Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1978 Ólafur Unnsteinsson: Skólaíþróttir Æska landsins er hraust'og full af athafnaþrá. Að mínu áliti er þrek æskufólks á Islandi jafnvel meira en í Danmörku en á því hef ég samanburð. Danir hafa nýlokið könnun á líkamsfari (fitness) nemenda í skólum landsins. Þar var um að ræða athugun, sem var gerð á vegum Danmarks Höjskole for Legemsövelser (D.H.L.) í Kaup- mannahöfn og Odense Universitet og verður vikið að rannsóknum Dana síðar. Skólaárið 1973—1974 stundaði ég nám við D.H.L. jafnframt því sem ég fór í kynnisferðir í skóla og þjálfaði eitt sterkasta frjáls- íþróttafélag Danmerkur, Atletik- klubben Köbenhavn 73. Ég kenndi skólaárið 1974—1975 við einn virtasta menntaskóla Danmerkur, Birkeröd Statsskole á Sjálandi. Við skólann var frábær aðstaða til íþróttaiðkana og hvað því viðkem- ur skilur oftast á milli skóla í Danmörku og á Islandi. Við alla nýbyggða skóla í Danmörku er séð fyrir fullkominni íþróttaaðstöðu jafnt utan sem innan dyra. Við Birkeröd Statsskole voru t.d. tvö íþróttahús, Stadion, sundhöll, 4 grasvellir og nóg af tækjum t.d. 4 þolhjól. Undanfarin ár hef ég verið íþróttakennari við Laugalækjar- skóla. Síðastliðið skólaár þolpróf- aði ég fjölmarga nemendur á Laugardalsvelli og komu nemend- ur út með síst minni þrektölu en nemendur við Birkeröd Statsskole. Litlar rannsóknir hafa verið gerð- ar hér á íslandi í sambandi við íþróttir, sem orð er á gerandi. Virðingarverð er viðleitni mennta- málaráðuneytisins til að gera slíka könnun hér á landi skólaárið 1975-1976. Niðurstöðum skiluðu 8 skólar af 120, sem gögnin voru send til. Af 32000 nemendum voru 1000 próf- aðir. Niðurstöður eru vart mark- tækar vegna þess hve fáir nemend- ur tóku þátt í könnuninni. Þessi könnun var að sjálfsögðu gerð, svo að stjórnvöld geti í samræmi við niðurstöður þeirra athugana skipulagt íþróttaiðkanir nemenda og byggt upp íþróttaaðstöðu við skóla landsins. Islendingar hafa sjálfir engan her og því er sjálfsagt, að hlutfallslega jafn- miklu fé og aðrar þjóðir verja til hermála sé í þess stað varið til menningarmála og þá ekki síst íþróttastarfseminnar en ekki í vafasamar óarðbærar fram- kvæmdir. Á íslandi er ekki langt í land, að grunnskólar landsins hafi viðunandi íþróttaaðstöðu og 2—3 tíma íþróttakennslu á viku hver bekkur. Aftur á móti vantar mikið á að nemendur við fram- haldsskóla landsins hafi sambæri- lega aðstöðu og t.d. í Danmörku. Hverjar eru ástæður fyrir þessu? A. Skólum með framhaldsnámi hefur fjölgað svo mikið á síðustu árum, að ekki hefur verið til fjármagn til þess að ljúka endan- legri uppbyggingu þeirra. B. Lög um framhaldsskóla landsins hafa Vi miður ekki verið samþykkt af Alþingi. Þetta hindr- ar markvissa uppbyggingu skól- anna. C. Mikið vantar á skilning margra ráðamanna þjóðarinnar á nauðsyn íþróttaþjálfunar í fram- haldsskólum landsins. D. Það er fráleitt, að sé aðstaða fyrir hendi skuli hún ekki vera notuð sem skyldi vegna skiinings- leysis forráðamanna skóla en þess finnast dæmi. Það er fráleit stefna að byggja skólana aðeins upp að 2/3 hluta og hefja síðan uppbyggingu næsta skóla eins og oft hefur gerst á síðustu árum. í þessu sambandi má t.d. nefna Menntaskólann við Hamrahlíð. Við þann skóla starfaði ég árin 1967-1973. Iþróttakennslan er jafn þýðing- armikil og kennsla í bóklegum greinum. Það sannast því betur sem árin líða. Bygging íþróttahúss við skóla og aðstaða fyrir nemend- ur til útiíþrótta má ekki sitja á hakanum í jafnvel áratugi. Heldur á að byggja færri skóla og fullljúka byggingu þeirra á 4 til 8 árum eins og gerist í Danmörku í stað fjölmargra hálfbyggðra skóla eins og héí á landi. Það verður að stefna að því, að nemendur geti fengið 2—3 tíma íþróttaskyldu vikulega við góðar aðstæður við alla framhaldsskóla landsins, hvort sem nemendur taki próf eða ekki próf. Auk skyldukennslu hafi nemendur aðgang að vaigreina- tímum í íþróttum. Vanti íþrótta- hús við skólana t.d. hér í Reykja- vík á að aka þeim að að sundlaug- um eða að íþróttavöllum á milli tíma eins og í Danmörku. 20—30 mín. hreyfing á milli tíma er betri en engin hreyfing. Rannsóknir sýna að 3 tíma íþróttakennsla vikulega er lágmark til þess að vera í góðri líkamsþjálfun. Margir stjórnmála- menn þjóðarinnar mættu minnast þess, að þeir eru kosnir til þess að vinna meðal annará að mennta-, íþrótta- og æskulýðsmálum þjóð- arinnar en ekki til þess að láta allt kyrrt liggja og standa jafnvel í vegi fyrir allri framþróun mála. Hér á eftir mun ég draga fram staðreyndir, sem eiga ekki síður við á íslandi en í Danmörku. Heilsufari fólksins fer aftur. Fleiri og fleiri hreyfa sig minna, borða of mikið og reykja, sem hefur í för ólafur Unnstcinsson með sér, að vellíðan fólksins minnkar. Það er undrunarefni fyrir marga, að þannig er komið fyrir flestum fullorðnum. En það er áfall að heyra að einnig næsta kynslóð, skólaæska nútímans, muni að öllum líkindum verða í ennþá lélegri líkamsþjálfun. Þetta er árangur af rannsókn, sem var gerð opinber í Danmörku. Ivar Berg Sörensen, aðstoðar- rektor við íþróttakennaraháskól- ann (Danmarks Höjskole for Legemsövelser) upplýsti í dagblað- inu Jyllands Posten, að 4000 skólabörn á aldrinum 10—18 ára hefðu farið í þolpróf (test) í 100 mismunandi sveita- og borgaskól- um. Það kemur m.a. fram í rannsókninni, að fram að 16 ára aldri eru 90% nemenda virk í íþróttum en síðan snýr á hina hliðina. Þegar nemendur eru 19 Kristinn Snæland, verzlunarstjóri Flateyri: Tilgangur Skipa- útgerðar ríkisins Dómur samkeppnismanna Landvari, Landsfélag vörubif- reiðaeigenda á flutningaleiðum, birtir greinargerð í Mbl. 18. apríl s.I. undir heitinu: „Hvaða tilgang hefur Skipaútgerð ríkisins?" Greinargerð þessi er vangavelt- ur og fullyrðingar um Skipaútgerð ríkisins og er neikvæð í heild, enda eðlilegt, þar sem samkeppnisaðili er að dæma keppinautinn. Greinargerðinni virðist helst ætl- að að sanna, að með því að leggja niður Ríkisskip mætti spara þjóð- inni þær 240 milljónir, sem á þessu ári er ætlað í ríkisstyrk úr ríkissjóði til útgerðarinnar. Þó er ekki laust við að heyra megi þann grunntón, fengjum við þennan styrk ættuð þið að sjá hvað við gætum. Rétt er að taka fram, að dómi samkeppnisaðila hvers um annan hlýtur að vera tekið með varúð. Þá má fullyrða, að með bílum munu Landvaramenn aldrei geta tekið að sér hlutverk Skipaútgerðar ríkisins. Tilgangurinn í einum kafla greinargerðar er fjallað um Ríkisskip undir fyrir- sögninni „Hver eiga ríkisafskipti að vera?“ Sá kafli er heldur grautarlegar vangaveltur um einkaframtak, samvinnustarf og hjálparhönd ríkisins í flutninga- málum. I þessum kafla er þó loks komist að niðurstöðu, sem er þessi: „Samgöngur á landi til margra byggðarlaga eru oft ekki kleifar mánuðum saman og þá einungis um að ræða samgöngur á sjó eða lofti. Flugvellir eru fáir í slíkum héruðum og veður oft válynd og henta eigi til flugferða. Eina lausnin er sú að nota sjóleiðina. Þegar þannig stendur á er eðlilegt að ríkið aðstoði þessi byggðarlög og tryggi þeim nauðsynlegar samgöngur." Tilgangur Skipaútgerðar ríkis- ins er einmitt þessi, að tryggja landsmönnum nauðsynlegar sam- göngur. í bréfi Guðjóns Teitssonar, fyrrv. forstjóra Ríkisskips, til Samvinnunefndar samgöngumála Alþingis dags. 11/4 1978 er þetta ennfremur sagt um strandferða- þjónustuna: „Strandferðaþjónust- an hefir aldrei lotið lögmáli venjulegra viðskipta, sem ætlast er til að beri sig fjárhagslega, nema e.t.v. á óbeinan hátt. Þjónustunni hefir beinlínis verið ætlað að jafna nokkuð aðstöðu tii lífsframfæris í hinum dreifðu byggðum landsins.“ Tilgangur Ríkisskips virðist því mjög Ijós, a.m.k. flutningsmönnum þingsályktunartillögu nr. 344, sem vilja með henni auka og bæta strandferðaþjónustuna við dreif- býli landsins. Ailir þessir aðilar sjá nauðsyn strandferðaþjónust- unnar, þingmennirnir og Guðjón Teitsson með Ríkisskip,'en Land- varamenn helst án ríkisútgerðar, en þá verður ríkið að tryggja nauðsynlegar samgöngur að þeirra áliti. Þjónusta Ríkisskips Þjónusta Ríkisskips hefur eink- um verið sú á síðustu árum að flytja vörur milli hafna, en jafnframt nokkra farþega, á vetr- um gjarnan þá, sem komast þurfa milli hafna vegna ófærðar á heiðum, eða þá sem nauðsynlega verða að komast á áfangastað á tilteknum degi. Á vetrum hefur Ríkisskip helst verið treystandi í þeim efnum. Sumarflutningar farþega hafa oft verið þeir, að farþegar hafa notað hringferðir Ríkisskips til þess að sjá sem flest byggðarlög landsins í einni ferð. Þessi þjónusta hefur verið ómetanleg ekki síst hinum smærri byggðarlögum, sem gjarnan búa við litla og ófullkomna flugvelli og vegi, sem sjaldan eru ruddir á vetrum. Þjónusta Ríkisskips hefur verið hringferðaþjónusta, sem ekki hefur gert upp á milli hafna og þannig skapað landsmönnum fagurt dæmi um jafnrétti án tillits ti! búsetu. Gróðahyggjan Sameiginlegur óvinur Land- varamanna og núverandi stjórnar Ríkisskips virðist vera hallarekst- ur Ríkisskips. Landvaramenn virðast vilja ráðast gegn þeim óvini með því að leggja niður Skipaútgerð ríkisins, en viðurkenna þó að ríkið aðstoði einhver byggðarlög í samgöngum. Sé þessu ansað er ljóst, að Landvaramenn 'viðurkenna sjó- flutninga einhvern tíma ársins til nokkurra staða og þeir viðurkenna einnig, að þær ferðir muni ekki verða farnar án þess að til komi ríkisstyrkur. Sé í alvöru hugsað um útgerð sem annaðist einungis vetrarþjón- ustu er þó hægt að fullyrða að eitthvað mundi hún kosta, sú útgerð mundi ekki njóta þess hagnaðar, sem Ríkisskip hefur nú af hagkvæmum flutningum. Hvert yrði þá tap vetrarútgerðarinnar? Stjórn Ríkisskips hefur og mikl- ar áhyggjur af taprekstri út- gerðarinnar. Gegn tapinu virðist stjórn Ríkisskips ætla að snúa sér með því að fella niður ferðir á minni staðina, en fjölga ferðum á hina stærri. Herferðin gegn tap- rekstrinum mun byggjast á því að auka samkeppni við Eimskip og Landvara á hinum. hagkvæmari flutningaleiðum, sem einkum eru fólgnar í beinum ferðum með stærri farma á færri hafnir og nær einvörðungu með Reykjavík sem annan endapunkt ferðarinnar. Hitt virðist stjórn Ríkisskips gleymast eða vera þeim lítt skiljanlegt atriði, en það er jöfn þjónusta við alla landsmenn. Tilburðir Ríkisskips til þess að mæta bæði kröfum um aukna þjónustu og svo eigin gróðasjónar- miðum felst nú í því að tekin er upp ný áætlun strandferðaskipa og nokkur nýting flóabátsins Baldurs. Breytingin er sú, að horfið er frá hringferðunum og eins og áður er sagt er fjölgað beinum ferðum á hinar stærri hafnir, jafnframt er okkur á minni höfnunum sagt að ferðum til okkar hafi í raun fjölgað líka, þar sem bílar flytji vörurnar til okkar frá stærri stöðunum eða minni strandferða- skip. Állt byggist á þeirri staðreynd, að flutningsmagnið kemur að mestu frá Reykjavík. Gróða- hyggjumenn sjá það. Hringferðir eða gróðavegir? Til þess að útskýra þýðingu gömlu hringferðanna fyrir núver- andi stjórn Ríkisskips er rétt að fara aðeins einu sinni enn yfir hvað í þeim var fólgið. Með þeim var unnt að flytja nær alla vöru beint frá hverri viðkomu- höfn réttsælis eða rangsælis um- hverfis land. Með þeim var t.d. fullkomið jafnrétti með Bíldudal eða Reykja- vík, niðursuðuverksmiðja á Bíldu- dal átti jafnmargar ferðir til allra viðkomuhafna Ríkisskips og niður- suðuverksmiðja í Reykjavík. Kjöt- iðnaðarfyrirtæki á Svalbarðseyri átti sömu flutningsstöðu og sams konar fyrirtæki í Reykjavík. Með þeim var hægt að dreifa frystri vöru til beggja handa á allar áætlunarhafnir. Með þeim var tryggð vörudreifing minnstu sem stærstu fyrirtækja, hvert sem var og hvaðan sem var af áætlunar- höfnum auk þess sem skal undir- strikað, að viðbótarhafnir hafa ávallt verið með í dæminu, ef um flutning hefur verið að ræða. Hringferðirnar voru þannig fag- urt dæmi um ríkisafskipti gerð til að tryggja sem jafnasta aðstöðu landsmanna til aðdrátta eða vöru- dreifingar. Nokkur þrýstingur hefur verið af hálfu landshlutasamtaka um að Ríkisskip fjölgi ferðum frá Reykjavík, en vert er að taka fram, að engan veginn hefur verið um þá lausn að ræða að fækka jafnframt hringferðum. Gróðahyggjan og fyrrnefndur þrýstingur mun hafa valdið því, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.