn- ar í atvinnuleit að loknum síðustu þingkosningum, en því miður kom í ljós að ekki einn einasti umsækjenda var að mati sérfróðra manna gæddur þeim hæfileikum sem stjórnun á sviði kaupsýslu eða iðnaðar krefjast. Nú fullyrðir The Guardian (sem ofanskráðar upplýsingar eru teknar úr) að róðurinn verði jafnyel þyngri fyrir fallframbjóðendur að loknum næstu kosningum. Blaðið vísar til nýrrar könnunar af því tagi sem fyrr er greint frá og segir að hún hafi sannað að hlutabréfin í þingmönnum séu enn þá á niðurleið og þá meðal annars vegna þeirrar nýjungar í breskri þingsögu að útvarpa því sem gerist í spurningatíma þeirrar virðulegu stofnunar. Almenningur virðist lítið hrifinn af því sem hann fær þarna að heyra, og viðbrögð atvinnurekenda eru á þann veg að þeir eru frábitnari því en nokkru sinni fyrr að ráða stjórnmálamenn í áhrifastöður í fyrirtækjum sínum. Stærsti lösturinn þeirra enn sem fyrr að dómi forystumanna í atvinnulífinu: hugmyndafræðileg stöðnun og ótti við hvers kyns nýjungar. Bílstjórinn hansAlCapone Placido Giacobbo var allslaus einstæðingur síðustu árin sem hann hrærðist í Messina á ítalíu en komst samt í heimspressuna þegar hann geispaði golunni í síðastliðinni viku 78 ára gamall. Plaeido hafði unnið sér það til frægðar á yngri árum sínum að vera einkabílstjóri hins ófrýnilega Al Capone, sem telja má alræmdasta bófaforingjann í allri sögu Bandaríkjanna. Svokallaður einkabílstjóri jafn mikils manns þurfti að kunna að handleika byssu, og austur í Chicago þótti „Charles" (eins og Placido var kallaður þar) vissulega mikill hæfileikamaður á því sviði. Eftir að húsbóndi hans hafnaði í Steininum fór hins vegar stjarna „Charles" að dvína og svo fór að Bandaríkjamenn spörkuðu honum úr landi tvisvar fremur en einu sinni, því að hinn ítalski byssumaður var tregur að hypja' sig. Honum skaut síðast upp vestra árið 1960, en var þá umsvifalaust tukthúsaður fyrir að hafa vændiskonur á snærum sínum. Verða böðlarnir settir af? Spánarstjórn vill afnema dauða- refsinguna og hefur þegar verið gengið frá löggjöf um það efni, að haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum þar syðra. I stað böðulsins á að koma allt að fjörutíu ára fangelsi og verður gengið þannig frá hnútunum að hvorki megi náða hinn sakfellda né láta hann njóta góðs af hugsanlegri almennri sakaruppgjöf. Þá veröur tuttugu ára fangelsisvist vægasta refsing- in sem sú manneskja getur vænst sem samkvæmt núverandi lögum gæti hlotið dauðadóm. — Dauða- refsingin nær núna til grófra föðurlandssvika og hermdarverka allskonar; ennfremur geta morðingjar átt hana yfir höfði sér, svo og tilræðismenn sem vilja vinna á þjóðhöfðingjanum og þaö jafnvel þótt þeim takist það ekki. Síðustu aftökurnar fóru fram á Spáni árið 1975. Þá voru fimm skæruliðar, sem vegið höfðu lögreglumenn, leiddir fyrir aftökusveit og skotnir. Sýnikennsla Fjölskylda níu ára gamallar telpu, sem fjórar stúlkur á aldrinum 10 til 15 ára misþyrmdu hrottalega á afviknum stað í San Francisco, hefur höfðað mál á hendur NBC-sjónvarpsstöðinni og krafist ellefu milljón dollara skaðabóta úr hendi forráðamanna hennar, á þeirri forsendu að kveikjan að ódæðinu hafi í rauninni verið tveggja stunda löng sjónvarpsmynd sem NBC sendi út. Svo mikið er víst að í hinni óhugnanlegu árás beittu stúlkurnar nánast nákvæmlega sams konar aðferðum og þær höfðu orðið vitni að þremur dögum áður í fyrrgreindri sjónvarpsmynd. Samtök lækna í Kaliforníu hafa lýst yfir stuðningi sínum við málsóknina. Læknarnir skírskota í því sambandi til niðurstöðu könnunar, sem gerð var á vegum annarrar bandarískrar sjónvarpsstöðvar, en samkvæmt henni sýnist það vera staðreynd að einn af hverjum fimm glæpum, sem bandarískir unglingar gera sig seka um, eigi að einhverju leyti rætur í sjónvarpsþáttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.