Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1978 Rauð ógnaröld í Afríku í skjóli Sovét og Kúbu „Sjálfsákvörðunarréttur hottintotta er vatn á okkar myllu" Vægt áætlað eru um þessar mundir upp undir 50 þúsund kúbanskir hermenn, auk fjölda óbreyttra iiðsmanna, á erlendri grund í þretnur heimshornum, þar af um 10 þúsund samanlagt í 19 Afríkuríkjum, en þar að auki í Suður-Jemen, Guyana og á Jamaica. Kn hvað cr kúbanskur hcr að þcnja sig út og suður um alla heimsbyggðina? Nærtækasta skýring er sú að Kúbanir eiga Sovétmönnum skuld að gjalda, auk þcss scm þeir telja sig eiga skyldur að rækja við byltinguna og heims- kommúnismann. Kúbönsk æska cr vel að sér í kommúniskum kenni- sctningum og byltingarfræðum, cn hinir baráttuglöðu skæruliðar, scm á sínum tíma börðust gegn Batista eru nú orðnir ráðsettir, kcrfismcnn, með Afríkuumsvifum hcfur fengizt kærkomið tækifæri til að veita ævintýraþrá upprenn- andi byltingaræsku nokkra útrás í því að frelsa undirokaða frændur í gömlu álfunni. Tilgangur Sovétríkjanna með hcrnaðaríhlutuninni í Afríku er einfaldur og fer vart á milli mála. Auk þess að rækta hugsjónina um heimsyfirráð — eða alla vega sem víðtækust áhrif — er Sovétstjórn- in að tryggja sér lykilaðstöðu bæði á austur- og vesturströnd álfunn- ar, þannig að hún getí stjórnað og jafnvel lokað olíuflutningaleiðum erkióvinarins, Vesturveldanna, ef til styrjaldarátaka kemur. Það kemur sér vel fyrir Sovétríkin, sem telja það sínu upphafna forystuhlutverki ekki samboðið að standa í skítverkum, að beita. Kúbumönnum fyrir sig. Kúbu-' mcnn eru ötulir og þrautskipu- lagðir bardagamenn, og her þeirra er að mörgu leyti þjálli og heppilegri til að kljást við frum- stæða ættbálka í Afríku en Rauði hcrinn, sem talinn er vera betur að sér í meðferð háþróaðra vopna og vélrænum vinnubrógðum en frum- skógaklifri. Þá er það að sjálfsögðu ávinn- ingur fyrir Sovétríkin að láta á það reyna hvernig hernaðarleg skipulagning þeirra gefst þegar til kastanna kemur, og ekki sízt er þetta kærkomið ta^kifæri til að koma í lóg einhverju af hinum gífurlegu vopnabirgðum, sem safnazt hafa upp í Sovétríkjunum á undanförnum árum. Annars vegar er um að ræða ný vopn, sem Sovétmönnum er í mun að reyna með endurbætur fyrir augum, en hins vegar gömul vopn og úrelt, sem þeir þurfa með einhverju móti að losna við, því að seint gætu skriffinnskumeistararnir í Moskvu komið sér saman um að afskrifa slíkar eignir með því einfaldlega að eyðileggja þær eða bræða upp. Vangaveltur af þessu tagi leiða að sjálfsögðu ekki til neinnar algildrar niðurstöðu, en þær upp- lýsingar, sem nú liggja fyrir um umsvif kommúnistaríkjanna í Af- ríku leiða óhjákvæmilega til þeirr- ar ályktunar, að þar er mikið lajít undir og hátt stefnt, og að þar er ekki um neina slökunarstefnu eða mannréttindahjal að ræða. ..Sigurslóð hyltingarinnar í hin- um vestræna hcimi liggur um frclsishrcyfingarnar i' nvlcndunum ..." sagði Jósep Stalín árið 1921. ..Sjálfsákvörðunarréttur fyrir hottintotta. frumskógalýð. negra. indverja og marga aðra er vatn á okkar myllu." sagði Búkarín fyrir rúmum fimmtíu árum. „Það er skylda hvers einasta byltingarsinna að útbreiða hylt- inguna." sagði Fidel Castro árið 1960. Norman Kirkham ásamt skæruliðum FNLA. Myndin er tekin í þorpinu Kúhumenn hafa farið herskildi um á undanförnum mánuðum. Vígaslód Kúbumanna 70 þúsuni þúsundir unglinga á Sþ Fáum sögum hefur farið af gangi mála í Angólu síðan MPLA-hreyfinííin náði þar undir- tökum með aðstoð byltingar- bræðra frá Kúbu. Helzt er að minnt sé á þessa fyrrverandi nýlendu Portúgala þegar Agostino Neto þjóðarleiðtogi bregður sér í vináttuheimsóknir til Moskvu og Havanna til skiptis, en slíkar heimsóknir hafa verið alltíðar síðan borgarastyrjöldinni í land- inu lauk. Neto tók að sér þjóðhöfö- ingjahlutverkið í umboði Brezhnevs og Castro-bræðra. Öðru hverju berast þó óljósar fregnir af umbrotum í landinu, aðallega þá af skæruhernaði Unita-hreyfing- arinnar, sem var einn helzti andstæðingur MPLA á sínum tíma, og ræður enn yfir stórum svæðum í suðurhluta landsins, en ef marka má eitthvað af þessum fregnum, sem bæði eru stopular og vægast sagt óáreiðanlegar, þá gera þessi átök vart talizt skipulagður hernaður. Samt sem áður bera þau því vitni að enn er ólga í landinu og að þar má búast við því að upp úr sjóði fyrir alvöru fyrr eða síðar. Það hefur stundum verið sagt að Angóla sé skóladæmi um það hvernig nýlenduveldi eigi ekki að skilja við þegar þau láta undan sjálfstæðiskröfum nýlenduþjóð- anna, sem í fæstum tilvikum eru heilsteyptar þjóðir, samkvæmt þeim skilningi sem við leggjum venjulega í það hugtak. Afríka er ættbákaálfa, þar. sem mörg lönd eru byggð af mörgum |)jóðum, eða tiltölulega einangruðum hópum, sem lengst af hafa átt mjög takmörkuð samskipti, tala oft alls óskyld mál 'og eiga sér gerólíka menningu. Slíkt land er Angóla og það var ekki fyrr en hin portú- galska herraþjóð lét þar af völd- um, að raunveruleg yfirráð í landinu urðu bitbein hinna ýmsu þjóðernishreyfinga. Ekki er lengra um liðið en svo að flestum ætti að vera það í fersku minni hvernig silkihúfustjórnin í Angóla komst á la, au sil mi ar K( sa no ás Ai ve ;sv st; sé: sv á \1, iiii ár nú SV' ve sk ný er bc Barnamorðin í Addis Abeba — þar sem blód flýtur um gótur og torg Fyrir skömmu hirtist í ýmsum erlendum hlöðum frásögn af óhugnanlegum atburðum í höíuðborg Eþíópíu. Addis Abeba. þar sem Mengistu Haile Mariam ofursti hefur haft alræðisvald undanfarna 15 mánuði með tilstyrk 17 þúsund kúbanskra hermanna og um það bil 1500 sovézkra hernaðarráðgjafa. eftir því sem næst verður komizt. Af augljósum ástæðum birtist þessi grein undir dulnefni — Hans Eerik — en af ýmsu má ráða að höfundurinn sé trúboði ellegar þá að hann sc í nánum tensslum við einhverja þeirra hjálparstofnana. sem herforingjastjórnin lætur enn afskiptalausar að starfi í landinu. Ilans Eerik telur sis hafa oruggar heimildir fyrir því að á degi hverjum verði í Addis Abeba að jafnaði 100 óbreyttir borgarar. flest börn og ungmcnni. fórnarlömb morðsveita herforingjastjórnarinnar. I Addis Aheba býr um ein milljón manna. en í landinu öllu um 27 milljónir. Meðalaldur í landinu er lágur. og er talið að um helmingur Eþi'ópíumanna sé undir fimmtán ára aldri. HerforinKJastjórnin hefur skipt Addis Abeba í 300 umdæmi. sem hvert um sig hefur cigið fangelsi þar sem hervörður með óskorað aftökuumboð ræður ríkjum. Annar hver Eþíópi er undir fimmtán ára aldri og í skólum landsins er lögð sérstök áherzla á byltingarfræði. Sem dæmi um ástandið í borg- inni nefnir greinarhöfundur að hann hafi fvrir skömmu spurzt fvrir um líðan kunningja síns, sem er trúarlegur leiðbeinandi við stærstu moskuna í borginni. Hann fékk það svar að ein morðsveitin hefði knúið dyra nokkrum dögum áður og spurt um 14 ára son múhameðstrúarmannsins. Án út- skýringa tóku hermennirnir drenginn og höfðu hann á brott með sér. Að fjórum stundum liðnum komu þeir með hann aftur. Hann var þá liðið lík, ömurlega 'útleikið. Brunablettir voru á víð og dreif og augun höfðu verið stungin úr drengnum. Við nánari athugun kom í ljós að brunablettirnir voru eftir raflost. Fjölskyldan fékk ströng fyrir- mæli um að láta líkið liggja þar sem hermennirnir höfðu fleygt því á gangstéttina fyrir framan heim- ilið, vegfarendum til upplýsingar og viðvörunar. Þegar líkið hafði legið á stéttinni klukkustundum saman birtist stormsveitin á ný, hirti það og flutti í fjöldagröf. Nokkrum dögum síðar komu hermennirnir aftur og höfðu þá á brott mé sér annan son. Þegar síðast fréttist yar sá enn á lífi í einu hinna 300 hverfafangelsa, sem starfrækt eru í borginni. Margar áreiðanlegar heimildir eru um börn, sem sótt eru með valdi inn á heimili sín og flutt á brott. Algent er að eftir nokkra daga séu þau látin yfirgefa fang- elsið í fylgd morðsveitar og látin vísa veginn heim til sín. Þegar þangað kemur er foreldrunum skipað að vísa á hvílu barnsins og því skipað að leggjast þar fyrir. Síðan er barnið skotið í rúmi sínu að foreldrunum ásjáandi. I flest- um tilfellum eru aðfarirnar þó ekki svo hrikalegar, heldur eru fangarnir látnir fara úr fangelsinu í dögun, og síðan skotnir fyrir utan heimili sín án þess að fjölskyldan sé kvödd á vettvang. Venjulega er svo miði festur við líkið — með nagla, sem í það er rekinn — og þar er tilgrein ástæðan fyrir morðinu. Bænagjörðin endaði með blóðbaði Fyrir nokkrum vikum nam aftökusveit staðar fyrir utan litla mosku, sem stendur við aðalmark- aðstorgið í Addis Abeba norðan- vert. Gamall maður lauk upp dyrunum og spurði þann hermann- inn, sem næstur stóð, hvort söfnuðurinn mætti halda heim á leið þar eða kvöldbænum væri lokið. Hermaðurinn sló hann umsvifalaust niður, tók síðan vélbyssu sína og lét skothríðina dynja inn í moskuna af handahófi. Að minnsta kosti 25 manns létu strax lífið. Næst sneru hermenn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.