Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 7. MAI 1978 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Það er jafnvel grátlegt að hlusta á andstæða ræðumenn trúflokka. Þeir nota sömu setninguna í Biblíunni til að kasta hver í annan, og allir eru þessir menn að því er þeir segja fullir af kærleika Guðs til náungans. En sá kærleiki er því miður að miklu leyti bundinn innan ramma hvers trúflokks fyrir sig. Það sem ég hef aðallega lært af þessum athugasemdum mínum er því þessi eilífi metingur milli flokka hvað sé rétt og hvað sé rangt. Ef menn gætu aðeins hætt að rífast um það hvernig fæðingu Krists hafi borið að, hvernig ástand mannsins sé eftir dauðann og hætt að þræta um mál sem manninum er ekki ætlað að vita, myndi kristið samfélag safnast mun betur í einn hóp þar sem kærleikur til náungans væri meira lifandi og einfalt, kristið trúarlíf, sem er ávallt það bezta, ríkti. Því er það, að elska Guð með sínu hjarta og náungann eins og sig sjálfan, þau orð sem útrýmt gætu allri eymd í heiminum. Með kærri þökk fyrir birtinguna. Einar Ingvi Magnússon." Þessir hringdu . . . %im^ Gamli turninn Sveinn Sveinssoni í Morgunblaðinu 4. maí full- yrðir háttvirtur borgarstjóri, mik- ilsvirtur og duglegur embættis- maður, að gamli turninn verði til frambúðar þar sem hann nú er. í algjörri andstöðu við meirihluta borgarbúa. Við höfum mörg borg- arbörn lýst skoðun okkar á stað- setningu turnsins nú og virðumst sammála um að turninn sómi sér ekki. Borgarstjóri segir að skiptar séu skoðanir okkar borgarbúa á staðsetningu turnsins. Sannleikur- inn er sá að einn borgarbúi og áður eigandi turnsins hefur lýst ánægju sinni með staðsetninguna eins og nú er. Ég hefi ekki tölu á því hve mörg við erum á móti, en örugg- lega mikill meirihluti. Hvernig getur svo háttvirtur borgarstjóri fullyrt um staðsetningu turnsins til frambúðar að fullu þar sem hann nú er. Ég skora á borgar- stjóra að kynna sér málið til hlítar. Klukkan ganglausa Klukkan á torginu er til stórskammar borginni og hefur staðið nú um mánaðartíma eða þar um bil og vantað 19 mínútur í 12. Þetta þarf að laga svo hún verði borginni til sóma en ekki til SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Þessi einkennilega staða kom upp á opna sænska meistaramót- inu, sem fram fór fyrir stuttu. Það var Gösta Svenn. sem hafði hvítt og átti leik, en Carl-Johan Ribbe- gren hafði svart. í fljótu bragði virðist hvítur eiga í vök að verjast, því að 33. Rxh4 gengur auðvitað ekki vegna 33. ... Rh3 mát og 33. Hd3 strandar á 33. ... Dxh2+. Hvítur fann þó öllu snjallara framhald: 33. Bgfi+o - Hxg6. 34. Hd7+ - Kg8. 35. Hg7+ - Kf8. 30. Hxgfi - Rh3+. 37. Kxg2 - RM+. 38. Dxflo - Dxí4. 39. Hffi+ og svartur gafst upp. Jafnir og efstir á mótinu urðu þeir Dan ('ramling og Per Inge Helmertz. skammar. Ég held að allir sem líta hana nú líti hana heldur óhýru auga. Svo ég víki máli mínu að öðru sem miklu máli skiptir, þá vil ég benda óllum embættismönnum þjóðar vorrar á að þeir eiga að fara að vilja okkar landsmanna sem höfum kosið þá, en ekki að eigin vilja eða flokka. Þeir eru þjónar okkar, ég tel að þessi ábending sé í tíma töluð, því mér virðast embættin ekki rækt sem skyldi. Andmæli eru þegin. Ég er nú lítill karl á móti embættisvald- inu, en skyldi ég ekki eiga skoðanabræður sem hafa máttinn á móti valdinu. Ég býst við að vera kominn út á hálan ís og ég vil undanskilja háttvirtan forseta Islands, læknastéttina alla og alla sem sta%fa heiðarlega. HOGNI HREKKVÍSI HcNi«cht Symá ^m, Orðinn leiður á þessu hundalífi? S&3 SlGGA V/öGA £ VLVtmi Smfðum Neon- 09 plastljósaskilti. Einnig ýmiss konar hluti úrAcríl plasti. Neonþjónustarí hf. Smiójuvegi 7, Sfmi 43777 SUMARBUSTAÐIR Einstaklingar - Félagasamtök Get afgreitt nokkur hús i sumar. Vönduð hús, hönnuð fyrir íslenska veðráttu. Komið, skoðið teikningar og leitið upplýsinga. Pantiðtimanlega. Veljið islenskt. Kristinn Ragnarsson húsasmiður og húsgagnasmíðameistari Melgerði 29, Kópavogi sími 44777. Nvbóla sem leysir gamlan va nd a Vandinn er þungt loft - eða lykt. Innilokað loft eða reyk- mettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Litil kúla, kölluð Airbal. Inni i henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna meðþví að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett í kúluna. Einn kostur i viðbót - kúlan eródýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Olíufélagið Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Oliufélagið Skeljungur. Smávörudeild Sími 81722 Shell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.