Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ð mánuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. Aðbúnaður aldraðra Ellilífeyrisþegar í Reykjavík eru um 8.000 manns eöa 10% af íbúatölu borgarinnar. Búast má viö, aö þeim fjölgi mjög á næstu árum og verði rúmlega 11.000 manns 1986 og töluvert hærra hlutfall af borgarbúum en nú. Reykjavíkurborg hlýtur því aö leggja vaxandi áherzlu á þjónustu viö þennan stóra hóp borgarbúa, sem á langri starfsævi hefur lagt sinn skerf af mörkum til samfélagsins og á nú rétt á aö samfélagið búi vel aö þeim á efri árum. Fyrir nokkrum árum var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur, aö frumkvæöi sjálfstæöismanna, aö verja 7,5% af álögöum útsvörum í Reykjavík til nýrra íbúöa, dvalarheimila og hjúkrunarheimila í þágu aldraðra. Á árinu 1974 var gerö áætlun um byggingu leiguhúsnæðis fyrir aldraöa, en skv. henni er stefnt aö því aö byggja á tíu ára tímabili 350 hentugar eins og tveggja herbergja íbúöir fyrir aldraöa. í samræmi viö þessi byggingaráform hefur veriö unnið á undanförnum árum. Nú þegar hafa veriö í notkun um skeiö 30 íbúöir viö Austurbrún og 60 íbúöir viö Noröurbrún. í næstu viku veröa teknar í notkun 75 íbúöir fyrir aldraöa í fjölbýlishúsi viö Furugeröi í Reykjavík. Jafnframt er unniö aö framkvæmdum viö dvalarheimili fyrir aldraöa í Lönguhlíð og viö Dalbraut. Gert er ráö fyrir, aö íbúðirnar viö Lönguhlíö veröi teknar í notkun í haust og viö Dalbraut fyrir eöa um áramót, en samtals eru í þessum húsum 94 íbúöir fyrir aldraöa. Á síöustu 5 árum hefur verið variö um 1700 milljónum króna til þess aö byggja 194 íbúöir fyrir aldraöa og hjúkrunarheimili fyrir 25 langlegusjúkl- inga hefur veriö innréttaö í Hafnarbúöum. Hér hefur aöeins veriö fjallaö um þann þátt í þjónustu viö aldraða, sem lýtur aö byggingarframkvæmdum og auövitaö hefur mikla þýöingu. En jafnhliöa þeim hefur Reykjavíkurborg smátt og smátt byggt upp margvíslega þjónustustarfsemi fyrir aldraða. Sérstök áherzla hefur veriö lögö á aö gera öldruðum kleift aö dveljast í heimahúsum eins lengi og mögulegt er. Þetta er aö vísu ýmsum \|andkvæðum bundið. T.d. er enginn vafi á því, aö einveran hefþr mikil áhrif á vilja aldraöra til þess aö eignast heimili í dvalaineimilum. Makinn er e.t.v. horfinn, börnin hafa tekiö sér bólfestu annars staöar og einveran tekin viö. Reykjavíkurborg hefur komiö upp öflugri heimilishjálp og heimahjúkrun fyrir aldraöa til þess aö gera fólki kleift aö búa í sínu gamla og rótgróna heimili. Sem dæmi um hversu víðtæk heimilishjálpin er, má nefna, aö á árinu 1970 nutu samtals 400 heimili aöstoöar heimilishjálpar, en nú á þessu ári um 1000 heimili. Á vegum Reykjavíkurborgar hefur veriö skipulagt öflugt tómstundastarf fyrir aldraöa. Þegar starfsævinni er lokiö, vaknar sú spurning hvernig verja skuli þeim tíma, sem skyndilega er til ráöstöfunar. Tómstundastarf fyrir aldraöa á vegum Reykjavíkurborgar fer fram á Hallveigarstööum og viö Norðurbrún. Þá er einnig ætlunin, aö almennt félagsstarf og tómstundastarf fari fram í íbúðarhúsunum viö Furugeröi og í Lönguhlíð. Á vegum borgarinnar hafa verið skipulagöar orlofsferöir fyrir aldraöa, bæði innanlands og til útlanda, og efnt er til stuttra skoðunarferða aö sumarlagi. Mikil þátttaka er í þessu starfi öllu. Þegar rætt er um starf í þágu aldraöra má ekki gleyma því, aö fjölmargir aörir aöilar en borgin sjálf leggja þar hönd á plóginn. Þar má nefna safnaöarfélögin í Reykjavík, sem leggja verulegt starf af mörkum í þágu aldraöra, svo og önnur áhugamannafélög. Er mikilvægt aö efla samvinnu borgaryfir- valda, áhugafélaga og • kirkjunnar aö þessum málum. Félagsmálastofnun borgarinnar annast margvíslega aöstoö viö aldraöa, rekin er upplýsingaþjónusta og veitt er persónuleg aöstoð viö einstaklinga og margvísleg fyrirgreiösla. Starf í þágu hinna öldruöu borgarbúa er oröiö mjög veigamikill þáttur í starfsemi borgarinnar og á eftir aö vaxa enn á næstu árum. Meirihluti borgarstjórnar hefur tekiö myndarlega á þessum málum. Á þessu sviöi hefur borgin fylgt í kjölfariö á merku brautryöjendastarfi, sem í áratugi hefur veriö unniö á Elliheimilinu Grund undir forystu Gísla Sigurbjörnssonar sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu í málefnum aldraöra. Sjómannadagsráö hefur einnig rutt þessu braut meö byggingu dvalarheimilis fyrir aldraöa í Reykjavík og nú síðast í Hafnarfiröi, og því starfi öllu sem þar fer fram. Jón H. Bergs á aðalfundi Vinnuveitendasamb Nauí legt vinni urrík takisl AÐALFUNDUR Vinnuveit- endasambands íslands hófst í gær. í upphafi fundar flutti formaður Vinnuveit- endasambandsins Jón H. Bergs ræðu, sem hér fer á eftir í heild: Hæstvirtur forsætisráðherra, góðir fundarmenn. Þjóðarframleiðslan jókst nokk- uð meira á s.l. ári en á árinu 1976, atvinna var næg og vegna batn- andi viðskiptakjara jukust þjóðar- tekjur talsvert umfram þjóðar- framleiðslu. Viðskiptajöfnuður var sæmilega viðunandi og kaupmátt- ur ráðstöfunartekna heimilanna jókst mikið. Er hann nú, sem kunnugt er, nálægt því er hann var hæstur á árinu 1974. Á fyrstu mánuðum s.l. árs hækkaði útflutn- ingsverð mikið, mun örar en innflutningsverð, og þannig varð nokkur bati á viðskiptakjörum þjóðarinnar. Einnig miðaði nokk- uð í þá átt að draga úr verðbólg- unni, þótt verðbólgan færi vaxandi á síðari hluta ársins og í árslokin var, serti kunnugt er, við mjög alvarlegan verðbólguvanda að eiga og þar af leiðandi ótryggan rekstur í útflutningsgreinum þjóðarinnar. Miklar sviptingar urðu í launa- málum þjóðarinnar á árinu 1977. Að afloknu 3'Æ mánaðar samningsþófi ceturinn og vorið 1977 tókust heilarsamningar milli ASÍ og vinnuveitenda hinn 22. júní. A aðalfundi VSÍ 1977 var gerð grein fyrir kröfugerð ASI, sem þá lá fyrir, og fyrstu stigum samningsumleitana. Ekki er ástða til að reka gang samningaviðræðnanna í einstök- um atriðum, aðeins skal minnt á, að samningaumleitanirnar voru óvenju erfiðar, enda voru kröfur verkalýðshreyfingarinnar meiri að vöxtum en nokkru sinni áður. Ástæður þess voru sjálfsagt marg- ar, en ekki er minnsti vafi á því, eð ein meginástæðan var sú rýrnun kaupmáttar, sem óhjá- kvæmileg hafði orðið vegna efna- hagserfiðleikanna árin á undan. Eins og áður er nefnt var nokkur efnahagsbati hafinn, og þá var ekki að sökum að spyrja eftir tímabil nokkurrar kjararýrnunar; almenningur reyndist móttækileg- ur fyrir uppsláttar- og æsifréttum og áróðri um, að efnahagur landsins væri kominn í hið ágæt- asta horf og því ekki þörf neins aðhalds eða aðgæslu í efnahags- málum lengur. Við þetta andrúmsloft óraunsæ- is, óþolinmæði og óskhyggju, sem setti svip sinn á kröfugerð verka- lýðshreyfingarinnar, bættist svo, að einstakir, áhrifamiklir stjórn- málamenn, m.a.s. ráðherrar gerðu samningastöðuna enn erfiðari fyrir vinnuveitendur og hófsama verkalýðsleiðtoga með óheppileg- um yfirlýsingum á viðkvæmum stigum samninganna. Var hér eins og oft áður um að ræða pólitísk yfirboð, og spilltu þau tvímæla- laust fyrir þvi, að menn héldu sig að raunveruleikanum. Veturinn 1977, bæði áður og eftir að viðræður hófust á milli ASI og vinnuveitenda um nýja kjarasamninga, varaði Vinnuveit- endasamband Islands margsinnis við afleiðingum kjaraákvarðana, er ekki tækju mið af efnahags- horfum og stöðu atvinnuveganna. I spám opinberra stofnana fyrri hluta árs 1977 var talið, það þjóðartekjur gætu aukist um 3—5% á því ári. Þrátt fyrir þetta gerðu verkalýðsfélögin kröfur til almennra kauphækkana upp á marga prósentutugi og í sumum tilfellum langt á annað hundrað prósenta, þegar sérkröfur voru meðtaldar, auk margvíslegs ann- ars kostnaðarauka atvinnuveg- anna. Vinnuveitendasambandið lagði fram útreikninga yfir það, hver yrðu áhrif slíkra launa- hækkana á þróun framfærsluvísi- tölu og afkomu atvinnuveganna, en slíkar viðvaranir voru ekki teknar til greina. Auk krafna um miklar launa- hækkanir lagði verkalýðshreyfing- in fram tillögur um nýtt verðbóta- kerfi, sem ljóst var frá upphafi að myndi magna víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar lögðu áherzlu á, að verðbótakerfi af þessu tagi væri skilyrði fyrir því, að unnt væri að lækka kaup- kröfurnar. Vinnuveitendur lýstu sig reiðubúna til að ræða vísitölu- Umgjörd í launam tillögur ASÍ, að því tilskildu, að kaupmáttaraukning sú, sem leiddi af kjarasamningum og opinberum aðgerðum í tengslum við kjara- samninga, færi ekki fram úr því, sem þjóðarbú og atvinnuvegir fengju risið undir, og bentu á í því sambandi, að beinast lægi við að leggja til grundvallar spá Þjóð- hagsstofnunar um aukningu þjóðartekja á árinu 1977. Þjóð- hagsstofnun spáði um það leyti 5% aukningu þjóðartekna á því ári. Kunnara er en frá þurfi að segja, að fyrirvarar vinnuveitenda varð- andi vísitölumálin og varnaðarorð þeirra og annarra voru að engu „Hljóðlát bylt — segir Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, um nýji Morgunblaðio hefur beðið Eyjólf Konráð Jónsson að segja frá helztu nýjungum í hlutafélögunum, sem samþykkt voru fyrir skömmu en hann tók mikinn þátt í vinnu fjárhags- og viðskiptanefnda Alþingis, sem um frumvarpið fjölluðu. Eyjólfur sagði, að lögin væru hljóðlát bylting. þar sem langþráð lýðræði væri innleitt í íslenzkum hlutafélagalögum. En merkustu breytingarnar væru hlutfalls- eða margfeldiskosning við stjórnarkjör og bann við öllum hömlum á viðskiptum með hlutahréf í félögum, þar sem hluthafar eru fleiri en 200. Viðtalið við Eyjólf Konráð fer hér á eftiri - Hverjar eru merkustu nýjungar laganna? — Þegar frumvarpið kom fram, var greint frá efni þess, og skal ég ekki fara langt út í að rekja það. Frumvarpið er að verulegu leyti byggt á norrænni löggjöf. Margt var í því til bóta frá fyrri lögum, en þó finnst mér réttlætishug- myndir Skandinava í seinni tíð stundum svolítið brenglaðar, og þess gætir vissulega í norrænu loggjöfinni, að fyrst og fremst hefur verið hugsað um að sætta auðjöfra og pólitíkusa, en ekki færa valdið beint til fólksins. Þetta hafa þeir- kallað socialisma eða jafnaðarstefnu. Það fellur Islendingum hins vegar ekki vel í geð, því að fátt svindl þola þeir ver en valdasvindl. Frumvarpið var þess vegna að mínu mati gallað, en lögin eru hins . vegar góð. - Og hvað er svona gott, sem breytt var? — Stundum er því haldið fram með réttu, að alþingismenn taki við frumvörpum embættismanna og samþykki þau athugunarlítið. I þessu tilfelli er það aldeilis ekki rétt. Þau atriði, sem einna mestu máli skipta komu inn í lögin í meðferð Alþingis. Breytingartil- lögur fjárhags- og viðskiptanefnda voru hvorki meira né minna en milli 60 og 70, og fullkomin samstaða náðist um það, sem markverðast verður talið, þegar fram í sækir. Fyrst er þar að teíja viðauka við 18. gr., þar sem segir, að hömlur megi ekki leggja á viðskipti með almenn hlutabréf milli íslenzkra aðila í hlutafélög- um, þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri. Þetta þýðir, að stjórnir hlutafélaga í almenningseign geta nú ekki hindrað hluthafana, eig- endurna, í meðferð réttinda sinna, og almenn viðskipti með hlutabréf munu hefjast. Þá eru nú í fyrsta skipti tekin upp i íslenzk lög ákvæði um svonefnda margfeldiskosningu, sem tryggir, að minnihlutinn geti náð rétti sínum. Þannig þarf t.d. aðeins tæp 17% hluthafa til að fá einn mann kosinn í 5 manna stjórn. Um þetta eru ákvæði í 47. gr. laganna, sem veitir ‘4 hl. hluthafa rétt til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosning- ar. Hygg ég, að það ákvæði eigi eftir að hafa geysimikla þýðingu. Minnir það raunar á baráttu sjálfstæðismanna fyrrum fyrir því, að hlutfallskosningar væru viðhafðar í stéttarfélögum, og hjá því getur ekki farið, að samvinnu- menn hugi að því að taka slíkt fyrirkomulag upp í samvinnufé- lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.