Morgunblaðið - 10.05.1978, Page 30

Morgunblaðið - 10.05.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1978 Júgóslavar unnu stórt I>ÁTTTÖKU íslenzka unKlingalandsliðsins í Evrópumótinu í knattspyrnu lauk að þessu sinni í Póllandi í gærkvöldi er liðið tapaði L4 fyrir JÚKÓslavíu. Benedikt Guðmundsson skoraði eina mark íslendinga í leiknum, en staðan í leikhléi var UO fyrir Júgóslavíu. íslenzka liðið hlaut 2 stig í keppninni og varð í þriðja sæti í sínum riðli. en Júgóslavar halda áfram í úrslitin á hagstæðari markatölu en Ungverjar. A-RIÐILL. C-RIÐILL. Lokastaðan í riðlunum varð Júgóslavía 3 2 10 7.1 5 þessi. Ungverjaland 3 2 10 6.1 5 Skotland 3 2 10 2.0 5 ísland 3 10 2 5.7 2 Portúgal 3 111 1.1 3 Belgía 3 0 0 3 0.9 0 V-Þýzkaland 3 10 2 5.5 2 Ítalía 3 0 2 1 3.5 2 B-RIÐILL. D-RIÐILL. Sovétríkin 3 3 0 0 10.0 6 Pólland 3 2 0 1 5.3 4 HoIIand 3 111 4.3 3 Spánn 3 111 3,2 3 Noregur 3 10 2 2.6 2 England 3 111 2.3 3 Grikkland 3 0 12 3.8 1 Tyrkland 3 0 2 1 3.4 2 KÁTIR KR-INGAR — Síðasta lcik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu lauk með lil jafntefli Vals og Fram í gærkvöldi. bessi úrslit færðu KR-ingum Reykjavíkurmeistaratitilinn, en liðið hlaut 9 stig. Gleði KR-inga var mikil að loknum lciknum í gærkvöldi, en þeir fylgdust taugaspenntir með honum úr röðum áhorfenda. Er jafnteflið var staðreynd í leikslok, afhenti Ólafur Jónsson leikmönnum KR sigurlaunin fyrir Reykjavíkurmótið. Lið KR leikur í 2. deild í sumar, en frammistaða liðsins í vor gefur KR-ingum vissulega fyrirheit um sæti í 1. deild að keppnistímabilinu loknu. Leikur Vals og Fram í gærkvöldi var ágætlega leikinn, en aðeins átta mínútur voru eftir af leiktfmanum er Eggert Steingrímsson skoraði fyrir Fram beint úr hornspyrnu. Valsmenn hófu nú mikla sókn að marki Fram, en Framarar þjöppuðu vörn sinni saman í vítateignum. Er aðeins rúm mínúta var eftir af Ieiknum tókst þeim í sameiningu, Guðmundi borbjörnssyni og Atla Eðvaldssyni að jafna með sameiginlegri kollspyrnu. — (Ljósm. Rax). ...... JEGER AMAT0R JEGER BETALT KRÓNURNAR RÚLLAMEÐ BOLTANUM í DANMÖRKU raun ekki síður á samning við þessi fyrirtæki. Danska knatt- spyrnusambandið hefur eitt slíkt fyrirtæki á bak við sig, þ.e. Carlsberg. Fyrirtækið greiðir verðlaun til 5 beztu liðanna í 1. 2. og 3. deild og sigurliðið fær 75 þúsund krónur, silfurliðið 50.000, liðið í þrijna sæti 40 þúsund krónur, 4. lið fær 30 þúsund og 5. lið fær 20 þúsund krónur — að sjálfsögðu eru þessar upphæðir í dönskum krónum. Þau lið sem skora flest mörk í deildunum þremur fá 15 þúsund krónur fyrir hvert lið og þau lið sem leika prúðmannlegast fá sömuleiðis 15 þúsund krónur hvert. í bikarkeppninni fá þau lið sem komast i 16 liða úrslit 5 þúsund krónur hvert fyrir hvern leik, en það þýðir að úrslitaliðin fá 20 þúsund krónur hvort. Þar með er þó ekki allt upptalið. Sérstakur dómstóll velur mánaðarlega lið mánaðarins og í lok keppnistíma- bilsins velur sami dómstóll lið ársins. Hver af hinum 11 leik- mönnum mánaðarliðsins fær þús- und krónur í sinn hlut, en þeir sem valdir verða í ársliðið fá 5 þúsund krónur í sinn hlut hver maður. Beinn styrkur Carlsberg til knatt- spyrnusambandsins nemur einni milljón danskra króna og verður því fé varið til unglingastarfs, fræðslustarfs, launa landsliðs- þjálfara, til að kalla heim leik- menn erlendis frá o.fl. DANIR höfðu stundað knatt- spyrnu í formi áhugamennsku í 89 ár. er þeir tóku ákvörðun um það á síðasta ársþingi danska knattspyrnusambandsins að nú væri kominm tími til að atvinnu- mennska væri tekin upp í íþrótt- inni. Mikill meirihluti var fyrir þessari ákvörðun á þinginu og nú þegar keppnin í Danmerkur meistaramótinu er komin vel á veg bendir allt til að þessi ákvörðun hafi verið til heilla fyrir íþróttina. Áhorfendum hef- ur fjölgað. leikmenn leggja sig frekar fram en áður til að vinna sér inn aukagreiðslur. Tillagan um atvinnumennsku í danskri knattspyrnu kóm fyrst fram árið 1965. en það er ekki fyrr en um 13 árum síðar, sem þessi hugmynd verður að veruleika. í rauninni er þó ekki rétt að tala um atvinnuknattspyrnu í Danmörku og Danir sjálfir tala yfirleitt um „launaða knattspyrnu“. Danskir knattspyrnumenn eru ekki ein- göngu í starfi sem knattspyrnu- menn hjá félögum sínum. Þeir fá borgað eftir getu og fyrir hvað þeir leggja mikið af mörkum. Ein af höfuðástæðunum fyrir því að Danir tóku upp þessa launuðu knattspyrnu er sú að með henni telja þeir sig geta minnkað flótta knattspyrnumanna til ann- arra landa. Nú leika hvorki meira né minna en 59 af beztu knattspyrnumönnum Dana með erlendum liðum og þar er í fararbroddi Allan Simonsen, knattspyrnumaður Evrópu. Einnig telja Danir sig meö þessu styrkja landslið sitt og þeir hafa sett sér KLU0 KASSfc SIGURINN FÆRIR IPSWICH AUKIÐ FÉ SERHVER leikmaður Ipswich fékk í sinn hlut um 350 þúsund krónur fyrir sigur Ipswich á Arsenal í úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn. Eftir leikinn var Bob Robson, framkvæmdastjóri liðsins, boðinn samningur við félagið fyrir lífstíð. Sigurinn í leiknum færði Robson aukið fé til að spila úr og er þess vænzt að hann muni fjárfesta í leikmönnum á næstunni. Einn af leikmönnum hans, Colin Viljoen, hefur óskað eftir sölu, en hann var ekki í liðinu, sem lék á Wembley á laugardaginn. Rætt hefur verið um að enski landsliðsmaðurinn Trevor Brooking fari frá West Ham, sem féll í 2. deild, og til Ipswich. Vitað er þó að fleiri félög hafa áhuga á þessum sterka leikmanni, t.d. Southampton og Tottenham. í gær lýsti Brooking því yfir að hann hefði alls ekki í huga að yfirgefa West Ham. — Mér hefur liðið vel hjá West Ham, sagði Brooking. — Við höfum ár eftir ár verið í fallbaráttu og nú þegar við föllum niður í 2. deild vil ég ekki verða til þess að yfirgefa fyrstur sökkvandi skip. Ég geri hvað sem félagið vill að ég geri. j—rr-, það markmið að komast í úrslit heimsmeistarakeppninnar 1982. Það er ekki aðeins hjá félögunum í þremur efstu deildunum sem leikmönnum eru greidd laun, leikmenn með dönsku landsliðun- um fá einnig greiðslur. Flest félaganna í deildunum hafa fengið fjársterk fyrirtæki til að standa á bak við fjármál félaganna og leikmenn eru því í Einn íslenzkur knattspyrnu- maður leikur í Danmörku, það er Atii Þór Héðinsson, áður KR-ing- ur, nú leikmaður með Herfölge í 3. deildinni í Danmörku. Liði hans hefur gengið mjög vel það sem af er keppnistímabilinu. Liðið vann 5 fyrstu leiki sína án þess að fá á sig mark, en gerði síðan 1:1 jafntefli gegn Freja á útivelli um síðustu helgi. — áij. breýttir en ánægðir halda þcir á bikarnum. Mick Mills, fyrirliði Ipswich til vinstri, og markaskorarinn Roger Osborne til hægri. Enska knatt- spyrnan Kærkvöldi ok áttu Kestirnir aldrei möKU- leika. Úrsiitin urdu 3i0. AndstæðinKar Arsenal frá Wembleyleikvanvinum á laug- ardaginn töpuðu einnig. Úlfarnir voru sterkari aðilinn í Ipswich og unnu 2il. Þá fór í gærkvöldi fram leikur milli Wrexham og Ban^or City í seinni leik liðanna f úrslitum velsku bikarkeppninnar. Wrex* ham vann 1i0 og 3i2 samanlagt. ORIENT hjarKaði sér írá íalli niður í 2. deild er liðið vann Cardiff á heimavelli síðarnefnda liðsins í Kærkvöldi. Úrslitin urðu Oil ok þau þýða að ásamt Hull ok Mansfield fellur Blackpool úr 2. deild niður í þá þriðju. Orient komst í undanúrslit bikarkeppninnar. en átökin i sambandi við þá keppni bitnuðu á frammistöðu liðsins í deildinni. Derby County fékk Arsenal í heimsókn í XXX • PSV Eindhoven vann KÓðan sigur á Bastia frá Frakklandi i seinni leik liðanna í Karkvöldi. Fyrri leik liðanna á Korsfku lauk með marklausu jafntefli. en í K»r- kvöldi tókst leikmönnum hollenska meist- araliðsins að skora þrívegis, Korsfkumönn- unum aldrei. Willy van der Kerkhof, van der Kuylen ok Deijkers skoruðu mörk Eindhoven. Pat Jennings, sá snjalli markvörður Arsenal, á ekki möguleika á að verja skot Rogcr Osborne, en hann sést ekki á myndinni. Fyrirliði Arsenal. Pat Rice, fylgist með og til vinstri er Poul Mariner, einn af beztu mönnum Ipswich.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.